Dagblaðið - 24.05.1980, Side 8

Dagblaðið - 24.05.1980, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1980. Suður-Kórea: Óeirdiríl6 borgum að minnsta kosti sextíu fallnir Stjórnvöld í Suöur-Kóreu reyna nú hvað þau geta til að kveða niður óeirðir, sem virðast vera að breytast í hreina uppreisn í suöurhluta landsins. Að minnsta kosti sextíu manns hafa fallið í óeirðunum, sem hingað til hafa aðallega verið í borginni Kwangju, sem er um það bil átta hundruð þúsund manna borg. Samkvæmt fregnum frá Suður- Kóreu i morgun hafa óeirðirnar nú breiðzt út og ná nú til sextán bæja í suðurhluta landsins. Svo virðist sem uppreisnarmenn ráði nú Kwangju og nágrenni. Heimsókn Parks hins nýskipaða for- sætisráðherra til borgarinnar í gær virðist ekki hafa borið neinn árangur. Útifundur var í Kwangju í gær og tóku hundrað þúsund manns þátt í honum. Þar var Seoulstjórnin for- dæmd og þess krafizt, að herlög yrðu numin úrgildi í landinu. Upphaf óeirðanna var einmitt það að herlögum var mótmælt en þau hafa verið hert I Suður-Kóreu fyrir nokkrum dögum. Sendiherra Banda- ríkjanna i Tókíó sagði í gær að stjórnin í Washington mundi styðja Seoulstjórn eins lengi og þörf væri á. Danmörk: Meiri drykkja, færri bílslys Mun fleiri ökumenn eru nú teknir ölvaðir við akstur í Danmörku en áður. Hefur verið stöðug aukning á tölu slíkra ökumanna, sem komizt hafa undir hendur lögreglu hin siðari ár. Slysum þar sem orsökin hefur verið talin sú að ökumenn væru undir áhrif- um áfengis hefur einnig fjölgað mjög. Sem dæmi má nefna að árið 1971 voru bifreiðaslys þar sem meiðsli urðu á mönnum og ökumaður bifreiða var talinn drukkinn, eitt hunrað og fimmtíu talsins. Árið 1978 urðu slík slys þrjú hundruð sextíu og átta i Danmörku. í heild hefur slysum í umferð hins vegar fækkað hin síðari ár. Að mati danskra lögregluyfirvalda hefur aukið eftirlit með ökuhraða á hraðbrautum haft mikið að segja í þessu sambandi. Er það sagt áberandi að ef eftirlit er minnkað á brautunum þá aukist slysa- tíðni og bifreiðastjórar auki mjög hrað- ann viðaksturinn. Danir segjast þó síður en svo hafa fundið heildarlausn á hvernig fækka eigi umferðarslysum. TO YOTA-SALURINSpn Nýbýlavegi 8 (í portínu). \aU9ar^a^B AUGLÝS/R: kl. í"5' Toyota Corona Mark II árg. '77, ekinn 35 þús. km. Verð 4,6 millj. Toyota Corolla station árg. '77, ekinn 30 þús. km. Verð 3,8 millj. Toyota Carina árg. '74, ekinn 85 þús. km. Verð 2,6 millj. Toyota Corona Mark II hardtop sjálfsk. '73, ekinn 96 þús. km. Verð 1,9 millj. Toyota High Ace sendibíll árg. '75, ekinn 78 þús. km. Verð 2,5 millj. TO YOTA-SALUR/NN NÝBÝLA VEGI8, KÓP. SÍNII44144. LAUSAR STÖÐUR Stöður hjúkrunarfræðinga: Aðstoðardeildarstjóri við heimahjúkrun, hjúkrunarfræð- ingar við heilsugæzlu í skólum, berklapróf og barnadeild. Heilsuverndarnám æskilegt. Staða f élagsráðgjafa Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Heilbrigðisráð Reykjavíkur, 22. mai 1980. Byggingarfélag verkamanna Reykjavík TIL SÖLU tveggja herbergja íbúð í 13. byggingarflokki við Bólstaðar- hlíð. Félagsmenn skili umsóknum sínum ásamt greiðslu- fyrirkomulagi til skrifstofu félagsins að Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 3. júní nk. Félagsstjórnin. Peter Sellers þykir bæði góður leikari og afspyrnuduglegur til vinnu. Hann hefur um nokkurra ára skeið verið haldinn hjartasjúkdómi og hafa læknar skipað leikaranum, sem er $4 ára, að taka lifinu með meiri ró en áður. Peter Sellers hefur verið tregur til að hlýða þcssum fyrirskipunum og afleiðingamar hafa verið þær að hann hefur oft á tíðum verið lagður inn á sjúkrahús. Fyrir tveim dögum varð hann að hætta við fyrirhugaðan sjónvarpsþátt og i stað þess að liggja I rúmi sinu á hóteli i London. Á myndinni er Peter Sellers ásamt konu sinni Lynn Frederick. Olympíuleikamir í Moskvu: SEXTIU 0G TVÆR ÞJÓÐIR HÆTTAR —sendimenn Bandaríkjanna á sprettinum um allan heim þar sem lokaf restur rennur út á morgun Á morgun eru síðustu forvöð fyrir þjóðir heims að ákveða hvort þær ætla að mæta með íþróttamenn sína til ólympíuleikanna í Moskvu á sumri komanda. Fréttist núaf bandarískum sendimönnum um allan heim í óða- önn í að sannfæra ráðamenn ríkja og íþróttamála um að rétt sé að hunza leikana vegna innrásar Sovéthersins i Afganistan. Að sögn bandaríska utanríkisráðu- neytisins hafa sextíu og tvær þjóðir þegar ákveðið að mæta ekki í Moskvu. Flest eru ríkin frá Afriku ef litið er á hverja heimsálfu fyrir sig. Eru það sautján Afrikuriki sem mæta ekki. Fimmtán Suður- og Mið-Ameríku- ríki ætla ekki að mæta i Moskvu. Talið er að í raun skipti verulegu máli hvaða þjóðir það eru sem mæta ekki. Ef sterkar íþróttaþjóðir eins og Bandarikin og Vestur-Þjóðverjar mæta ekki til leiks verða leikarnir ekki nema svipur hjá sjón. Ef litið er til síðustu leika i Montreal í Kanada fyrir fjórum árum þá voru Sovétmenn með flest gull- verðlaun á leikunum eða fjörutíu og sjö. Austur-Þjóðverjar fengu fjöru- tiu gull. Báðar þessar þjóðir mæta að sjálfsögðu með sína íþróttamenn á Moskvuleikana í sumar. Bandaríkin voru i þriðja sæti hvað varðar gullverðlaun á síðustu leikum — með þrjátíu og fjögur. Vestur- Þjóðverjar og Japanir voru i fjórða sæti með tiu gull. Bandaríkjamenn og Vestur-Þjóðverjar ætla ekki að mæta en Japanir eru enn að velta málinu fyrir sér. Argentína og ísrael tóku þá ákvörðun í gær að íþróttamenn þeirra færu ekki á leikana. Spánn og Tyrkland munu ákveða sig i dag. Japanir eru sú þjóð sem hefur haft sterkustum íþróttamönnum á að skipa en hefur ekki enn ákveðið hvort þeir mæta í Moskvu eða ekki. THERM0R HITAVATNSKUTAR STÆRÐIR: 15, 30, 50, 75, 100, 150, 200, 300 og 450 litra. Avallt FYRIR LIGGJANOI þægilegustu hitagjafarnir Olíufylltir TERMEL rafmagnsofnar, JUT' ||l| | |D QC VESTURGÖTU 10 SÍMI21490 ■ Vli KEFLAVÍK SÍMI 92 2121 X

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.