Dagblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980.
11
Lektorsmálið „AÐFÖR AÐ SKODANA- 0G
MÁLFRELSI í SKÓLANUM”
_________ — segir Stefán J. Stefánsson, formaður stúdentaráðs Háskóla íslands
„Vinnubrögð rektors og meirihluta
háskólaráðs í þessu máli fela í sér
hreinar og beinar pólitískar ofsóknir á
hendur einum kennara skólans,” sagði
Stefán Jóhann Stefánsson, formaður
stúdentaráðs Háskóla íslands •• og'
fulltrúi stúdenta í háskólaráði er DB
innti hann álits á þeirri ákvörðun há-
skólaráðs að auglýsa lausa til umsókn-
ar stöðu lektors í dönsku, en þeirri
stöðu hefur gegnt í nokkur ár Peter Söy
Kristensen. Stjórn stúdentaráðs boðaði
almennan fund um þetta mál kl. 12 í
dag.
„Meðferð rektors í þessu máli er
einsdæmi um slík mál,” sagði Stefán.
„Þegar, eins og í þessu tilviki, deild er
búin að samþykkja að framlengja
setningu lektors hefur slík samþykkt
farið beina leið til ráðherra, að vísu í
gegnum skrifstofu rekstors. 1 þessu
tilviki ákveður rektor, upp á sitt
eindæmi að því er virðist, að setja
málið á dagskrá í háskólaráði. Síðan
leggur hann til að staðan verði auglýst,
þvert ofan i vilja deildarfundar heim-
spekideildar og nemenda í dönsku, sem
hafa í hvívetna lýst yfir stuðningi sínum
við umræddan lektor. Meirihluti há-
skólaráðs samþykkti siðan tillögu
rektors, naumlega þó.
Það sem skiptir miklu í þessu máli
eru þau rök sem rektor færði fram fyrir
tillögu sinni. Þau voru m.a. að hann
teldi að ráðuneyti tæki aðra ákvörðun í
þessu máli en deildarfundur heim-
spekideildar. Einnig sagði hann, að ,,í
hugum margra” væri þetta mál
óneitanlega tengt s.k. kærumáli i
dönsku fyrr i vetur. Auglýsing á þess-
ari stöðu myndi hreinsa skólann af
þeim orðrómi að vera að halda hlífi-
skildi yfir kennurum, sem segðu
skoðanir sínar í tímum. Væri þessi
regla látin gitda almennt þegar
kennarar tjáðu skoðanir sínar, myndi
ríkja algert öryggisleysi í starfi þeirra. .
Ég tel aðferð rektors i þessu máli
vera aðför að skoðana- og málfrelsi í
skólanum og aðför að akademískum
starfsháttum. Þetta eru hreinar og
klárar pólitískar ofsóknir. Sumir
þekkja þetta undir nafninu
berufsverbot, eða atvinnubann,” sagði
Stefán að lokum.
-GAJ
Jón Sveinsson nautabóndi:
Aldrei hvattir til auk-
innar f ramleiðslu
— þótt hörgull sé á góðu nautakjöti
„Þótt hörgull sé á góðu nautakjöti í
landinu höfum við aldrei verið hvattir
til aukinnar framleiðslu. Þvert á móti
hefur yfirdýralæknir staðið á móti því,
svo langt sem ég man, að garfa í að fá
hingað hreint holdanautakyn, þangað
til að samþykkt var að fá holdanautin
til Hríseyjar.”
Þetta sagði Jón Sveinsson bóndi á
Egilsstöðum, einn stærsti framleiðandi
á landinu á kjöti af holdanautum.
Hann sagði að einkennilegt væri til
þess að vita að ekki skyldi verða uppi
fótur og fit, þegar DB hefur skýrt frá
stórsmygli á argentinsku nautakjöti.
Allir vissu að gin- og klaufaveiki væri
landlæg í Suður-Ameríku. Það hefði
einmitt verið sýkingarhættu að ekki
hefðir mátt hér áður, flytja inn holda-
naut.
Jón bætti við að það væri líka
einkennilegt að flytja mætti inn sæði úr
holdanautum, en ekki frjóvgað egg,
sem mætti græða i kýr hér. Þá fengist
þegar í stað hreint holdanautakyn í
stað þess að það tæki kannski 8—10 ár
með því að fá sæði.
Þar að auki væri það kyn sem i
Hrisey væri eitthverj seinþroskaðasta
kyn sem hægt væri að flytja inn frá
Bretlandi.
„Við höfum getað selt alla fram-
leiðslu okkar á einu bretti til Loftleiða,
en ég hef orðið vitni að því að heilum
bílfarmi, af beljukjöti, merktum
veitingastað í Reykjavík, hefur verið
ekið héðan. Það er ekki allt 1. flokks
nautakjöt sem neytendum er boðið upp
á þótt þeir þurfi að greiða það fullu
verði,” sagði Jón.
-EVI.
Margþvældir frasar
Kvikmynd: Nýliöarnir (The Boys in Company
C)
Leikstjóri: Sidney J. Furie.
Handrit: Rick Natkin og Sldnoy J. Furie.
Meðal leikenda: Stan Shaw, James Whitmore
jr., Andrew Stevens, Craig Wasson, Michaol
Lembeck, Claude Wilson, James Canning.
Sýningarstaður: Regnboginn, saiur A.
Það hefur hin síðustu ár þótt
vænlegt til vinsælda í bandarískri
kvikmyndagerð að segja frá baráttu
einstaklingsins gagnvart aðstæðum
sínum — og sýna hversu
vanmáttugur hann er í raun. Þetta er
næsta afturhaldslegt þema og hlýtur
þvi að henta Bandaríkjamönnum
ákaflega vel; einkum í þeim
myndum, sem hafa Víet Nam stríðið
sem sögusvið. í kvikmyndinni
Nýliðarnir sáum við ekki aðeins eina
slíka hetju — þær eru fjölmargar, og
allar jafn-vanmáttuguar. Það á
greinilega ekki að fara fyrir ofan garð
og neðan, eins rækilega og það er
undirstrikað með velþekktum kvik-
myndaklisjum og frösum.
í upphafi myndarinnar getur aö
líta nokkra nýliða sem hafa látið
skrá sig i landgönguliðasveit flotans.
Eins og venja er í myndum af þessu
tagi er staða hvers og eins þeirra
innan hópsins mörkuð, og til að
undirstrika frjálslynt yfirbragð
myndarinnar er það negrinn Tyrone
Washington sem verður fremstur
meðal jafningja, en hann er fyrrum
dópsali og hyggur gott til
glóðarinnar að komast til Víet Nam,
þar sem dópið drýpuraf hverju strái.
Þeir kumpánar eru látnir taka þátt
i þjálfun landgönguliða. Hún hefur
reyndar orð á sér fyrir að vera hörð
og ströng. Lítið varð þó úr þvi i
myndinni — „þjálfunin” fólst fyrst
og fremst i bulli þjálfarans er aldrei
varð uppiskroppa með fúkyrði sem
urðu harla leiðinleg til lengdar. Og
eftir tveggja mánaða fúkyrðaflaum
eru piltarnir svo sendir til Víet Nam,
þar sem þeir komast í kynni við
spillta víetnamska embættismenn,
V
víetnamskar hórur og víetnamska
alþýðu sem hefur svo gaman af þvi
þegar amerískur hermaður syngur og
leikur á gítar. Og í því skyni að gera
myndina trúverðuga (hún er kynnt
sem The Real Vietnam — alvöru,
Víetnamið) en við og við vitnað í
dagbók eins nýliðanna. Rúsínan í
pylsuendanum er knattspyrnuleik-
urinn, þar sem nýliðarnir eiga í höggi
við knattspyrnulið suðurvíetnömsku
öryggislögreglunnar. Hermönnunum
er lofað gulli og grænum skógum, ef
þeir tryggja víetnömunum sigur — en
þeir geta bara ekki látið um sig
spyrjast að tapa knattspyrnuleik. Það
væri háðulegt, enda eru
Víetnamarnir svo afskaplega lélegir
knattspyrnumenn — það fáum við
áhorfendur greinilega að sjá. Til að
enda öll ósköpin lætur leikstjórinn,
Sidney J. Furie knattspyrnuleikinn
leysast upp í allsherjarárás Viet Cong
skæruliða og dulítill ræðustúfur
kemur svo í bláendann þar sem
stríðið er fordæmt. Og þá eiga allir
að geta farið glaðir og ánægðir heim
— eða hvað?
Niðurstaða myndarinnar er harla
fátækleg og gerir ekki annað en
undirstrika þá fordóma, sem fylgt
hafa Víet Nam stríðinu og þStttÓku
Bandaríkjamanna í því frá upphafi.
Hún er reyndar fagmennlega gerð,
því er ekki að neita, en tæknin sem
slík getur auðvitað ekki bjargað
þeirri lágkúrulegu hugmyndafræði
sem myndin byggist á.
Stefán J. Stefánsson: Hreinar og beinar pólitfskar ofsóknir.
Nú getur þú blettað bílinn þinn sjálfur,
með betri árangri en áður!
Nýjir bílar eru með fosfatlagi undir lakkinu til að
tryggja sem besta viðloðun.
Þegar rispur koma í lakkið skaddast þessi fosfat-
filma og þessvegna er mjög örðugt að fá rispur til þess
að hverfa við blettun.
ZINKADUS er galvanhúð sem sett er á bletti og
rispur með rafgreiningu og skapar filmu sem tryggir
árangursríka blettun.
ZINKADUS er framleitt í tveimur gerðum, það er
ZINKADUS R fyrirmeiri háttarlakkviðgerðirogZINKA-
DUS HH sem bílaeigandinn notar sjálfurtil þessaðgera
við minniháttar skemmdir, svo sem rispur og stein-
kast. í settinu er allt sem til þarf.
Rafgreiningin er gerð með orku frá bílgeyminum og
er straumnotkunin aðeins 5 vött. Raflausnin í flösk-
unni er 100 millilítrar sem nægir til að undirbúa 10
ferdesimetra blett. Leiðbeiningar fylgja með. Ekki er
nauðsynlegt að grunna fyrir blettun ein aukayfirferð
af lakki nægir. Eftir rafgreiningu er galvanhúðin þvegin
með vatni og sparslað í eftir þornun ef þess er þörf.
Hægt er að fá aukalega raflausn, trefjaglersbursta -
rafgreiningarodd. Kostir ZINKADUS eru:
— Fullkomin lakkviðloðun
— Auðvelt I meðförum
— Ekkert límband nauðsynlegt
— Engar eitraðar lofttegundir
— Enginn þurrktími
Heildverzlun:
Pálmason 8 Valsson
KLAPPARSTÍG 16 SÍMI 91-27745
I
Útsölustaðir: Bílaverkstæði Ólafsfjarðar við Ægisgötu
Bensínstöðvar ESSO
Bílasmiðjan Laugavegi 176 R.
I