Dagblaðið - 29.05.1980, Qupperneq 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980.
(i
Útvarp
•27
Sjónvarp
9
LEIKRIT
VIKUNNAR
— útvarp kl. 21,15,
Völundarhúsið:
Karlmannahatari með
óhugnanlega ráðagerð
Hér sjáum við Brfctí Héðinsdöttur f hlutverki sfnu f I öruggrí borg eftir Jökul
Jakobsson. Að þessu sinni er hún leikstjörí Völundarhússins og jafnframt þýðandi
leikrítsins. ^ DB-mynd Bj. Bj.
UMHVERFIS HENGIL - útvarp kl. 20,00:
Völundarhúsið heitir ieikrit
vikunnar og er eftir Siegfried Lenz.
Það fjallar um systumar Elfi og Tradi
sem báðar eru kennslukonur á eftir-
launum og búa saman ásamt Artusi
stjúpbróður sínum. í garðinum við hús
þeirra er sérkennilegt mannvirki,
jarðvölundarhús sem gegnir mikilvægu
vlutverki i augum systranna og þó
tinkum Marlies frænku þeirra. Hún er
mikill karlmannahatari og hýggst vinna
systumar til fylgis við heldur
óhugnanlegaráðagerð sem því er tengd.
AUt virðist ganga að óskum þar til
Sem betur fer er rayndin ekki tekin
þessa dagana heldur í vetnr þegar
Tómas Einarsson (i miðið) var farar-
stjórí fyrir Ferðafélag íslands. 18
manna hópur gekk unt Svínaskarð, á
milli Skálafells og Móskarðshnjúka.
-DB-mynd ARH.
Knopf veðurfræðingur birtist. Hann
hafði þekkt Trudi i gamla daga og af-
staða hennar til hans gengur þvert á
vilja systur hennar og frænku.
Sigfried Lenz er fæddur árið 1926 í
Austur-Prússlandi. Hann lifði
uppvaxtar- og þroskaár sin i skugga
styrjaldar og erfiðleika eftirstriðs-
áranna. En það andrúmsloft stældi
kjark hans og þor. Hann vUdi ekki
skrifa ,,bara til þess aðskrifa”, einsog
einhver orðaði það, hann vUdi afla sér
góðrar þekkingar á umheiminum.
Fyrsta skáldsaga hans, Es waren
Habicthe in der Luft (1951) gerist í
Finniandi, sú næsta, Ðuell mit dem
Schatten (1953), i Afríku. Þótt flest
verk hans séu alvariegs eðlís eru þau
mörg hver gædd skemmtilegri kimni
og ljóðrænu, sem einkum kemur fram i
leikritum hans.
Þýðinguna gerði Briel Héðinsdóttir
og er hún jafnframt leikstjóri. í helztu
hlutverkum eru Kristbjörg Kjeld,
Guðrún Asmundsdóttir, Kristin Anna
Þórarinsdóttir, Bessi Bjamason og
Gísli Alfreðsson. Tæknimaður er
Hreinn Valdimarsson. -EVI.
2“11 BLAZER 286,1
Til sölu Blazer árg. 1973, þessi biU befur nýlega verið gerður upp. Ttl
greina kemur að taka annan bil upp.i eða skuldabréf.
HÚS OG EIGNIR
Bankastraoti 6, simi 28811.
STALDRK) VIÐ 0G SKODIÐ
FRYSTIHÚS
Þingvallavatn og nágrenni
„Hugmyndin að þessum þáttum er
sú að gefa inngrip í hvað fólk sér út um
bilgluggann af náttúrunni og hvar
skemmtilegt væri að staldra við,” sagði
Tómas Einarsson kennari. Hann sér
um 3 þætti sem nefnast Umhverfis
Hengil og er þessi annar i röðinni.
Fjallar hann um Þingvallavatn og
jarðfræðina i Grafningi.
Tómas hafði orð á því að sér virtist
að fólk færi oft hringinn án þess að
vita nokkuð um hvað fyrir augu ber.
Væri þá stoppað í sjoppum á leiðinni
og fengið sér eitthvað í stað þess að
hafa með sér nesti og skoða sig vel um.
Tómas er virkur meðlimur i Ferða-
félagi Íslands og hefur verið lengi.
Hann hefur verið fararstjóri i
allmörgum styttri gönguferðum, aðal-
lega í grennd við Reykjavík.
Það verður Kristján Sæmundssón,
sem aðallega fræðir okkur um
Grafninginn, um eldsumbrotin sem
ollu hraunflóðinu þar forðum, sig sem
myndazt hafa og þar fram eftir*
götunum.
Þá er rætt við Jón Kristjánsson
fiskifræðing um lifið í Þingvallavatni,
en við gerð stíflunnár i Soginu breyttist
lífrikið í vatninu.
Lítið er farið inn á veiðar að öðru
leyti en því að minnzt er á veiðiskap á
Þingvöllum þegar dorgað var þar i
gegnum ís fyrir 200 árum og sagt er frá
í ferðabók Eggerts Ólafssonar.
-EVI.
EÐLILEG VIÐBRÖGÐ
Við að horfa á dagskrá eins og
sjónvarpið bauð upp á i gærkvöldi
verða ósköp skiljanleg viðbrögð
þeirra fjölmörgu aðila sem hafa
ráðizt í að koma sér upp innanhúss-
sjónvarpskerfi.
Fyrir fáeinum dögum krafðist sak-
sóknari ríkisins þess að hald verði
lagt á tækjabúnað þann sem notaöur
hefur verið í þessu sambandi, svo sem
myndsegulbönd, leiðslur og fleira.
Grunur er uppi um að þessi starfsemi
brjóti í bága við gildandi útvarps- og
fjarskiptalög.
Ef niðurstaða saksóknara verður
sú, í framhaldi af þessari harkalegu
rannsókn, að einkanot fólks á segul-
bandstækjum sé lögbrot, þá má Ijóst
vera að gildandi lög eru engan veginn
í takt við tímann. Baráttan gegn
tækniþróuninni á þessu sviði hlýtur
að vera fyrirfram vonlaus og lögun-
um verður einfaldlega að breyta i takt
við tímann.
Þörfin á aukinni fjölbreytni í út-
varps- og sjónvarpsrekstri hér á landi
er að verða fólki sífellt og ljósari.
Um dagskrá sjónvarpsins í gær-
kvöldi má þó segja, að miðvikudag-
arnir hafa það fram yfir flesta aðra
daga vikunnar að þá býður sjón-
varpið upp á nokkra dagskrá fyrir
börn á mjög heppilegum tíma, þ.e.
milli kl. 6 og 7 á kvöldin. Mér hefur
virzt sem sjónvarpið sinni þörfum
hinna yngstu áhorfenda ekki nægi-
lega.
Slik barnadagskrá finnst mér að
þyrfti að vera öll kvöld vikunnar og
þá tel ég að tíminn milli kl. 6 og 7 sé
heppilegastur. Þar ætti að fléttast
saman léttmeti og fræðsla alveg eins
og var í dagskránni I gærkvöldi.
í lok sjónvarpsdagskrárinnar í
gærkvöldi sátu þeir Geir Hallgríms-
son og Lúðvik Jósepsson fyrir
svörum. Frammistaða þeirra og ann-
arra stjórnmálamanna að undan-
förnu í sjónvarpssal Ieiðir hugann að
því, hvort þeir menn er að undan-
förnu hafa komið inn á alþingi í stað
þeirra sem hafa verið að hætta gefi
þeim ekki talsvert eftir. Ungu menn-
irnir virðast engan veginn standast
samjöfnuð við menn eins og Gylfa Þ.
Gislason og Lúðvik Jósepsson.
-GAJ.
á lóð úr landi Vogahafnar, Vogum Gullbringusýslu, er til sölu.
Uppi. eru gefnar á skrífstofu Fiskveiðasjóðs I sfma 24310 og hjá eftirlits-
manni sjóðsins I sima 33954.
Tilboðum I eignina þarf að skila fyrir 10. júnf nk.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Fiskveiðasjóður íslands.
Ttl sölu Ffat 127 sport árg. 1979, VW sendibifreið innréttaöur sem
ekinn aðeins 10.000 km. Litur svartur. sumarbústaður, ekinn 20.000 km á vél.
Bfll i sérflokki. Ný dekk, sem nýr f útlití.
Til sölu Chrvsler Le Baron árg. 1978. Til sölu Blazer árg. 1973.
Brúnsanseraður, glæsilegur einkabfll. Blásanseraður m/viðarhiiðar. Allur
nýtekinn i gegn. Skipti, skuldabréf.
Bílasalan
— ——Skerfan
Skerfunni 11
Stmar84848-35035