Dagblaðið - 29.05.1980, Page 28
frjálst, nháð dagbJað
FIMMTUDAGUR 29. MAl 1980.
Þing-
lausnir
ídag
— Kristján Eldjárn
slítur Alþingi
ísíðasta sinn
Þinglausnir verða í dag kl. 17 á furidi
i sameinuðu þingi. Samkomulag
náðist um það milli þingflokkanna í
gær. Forseti íslands Kristján Eldjárn
slítur Alþingi nú í siðasta sinn, þar sem
hann gefur ekki kost á sér tii endur-
kjörs.
Samkomulag náðist um afgreiðslu
húsnæðismálafrumvarpsins og var
þriðja og síðasta umræða um það i
morgun. Fyrir þinglausnir var og fyrir-
hugað að ræða skýrslu um vegamál. Þá
var frumvarp til lánsfjárlaga afgreitt.
-JH.
Nýrkjarasamningur
verkafólks í Álverinu
að fæðast:
Samningsþóf
íallanótt
Samningafundur fulltrúa verkafólks
í Álverinu í Straumsvík og íslenzka ál-
félagsins hf. sem hófst i gær stóð enn
yfir þegar siðast fréttist í morgun. Var
ekki vitað hvort samningar væru á
næsta leiti eða hve lengi fundur myndi
standa. í gærkvöldi var talið að ekki
ýkja breitt bil væri á milli sjónarmiða
samningsaðilanna.
Kröfur verkafólks í Álverinu voru
upphaflega um 13% hækkun grunn-
kaups, flokkatilfærslur og fleira. í
kjarasamningnum sem er að fæðast er
kveðið á um að taka upp „afkasta-
hvetjandi vinnufyrirkomulag” —
bónuskerfi. Það hefur ekki áður verið
til staðar í Álverinu.
-ARH.
Skógræktarferð
kvenna:
Pétur ef stur
Í skógræktarferð kvenna 28. mai var
gerð skoðanakönnun um fylgi forseta-
frambjóðenda. Atkvæði féllu þannig:
Pétur Thorsteinsson 12 atkv.
Albert Guðmundsson 4 atkv.
Guðlaugur Þorvaldsson 4atkv.
Vigdís Finnbogadóttir 1 atkv.
Auðir seðlar voru 6.
-GAJ.
Borgarstarf smenn ætluðu að rífa starfsvöll bamanna en—
ÞAU FLÆMDU HREINS-
UNARKARLANA BURT
„Krakkarnir hér í hverfinu hafa
byggt sér upp fallega litla kofa á
opnu svæði hér og dunda sér þar
allan daginn án þess að nokkur læti
hafi verið. Siðan gerist það i dag að
hreinsunardeild borgarinnar er
komin á staðinn og ætlar að hreinsa
alil burt og þar á meðal kofa
barnanna. Mér skilst að það hafi
komið kvörtun frá dvalarheimtli
aldraðra hér i Furugerði I,” sagði
einn íbúi við Espigerði í samtali við
DB i gær. Hann sagði að mikil
óánægja væri meðal íbúanna að
bærinn væri að hreinsa burt það sem
börnin hefðu byggt sér upp.
DB heimsótti börnin sem sögðu
stolt frá því að þau hefðu flæmt
hreinsunarkarlana burt en bjuggust
þrátt fyrir það við að þeir kæmu
aftur á morgun og héldu áfram.
Sveinbjörn Hannesson verkstjóri hjá
hreinsunardeild borgarinnar sagði i
samtali við DB í morgun að nú færi
fram lóðarhreinsun um bæinn og
haft þessi lóð verið ein af þeim sem
ætti að hreinsa. „Það var aðeins
byrjað að hreinsa til þarna, en síðan
hætt við það. Við munum láta
þennan stað eiga sig að minnsta kosti
þangað til starfsvellir borgarinnar
taka til starfa. Við skiljum vel barna-
fólkið í hverftnu en það hefur borizt
til okkar kvörtun um þetta svæði og
þar á meðal frá dvaiarheimili
aldraðra.
Bærinn hefur skrifað upp á annað
þúsund lóðir í bænum, sem byrjað er
að hreinsa þessa dagana. Hins vegar
munum við sleppa þessari lóð, en
þarna var einnig mikil óánægja i
fyrra, þegar átti að hreinsa,” sagði
Sveinbjörn Hannesson.
-ELA.
—en ættu að vera fyrirmynd og
hætta hvaladrápinu,
segja f ulltrúar Greenpeace
Almenningur í heiminum
mótmælir meira og meira hvaladrápi
og fleiri og fleiri hvalveiðiþjóðir
hætta veiðum með hverju ári sem
líður. Ástralir eru hættir, Suður-
Afríkumenn eru hættir,
Brasiliumenn eru hættir og jafnvel
Japanir, sem nota hvalinn mest allra
þjóða til manneldis, eru farnir að
sýna skilning á að hvalurinn sé ekki
réttdræpur. En íslendingar fara alltaf
fram á að veiða upp í sama kvótann,
áreftirár.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi með náttúrufræðingunum dr.
Sidney Holt, dr. Sylviu A. Earle og
•skrifstofustjóra Greenpeace-sam-
takanna í London, Alan Thornton, í
Reykjavík í gær. Hvalfriðunar-
samtökin Greenpeace eru með
sýningu í Ásmundarsal um þessar
mundir. Dr. Holts og dr. Earle-eru á
þeirra vegum.
Þau bentu á að fyrr eða síðar
myndu hvalveiðar verða algjörlega
bannaðar í heiminum. Vonandi áður
en búið væri að útrýma þeim
tegundum, sem til eru enn. Margar
tegundir hafa þegar horfið af sjónar-
sviðinu.
Þremenningarnir lýstu undrun
sinni á að engar skýrslur um hvala-
dráp við ísland væru sendar Alþjóða-
hvalveiöiráðinu. Ekkert um hvað
dauðastríðið stæði lengi hjá
skepnunum.
* * —- -b—- ——---------o- r-o-- * -
hreinsunarkarlana burt.t Hins vegar sögðust þau eiga von á þeim aftur, sem verður þó ekkert úr.
DB-mynd Þorri.
„ísiendingar gætu verið fyrir-
mynd tmnarra þjóða og hætt
hvalvciðum áður en hvaladráp væri
bannað á alþjóðavettvangi. Hvers
vegna að láta nokkra menn í nafni
íslenzku þjóðarinar stunda hvaladráp
og fá þannig stimpil á sig sem
hvalveiðiþjóð, eða hvaladráparar?”
sögðu þremenningarnir.
Kvikmyndasýning um hvali og
fyrirlestrar verða á Loftleiðahótelinu
í kvöld kl. 19.30. Aðgangur er
ókeypis.
-EVI.
an Thornton og náttúrufræðingarnir dr. Sidney Holt og dr. Sylvia A. Earle
átmæla öll hvaladrápi kröftuglega. Þrátt fyrir mótmæli voru 20 þús. hvalir
ennir á sl. ári. DB-mynd Þorri.
LUKKUDAGAR:
29. maí 8559
Henson æfingargalli.
J
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.
Grænf riðungar breyta um baráttuaðf erð gégn hvalveiðum íslendinga:
AÐEINS ÍSLENDINGAR HALDA
FAST VID SAMA KVÓTANN
Ósamkomulagið um bensfnstöð Olís í Kópavogi úr sögunni:
ALLTAF FEGINN ÞEGAR STYTTIR UPP
—segir Geir Gunnlaugsson bóndi í Lundi
„Maður er alltaf feginn þegar styttir hans.
upp,” sagði Geir Gunnlaugsson í Geir sagði að deilan hefði eingöngu
Lundi um samkomulag það sem varð i staðið um bensínstöðina. „Þeim var
vikunni milli hans og Kópavogskaup- velkomið að halda áfram með Nýbýla-
staðar út af bensínstöð Olís i landi veg hvenær sem var,” sagði hann.
„Það er frekjan í þessum olíukóng- aðstöðu í krikanum milli Hafnar-
um og þeirra ósvifni að ætla sér að fjarðarvegar og Nýbýlavegar í landi
koma upp olíustöð við bæjardyrnar hjá hans næst brúnni.
manni, sem ég gat ekki fellt mig við,” -EVI.
sagði hann og bætti við að nú fengi Olis