Dagblaðið - 29.05.1980, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980.
9
Pétur bjartsýnn
—Pétursmem telja óákveðna landsmem bíða
sjónvarpsþátta meðöUumframfajóðendum
„Það má segja að timinn fram að
kosningum sé stuttur, þar sem aðrir
frambjóðendur en Pétur eru þekktari
t.d. úr sjónvarpi, en við teljum að snú-
ið hafi verið við blaði um miðjan apríl,
er vinnustaðafundir hófust og eftir
ferðir Péturs um Vestfirði og Austfirði
voru farnar,” sagði Óskar Friðriksson
kosningastjóri Péturs J. Thorsteinsson-
ar á blaðamannafundi i gær. Á fundin-
um var Pétur einnig og helztu aðstoðar-
menn hans auk Óskars, þeir Jón Ás-
geirsson og Arnór Hannibalsson.
Framundan eru ferðalög um landið
og ótal vinnustaðafundir. Pétur kvaðst
bjartsýnn á úrslitin og fram kom, að
Pétursmenn bíða sjónvarpsþátta með
frambjóðendum, þar sem landsmenn
fá að kynnast þeim öllum samhliða.
Bent var á, að skv. skoðanakönnun DB
eru enn mjög margir óákveðnir. Töldu
menn Péturs, að almenningur biði þess
að sjá frambjóðendurna í sjónvarpi og
tæki síðan ákvörðun.
Pétur sagði að baráttan hefði verið
drengileg, bæði milli frambjóðenda og
eins í fjölmiðlum. Aðspurður um kost-
að kosningabaráttunnar sagði Pétur að
hann lenti ekki á sér persónulega, en
fjölmargir stuðningsmenn legðu fram
fé. Óskar sagði það Ijóst að baráttan
kostaði milljónir, bæði auglýsingar og
blaðaútgáfa og eins mætti nefna að
kjörskrá kostaði um hálfa milljón og
þjóðskrá 195 þúsund krónur. Erfitt
væri hins vegar að sjá heildarkostnað
fyrr en i lok baráttunnar, en mikið starf
væri unnið af sjálfboðaliðum.
Pétur lagði áherzlu á að forsetaemb-
ættið væri stór þáttur í stjórn landsins
og það færi eftir mati hvernig og hvort
forseti beitti valdi sinu. Þá taldi hann
að allir fyrri forsetar hefðu talið for-
setaembættið starf tveggja manna og
þvi væri hlutverk maka forsetans mjög
mikilvægt.
Pétur Thorsteinsson sagðist aldrei
hafa starfað í ákveðnum stjórnmála-
flokki og hann taldi að fylgi hans værí
ekki úr einum flokki öðrum fremur.
-JH.
Óskar Friðriksson, Arnór Hannibals-
son, Jón Ásgeirsson og Pétur Thor-
steinsson.
DB-mynd: Þorri.
GUÐLAUGUR VÍSITERAR Á AUSTFJÖRÐUM
Guðlaugur Þorvaldsson forsetafram-
bjóðandi og kona hans Kristín H.
Kristinsdóttir ferðast þessa dagana um
Guðlaugur og frú Kristín í heimsókn í
Útgerðarfélagi Akureyrar.
Austfirði. Í hádeginu í dag hélt Guð-
laugur vinnustaðafundi á Djúpavogi og
í kvöld heldur hann stærri fund á
Stöðvarfirði. i gærkvöld var fundur á
Höfn í Hornafirði.
Á morgun verða þrír fundir — á Fá-
skrúðsfirði, Reyðarfirði og á Neskaup-
stað annað kvöld.
Um siðustu helgi var Guðlaugur með
föruneyti sínu á Norðurlandi. Á laug-
ardaginn var haldinn fjölmennur fund-
ur með íbúum á Húsavík og á sunnu-
dag var annar fjölmennur fundur í
Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. i höfuð-
stað Norðurlands heimsóttu hjónin
Guðlaugur og Kristín m.a. Slippstöð-
ina og Útgerðarfélag Akureyrar.
Stuðningsmenn Guðlaugs í Garðabæ
og Bessastaðahreppi hafa opnað
kosningaskrifstofu i skátaheimilinu við
Hraunhóla i Garðabæ. Simi á skrif-
stofunni er 54255. Trúnaðarmannaráð
þar er fuliskipað og eru i því m.a.:
Steingrímur Hermannsson ráðherra,
Erlendur Sveinsson lögregluvarðstjóri,
Einar Geir Þorsteinsson framkvæmda-
stjóri, Hannes Pétursson skáld, Jó-
hannes Snorrason yfirflugstjóri og
Þórunn Jónasdóttir húsmóðir.
-ÓV.
NÝKOMIl>
SKÓVERZLUN ÞÓRDAR PÉTURSSONAR
%
K/RKJUSTRÆT/ 8 SÍMi 14181 LA UGA VEG/ 95. - S/M/ 13570
Teg. 73257
Utír: Svart eða QóJubUtt
rúskinn
Stmrðir 36-41
Varókr. 16.760.-
Teg. 73272
Utír: Svartaða Nta
rúskinn
Stsarðk 36-41
Varðkr. 16.760.-
Teg. 8018
Utír: Biitt eða
rauttleður
Stærðir 36-41
Varðkr. 17.760.-
Teg. 8016
Utír: BUtteðahvitt
leður
Stærðk 36-41
Verðkr. 17.760,-
Teg.8055
Utír: Rautt leður
eðe betge nubuck
Stmrðk 36-41
Verðkr. 16.760.-
Teg. 8050
Utur: Hvítt ieður
Stærðk 36-41
Verðkr. 16.760.-
Teg. 1817
Utk: Beige eða
Ijósbrúnt leður
Stærðk 36-41
Verðkr. 14.925,-
Teg. 73267
Utk: DökkbUtt
eðe pktk rúskktn
Stærðk 36-41
Verðkr. 16.760,-
Teg. 8020
Utur: BUtt leður
Stærðk 36-41
Verðkr. 17.760.-
Teg. 1816
Utur: Ljósbrúnt leður
Stærðir 36-41
Verðkr. 14.925,-
Teg. 1815
Uitír: Hvitt eða
Ijósbrúnt nubuck
Stærðir 36-41
Verðkr. 14.925.-
Teg. 1716
Utur: Rautt leður
Stærðir 36-41
Verðkr. 12.540.-
Teg. 160.
Stærðír: 36-41.
Verð aðeins kr. 3.990,-