Dagblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — LAUGARDAGÚR 31. MAÍ 1980. — 121. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIT'SLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Átölur á fréttastof u útvarps fyrir „mistök” í frambjóðendaviðtölum:
ÚTVARPSRÁÐ
í STRÍDIVID
r
FRETTASTOFUNA
— viljum ekki liggja undir því að hafa gert samsæri gegn þjóðinni,
segir varaf réttastjóri útvarpsins
„Það má ekki nefna her-
stöðvamálið i fréttum, þá eru menn
annaðhvort herstöðvaandstæðingar
eða Bandaríkjasinnar,” sagði
Sigurður Sigurðsson varafréttastjóri
útvarpsins i gærkvöldi. Heitt er nú í
kolunum hjá fréttamönnum útvarps
vegna endurtekinna afskipta útvarps-
ráðs af fréttum. Ekki eru nema
nokkrir dagar síðan að i útvarpsráði
var beint harkalegri gagnrýni að
fréttastofunni fyrir meint „samsæri”
við hernámsandstæðingavegna frétta-
flutnings um kjarnorkuvopn á Kefla-
víkurflugvelli.
í gær átaldi útvarpsráð síðan
frammistöðu fréttastofunnar sl.
þriðjudag er flutt voru viðtöl við þá
þrjá forsetáframbjóöendur, en sá
fjórði, Vigdís Finnbogadóttir, kom
fram í Víðsjá í gær. Fréttastofan lét
þess getið aðs'unasamband við Vest-
firði, þar sem Vigdís var, hefði verið
svo slæmt, að ekki hefði verið hægt
að fiytja viðtalið.
„Það var óþarfi að átelja
vinnubrögðin vegna viðtalsins við
Vigdísi,” sagði Sigurður. „Viö
gerðum okkur ljós mistökin en við
stóluðum á að ná símasambandi við
Vestfirði, sem siðan tókst ekki. Við
gerum ókkur Ijóst að allir eiga að
vera jafnir.
En hvað varðar viðbrögðin vegna
kjarnorkuþáttarins þá héldum við
fund þar sem gerð var samþykkt þess
efnis að Markús örn Antonsson út-
varpsráðsmaður færði sönnur á á-
sökun sína um samsæri frétta-
mannanna. Við viljum ekki sitja
undir þessu. Þetta samsæri er
væntanlega gegn íslenzku þjóðinni.
Ekki var gengið formlega frá þessu,
íþar sem yfirmaður okkar, útvarps-
stjóri, var ekki á fundinum.
í útvarpsráði sitja varðhundar
flokkanna og þar er hermálið eins og
trúaratriði sem menn eru annaðhvort
með eða á móti. En það verður fram-
hald á fréttum um kjarnorkumálin. f
Víðsjá á þriðjudaginn verður út-
varpað framhaldi málsins og við
verðum bara að bíða eftir
viðbrögðunum.” -ÓV/JH.
Leyf um bömunum að hjóla
á gangstéttunum
^ — sjá raddir lesenda á bls. 3
Frelsi blaða í íran orðið eins og verst
var hjá keisaranum
— sjá erl. grein blsJEO-U
LOFAR GOÐU
UM HELGARVEÐRK)
f>að ætti að veröa sólrikt á Suður- og Vesturlandi i dag eins og undanfarna daga. Þeir spá hægu veðrí um allt land f dag,
hægur vindur á norðan og norðaustan á SV-horninu og léttskýjað, hljóðaði spáin.
DB-mynd: Ragnar Th.
Hann Snorri er þarna með tjaldpoka, en hann væri Uka fynrtaks sjópoki, þegar
hann og Sævar ásamt Gissuri miöasala sigla um úfinn sjó áleiðis að borpöllunum í
Norðursjónum. ^ DB-mynd R. Th.
, TJALDBUAR
IÞYKJUSTULEIK
Það er svo gaman að vera í
þykjustuleik þegar maður er 6 eða 7
ára tala nú ekki um yngri. Og þarna í
tjaldinu í góðviðrinu i gær stóðekki á
því.
,,Ég er sko miðasalinn og vind-
sængin er borðið mitt,” sagði Gissur
og sýndi okkur þykjustumiða. Við
spurðum um verð. 1 þúsund kall var
of lítið en hann sættist á að miðinn
færi á 11 þúsund. Það fannst okkur
sanngjarnt því að þetta var farmiði
með eftirlitsskipi sem var að fara út í
Norðursjó til þess að fylgjast með
borpöllunum.
„ ->ko, við erum öll i vinnu hjá Haf-
skipi. Það er svaka gaman að sigla á
svona stóru skipi,” sögðu þau. „Nei,
nei, við erum aldrei sjóveik. Heyrið
þið annars” — og nú gleymdu þau
þykjustuleiknum — „komum við í
Dagblaðinu?” Og um leið og við
svöruðum játandi sögðum við bless.
-EVI.
Hásetarnir Gigga (Anna Signý), Snorri og Sævar, miðasalinn Gissur og skip-
stjórinn Gunnar. Þau vinna hjá Hafskipi.