Alþýðublaðið - 07.05.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.05.1969, Blaðsíða 5
yr*mkYiBtBflRrtJ6rtl t>órlr Síemunilsson HitslJ6m: Krlrtj&n Berri OltflHB (ibt) Benedllct GrOnd&I F/fttaBtjórí: Blgurjón íóhannssoa Auiljrtngastjórlt Slgurjón Arl Slgurjónssoa Clgefundi: Hý}a útí&fufólagifí frentsmisja AU>)SBblaflrtnr( De Gaulle og Efnah agsband al agi ð Miklar bollaleggingar eig'a sér nú stað með- al stjórnmálamanna í V.-Evrópu um það, 'hvort afsögn De Gaulle muni leiða til skjót- ari aðildar Bretlands að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Það var fyrst og fremst De Gaulle sjálfur, sem tvívegis hindraði upp- töku Bretlands í Efnahagsbandalagið og því hefur oft yerið spáð, að þegar hershöfð- inginn léti af völdum í FraMdandi, kynni afstaða Frakklands í þessu efni að breytast. Alþýðúblaðið birti í -gær viðtal við Hal- vardLange, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um 20 ára afmæli Evrópuráðsins, en í því viðtali ræddi Lange einnig hugsan- lega aðild Bretlands að Efnahagsbandalag- inu. Virðist Lange þar bjartsýnn á það, að afsögn De Gaulle geti flýtt verulega fyrir aðild Bretlands að Efnahagsbandalaginu og nefndi Lange, að ef til vill muni nú ekki líða nema 2—3 ár, þar til Bretar fái aðild að EBE. Telja má fullvíst, að Bretar muni eiga greiðari aðgang að Efnahagsbandalaginu eftir að De Gaulle er farinn frá völdum. Hins vegar má ekki búast við neinum stökk breytingum í afstöðu Frakka til Breta í þessu efni. Áhrifa De Gaulle mun gæta lengi í Frakklandi, enda þótt hann sé far- inn úr forsetaembættinu. Hins vegar má t. d. geta þess, að Pompidou, sem er líkleg- asti eftirmaður De Gaulle, er mun hlynnt- ari aðild Breta að Efnahagsbandalaginu en De Gaulle var. Flestir hafa ávallt reiknað með því, að einhvern tímann í framtiíðinni mundu Bret- ar ganga í EBE. Nú er ljóst, að þetta getur orðið mjög fljótlega. En hvaða áhrif mun aðild Bretlands að Eífnáhagsbandalaginu hafa? Hún mun hafa gífurleg ahrif. Flest ríki Fríverzlimarbandalagsins múhu senni- lega sigla í kjölfar Breta, svo sem Dan- mörk, Noregur, Austurríki og Sviþjóð, það síðast nefnda a. m. k. í formi aukaaðilidar. Alþýðublaðið 7. maí 1969 5 Fari svo, mun Fríverzlun arbándalag ið sennilega leysast upp. En hvaða áhrif mundi aðild Breta að Efnahagsbandalaginui hafa á viðskiptahagsmuni íslands? Ljóst ers að þau áhrif yrðu mjög mikil. Bretland og V.-Þýzkaland eru stærstu viðskiptalönd okkar í V.-Evrópu. ísland getur ekki staðið algerlega utan við bandalag, sem þessi bæði lönd eiga aðild að. Hins vegar getur ísland ekki gerzt fullgildur aðili að Efna- hagsbandalaginu. Það sem kæmi til greina af íslands hálfu, væri aukaaðild, fríverzl- unaraðild eða sérstakur samningur um við- skipti samfara tollaívilnunum. íslanid getur ekki gengizt undir ákvæði ítómarsáttmál" ans um frjálsan flutning fjármagns og vinnuafls milli aðildarríkjanna. En ei að síður getur komið til þess, að Ísland þurfí að tryggja viðskiptahagsmuni sína á mark- aði EBE. Viðræður íslands við EFTA standa enn yfir. Fái ísland aðild að EFTA með við- unandi kjörum, mun það auðvelda,okkur að ná tengslum við EBE, fari Bretar þar inn. Hins Vegar leggur aðild okkar að EFTA okkur engar skyldur á herðar varðandi það að ganga í EBE síðar. >Sd : ÞJÓÐIN Frnmhald af 4. síðu. og vísLndamenn benda á. Eilífar tilvitnanir í „haetti annarra þjóða“ munu sennilega hvergi vera jafn- tíðar, sem hér á landi. Þegar svo er komið, að stórir lagabálkar eru beinlínis þýddir af erlendum tung- um, þá fara menn, ef til vill, að efast um tilverurétt þjóðarinnar og trúna á fólkið í landinu. Þegar rætt er um almenna mennt- un get ég ekki látið hjá líða, að drepa á þá kennsluhætti, sem. tiðk- azt hafa við kennslu í íslenzkri tungu og hókmenntum. Um ís- lenzka menningarsögu er vart að ræða. Þetta mál hefur þegar verið flutt skörulega af ýmsum, og er þess því að vænta, að skilningur manna vakni um nauðsyn á gagn- gerum breytingum á kennslu í ís- lenzku og fslenzkum fræðum al- mennt. Ég er þess fullviss, að þjóðin hef- ur ekki gert sér grein fyrir hinu raunverulega gildi starfsgreina- náms í nútímaþjóðfélagi. Þessum málum er stjórnað á grundvelli hugsjóna og hátta, sem hæfðu á fyrrihluta þessarar aldar. I dag stöndum við andspænis vandamál- um, sern þá voru óþekkt. Þessi vandamál þarfnast úrlausna í sam- ræmi við þá þekkingu, sem nútíma tækni og vísindi gefa tilefni til. Éfnahagsmálin standa því í beinum tetigsluni við þróun fræðslumála þjóðarinnar. Ef fræSslumáHn eru vanrækt munu afleiðingarnar koma fram í efnahagslífi þjóðarinnar. IV. Þjóðmálaþróun lýðræðisríkja hyggist fyrst og fremst á virkri þátt- töku almennings. Ef alþýðan miss- ir áhugann I á þjóðmálum glatar lnín um leið þeim rétti, sem lýð- ræðisþjóðfélagið grundvallast á. Sjálfstæðisbaráttan á síðari liluta 19. aldar og fram á þessa öld hafði vekjandi áhrif á alþýðu manna, um afskipti af þjóðmálum. Að visst} leyti má segja, að altncnnur áhugi þjóðarinnar á þjóðfélagsmálum hafi dofnað, að fengnu fullu sjálfstæði. Afskipti manna hafa greinilega breytzt frá persónulegum áhuga á einstökum málefnum í ópersónu- legan stuðning við ákveðinn stjórn- málaflokk. Fulltrúar stjórnmála- flokkanna hafa þannig orðið að persónugervingum hugsjónakerfa, eða ópersónulegum tannhjólum í hinni stóru millu stjórnmálaflokks- ins. Almennur og persónulegur áhugi manna á skólamálum liefur senni- lega aldrei vcrið meiri en í dag. Þannig má segja, að skólamálið hafi valdið straumhvörfum í hugsunar- hætti manna gagnvart þjóðmálum almennt. Umræður um stjórnmála- flokkana og embættismannakerfið benda einnig til þess, að ahnenn- ingur óski nú eftir virkari og mál- efnalegri þátttöku í þjóðmálabar- áttunni, en verið hcfur, á síðustu áratugum. Stjórnmálakerfið og ýms- ir stjór.narfarslegir hættir hafa ver- ið gagnrýndir og bendir margt til þess. að hér sé um að ræða al- menna stefnubrcytingu um stjórn- arhætti, vaidið og almenn tnann- , réttindi. Lýðræðisskipulag það,.;Sem við búuin við er nátengt þeim hugsjónum, sern virða almenn mann réttindi. En réttur einstaklingsins er ekki lokatakmark lýðræðisins. Ef einstaklingurinn neytir ekkj þessa réttar er vafasamt að stjórn- arhættir þjóðarinnar beri mikinn svip þeirra grundvallarhugsjóna, sem lýðræðið byggist á. Megin- styrkur lýðræðisins er fólginn í því aðhaldi, sem fæst með almennum kosningum. Fátt mun öruggara traustu þingræði en fáir, sterkir stjórnmálaflokkar. Þó er vert að gera sér grein fyrir því, að stj.órn- arfarslegt jafnvægi rná einnig fá með einsflokkskerfi, og munu stjórn- arhættir Sovéctríkjanna vera nær- tækasta dæmið, Lýðræðislegir stjórn arhættir gefa því ekki óyggjandi til- efni til öruggra stjórnarhátta. Þann- ig getur einræðisþjóðfélag jafnvel betur tryggt stjó. narfarslegt jafn- va’gi heldur en lýðræðisþjóðfélagið. I.ýðræðishugsjónin í hinu vestræna þjóðfélagi leggur megináherzlu á almenn mannréttindi og einstak- lingsfrelsi, en til þess að fram- kvæmd þessarar hugsjónar nái tit- ætluðum árangri byggist hún á t’ir'kftri þátttö\u cflmcnnings. Þar sem flokkseinræði ríkir er þáttur almennings einungis bundinn rétt- inum til að kjósa. f slíkum þjóð- félögum verða stjórntnálamennirn- jr að sjálfstæðri stétt, sem lítið þarf að sækja til almennings. Ymsir hafa bent á, að íslenzkir stjórnmálaflokkar séu, að verulegtí leyti, sljtnir úr tengslum við fólkið sjálft. Einnig mætti segja, að fólkið ha.fi ekki' sýnt mikinn áhuga á, að starfa in.nan stjótnmálaflokka.nna, og þar með má ef til viíl segja, að almenningur geti sjáifuni sér um kennt. Hvernig, svo sem litið er á þessi mál, mun flestum Ijóst hvar skórinn kreppir. Eins og nú hátar um kosningafyrirkomulag sitja fjöl- margir frambjóðendur í öruggum sætum í skjóii mjög takmarkaðrar útnefningar flokksforystunnar. Það er greinilegt, að þetta kosninga- fvrirkomulag er alls ekki í samræmi við þær megin hugsjónir, sem' vest- rænt lýðræði. byggist á. Plokksfor- ysta,' sem ekki telur sér fært að byggja framboð á lýðræðislegum prófkosningum innan einstakra kjör dæma virðist því alls ekki starfa eftir þeim grundyallarhugsjónum, sem véstrænt lýðræði byggist á. Prófkosningar eru nú þekkt fyr- irbæri í ýmsum löndum. Höfuð- kostur prófkosninga er tvíþættur. f fyrsta lagi er skapað heilbrigt og örvandi aðhald, og í öðru lagi fá almennir kjósendur tækifæri til að velja milli framhjóðenda innan við- komandi flokka. Þetta fyrirkomulag stuðlar því að aukinni þátttöku al- mennings, en það er meginforsenda fvrir Sruggum stjórnarháttum í lýðræðisþjóðfélagi. Blind flokks- menrtska er engum til sóma, en þjóðinni allri til vansæmdar. V. f clag stendur þjóðin á mikil- vægum tímamótum. Enda þótt efna» hagsástandið sé ekki gott sem stend- ur, er engin ástæða til að orvænta um framíðina. Hin þróttmikla æska þessa lands er reiðubúin til að taka til starfa. Verkefni næstu ára era heillandi fyrir þjóð, sem hefur trá a sjálfa sig og framtíðiná. Almenn- ingur þarf að taka meiri og virk- ari þátt í þjóðmálabaráttunni. Þjóð- in öll þarf að sameinast í þessarí baráttu og vinna að því, að hin unga kynslóð fái hvöt hjá sér til að lifa og starfa í landínu. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o.fl. til hita- og vatnslagna byggingavöruverzlun Burstafell Réttarholtsvegi • Sími 38840. VELJUM ÍSLENZKT-/M\ ÍSLENZKAN IÐNAD MATUB OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitiiigaskálinn, Geithálsi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.