Dagblaðið - 24.05.1980, Side 6

Dagblaðið - 24.05.1980, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980. Dagblaðið skoðar Fíf uhvammslandið í Kópavogi og ræðir við einn landeigandann: - EN NAUÐSYNLEGUR — Landeigendur vilja selja fýrir 1 milljarð króna en Kópavogsbær býður600 milljónir „Síðasta tilboð bæjarstjórnar er kjánaskapur gagnvart bæjarfélaginu og dónaskapur gagnvart okkur sem eigum landið. Við höfum ekki rætt saman eftir að tilboðið barst en munum örugglega svara því,” sagði Ingjaldur ísaksson í Kópavogi við Dagblaðið í gær. “ Ingjaldur og systkini hans, Bergþóra, Rebekka og Anton, eru eig- endur Fífuhvammslandsins, sem umtalað er í fréttum. Þau hafa boðið Kópavogsbæ landið til kaups nokkrum sinnum undanfarin ár, nú síðast fyrr í þessum mánuði. Síðasta tilboð þeirra hljóðaði upp á 1 milljarð króna. Skyldi útborgunin vera 400 milljónir og eftir- stöðvar greiðast á allt að 20 árum. Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi á þriðjudagskvöldið að gera gagntilboð í landið upp á 600 milljónir. Skyldi greiða 200 milljónir út við undirskrift samnings og eftirstöðvar á 10 árum. Ekkert bendir til þess að því tilboði verði tekið. „Mörgum sem ekkert þekkja til máls þykir tilboð okkar fáránlega hátt, jafnvel ósvifið,” sagði Ingjaldur. „En ég sæi fólk sem á einbýlishús sem metið er á 40 milljónir taka kauptilboði I það upp á rúmlega 20 milljónir! Fífuhvammslandið var metið á 885 milljónir á síöasta ári. Um næstu ára- mót er ekki fjarri lagi að áætla að fast- eignamatið verði komið upp í 1.2 milljarða. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá hve tilboð bæjarins eru langt frá réttu lagi. Þeir telja fasteigna- matsverðið marktækt þegar þeir leggja á okkur fasteignaskatt og eignarskatt vegna Fifuhvammslands. En fasteigna- matsverðið er hins vegar markleysa í þeirra augum, þegar að þvi kemur að kaupa landið. Ekki höfum við búið til þetta fasteignamatsverðeða hvað?” Fffuhvammur kostaði 14.000 kr. árifl 1914 Ingjaldur og systkini hans þrjú, muna svo sannarlega tímana tvenna í Kópavogi. Þegar þau settust að í Kópa- vogi árið I9I9 voru ibúar þar I3 talsins! Þau hafa síðan fylgzt með Kópavogi vaxa og dafna og verða að næststærsta bæjarfélagi landsins. Þau búa ennþá öli I Kópavogi og eru þeir íbúar sem lengst hafa búið þar og enn eru á lífi. Faðir systkinanna keypti jörðina Fífuhvamm árið 1914 fyrir I4.000 krónur. Það þóttu miklir peningar í þá daga. Landsvæðið sem tilheyri jörðinni var talsvert á fjórða hundrað hektára, (einn hektari er 10.000 fermetrar). Arið 1974 fékk Reykjavikurborg 33,7 hektara sneið af Fifuh'’ammslandi, svonefndan Selhrygg. Þar á hefur risið hluti Selja- hverFis í Breiðholti. Fyrir landið greiddi borgin 57,6 milljónir króna samkvæmt mati árið 1974. Sama ár var fasteignamatsverðs afgangsins af Fifuhvamm'lnnHinu alls um 300 hektara, 4 " ■ ilIjónkróna. „Þessi samanburðui Ira arinu 1974 sýnir hve „fáránlegt” okkar tilboð er í dag,” segir Ingjaldur. Þolinmœðin á þrotum „Okkar meining er sú og hefur alltaf verið að Kópavogsbær eignaðist Fífuhvammsland. Ef ætlun okkar hefði verið sú að hagnast á landinu skjótt og vel, þá væri það allt selt eða leigt í hlutum í dag. Ásókn í sumar- „enda þótt uggur sé í ýmsum bæjar- fulltrúum séu þeir samstíga um það að bærinn eignist landið, ef þess sé nokkur kostur. Það er meginstefna innan bæjarstjórnar að Fífuhvamm- ur verði áfram Kópavogsland.” Ennfremur: „Sú spurning hefur nú „Ég sæi fólk sem á einbýlishús sem metið er á 40 milljónir taka kauptilboði i það upp á rúmlega 20 milljónir!” Ingjaldur Ísaksson var einn af stofnendum Hreyfils og var formaður stjórnar fyrir- tækisins i fjórðung aldar. Hann hætti leiguakstri fyrir tveimur árum vegna sjúkleika. DB-myndir: Ragnar Th. „Þetta er kjörið bygginga- og útivistarsvæði,” sagði Ingjaldur við DB-menn þegar við skoðuðum landareignina með honum I gær. t baksýn er Kópavogskaupstaður. Mikill áhugi er hjá byggingaaðilum I Hafnarfirði og Reykjavik fyrir landinu án þess að Ingjaidur vildi staðfesta að fyrir lægju ákveðin tilboð. vaknað þegar landið er boðið á alnennum markaði og verið getur að Kópavogsbær standi frammi fyrir því aö verða að neyta forkaupsréttar og ganga inn i miklu dýrari kaup eða missa landið ella, hvort bæjarsfjórn hafi haldið vöku sinni, þegar verðtryggingarkjörin voru leyfð og þar eftir.” „Fifuhvammslandið er kjömasti vettvangur hér um slóðir sem nú er til í þeim tilgangi að bylta á- standinu í byggðaþróun og húsnæðis- málum hér í Kópavogi og um leið á öllu höfuðborgarsvæðinu.” -ARH'. bústaðaland þarna var gifurleg. Ef við hefðum ekki tekið þá ákvötðun að selja landið ekki undir sumarbústaði fyrir 49 árum, er ég viss um að þarna væru nú 200—300 sumarbústaðir. Og þá er ég anzi hræddur um að staöa Kópa- vogsbæjar og vaxtarmöguleikar væru á allan hátt erfiðari um þessar mundir.” Ingjaldur og systkin hans hafa nokkrum sinnum áður boðið Kópa- vogsbæ að kaupa landið sitt, eins og segir hér áður. Fyrsta tilboöið mun hafa borizt til bæjaryfirvalda árið 1978. Þá gat bærinn eignazt Fifuhvamm fyrir 500 milljónir króna, að hluta til útborgun og verðtryggðar eftirstöðvar með afborgunum. Þvi boði var hafnað. Síðan hefur hvorki gengið eða rekið í samningum bæjar- yFirvalda og systkinanna allt til þessa dags. Auðheyrt var á Ingjaldi að mælirinn var orðinn fullur og vel það. „Auðvitað er þolinmæðin á þrotum. Við stöndum ekki endalaust í þessu stappi.” Hann vildi þó ekki tjá sig um það hvort fyrir lægju tilboð annars staðar frá í landið eða hluta þess, ef algerlega slitnaði upp úr samningum við Kópavogsbæ. „Lykillinn að framtfðinni" Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við af- greiðslu tilboðsins í Fífuhvamm á bæjarráðsfundi sl, þriðjudagskvöld. Er talið að hann vilji greiða hærra verð fyrir landið en tilboðið hljóðaði upp á. Richard færðist eindregið undan því að ræða ástæðuna fyrir hjásetunni, þegar DB hafði samband við hann i gær. Blaðið Kópavogstíðindi fjallar um málið í forsíðugrein fyrir skömmu og segir að í Fífuhvammslandinu felist nánast „lykillinn að framtíð Kópavogs- kaupstaðar.” Segist blaðið hafa það eftir áreiðanlegum heimildum, að Fffuhvammslandið, alls um 300 hektarar, er afmarkað með strikum á kortinu sem birtist i Kópavogstiðindum fyrir skömmu. Af þessu má sjá hversu gifurlegt landflæmi um er að ræða. 1) Fifuhvammsland, 2) Vatnsendahæð, 3) Sá hluti Seljahverfis sem byggður er á sneið af Fífuhvammslandinu sem Reykjavíkurborg fékk árið 1974. Seljahverfi nær alveg að landamerkjum Fifuhvamms. Áframhaldandi landakaup Reykjavikurborgar sýnast nærtækur möguleiki. 4) Kópavogur,, 5) Vlfilsstaðir. Kvartmíl kei eppm hvítasunnuhelgina 24. eða 25. maí í Kapelluhrauni. Margir nýir bílar.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.