Alþýðublaðið - 07.05.1969, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.05.1969, Blaðsíða 10
10 Alþýðublaðið 7. maí 1969 Pauline Ase: RÖDDIN 18. Tom leiddist Susan Winthers, sem kom alltaf svo yfir máta auSmýkjandi fram við hann, eins og hann væri ormur, sem hún gæti traðkað á, og því hikaði [ hann alls ekki við að svara, þegar Philip spurði reiðí- lega: ‘— Hver var þetta, Frazer? — Ungfrú Winters, herra! svaraði Tom. — Húrr fór um ieið og þér heyrðuð til hennar. — Hvað hefur hún staðið þarna lengr? — Ég veit það ekki, herra! Hún fór um leið og þér heyrðuð til hennar. Ég heyri ekki jafn vel og þér. — Það er ekkert við þessu að gera, andvarpaði Philip. — Ég gleymdi að biðja yður að sjá svo um, að skiltið með „UPPTEKIÐ" væri sett á hurðina. Víld- uð þér ekki líta inn á skrifstofuna, þegar þér farið, Frazer og biðja frú Haywood að líta inn til mín. En þér megið ekki segja henni frá sílafóninum, því að | hann á að koma gleðilega á óvart. | -—i Sönn ánægja, herra! | Tom fór fram á ganginn. Þar var engan mann að ? sjá, og hann ályktaði sem svo, að ungfrú Winters | væri farin. Hann rakst á ísabellu við lyftuna. — Hvað ertu | að gera hérna, Tom ?spurði hún og blóðrcðnaði. — Ég var í heimsókn, sagði Tom — Hvenær ertu [ búin að vinna í dag, ísabella? — Á sama tíma og venjulega, en ég ætla í he'rm- ! sókn til vinkonu minnar. Því miður! —Skiptir engu, fyrst þú sagðir því miður, elskan, sagði Tom og gekk að skrifstofudyrunum. — Hvert ertu að fara? spurði ísabella. — Hr. Arrcliffe bað mig fyrir skilaboð til frú Hay- i wood. Hann lángaði til að fá hana í heimsókn. — Hún er ekki við í dag. Það er sunnudagur, ‘ sagðf fsabella ánægð. — Þá sný ég við og segi honum það, sagði Tom. f — Það er algjör óþarfi, mótmælti ísabella. — Ég skal segja honum það, því að ég ætla einmitt að líta | innf tií hans. [ 19. KAFLI. f — Hvenær ætlið þér að segja Laurí frá föður stn- f um, Kamiila? spurði Geoffrey Vannard. — Getur það ekki beðið þangað til við vitum f éitttwað meira um málið? spurði hún biðjandi. — 'I Ég held, að það sé bezt, að Laurí fái ekki að vita, að hann er meiddur og liggur á öðru sjúkrahúsi. — Ég veit, að Laurí er sannfærð um, að hann ; hafi slasazt, mótmælti Geoffrey. — Þá skai ég segja henni fréttirnar, sagði Kam- j illa og andvarpaöi. k Vannard strauk handlegg hennar blíðlega. — Kamilla. Það fer ekki hjá því, að Laurí langi til að vita, hvort faðir hennar er á lífi, og hvort hann getur komið til að heimsækja hana. Ég held, að það sé rétt- ast að segja henni, að hún eigi að ganp undir upp- skurðinn áður og geta gengið til móts við hann, þeg- ar hann loksirrs kemur til hennar. Reynið að fá hana til að líta á þetta sem eins konar samkeppni við föð- ur sinn. Keppni um það, hvort þeirra verði fyrr það hresst, að það geti heimsótt hitt. Kamilla hikaði um stund, en viðurkenndi svo, að þetta væri ekki sem verst hugmynd. Geoffrey velti því fyrir sér, hvort hann ætti að fara með henni inn til barnsins, en hætti svo við það. Hann fór inn í litla herbergið, þar sem blómin voru geymd og leit út um gluggann og inn I garð- inn. Skömmu áður hafði hann faðmað grátandi Kam- illu að sér þarna og þá hafði honum furvdizt þau vera tengd tryggðarböndum. Nú fannst honum vegg- ur á milli þeirra. Geoffrey kom skyndilega til hug- ar, að Kamilla hafði gjörbreytzt, eftir að hún hitti Philip Ancliffe. Hvernig hlaut að fara fyrir þeim Laurí hér eftir? spurði hann sjálfan sig. Hvar áttu þau að búa, eftir að faðir Laurí kæmi til þeirra sem lamaður maður, líkamlega og andlega? Geoffrey hafi miklar áhyggjur af framtíð Kamillu, og því ,að hann elskaði hana enn — því miður gat hann ekkert gert til að bjarga henni. Það eina, sem hann gat gert, var að reyna að fá hana til að láta gera fegrunaraðgerð á andliti sínu. Stundum sáust hin Ijótu ör á andliti Kamillu ekki mikið, en í dag, þegar hún hafði grátið, voru þau mjög Ijót. Deildarhjúkrunarkonan á barnadeildinni hugsaði einmitt það sama og Geoffrey Vannard, þegar hún sá Kamillu kcmia inn. Hún var svo vel vaxin, grönn og lagieg, þangað til maður sá örin á andliti hennar. — Ég held, að það hljóti að gleðja yður að frétta, að Laurí hefur verið í mjög góðu skap! í allan dag, sagði hún við Kamillu. — Hún verður fegin að sjá yður. Hún er einmana og þráir heim- sókrrir Kamilla varð undrandi. Hvemig stóð á því, að Laurí hafr átt von á að fá heimsóknir? Það var enginn sem heimsótti hana, nema móðir hennar og því kom það Kamillu mjög á óvart að sjá, að barn- ið virtist verða fyrir vonbrigðum, þegar hún sá, að það var „aðeins" móðir hennar, sem kom inn. — Mamma! sagði hún undrandi — En gaman að sjá þig! Áttirðu von á öðrum gestum? spurði Kamilla og reyndi að brosa, þótt við lægi, að hjarta hennar springi í hvert skipti sem hún sá litlu telpuna sína liggja lamaða í rúminu. PLA ST SVAMPUR í rúm, á bekki og stóla. íslenzk fraanleiðsla. Sníðum eftir máli í öllum þykktum og hvaða lögun sem er. Gólfpúðar — Skápúðar — Koddar. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ (H» Pétur Snæland h.f. Vesturgötu 71 Sími 24060 HUSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — KTæöi göm- ul húsgögn. Úrval af góðu áklæði, — meðal annars pluss í möriguxn litum. — Kögur og leggingar^ BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2 — Sími 16807. Fermingamyndatökur PantiB allar myndatökur tímanlega. LJósmyndastofa SXGURÐAK GUBMUNDSSONAR, Skólavörðustíg 30, Sími 11080 - Heimasfmi S4980. GÚMMlSTIMPLAGERSIN SIGTÖNI 7 — Í\U\ 20960 BÝR 'TIL STiMPLANA FYRIR YÐUR FJÖLBREYTT ÚRVAL AF STIMPILVÖRUM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.