Dagblaðið - 29.05.1980, Síða 18

Dagblaðið - 29.05.1980, Síða 18
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980. 18 SPARIFOHN 0G LIKKLÆÐIN Ef tekiö væri tillit til alls þess sem sænsk-ungverski listamaðurínn Endre Nemes hefur upplifaö um dagana, ætti hann í raun að vera löngu dauður eða að minnsta kosti genginn af vitinu. Það er til marks um þrautseigju hans og sálarstyrk að hann skuU ekki hafa kiknaö, heldur mcgnað að byggja á lífsreynslu sinni voldug listaverk. Nú er úrval verka hans til sýnis í Norræna húsinu fram til fyrsta júní og sýnú svo ekki verður um villst að þarna fer einn af meiri háttar mynd- listarmönnum vorra tíma, — flestum íslendingum ókunnur. Verður þetta að teljast með merkustu sýningum sem Norræna húsið hefur hýst. En 'lítum á feril Nemes, til stuðnings full- yrðingu minni hérí upphafi. Á flótta undan nasistum Hann er fæddur og uppalinn í þeim suðupotti sem austurríska keisaradæmiö var, árið 1909. For- eldrar hans voru ungverskir en búsettir meöal Tékka. Árið 1924 varð Nemes svo að ljúka skyldunámi sínu pieðal Slóvena og fjórum árum siðar hóf hann listferil sinn í Prag. Er nasistar hófu aö láta ófriðlega árið 1938 flúði Nemes, sem var einarður andfasisti, til Finnlands þar sem honum tókst að fá kennarastöðu og hóf hann þegar þátttöku í finnsku myndlistarlífi. En hann vanmat ítök nasista í Finnlandi á þessum árum, því þeir komu því til leiðar að Nemes var vísað úr landi árið 1940. í Svíþjóð fékk hann ekki fullt dvalarleyfi, en norskir listamenn komu þvi í kring að honum var boðið til Noregs til lang- dvalar. Nemes var ekki búinn að vera i Noregi nema sex daga þegar Þjóð- verjar réðust inn í landið og gekk hann þegar í norska herinn. Eftir nokkur átök gáfust Norðmenn upp og að undangengnum miklum hrakningum tókst Nemes að flýja til Svíþjóðar. Þar var honum komið fyrir í flóttamannabúðum, þaðan sem hann fór til Stokkhólms. Hættulegur listamaður Nokkrum mánuðum síðar hóf Nemes aftur að mála og árið 1948 gerðist hann sænskur ríkisborgari. En ferill hans eftir það hefur ekki verið óslitinn dans á rósum. Sænskir Endre Nemes ásamt einu málvcrka sinna. listamenn voru margir tortryggnir í hans garð lengi vel, vildu ekki viður- kenna framlag hans til sænskrar menningar og sumir létu jafnvel hafa eftir sér að Nemes væri „hættu- legur” fyrir sænska list. En í millitíð- inni hafa Tékkar sýnt verk hans á tékkneskum sýningum, Ungverjar hafa talið hann meðal helstu lista- manna sinna og Slóvenar hafa einnig notað verk hans á yfirlitssýningum. Og nú er hann fastur þátttakandi í flestum þeim sýningum á sænskri list sem fara fram á erlendri grund. En það má svo sem skilja ugg þeirra ágætu manna sem getið er hér að ofan. í stað þess að feta meðalveg- inn, fást við málaða eða steypta félagsfræði eða þá ljóðrænar stúdíur af fólki og náttúru, steypir Nemes sér Endre Nemes, Arfleifð Endurreisnar, 1977. Myndlist inn í eigin hugmyndaheim og dregur fram úr koffortum ýmsar óþægilegar staðreyndir. Tragísk lífsskoflun Myndheimur hans er ekki stöðug- ur, óbreytanlegur eða áreiðanlegur, heldur i hæsta máta ótryggur og óþægilegur. Eins og Nemes segir sjálfur: Meðan þið sjáið i saumavél klæðnað morgundagsins, þá sé ég í henni líkklæði. Það var í súrrealisma sem lifsreynsla hans og tragísk lífs- skoðun fann sér listrænan farveg. Sú stefna með áherslu sína á ógn og afl undirvitundar, erótík og óhefta tjáningu, hafði borist til Prag fyrir 1930 og það er auðséð á elstu verkum endalaust við eitthvert visst tákn eða frumhugmynd eftir því sem ímynd- unaraflið segir fyrir um. Það má meira að segja finna í myndmáli hans tilvitnanir i ýmis áhugamál súrreal- ista (og Dadaista), — t.a.m. gömul myndablöð og bækur, forn apparöt ýmiss konar, frumstæðar vélar, skot- vopn, grimur, fugla, líffræði Vesa- líusar o.s.frv. Stundum finnst manni jafnvel sem myndabækur Max Ernst (Femme 1000 tétes) hafi verið Nemes mikil stoð. Það mætti því segja að undirrót margra málverka Nemes sé einhvers konar eftirsjá (nostalgía) eftir horfnum heimi, hvort sem hann hefur einhvern timann átt sér stoð í veruleika eða sé draumaheimur, og jafnframt eru myndir hans tíðum torræð tákn eða tilbrigði um nútím- ann. Endre Nemes — Táknmál, 1968. Nemes, á sýningunni í Norræna húsinu og í vandaðri skrá, að hann varð strax yfir sig hrifinn af mögu- leikum hennar. Við sjáum hann prófa sig áfram með „ósjálfráða” teikningu (automatisma), verk í stíl André Masson, siöan hefur de Chir- ico mikil áhrif á Nemes á tímabili og það er vart fyrr en eftir 1955 að Nemes tekst að koma sér niður á eigin vinnumáta. í honum má finna merkilegt bland af Ernst, Duchamp, kannski Picabia, en þó má koma auga á sérstök og persónuleg ein- kenni í öllu því sem Nemes tekur sér fyrir hendur. Endalaus spuni Það er svo upp úr 1960 sem hann haslar sér öll f eigin málverki og hefur Nemes haldið sínu striki síðan. Þótt Nemes sé kannski litið hrifinn af þvi að vera talinn meðal súrrealista á því herrans ári 1980, þá virðist nokkuð ljóst að vinnuaðferöir hans eru í grundvallaratriðum byggðar á súr- realískri myndtækni, þ.e. að spinna Barokk En í aðferðum sínum er Nemes t.d. talsvert langt frá Erró þótt sam- skeytingaraðferðina eigi þeir sam- eiginlega, því Erró nær fram áhrifum sinum með því að tefla saman bútum úr veruleika nútiðar, án þess að um- myndahannaðráði. En við skoðun mynda Nemes meg- um við ekki gleyma öðrum þætti sem honum sjálfum finnst stórum þýðingarmeiri hvað myndlist sína snertir en allt snakk um súrrealisma. Hér á ég við mið-evrópskt barokk, einkanlega hið tékkneska, sem á sét vart hliðstæðu annars staðar i Evrópu. Þar eru öll form ummynduð endalaust, eins og massi og rúm væru fullkomlega afstæð hugtök. Það þarf ekki að rýna lengi í verk Nemes til að sjá tengslin. En hvaðan sem inn- blástur hans kemur upprunalega, þá eru augljós skarpskyggni Nemes og leitandi hugarfar og ekki sakar hárfin tæknin. Um þessa sýningu mætti segja margt fieira en þetta verður að nægja að sinni. -AI.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.