Dagblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. MAl 1980. Hún naut s61ar og heita vatnsins i læknum i Nauthólsvfkinni í gær. Þar verður væntaniega margt um manninn á morgun, þegar hátiðahöld sjómannadagsins fara fram i vikunni. Gnúpverjahreppur: BORAÐ EFTIR HEITU VATNI 1 Gnúpverjahreppi hafa staðið yfir boranir eftir heitu vatni á vegum hreppsins. Hafa nú þegar verið boraðar fjórar grunnar holur, ein rétt við félagsheimilið Árnes og þrjár í ná- grenni Þjórsárholts. í einni þeirra verður borað dýpra. Er hún rétt við bæinn Þjórsárholt og er áætlað að bora allt niður í 600 metra komi ekki heitt vatn fyrr. Myndina tók frétta- ritari DB í Gnúpverjahreppi, Haraldur Teitsson, er verið var að vinna við borunina. -ELA. Aðalfundur Blaðamanna- félagsins ídag Aðalfundur Blaðamanna- félags íslands verður haldinn í dag kl. 14 í húsnæði félagsins að Síðumúla 23. Dagskrá verður samkvæmt félagslögum, laga- breytingar. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. DB Dagblað án ríkisstyrks Að gefnu tilefni vill byggingarfulltrúinn í Reykjavík benda á eftirfarandí. Skv. lögum nr. 54/1978 og byggingar- reglugerð nr. 298/1979, eru allar breytingar á ytra útliti húsa, t.d. klæðning steinhúsa og gluggabreyting- ar óheimilar, nema að fengnu leyfi byggingarnefndar. ítrekað er að við endurbyggingu eða viðhald húsa skal leitast við að halda sem upprunalegust- um stíl hússins, einkum hvað varðar gluggagerð og ytra útlit. Byggingarfuiltrúinn í Reykjavík. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 29. júní 1980 hefst í Hafnarfirði, Garðakaupstað, á Seltjarnarnesi og í Kjósarsýslu, sunnudaginn 1. júní 1980 og verður kosið á eftirtöldum stöðum: Haf narfjörður og Garðakaupstaður: Á bæjarfógetaskrifstofunni, Strandgötu 31, Hafnarfirði, kl. 9.00—18.00. Á laugardögum, sunnudögumog 17. júníkl. 14.00—18.00. Seltjarnarnes: Á skrifstofu bæjarfógeta í gamla Mýrarhúsa- skóla kl. 13.00—18.00. Á laugardögum, sunnu- dögumog 17. júní kl. 17.00—19.00. Kjósarsýsla: Kosið verður hjá hreppstjórum, Sveini Erlends- syni, Bessastaðahreppi, Sigsteini Pálssyni, Mos- fellshreppi, Páli Ólafssyni, Kjalarneshreppi og Gísla Andréssyni, Kjósarhreppi. Bæjarfógetinn í Haf narfirði Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, Bæjarf ógetinn í Haf narf irði 29. mai 1980. Smurbrauðstofan BJORNINN Njóísgötu 49 — Simi; 15105 í dag og á morgun, við helstu verslunarstaði og á götum borgarinnar Nýir og sérstæðir flugdrekar í fuglslíki LIONS KLÚBBURINN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.