Dagblaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAl 1980.
>. vf<r«
15
i .v.V T»jT>a</k'J<, <'+. "A f
*A</
álumísígær
sig. Það nægði til að koma Connors á sporið.
Hann vann þá lotuna 7—5 og þar með virtisl
allur vindur úr honum. Connors vann síðustu
tvær loturnar 6—I og tryggði sér sigur. Viður-
eign þeirra stóð í 160 mínútur, sem er ærið
langt á tennisvísu.
Skotarteknir
íkennslustund
Pólverjar tóku Skota í kennslustund í knatt-
spyrnu i vináttulandsleik, sem fram fór i Póll-
andifgær.
Sigur Pólverja I—0 þótti mjög litill miðað
við gang leiksins og geta Skotar einkum
þakkað markverði sínum Alan Rough að tapið
varð ekki stærra. Þeir áttu aðeins tvö skot á
mark Pólverja allan leikinn. Varnarleikmaður-
inn Willie Miller var einnig eins og klettur í
vörn Skota og strönduðu margar sóknarlotur
Pólverja á honum.
Það var hinn 24 ára gamli Zbingniew Boniek
sem skoraði sigurmark Pólverja á 76. minútu
leiksins. Þessi sigur Pólverja kemur í kjölfar
tveggja jafntefla og fjögurra ósigra í síðustu
sex leikjum þeirra.
EÓP-mótið íkvöld
Hið árlega EÓP-frjálsiþróttamót veröur
haldið á Laugardalsvellinum í kvöld og hefst
kl. 8. Mótið er haidið árlega til minningar um
Erlend Ó. Pétursson, sem var formaður KR
um langt árabil.
Mótið i kvöld verður ekki eins vel skipað og
ofl áður þvi flestir okkar beztu frjálsiþrótta-
menn eru enn við æfingar í Bandarikjunum.
Meðal keppenda verða menn eins og hinn
síungi Valbjöm Þoriáksson, sem er mjög sigur-
stranglegur bæði í 110 metra grindahlaupi og
stangarstökki, þrátt fyrir að hann sé kominn
hátt á fimmtugsaldur, Erlendur Valdimarsson
kringlukastari, sem vantar aðeins herriumun til
að ná ólympíulágmarkinu í sinni grein og
spjótkastarinn cfnilegi Sigurður Einarsson.
Miami Beach
borg fjörefnanna á Floridaskaganum
Hress þarftu að uera til að rxýta þérallt það fjör, sem efni standa til á Miami.
Þareru: Frumsýningabíó • leikhús, bæðiklassískogrevíu • næturklúbbar • listasöfn • japanskir
garðar • aragrúi diskóteka • jai-olai leikhallir og öll veðmálin sem þeim fylgja • jassklúbbar•
tennisuellir • keilusalir • golfvellir • hljómleikahallir • reggaeklúbbar • ueitingastaðir úr öllum
heimshomum • stórfiskaveiðar • ueðhlaup og veðreiðar • hraðbátar til leigu •
páfagaukaskógur • slöngu- og krókodílagarður • lagardýrasafn • rodeokeppnir kúreka •
uaxmyndasöfn • latneska hverfið • kennsla á sjóskíði og í reiðmennsku • stangarveiði og skyttirí.
Og svo cru það búðimar: Antikbúðir og tískubúðir,
sport- og Ijósmyndavörubúðir, skartgripabúðir,
hljómplötu- og hljóðfærabúðir - ogsvo má lengi telja.
Staðreynd er aðfólk úrMið- og SuðurAmeríku flykkist til
Miami í verslunarleiðangra.
FLUGLEIDIR
Farskrá, sími 25100
Engu að síðurgetur þúfarið til Miami til þess eins
að slaka á, sleikja sólskinið og stunda sjóböð
þértil heilsubótar.
Vikulegar brottfarir, islenskur fararstjórl á staðnum.
I■
^Nottingham Forest Evrópumeistari annað árið í röð:
FRABÆR LEIKUR SHILTON
TRYGGDIFOREST TITIUNN
síðari hálfleik er hinn hávaxni Horst
Hrubesch kom inn á sem varamaður í
sókn Hamburger. Á 60. mínútu
bjargaði Shilton enn glæsilega með því
að kasta sér og hirða þannig boltann af
tánum á Milewski.
Glæsilegasta markvarzla Shiltons í
leiknum var þó á 76. minútu. Þá átti
bakvörðurinn Peter Nogly mikið
þrumuskot af 35 metra færi, sem
Shilton tókst naumlega að verja með
því að slá boltann yfir markslána.
Mínútu síðar kallaði Brian Clough
framkvæmdastjóri Forest á hinn 18 ára
gamla Gary Mills og og skipti honum
út af fyrir John O’Hare. Fram að því
hafði Mills reynt að styðja við bakið á
Gary Birtles, sem lengst af var eini
sóknarleikmaður Forest. John O’Hare
styrkti Forest á miðvellinum og síðustu
minútur leiksins tókst Englendingunum
jað halda i horfínu og lokamínúturnar
liðu án þess að veruiega hættuleg
marktækifæri sköpuðust.
m - >
Ekki sjaldnar en fjórum sinnum i leikn-
um, sýndi enski landsliósmarkvöróurinn
Peter Shilton markvörzlu á heims-
mælikvarða.
Enn ein skrautfjöðrin bættist í hatt
Brian Cloughs framkvæmdastjóra
enska liðsins Nottingham Forest er lið
hans varði Evrópumeistaratitil sinn i
Madrid í gær.
Nottingham Forest sigraði þá þýzku
meistarana Hamburger Sport Verein
nokkuð óvænt með cinu marki gegn
engu þrátt fyrir að þeirra bezti
maður, milljón punda maðurinn
Trevor Francis, gæti ekki leikið með
vegna meiðsla.
Hetja Nottingham Forest i þessum
25. úrslitaleik Evrópukeppni meistara-
liða var skozki landsliðsútherjinn John
Robertson. Er 20 minútur voru liðnar
af leiknum skoraði hann glæsilegt
mark, mjög gegn gangi leiksins, því
Hamburger hafi virkað sterkara lið-
ið. Robertson braut fram hjá tveim-
ur varnarmönnum Hamburger og
skoraði með lágu hægrifótarskoti í
stöng og inn, glæsilegt mark.
Nottingham liðið gefur ekki síður
þakkað enska landsliðsmarkverðinum
Peter Shilton sigurinn því fjórum
sinnum bjargaði bann á undraverðan
hált eftir harðar sóknarlotur
Hamburger liðsins, sem sótti stíft undir
sljórn fyrirliða síns, Felix Magath.
Nottingham er annað enskra liða til.
að vinna þennan eftirsótta titil tvö ár í
röð. Liverpool sigraði 1977 og 1978.
Englendingar hafa því unnið titilinn
.fjögursíðustu ár.
Sigur Nottingham í leiknum í gær
var engan veginn sannfærandi.
Þjóðverjarnir sóttu nær látlaust allan
leikinn og Nottingham átti tæpast ann-
að hættulegt marktækifæri en það sem
Robertson nýtti svo vel.
Hamburger var næst því að skora á
66. mínútu þegar bakvörðurinn
Manfred Kaltz átti þrumuskot í
utanverða markstöng Nottingham
marksins. Þjóðverjarnir urðu þegar i
byrjun leiksins mjög ágengir við mark
Nottingham og fengu þrjár horn-
spyrnur á upphafsmínútunum, en mið-
vörðum Forest, þeim Larry Lloyd og
Kenny Burns, tókst í öll skiptin að
bægja hættunni frá með skallaboltum.
Eina mark Ieiksins kom því eins og
skrattinn úr sauðarleggnum og þvert
gegn gangi leiksins.
Aðeins einni minútu eftir mark
Forest skoraði útherjinn Willi Reimann
fyrir Hamburger en markið var dæmt
af vegna rangstöðu. Eftir það var um
hreinan einstefnuakstur að marki
Nottingham Forest að ræða. Á 33.
mínútu sýndi Shilton enn einu sinni að
hann er einn albezti markvörður heims-
ins. Þá varði hann frábærlega vel
þrumuskot frá Jtirgen Milewski eftir að
Kevin Keegan hafði lagt boltann fyrir
hann í opnu marktækifæri.
Sókn Hamburger þyngdist enn i
GYLMIR ♦ G&H 3.6