Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.05.1980, Qupperneq 12

Dagblaðið - 29.05.1980, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980. Athugið verðið! Ódýrír pottar 10 lítrar verð kr. 18.950.- 15 lítrar verð kr. 24.650.- 20 lítrar verð kr. 27.450.- Sendum í póstkröfu. Búsáhöld og gjafavörur Glæsibæ, sími 86440. —Verzlunin HÖFN auglýsir— Erfluttað Laugavegi 69 Sœngurfatnaður, handklœði, gæsadúnn, fiður. Verzlunin Höfn Laugavegi 69. Sími 15859. STÁLSTÓLLINN hannaduraf rauhaus Verð kr. 29.980 Nýborg hf. býður nú þennan frœga stálstól með beyki- og spansreyrsetu. Vadina stálstóllinn er fjaðurmagnaður, stílhreinn og hentar ólíklegasta umhverfi. Höfum einnig margar gerðir af borðum. Jón S. Halldórsson ók af mikilli hörku og leikni þegar hann sigraði f rallfkrossinu A mánudaginn. Að þessu sinni lóksl honum ekki að brjóta neill i biinum en nauösynlegt er að hafa bilana slerka þegar akslursslillinn er eins og Jóns. DB-mynd Jóhann Krísljánsson. AKSTURSÍÞRÓTTIR HELGARINNAR Rallíkross Bifreiðaríþróttaklúbbur Reykjavíkur var með rallíkrosskeppni á braut sinni við Móa á Kjalarnesi á mánudaginn og þar voru 18 krossarar mættir til leiks. Keppni þessi tókst mjög vel og var geysilega spennandi. Skipulag keppn- innar og framkvæmd var til fyrirmynd- ar enda gekk hún fljótt og vel fyrir sig þrátt fyrir erfitt veður. Þrátt fyrir að sólskin væri var veðrið ekki upp á það besta því mjög hvasst var og svo mikið moldrok að stundum sást ekkert út úr augum. Þá fylltust öll vit af óhreinind- um og myndavélar hlupu i baklás. En keppendur létu veðrið ekki á sig fá og kepptu af mikilli hörku enda var keppnin spennandi eins og fyrr sagði. í úrslitariðlinum var greinilegt að enginn þeirra fjögurra manna sem komust í hann ætlaði að gefa keppinautum sín- um svo mikið sem þumlung eftir. Þegar bilarnir komu í fyrstu beygjuna rudd- ust þrir bílar saman í hana og nudduð- ust og skullu saman. Jón S. Halldórs- son, sem ók BMW 2002, kastaðist út úr brautinni, upp sandhól sem þar var og valt síðan ofan á Fiatinn hans Heimis Daviðssonar sem hafði snúist við á brautinni og sneri í öfuga átt. Var keppnin stöðvuð meðan kranabíll var fenginn til að hifa BMW-inn ofan af Fiatinum. Enginn ökumannanna hlaut svo mikið sem eina skrámu enda er út- búnaður þeirra og bílanna miðaður við að ýmislegt geti komið fyrir í keppnum sem þessum. Þegar búið var að hreinsa brautina voru bílarnir ræstir aftur og tókst þá að Ijúka keppninni. Úrslit hennar urðu þau að sigurvegari varð Jón S. Halldórsson og var timi hans 5 mín. 45.06 sek. í öðru sæti varð Ásgeir Sigurðsson en hann keppti á Simcu. Í þriðja sæti varð svo Heimir Daviðsson og fjórði var Einar Finnsson á Vauxhall Viva. Kvartmila Fyrsta kvartmílukeppni sumarsins átti að vera siðastliðinn laugardag en hún fór út um þúfur, eða brann yfir eins og sumir sögðu. Reyndar var það stjórnbox- tímatökugræjanna sem brann yfir og verður keppnin haldin eftir eina til tvær vikur þegar búið verður að smíða nýtt box. Nokkrir vel sprækir bílar og strákar voru mættir til að taka þátt i keppninni en þegar ekkert varð úr henni notuðu þeirtækifærið'.il aðprófa farartæki sin. Mesta athygli vakti Ólafur Vilhjálms- son en hann mætti með Triumphinn sinn og var búinn að setja í hann nýja vél. í fyrrasumar vann^Ólafur haust- keppni Kvartmíluklúbbsins og fór hann kvartmíluna á 12.52 sek. Þá var 340 kúbika Chrysler vél i Triumphnum sem gekk undir nafninu Chrysler kókos- bollan. í vetur setti Ólafur svo 302 kúbika Chevrolet vél í Triumphinn og er sú vél mögnuð. Þóttust fróðir menn sjá að billinn hefði bætti sig um eina til tvær sekúndur þegar Ólafur tók æfingarspyrnu við Guðstein Eyjólfsson á sex strokka 1047cc Hondunni og var langt á undan henni. En timar mótor- hjólsins voru í kringum 11.50 sek. í keppnunum í fyrra. Allt virðist því benda til þess að Ólafi takist að setja nýtt íslandsmet í næstu keppni. Jóhann Kristjánsson. Stœrsta mótorhjól landsins varð að láta I minni pokann fyrír Kókosbollunni þegar kvartmílingar reyndu „hesta” sina á laugardaginn. DB-mynd RagnarTh'

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.