Dagblaðið - 24.05.1980, Page 16

Dagblaðið - 24.05.1980, Page 16
20 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980. Nemendahópur útskrifyður úr Lögregluskólanum: Þeir setja líka upp hvíta kolla á útskriftardaginn Skóladúxinn var Höröur Jóhannesson úr Reykjavik. Hann var verðlaun- aður með bikar fyrir beztu kunnáttu í íslenzku i skólanum. Demantar þykja pottþétt fíájfesting > ,,Við seljum ekki demanta í stórum stil, en tilfellið er að það seljast annað slagið demantar sem kosta 500 þús. til 3 millj. króna,” Sigurður G. Steinþórsson gullsmiður skoðar demant sem hann hefur tíl sölu. Demanturinn sá er greyptur i hring og lœtur ekki mikið yfir sór i fljótu bragði. Bn kostar þó á fimmtu milljón króna. DB-mynd: Ragnar Th. sagði Sigurður G. Steinþórsson gullsmiður. Ef áhugi og peningar eru fyrir hendi eiga menn kost á að fjárfesta i demöntum i verslun Sigurðar á Laugaveginum, Gulli og silfri. Þar eru alltaf fyrirliggjandi ekla demantar. Ef væntanlegir kaupendur gera sig ekki ánægða með það sem á boðstólum er hverju sinni er hægt að láta Gull og silfur panta þessa dýru eðalsteina. Þeir eru meira að segja fluttir inn tollfrjálst. „Þessa stundina eigum við t.d. fyrirliggjandi demantshring sem kostar 4.1 millj. kr. og sett af hring og hálsmeni sem kostar um 6 milljónir. Arinars getur 200 milligramma demantur (1 karat), kostað allt frá 700 þús. kr. upp í 28 milljónir — allt eftir litum, slípun og hreinleika.” Um þessar mundir stendur yfir sérstæð sýning í glugga Gulls og silfurs. Þar eru sýndar eftirlíkingar ýmissa verðmætustu og frægustu demanta heims. Steinarnir eru slípaðir úr ekta bergkristal og kostuðu á niunda hundrað þúsund þegar Sigurður gullsmiður keypti þá í fyrra. Meðal steinanna i sýningar- glugganum er CULLIAN- demanturinn. Hann var í upphafi stærsti demantur heims, en klofinn i smærri hluta og tveir þeir stærstu eru greyptir í brezka heimsveldis- sprotann og heimsveldiskórónuna og eru til sýnis í Tower of London. KOH-I-NOOR er líka frægur steinn og núverandi eigandi hans er brezka hirðin. Eftirlikingar eru líka af TIFFANY, ORLOFF, FLOREN- TINE, JUBILEE og fleiri þekktum demöntum. Demantar þykja po"þétt fjár- festing og hækka stöðugt i verði. Þeir eru því ekki aðeins keyptir til skrauts. Meira að segja herma fréttir að einhverjir hafi komið auga á þann möguleika að flytja stórar fjárhæðir úr landi í formi demants. Sem kunnugt er banna lög að menn selji hér eigur sinar og flyti andvirðið úr landi. Þá er ekkert auðveldara en að selja einbýlishúsið og bilinn og kaupa demant fyrir aurinn. Það er ekkert mál að labba um borð í flugvél og halda brott af landinu með stein í vasanum, sem má nota til að koma undir sig fótunum á erlendri grund. . -ARH. Útskrifunarvertíð menntaskólanna fer nú í hönd. Þá eru nemendur brautskráðir með hefðbundnum til- færingum og fá hvíta kolla á höfuðið. Nemendur i Lögregluskól- anum fá líka hvíta kolla þegar þeir útskrifast. En hvítu kollarnir þeirra eru ekki settir upp eingöngu til hátíðabrigða á útskriftardaginn. Hvítu kollarnir eru jú hluti af ein- kennisbúningi lögreglumannanna sem þeir bera við dagleg störf. Lögregluskólanum var slitið fyrir skömmu og brautskráðist hópur nýliða í lögreglunni sem dreifist síðan til starfa víðs vegar um landið. Nemendur og kennarar við skólaslitín. Sitjandi eru kennarar og skólastjóri. Frá vinstri: Guðbrandur Þorkelsson, Guðmundur Hermannsson, Sturla Þórðarson, Árni Sigurjónsson, Sigurjón Sigurðsson skólastjóri, William Möller, Signý Sen, Bjarki Eliasson, Óskar Ólason. Björg Jóhannesdóttír, sem er standandi lengst til vinstri á myndinni, er Hka kennari og sömuleiðis Baldur Ottósson sem stendur lengst til hægri. Sigurður Snorrason hafði orð fyrir nemendum og afhentí lögreglu- stjóranum m.a. spjald með myndum af öllum nemendum og kennurum skólans. Sitjandi á myndinni erÁrni Sigurjónsson full- trúi i Útíendingaeftírlitínu. „Lögrcgluskólinn starfar i tveimur deildum,” sagði Bjarki Elíasson yfir- lögregluþjónn við Dagblaðið. „Byrj- endadeild er starfrækt fyrri hluta vetrar og framhaldsdeildin eftir ára- mót. Eftir nám i byrjendadeildinni fara nemendur síðan í starfsþjálfun i hinum ýmsu deildum lögreglunnar í I — I 1/2 ár. Að því búnu setjast þeir á ný á skólabekk og Ijúka framhalds- deildinni.” Starfandi lögreglumenn annast kennslu í Lögregluskólanum að lang- mestu leyti. Þó er leitað út fyrir raðir lögreglunnar til að finna kennara í nokkrum námsgreinum, t.d. sál- fræði, íslenzku og ensku. Á hverju sumri koma auk þess til starfa margir nýliðar í lögreglunni sem ekki hafa stundað nám í Lög- regluskólanum. Eru það mest há- skólastúdentar. „Það er ákaflega góð reynsla af þessu fólki hjá okkur," sagði Bjarki Elíasson. „Sumir koma sumar eftir sumar til starfa hjá okkur. Þetta eru stúdentar úr lögfræði, læknisfræði, guðfræði og fleiri háskóladeildum. Guðfræðinemarnir fá viðurkenndan starfstima í lögreglunni sem hluta af starfsþjálfun.” - ARH Guðbrandur Þorkelsson varðstjóri fékk fagurlega skreytt vikings- horn að gjöf frá nemendunum sem brautskráðust úr skólanum. Guð- brandi.r hefur lengi stjórnað likam- legri þjátfun lögreglumannsefna og kenntþeim handtökur, leysitök og sitthvað fleira nýtílegt. Nemendurnir vi/du heiðra Guðbrand sérstaklega, m.a. vegna þess að hann er liklega að hætta þjátfun við lögregluskólann. Guðbrandur er á sjötugsaldri og er með afbrigðum góður iþróttamað- ur og hraustur. Flestir yngri menn mættu þakka fyrir að hafa likam- legt þrek hans. DB-myndir: Sveinn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.