Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.05.1980, Qupperneq 17

Dagblaðið - 29.05.1980, Qupperneq 17
DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980.__ Máttur orðsins og vanmáttur Lerfur Jóelsson: EINSTIGI i MANNHAFINU, Ijöð Lotur, Roykjavik 1979. 53 bls. Ljóðakverið hans Leifs hefst á Spádómi sem ortur er árið 1965. Þetta er þunglamalegt kvæði og dálítið hnoð. En úr því má lesa að 19 ára hafi hann ætlað að verða skáld en frestað því þar til siðar þegar „visnar fjóla i heiði / og fölna sumarsins blómin ungu". Aftan á kápusiðu segir Leifur að Ijóðin séu ort, öll utan eitt Iþ.e. Spádómur), árið 1971 eða 1978. Þá hafi hretin sem sé verið komin i lifi skáldsins og eitthvað til að yrkja um. Ljóðunum er raðað í tvo kafla. I hinum fyrri eru 10 kvæði, ort undir frjálsum hætti, galgopaleg sum eins og Fjöldasundmótið, en í öðrum þungur undirtónn sársauka og einmana- kenndar. I sumum felst siðaboðskapur eins og t.d. í Ijóðinu Vaggan: Þá lást þú aftur i vöggunni og varst ekki lengur týndur og horfðir á mig skærum augum og hugsaðir láttu þau aldrei framar leita hamingjunnar með barninu sinu láttu þau leita hennar í barninu sinu og láttu þau aldrei framar lifa fyrir barniðsitt, heldur láttu þau lifa í barninu sinu. Baráltukrcedi er af svipuðum toga, höfundur kennir okkur og gefur góð ráð, brýnir sjálfan sig um leið: Áður en lagt er upp í ferð er betra að taka sig saman og gerast ferðamaður ekki hrekjast af stað eins og flóttamaður heldur taka fyrsta skrefið sjálfur. ogstíga fast til jarðar. (13) Kvæðið / straumkastinu er langur bálkur i IV köflum — súrrealiskar myndir úr píslargöngu eða hreinsunar- eldi. Út úr þeim eldi gengur mælandi ljóðsins hertur til stáls og tilbúinn í slaginn. Nokkuð er um heimspekilegar vangaveltur i ljóðum Leifs. Nefni ég þar Umhverfisvernd og Sannfcering en Ijóðin eru miklu fleiri þar sem höfundur reynir að komast að niður- stöðu um lifsvandamálið, afstöðu okkar til umheimsins og veru okkar i heiminum. Eitt þessara Ijóða er Tii Finars Ólafssonar. þar sem skáldið minnir okkur á að afstaða nútíma- mannsins til náttúrunnar sé annars eðlis en forfeðranna, þeirra, sem voru sjálfir hluti náttúrunnar. Þessu vilja þeir félagar, Einar og Leifur, breyta í kvæðinu. 77/ Birnu er vel ort Ijóð sem lýsir gleði ástarinnar og fullkomnun. í síðari kafla bókarinnar eru 18 stutt Ijóð, sum jafnvel ein setning: Kaldhamraðar eru Grænlands- strendur, borgarísjakarnir á reki eins og nistandi óp gegn blóðrauðum sumarnæturhimni. (Við Grænland bls. 46)i Fjögur ljóð af átján i þessum kafla fjalla um Orðið: Einvera (35), Tœknin (36), Orð á hausti (38) og Einn (41). Hið fyrsta þessara Ijóða, Einvera, lofar góðu um mátt orðsins: Dagarnir ganga fram hjá húsi mínu og drúpa höfði Djúpskyggnar eru næturnar þögnin logandi heit og máttug orðin sem stíga úr sálarfylgsnum En í hinum síðari fyllist skáldið van- mætti gagnvart tjáningunni, ritvélin geldir hugsanir hans, eins og hann segir berum orðum í Tæknin og Einn, Leifur Jóelsson. enda skreppa Ijóðin saman það sem eftirer bókar. Ljóðin i heild eru innhverf, lýsa miklum átökum og sveiflast frá glaðbeittum bardagavilja yfir í þunga einmanakennd og bið, allt að þvi uppgjöf, sbr. lokaljóð bókarinnar Héðan: Héðan verðurðu að ganga þrátt fyriróvissu þrátt fyrirleiða þrátt fyrir kjarkleysi (53) Þá eru Ijóðin ennfremur mjög mis- jöfn að gæðum og sum varla þess virði að vera sett á bók. Nefni aðeins tvö, sem að mínu mati mætti sleppa: / minningu Gurú (52), sem er ekki annað en spurningin „Hver er ég?” á mismunandi tungumálum — jafnvel þó höfundur hafi ætlast til að fyrir- sögnin gæfi innihaldinu gildi, og (II) Tékknesk kvikmyndagerð Tékkar geta státað af þvi að hafa átt einn frumherjanna á sviði kvik- myndatækninnar, sálfræðinginn Purkync, sem vann að því á árunum 1840—1850 að fullkomna ýmsar að- ferðir til að búa til hreyfanlegar myndir. Hann vann að þessu vegna starfs síns, en leit þó einnig fram á veg og sá fyrir sér að listræn not mætti hafa af þessu. Fyrsta opinbera kvikmyndasýning- in á tékkneskri kvikmynd var haldin af arkitektinum Jan Krizenecky, sem hafði einnig gert myndina. Þessi sýning var árið 1898 og Krizenecky notaði tækjabúnað sem hann hafði keypt i Paris af þeim Lumiére-bræðr- um. Á næstu árum voru margar myndir framleiddar, i fyrstu einkum i tékkneska hluta landsins en síðar einnig í Slóvakiu. 1907 er fyrsta kvik- myndahúsið opnað í Prag af sjón- hverfingamanninum Ponrepo. Þremur árum síðar hefst svo reglu- bundin framleiðsla kvikmynda með stofnun Kinofa-kvikmyndafyrir- tækisins sem gerði einkum frétta- og vísindamyndir. Fleiri kvikmynda- fyrirtæki litu dagsins Ijós og árið 1913 stofnar Alois Jalovec lllusion- film, sem sérhæfði sig i gerð drama- tískia mynda með vinsælum leikur- um. Að vísu blómgaðist hin innlenda kvikmyndagerð í þá daga ekki vel í samanburði við innfluttar kvik- myndir, en almenningur i Tékkó- slóvakíu (og viðar) tók ástfóstri við þennan nýja fjölmiðil. Smám saman tóku leikarar og menntamenn að fá áhuga á kvik- myndinni. Stofnun tékkneska lýðveldisins 1918 hafði örvandi áhrif á kvikmyndagerð og ýtti undir þá viðleitni að þróa kvikmyndina sem hluta þjóðmenningarinnar. 1923 er stofnað kvikmyndaminjasafn (Cescoslovenskye filmove museum), myndagerð töluverður höfuðverkur, eitt hið fyrsta sinnar tegundar í eins og reyndar kvikmyndagerð veröldinni, af Jindrich Brichta. Um flestra smáþjóða. En með þvi að svipað leyti hafði þó erlendur kvikr ríkisstyrkir kvikmyndaiðnaðinum til myndaiðnaður gengið nærri hinum handa voru töluverðir tókst að yfir- tékkneska; um miðjan þriðja ára- vinna þá erfiðleika. Tékkar eru tuginn voru sárafáar kvikmyndir reyndar ein fyrsta þjóðin, ef ekki sú framleiddar. Tékknesk kvikmynda- fyrsta, sem tekur upp á því að veita Fjárbóndinn Baran ásamt konu sinni og barni i kvikmyndtnnt Skuggar sumarsins — einu af stórvirkjum tékkneskrar kvikmyndageróar á seinni árum. Leikstjóri: Frantisek Vlacil. gerð hlaut þó uppreisn æru um stundarsakir, en kreppan hafði ill áhrif, einkum þar sem ný tækni, hljóðið, var óðum að ryðja sér til rúms í kvikmyndaiðnaðinum. Hljóðtæknin varð tékkneskri kvik- opinberu fé til kvikmyndagerðar, og var það gert með því að sérstakur skattur var lagður á innfluttar kvik- myndir. Ennfremur voru í gildi ákvæði þess efnis að sérhvert kvik- myndahús skyldi sýna að minnsta kosti átta innlendar myndir á hverju Kvik myndir Barrandov-kvikmyndaverið, sem byggt var 1932—3, var þá eitt full- komnasta kvikmyndaver í Mið- Evrópu- og laðaði fjölda erlendra kvikmyndaframleiðenda til að gera myndir sínar þar. Innlend kvik- myndaframleiðsla jókst enda á árunum 1930—1937 úr átta myndum upp i 54! Tékkóslóvakía var orðin höfuðvígi kvikmyndalistarinnar i Mið- og Austur-Evrópu, og margir tékknesku leikstjóranna orðnir vel þekktir víða um heim fyrir kvik- myndir sínar. Gustav Machaty hóf leikstjóraferil sinn með þöglum myndum en öðlaðist einkum frægð fyrir myndirnar Erotikon (þögul, 1929) og Extase (1933). Báðar mynd- irnar eru byggðar upp kringum erótíska táknnotkun, sem í þá daga var tiltölulega óþekkt. Karel Lamac sérhæfði sig sem leikstjóri einkum i gerð gamanmynda. Hann gerði meðal annars þöglar kvikmyndir eftir sögu Jaroslav Hasek: Góði dátinn Svejk. Lamac vann ekki einvörðungu i Tékkóslóvakiu heldur haslaði sér einnig völl í Berlín, Vin og París. Josef Rovensky gerði kvikmyndina Reka (Fljótið, 1933), en sú mynd þótti öðrum fremur dæmigerð fyrir „Tékkneska stilinn”: Ijóðræn mynd, byggð á afskaplega fallegri mynda- töku. Þessum stíl tengjast öðrum fremur nöfn myndatökumannanna. Jan Stallich og Otto Heller. Ekki verður skilið við þetta timabil tékk- neskrar kvikmyndasögu án þess að nefndir séu leikstjórarnir Otakar Vavra og Elmar Klos. Vavra gat sér Tékkneskar gamanmyndir hafa löngum verið taldar I sérflokki og nægir að nefna myndir Milos Forman þvi til staðfestingar. Hér er mynd úr Adela er svöng, sem sýnd var á Tékk- neskum kvikmyndadögum fyrir skemmstu. ljóðið Mun, rímæfing, margnotað orðalag, eins og hundruð annarra náttúruljóða í anda rómantíkeranna gömlu. Á kápusiðu boðar Leifur næstu bók og hef ég frétt að hún sé nýútkomin. Það má mikið vera ef ekki hefur verið pláss í þeirri bók fyrir bestu Ijóðin úr Einstigi í mannhafinu og hefði höfundur þá sloppið við að opinbera almenningi tilraunir sinar og uppköst Gagnrýnið val er ekki úrelt. Það er klókt að beita þvi og borgar sig i bisnessnum. Að lokum eitt ljóð, Andstæður (42), sem selja má dýrt: Sumir fara langa vegu að ryðja komandi kynslóðum braut. Aðrir gefa börnum sínum heiminn. kyrrlátir snúa sér til veggjar. Rannveig. Bók menntir Rannveig Ágústsdóttir ■\ einkum orð fyrir myndir sinar sem byggðar voru á klassiskum bók- menntaverkum en Elmar Klos hóf feril sinn með gerð heimildakvik- mynda. Innrás nasista I939 batt skjótan enda á þetta'blómatímabil tékknesku kvikmyndagerðarinnar. Þeir tóku í sinar hendur kvikmyndaver Tékka, þeirra á meðal Barrandov-verið, juku við tækjabúnað þeirra og framleiddu þar myndir — eins og Tékkar komast að orði — í minni hávaða og látum en þeir áttu við að stríða heima fyrir. En þrátt fyrir innrásina og styrjöldina var hugað að innlendu kvikmyndagerðinni. Kvikmyndasafn er stofnsett I943, en það sem hafði langmest áhrif var áætlun nokkurra kvikmyndagerðarmanna undir forystu Vavra og Klos um þjóðnýt- ingu kvikmyndaiðnaðarins um leið og hersetu nasista létti. Það tókst vonum fyrr og í kjölfarið fylgdu sér- staklega gerð kvikmyndaver fyrir leikbrúður og teiknimyndir, og litlu siðar var kvikmyndaskólinn i Prag, FAMU, stofnaður. Þjóðnýtingin hafi þau áhrif sem til var ætlast. Tékkneskar myndir hlutu fjölda viðurkenninga á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og myndir nýrra, efnilegra leikstjóra litu dagsins Ijós — þeirra á meðal voru leikstjórar sem áttu myndir á tékknesku kvik- myndadögunum í Háskólabíói, eins og Karel Zeman (Krabat). Að visu voru aðstæður allar með erfiðara móti á árunum eftir styrjöldina, en framleiðslan hafði engu að síöur vaxið jafnt og þétt á öllum sjötta ára- tugnum og nálgaðist ákveðið fast mark á þeim sjöunda (27 tékkneskar myndir og 4 slavneskar 1960, 32 og.7 1965, 33 og 7 1967). Eru þá ekki taldar með teiknimyndir, heimilda- myndir, leikbrúðumyndir og aðrar smærri myndir. Tékknesk kvik- myndagerð var að lifa nýtt og spenn- andi, blómaskeið, sem ekkert lát varð á fyrr en með innrás rússneskra herja i landið 1968. Með þeirri hernaðar- aðgerð var bundinn endirá eitthvcrt frjóasta skeið kvikmyndagerðar, scm enn hefur verið augum litið, og við tók pólitísk ritskoðun sem kæfði hið listræna framtak. Þó hefur getið að líta nokkrar athyglisverðar myndir frá Tékkóslóvakiu eftir til dæmis Karel Kachyna (I’m Jumping Over Puddles Again, 1970), en hann á tvær myndir á kvikmyndadögunum hér: Litla hafmeyjan og Stefnumót í júli. Ennfremur hefur leikstjórinn Franti- sek Vlacil getið sér gott orð fyrir sögulegar kvikmyndir sínar, en þeirra á meðal er Skuggar sumarsins. Vi

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.