Alþýðublaðið - 07.05.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.05.1969, Blaðsíða 2
2 AlþýSublaðið 1. maí 1969 RÆTT VIÐ SIGRlÐI FRA MUNAÐARNESI: KVÆÐI VERÐUR AÐ VERA LYRIK t — Ég man eftir mér frá því a3 ‘ <5g var þriggja missera gömul. Þá ^ fór ég í fyrstu íangferðina. Ég Í 'fíom á fjóra bæi, sem ég rrian vel 1 éftir og fór yfir tvær ár, Norðurá ’ og Hvítá. Svo skrifaði ég fyrir ’ mörgum árum barnasögu um þetta, sem birtist í Þjóðviljanum. — Hcfur þú skrifað margar smá- sögur? — Já, ég hef skrifað þó nokkrar smásögur, en það hafa ekki marg- ar þeirra birzt. Tvær barnasögur birtust í barnaritinu Sólhvörf, þessi sem ég nefndi, í Þjóðviljanum, og ein smásaga eftir mig er í Penna- slóðum, sem kom út árið 1959. I ÖRTI Á NÆTURNA 1 Þessi orð lét Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi falla um smásagna- gerð sína í viðtaíi við Alþýðublaðið í gær. En Sigríður er þekktari fyrir ijóðagerð en smásagnagerð, og það verður einmitt í kvöld kynning á verkum hennar í Lindarbæ að tii- ialutan Menningar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna. — Hvenær byrjaðir þú að yrkja, Sigríður? — Ég var ákaflega ung, þegar ég byrjaði. Það var haustið sem ég varð 12 ára. Ég vakti yfir sjúk- ling og ég orti fyrstu kvæðin til að halda mér vakandi. Þau birtust i Unga Islándi, og í mörg ár orti ég í það rit. Þá orti ég alltaf undir dul- nefni. — Undir hvaða duinefni? — Ég man það ekki, þau voru svo mörg. — Það hafa komið út eftir þlg ljóðabækur. Hvað eru þær margar? — Tvær, Kveður í runni, árið 1930 og Milli lækjar og ár, árið 1956. — Hafa svo ekki birzt eftir þig kvæði t blöðum og tímaritum? —■ Jú, jú, og í heilmörgum safn- ritum. EKKI HNEIGÐ FYRIR RÍM — Hvert er þíft skemmtilegasta yrkisefni? — Landslagið við Munaðarnes hefur baft mest áhrif á- mig. Ann- ars yrki ég bara lyrik, ég hcld það falli mér bezt. Ég hef aldrci verið hneigð fyrir að binda mig við rím. Samt hef ég ort siéttubönd. —• Svo tók cg við áð þýða Kalévala eftir Karl Isfeld, hann var í miðju erindi þegar hann féll frá. Kalevala er hrynhenda, í sama hætti og á frummálinn. — Fyrst þú hefur aldrei verið gef- !n fýrir að binda þig við rím, þá hefur þú tíklega ckki á móti ungu skáldunum? SKÁLDSKAPUR EINS OG ABSTRAKT MÁL- VERK í TÓNALITUM — Nei, þar er ákaflega margt skemmtilegt. Ég nýt þess að finna þennan sérstaka tón í kvæðunum, eins og til dæmis hjá Nínu Björk. Þar er þessi hlýi, tregablandni tónn scm verður að vera, eitthvað sem snertir mann. Kvæði verður að vera lyrik. Eg hef annars ekkert vit á skáldskap, er ékki skólagengin. — Ég hef bara tilfinninguna fyrir honum, vii að hann snerti mig. Ég vil að skáldskapur sé eins og fallegt abstrakt málverk í tónalitum; þann- ig er Kristnihald undir jökli, þó að það samþykki ckki allir. — Þú segist vera ómenntuð, Sig- ríður, en einhvern grun hef ég utn að þú hafir lært hjá ekki ómerk- utn manni, FORSETI UNGVERJALANDS — Já, ég var eitt ár í Berliz í Dresden og lærði frönsku, þýzku og bókmenntir. Ég var Iíka í tím- um hjá Arpád Szakasils, sem varð seinna forseti Ungverjalands. Heima lærði ég ensku og dönsku eins og önnur börn, og faðir minn ias með mér Eddurnar og fornkvæðin. Það var kannski bezta menntunin. — Og að lokum, hvenær kemu* bókin „Sofa blóm“ á prerit? — Ætli hún verði nokkurntímann gefin út. Eg hef átt hana lengi 1 handriti, en það er vafasamt að ég fái útgefanda að henni. ÞORRI. , FUSKARAR Frh. 12. síðu. Þetta vefður einkum ljóst ef athug- ftður er hlutur fjölmiðlunartækja ítérlendis seinustu ár. ’ Nú koma boo eða bönn að sjálf- sögðu að Iitlu haldi, en stöðug og markviss myndlistarfræðsla í hönd- um h'arfra mann gæti stuolað að endurbótum í þessum efnum. Telur Félag íslenzkra myndlist- 1 armarina jafnvel athugandi að ráð- 5nri veroi myndlistarráðunautur Sjórivarps, líkt og Hljóðvarp hefur tórilistarstjóra á sínum snærum." Knattspyrna Framhald af 8. sí3u. uðu okkar menn og var það fyrsti sfgur okkar i knattspyrnu 'leik við erlent lið. Astæðan var sú að þeir dönsktu gátu varla gengið fyriir harðsperrum. Eftir nokkrar <vikur kemur þetta fræga lið aítur í heimsókn, á vegum KRR, og ifáuim við þá að sjá tfyrsta 1. deildarliðið danska, sem hér hefur leikið í 10 ár. Liðinu vegnaði mjög illa á síð asta keppnf'stímabili, en árið áð- ur var það Danmerkurmeistari. iÞjálfari liðsins er Austurríkls maðurinn Emest Nekuda; sem þjálfaði danska landsliðið sem sigrað; okkur á ídrætsparken 14—1 sælla minainga. Búningur tfélagsins er Græn og hvít-röndótt skyrta, hvítar buxur og hvítir sokkar. Nú er lokið kynningu okkar á dönsku 1. defldarliðunum, en fljótlega munum við kynna sænsku 1. deildarliðin, sem einn ig er okkur ófcunnug. VANN Framhald bis. 6. Hvar mlstökin lágiu varð ekki upplýst, en eitt var ljósfc: Karl Hammarb/erg ábti ekki sökina. Hið sama var álit getraunanna ög póststjómarinnar, svo að lagabókstafir voru lagðir til hlið ar, og gamli öryrkinn fékk vinn Inginn sinn. Þegar skatturinn halfði tekið sitt, var vimningsupp hæðin í ísl. kr. 1.530.000,00. Sænski póstmálastjórinn, Hörj- el, sjálfur hringdi til Karls og tilkynnti honum, að það hefði verið sök póstþjónustunnar, að seðillinn hefðl ekki komið fram í tæfca tíð. „Við höfum rætt við getra'unirnar, og erium sammála um að þér eigið að fá vinning- inn, og við vonum, að þér hafið ekfci misst trúna á pósfcþjónust unni." Titkynning frá Fiskifélagi Islands og Vélskóla íslands Námskeið fyrir vélstjdra, sérstaldega á fiskiskipum, verður hialdiið á veguim Fiskiféliags fslands og Vél- skóla íslands dagana 12.—17. maí að báðum dögum meðtöldumi. Kennd verður mieðfierð vökvaknúimna taekja, svo sem þilfarsvinda, línuvinda, nótvinda o. íi. Kennt verður bæði um lágþrýstikerfi, háþrýsti- kerfi og loftstýrlitækm. Kennslan verður bæði í fyrir lestrum og verikleig og fier fram í Vélskólamum. Þátt- taka tilkynnls.t 'hjá Fiisikifélagi íslands í símia 10500 sem fyrst. Fjöldi þáttlakenda takmarkast við 24 nemendur. Námskeiðsgjald kr. 500.00 grecðist við innritun í síðasta lag(i 9. malí. Tæknideild Fiskifélags íslands - Vélskóli ÍSlands. NÝ SKÓSENDING ÍTALSKIR KVENSKÓR ÍTALSKER KARLIVIANNASKÓR ÍTÖLSK LEÐURVeSKI SÓLVEÍG Laugavegi 69 Hafnarstræti 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.