Alþýðublaðið - 07.05.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1969, Blaðsíða 4
4 Alþýðuíblaðið 7. maí 1969 Dt*. Bragi Jósefsson: ÞJOÐIN OG FRAMTÍÐIN r. Á SÍfiUSTU áratuguni 19. ald- ar urðu stórfelldir fólksflutningar frá Evrópu, vestur um Iiaf, til Eandaríkjanna og Kanada. Einnig flutti stór hópur manna til Suður- Ameríku og Ástralíu. Talið er að fólkaflutningar á þessum tíma hafi verið mestir frá Norðurlöndum, ef írland er undanskilið. Þegar gerð- ur er samanburður á fólksfjölgun á Norðurlöndum á síðari hluta 19. aldar kemur í ljós, að fólksfjölgun á Islandi er mun minni en á hin- um Norðurlöndunum, eða tæplega 25% aukning á þessu fimmtíu ára tímafcili. A sama tíma er fólksfjölg- un hinná Norðurlandanna frá um 40 prósent til rúmlega 70 prósent aukiring. Það er talið að um það bil dnn fimmti hluti íslenzku þjóð- arinnnr hafi flutt úr landi á þessu tímabili. Þegar þetta er haft í huga er vafasamt að nokkur þjóð Evr- ópu hafi liðið sambærilega blóðtöku og íslertzka þjóðin á þessum tíma. Gunnar M. Magnúss segir á þessa leið um fólksflutninga Islend- inga til Vesturheims: „Áræði mik- ið þurfti til að leggja úr landi, til fjariægrar heimsálfu, fátækur og umkomulít'l!, eins og margur barnamaðurinn var; — en engu rninna áræði þurfti til þess að sitja fceima í strjálþyggðu, vegalausu, brúarlsusu, fátæku, einangruðu og umkomulausu landi, þar sem hrafn- ar Jilökkuðu yfir hordauðum skját- um úti um kalinn haga.” (Saga al- þvðufræðdunnar á Islandi, bls. 15L). Margu- heimi'dir benda til þess að þeir sem flucíust úr landi ætluðu sér að snú;> ti'tur heim til Islands er um hægðis't. Þó varð sú raun- in á, að Ocstir þeirra settust að til langdvalar og komu aldrei aft- ur til íslands Þrátt fyrir efnahagslega Brðug- leika á þessu tímabill er það at- fcyglisvert að þióðmálabarátta og menningarbarátta þióðarinnar var cinstaklega bróttmikil qg áræð'n. Auk sjálfstæðismálsins, sem fyrir- sjáanlega var á góðri leið til full- komins sigurs, höfðu stórvægilegar brcytmgar átt sér stað á sviði verzl- unarmáln og skólamála. Það var því ekki að ófvrirsvnju að ýmstr áfelldust þá Islendinga, setn frem- ur vildu af.sala sér og afkomeudutn sínum tslenzku þióðerni heidur en að brauka borran og góuna. All- miklar umræður og deilur urðu um þetta mál hér á landi, og 1876 samh'kkti albingi lög um fluttv ing manna til annarra landa. — Nokkrar hrcvtingar voru gerðar á þes-m lögum 1891. { SLítrsti 'iluú íslenzkra útflytj- enda mun hafa flutt búferlum á árunum 1860 til 1890. McnniBgar- barátta þjóðarinnar á þessu tima- bili cr sérstaklega athyglisverí og gefur einnig tilefni til samanburð- ar á þróun og meaningarbiráttu þjóðarínnar í dag. Á þessum breua- ur áratugum voru reistir barna- skólar í Reykjavík, á Akureyri, i Garðahreppi, að Brunnastöðum, á Isafirði og í Hafnarfirði. Búnaðar- skólar voru settir á stofn í Olafs- dal, á Hólitrn, Eiðum og á Hvann- eyri. Húsmæðrafræðsla og sjómanna fræðsla hófsr, gagnfræðanám höfst á Möðruvöllum og í Flensborg, en þar hófst einnig kennarafræðsla um svipað leyti. Fræðslulögin frá 1880 benda einnig til þess að for- ystumenn okkar hafi skilið hið hag- nýta gildi menntunar. Ef lidð er á þá fjölmörgu málaflokka, sem rædd- ir voru á alþingi á þessum árum, fer ekki hjá því, að menn verði snortnir af þeim stórhug og skarp- skyggni, sem þar kemur fram. — Stærsti áfanginn í þjóðmálabaráttu þessa tímabils mun þó án efa hafa verið sigurinn í sjálfstæðismálinu 1874, sem veitti þjóðinni andlegan styrk og trú á framtíðina. Þegar við lítum til baka og virð- um fyrir okkur baráttu þjóðartnn- ar hættir okkur gjarnan til að af- laga sögusviðið með því að reikna með ýmsum lífsþægindum og-hátt- um, sem í dag eru taldir sjálfsagð- ir og eðlilegir. Torfbærinn, olíu- lampinn og hesturinn settu sterkan svip á líf þjóðarinnar á 19. öld- inni. Enda þótt tækni og vísindi nútímans hafi fært okkur hlýjar og hentugar vistarverur, rafvæðingu og hraðar og öruggar samgöngur þá er ekki víst að mannsandinn hafi fært okkur nær hinu endanlega tak- marki, sem er lífsgleði, starfsgleði og hamingja. Nú væri fráleitt að halda því fram, að lífsafkoma væri hvergi betri ::n á Islandi. En jafn fráleitt er að halda, að þjóðir serrí kunna nð bjóða upp á faetri lífs- afkomu bjóði jaftiframt upp á betri og fyllri lífshamingju. Engin þjóð veraldar er vítalaus og tnörg eru vítin verri en efnaliagsástandið á Islandi í dag. Islenzka þjóðin stendur á mikil- vægum tímamótum. Framundan bíða viðfangsefni sem reyna á manndóm og skapfestu. Þjóð, sem fengið hefur það hlutskipti, að varð- veita hina elztu nútíma tungu hef- ur vissulega dýrmætu hlutskipti að gegna. Enda þótt efnishyggja sé í eðli sínu rökræn er ekki ávallt víst að hún sé skynsamleg. Fjöhnargir þeirra, sem r.ú hafa í hyggju að flytja búferlum til ann- arra landa hafa eflaust í hyggju að Dr. Bnagi Jóisefsson, koma aftur tll {slands. Það er trú mín, að likt muni fara nú sem fyrr, að fæstir muni snúa heim aftur heldur setjast að erlendis og þar með hafna endanlega því lífi og starfí, sem einungis ísland getur veitt. Þjóðin er fámenn, en býr yfir menningararfleifð, sem er hverjum íslendingi kær. Að flytja úr landinu vegna tímabundinna erfiðlcika sæmir engum þetm, sem hefur trú á landið og þjóðina. — Þeir sem ekki geta horfzt í augu við erfiðleikana, sem nú há þjóð- inni, munu ekki líklegir til þess að yfirstíga hugsanlega erfiðleika í fjarlægum löndum. Fyrir okkur íslendinga verður aldrei neitt land betra en ísland. í II. Síðari Iduti 19. aldarinnar var mikið umrótatímabil í menningar- sögu þjóðartnnar. Þessi hreyfing hófst á þriðja og fjórða tug ald- arinnar með{ sterkri vakningaröldu er miðaði aðf.því, að þjóðin öðlaðist fulit stjórnarlarslegt sjálfstæði. Jafn- hliðia sjálWtæðismálinu (báru tvÖ önnur mál hæst, en það voru verzl- unarmálið og skólamálið, eins og áður er vikið að. Þróun sjálfstæðis- málsin9 og verzlunarmálsins á 19. öld var reyndar háð þeim takmörk- unum, er 9tjórnin í Kaupmanna- höfn átti mestan Iiluta að. I skóla- málinu rar aðstaðan að mörgu leyti hagkvæmari þar sem lands- nietui gátu sjálfir sett á stofn án íhlutunar eða afskipta stjórnarinn- ar. Enda þótt margt hafi breytzt á síðustu hundrað árum í þjóðmála- baráttu Islendinga, eru meginmála- flokkarnir enn hinir sömu. Þróun þessara mála er nú mótuð af þjóð- inni einni, og það sem miður (er verður ekki lengur skrifað á reikn- ing stjórnarinnar í Kaupmanna- höfn. Ég held að allir íslendingar munu því satnmála, að endurheimt fulls sjálfstæðis hafi bætt stórlega menningarlega og efnahagslega að- stöðu þjóðarinnar. Á hinn bóginn er vafasamt að almenningur hafi ahnennt gert sér grein fyrir ýms- um þeim vandamálum, sem'fylgja menningarlegu og efnahagslegu sjálfstæði fámennrar þjóðar með scrstæða tungu. Það er athyglis- vert, að á síðusru árum hafa menn, í vaxandi mæli, lagt áherzlu á nor- ræna samvinnu. Þessi viðbrögð eru mjög eðlileg og þarfnast engrar skýringar v'ð. En þó að þcssi sam- staða sé okkm íslcndingum holl, ber okkur þó fyrst og fremst að halda stöðu okkar sem sjálfstæðr- ar, hugsandi og starfandi þjóðar. Hættir í Svíþjóð eða í Noregi rétt- læta ekki, einir saman, gildi við- komandi málcfna. En til þess að þjóðin gctí haidið virðingu sinni og reisn þarf hún að hefja öfluga baráttu fyrir jákvæðri stefnu í fræðslumálum. Of mikil áherzla verður aldrei lögð á hina menningarlegu sér- stöðu þjóðarinnar. Á hinn bóginn er vert að gera sér grein fyrir þeirri hættu, sem stafar af ein- strengingslegri einangrunarstefnu. Verndun íslenzks þjóðernis verður ekki tryggð með neikvæðum t.ð- gerðum gagnvart erlendum áhrif- um, heldur með jákvæðri afs'öðu og aðgerðum gagnvart hverri verðugri hugsjón, hvort sem hún er af innlendum eða erlendutn toga spunnin. III. Ef við lítum á hina þrjá stóru málefnaflokka, sem áður er vi"n- að til; stjórnmál, efnahagsmál og fræðslumál er vert að gera sér grtin fyrir hinum eðlislægu tengsl- um þeirra Lmbyrðis. Þegar v:kið er að efnahagsmálunum í dag, er lióst, að þjóðin sem heild skynjar ljóslega erfiðleikana. Menn dcila vítt og brcitt um orsakir bessara erfiðleika, og margt af því, sem s:,gt hefur verið er án efa á rökum reist. Þó er athyglisvert, að í 'tm- raðunum um skólamálin er mjög sjaldan rætt um hið þjóðhag;!ega gildi menntunar. Þó að einstöku tinnum sé tekið svo tíl orða, iS menntun sé bezta fjárfestíngin, e/ engit Hkara en, að fræðslumá.'in ■ séu knúin áfram á grnndvelli e'n- hvers óskilgreinanlegs, sjálfréttlæt-. ot.Iegs fyriro.eris í menningirlífi þjóðarinnar. ‘Hórum fjárhæðum tr varið til fræTilúniála, en vegna þess að menn skilja ekki hinn raun- verulega tilgang c, þess lítið gætí, að þessurn fjvvtitingum sé Varíð skynsamlega. Auðskilin munu |'ó dæmin úr ckólabyggingamálunurn þó öðrum sé sleppt. Smá uppl'.æð- uni er varið bingað og þangað, þannig að ár og jafnvel áratugi, (sbr. Iðnskótina í Re>'kjavík) tc?r- ur að ljúka hinuin einstöku bygg- byggingum. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars fólgin í hinni alþekktu jafnræðíshugsjÓH og breppapóiitík, sem svo mjög setur svip sinn á alla fjárveitingastarfsemi þjóðar- innar. Nú má margt gott segja um jafnraðishugsjónina, en því má ekki gleyma, að þjóðin er fámenn og ekki auðug. Stefnan í skóla- byggingamálunum er þess vegna óraunsæ, og kemur það bezt fram í bálfbyggðum skóla-bygginguin um allt land, eða jafnræði eymd- arinnar, tins og bezt mættí- kalla það. Svo að litið sé á íríálið frá ann- arri hlið, er lærdómsríkt að íhuga þá þróun, sem orðið hefur á fram- haldsmennmn og háskólanámi hér á landi. Vandamál háskólans, ein saman eru svo viðamikil að þau verða ekki rædd hér að sinni. Enda þótt margt mcgi kenna stjórnar- völdunum um stöðnun háskólans bendir margt tíl þess, að hinar dip- lómatisku aðferðir Iháskéllarektors hafi ekki reynzt notadrjúgar í bar- áttunni' fyrir eflingu æðstu mennta- Stofnunar þjóðarinnar. Almennt má orða það svo, að framhaldsmenntun í landinu sé í mestu niðurlægingu. Menntaskól- arnir hafa reyndar sérstöðu um námshætti, og eru vandamál þeirrá því af öðrum toga spunnin. Af þeim undanskildum er vart hægt að ræða um framhaldsmenntun I landinu, í nútíma skilningi. Reynd- ar fer stór hópur nemenda til ann- arra landa til fratnhaldsnáms, og er nú svo komið, að náinskostnaður fyrir tvo Islendinga erlendis er orð- ■inn meiri en sem neniur árslaun- um eins prófessors við Háskóla ís- lands. Þó munu þess nllmörg dæmi að árlegur námskostnaður fyrir einn íslenzkan námsmann e'r meiri en sem nemur árslaunum cins prófess- ors við háskólann. Enda þótt allur erlendur námskostnaður sé ekki greiddur í gjaldeyri ætti þessi sam- anburður að gefa tilefni til verð- ugrar umliugsunar. Enda þótt þjóð- in muni halda áfram að sækja menntun til annarra landa, ber okk- ur siðferðisleg skylda til þess, að efla menntaslofnanit þjóðarinnar og þar með auðga andlegt og menn- ingarlegt líf þjóðarinnar. Ég sé ekki ástæðu til að telja upp þær ýmsu starfsgreinar, sem nútíma þjóðfélag krefst svo hægt sé, að hyggja upp heilbrigt og heil- steypt athafnalíf. Auðvitað ber þjóð inni að stefna að því, að veita æskunni góða almenna menntun. Stefnan í þessum málum þarf að grundvallast á rannsóknum og nið- urstöðum, sem okkar eigin fræði- Frambald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.