Dagblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. MAl 1980. Kaiimenn vilja oftast hafa konur með f ráðum: REYNUM NÚ KONURNAR, LÁTIÞÆR AÐ SÉR KVEÐA Sveinn Sveinsson, Ásum 14skrifar: Eitthvert merkilegasta mál sem borið hefur á góma nú upp á síð- kastið, birtist í auglýsingaskyni ég hcld 25. mar/, eða nálægt því. Þetta var um fiskeldi í sjó og sennilega runnið undan rifjum hr. forstjóra Arna Benediktssonar fráHofteigi þvi fyrir 14—16 árum ritaði Árni merki- lega grein í Samvinnuna um fiskeldi í sjó. Iiltók hann nokkrar hafnir sem loka mætti i þvi skyni. Hefði þá verið hafist handa værum við íslendingar að ausa upp auðæfum vegna þessa starfs. Eg vona að allir landar mínir taki þessu vel og hefji undirbúning nú strax. Enn sem fyrr, treysti ég best á kon- urnar. Ég veit að fjöldi okkar, karl- manna, vill hafa þær með í ráðum. Margir okkar vilja hafa þær í síðbux- um. En, fleiri rnunu þeir vera er vilja hafa þær í fornaldarpilsum sínum, sem þenjist út og inn eins og þjóðfán- inn okkar í strekkingskalda. Eitt enn, stórvægilegt mál er á döf- inni. Forsetakosningarnar. Þar er kona í framboði. Látið hvort tveggja rætast. Fiskeldið, og bráðsnjalla konu í forsetasæti. Margir setja það út á þessa ágætu konu að hún er ógift. Þetta finnst mér kostur en ekki galli. Ég held að Vigdis Finnboga- dóttir geti verið bæði bóndi og hús- freyja á Bessastööum. Það erum við kjósendurnir sem ráðum á kjördag, en misvitrir alþingismenn sem með mál eiga að fara eftir kosningar. í tugi ára erum /ið búnir að láta herrana ráða. Reynum nú konurnar. Láti þær að sér kveða. Það er ekki vist að við yrðum þá framvegis bón- bjargamenn um erlend lán, tækju þær við. Ég vona að þetta lánist vel og beri ríkulegan ávöxt. Að endingu bið ég góðan guð að styrkja okkur öll, lífs og liðin. Ég þakka ykkur umburðarlyndið. Sveinn Sveinsson telur Vigdisi Finn- bogadóttur geta verið bæði bónda og húsfreyju á Bessastöðum. DB-mynd Jim Smart. VERÐBOLGA 0G VERÐBÆTUR —hvað er orsök og hvað af leiðing? Sigurður Halldórsson verkamaður skrifar: Mér virðist útbreiddur mis- skilningur meðal höfuðpaura og ráðamanna þjóðar okkar. Það er að verðlagsbætur á laun valdi verðbólgu. Verðlagsbætur koma eftir á vegna verðbólgu, ekki öfugt. Ef við hins vegar lítum á málið frá þeirri hlið sem stjórnmálamenn virðast gera, þ.e. að verðbólgan komi á eftir verðbótum, þá fáum við þar óindæla hringrás verðbólgu og verðbóta. Rjúfið þennan ímyndaða hring á réttum stað. Verðbólga er orsök en verðbætur afleiðing. Burt með verðbólgu og þá tritla allar verðlags- bætur á laun sömu leið. Þar sem verðbólgan er búin að halda um stjórnvölinn síðustu þrjá mánuði sem fyrr, þá skulið þið sem ættuð að stýra, ekki klípa af þeim bótum, sem við eigum að fá 1. júní. ALBERT 0G EIN- STÆÐIR FORELDRAR Ásdís Sigurðardóttir skrifar: Nú standa fyrir dyrum forseta- kosningar, og segja má að þjóðin sé nú að skipta sér á hina ýmsu fram- bjóðendur. Hitt er þó Ijóst, hvað sem öðru líður, að frambjóðendur sækja fylgi sitt, eða meginstofn þess, til þeirra er þeir hafa haft af einhver kynni. Þetta sér maður af umræðunni og eins af nöfnum, sem birt eru í blöðunum af stuðningsliði frambjóðendanna. Þetta er býsna fróðleg lesning, en það er fremur hvimleiður siður, er menn rita nöfn sín undir opinberat yfirlýsingar í nafni félaga er þeit starfa í, t.d. sem formenn. Það er oft villandi, og menn geta þá ruglast á prívatskoðunum við- komandi manna og skoðunum manna í félaginu yfirleitt. Dæmi um þetta er það, þegar Jóhanna Kristjónsdóttir, blaða- maður og fv. formaður Félags einstæðra foreldra, lýsir yfir stuðn- ingi við Guðlaug Þorvaldsson, sátta- semjara. Maður gæti haldið að þar lægi breið samstaða að baki. Á hinn bóginn er mér kunnugt um að annar frambjóðandi, Albert Guðmundsson, hefur lagt mikla vinnu i að grundvalla beinlínis þessi samtök, sem nú bera heitið Einstæðir foreldrar og hafa komið miklu til leiðar, bæði í höfuðborginni og eins úti á landi. Albert Guðmundsson sameinaði á sínum tíma þennan sundurleita hóp og hefur unnið að „Albert Guðmundsson hefur lagl mikla vinnu i að grundvalla þau sam- tök sem bera heitið Félag einstæðra foreldra,” segir Ásdis í bréfi sinu. DB-mynd Hörður. málefnum einstæðra foreldra mest allra stjórnmálamanna og borgarfull- Irúa, þótt það virðist nú gleymt. Með þessu er ég ekki að segja að Jóhönnu Kristjónsdóttur sé ekki heimilt að styðja hvern þann frant- bjóðanda sem henni þóknast en hún er fyrst og fremst þekkt sem forystu maður Félags einstæðra foreldra, og þótt ég meti þá háttvísi að hún ritar nafn sitt sem blaðamaður, þá er það ;igi að síður villandi er hún tekur afstöðu með einum frambjóðanda, sem mér vitanlega hefur ekkert unnið fyrir þessi samtök. Ég veit það líka að margir sem hjálpar eru þurfi, óttast nokkuð um sinn hag, ef Albert Guðmundsson hættir sem þingmaður og borgarfull- trúi, til dæmis einstæðir foreldrar og gamla fólkið. Það voru þvi gleði- fréttir, er ég heyrði Albért á dögunum segja frá því á fundi, að hann teldi að forseti íslands mætti vinna að líknarmálum í sínu starfi; hefði til þess bæði rétt og skyldur. Ég óttast því ekki að „missa hann á Bessastaði”, eins og það er stundum orðað nú, því þar getur hann ekki síður orðið þessum hópum að liði, en sem alþingismaður og borgarfulltrúi. Ég ætla ekki að hafa þessi orð öllu fleiri. Þau eru aðeins rituð til þes að menn misskilji ekki afstöðu Jóhönnu Kristjónsdóttur á þessum vettvangi. Hún hefur fullan rétt á að styðja hvaða frambjóðanda sem er, en það er hins vegar Albert Guðmundsson, sem mest allra hefur unnið að mál- efnum einstæðra foreldra og fyrir aldraða, þeirra er nú bjóða sig fram til forsetakjörs. Raddir lesenda „Guðlaugur þekkir kjör venjulegra launamanna,” segir Rósa Þörisdóttir m.a. i bréfi sinu. Forsetakjörl980: DB-mynd Ragnar Th. ÞJOÐIN ÞARF SÁTTAMANN Rósa Þórisdóttir, Reykjum Laugar- vatni skrifar: Þjóðin þarf sáttamann i embætti forseta íslands. Guðlaugur Þorvalds- son er manna bezt til þess fallinn af þeim, sem um hituna eru.Við höfum séð hvað samstarfsmenn Guðlaugs hafa sagt um hans störf að sátta- málum. Þareralltáeinnveg. Guðlaugur þekkir kjör venjulegra launamanna, því hann er sjálfur kominn úr þeirra hópi og hefur þurft að hafa fyrir því sem honum hefur áskotnazt í lífinu. Það er styrkur for- seta Islands að vera kunnugur högum fólksins í landinu. Á því leikur enginn vafi að Guðlaugur er það. Hann hefur sjálfur unnið algengustu störf til sjávar og sveita. Ég vil hvetja landsmenn til að kjósa Guðlaug Þorvaldsson, enda er ég þess fullviss að hann er sá maður, sem þjóðin mun sameinast um. Fyrirspum til Sigurðar L Guðmundssonar: VILTU SEUA A EIGIN KJÖRUM? Haraldur Blöndal hdl. hringdi: Ég er með fyrirspurn til Sigurðar E. Guðmundssonar vegna kjallara- greinar hans í DB þann 29. maí sl. um andstyggilega hátt verð á íbúðum. Er Sigurður E. Guðmundsson tilbúinn til að selja hús sitt eða íbúð eftir þeim reglum, sem íbúðir fram- kvæmdanefndar byggingaráætlunar eru seldar eftir? Ef ekki, hver er þá á- stæðan til þess? ÞÖKK SÉ SIGRÚNU 0G ÞJÓÐLÍFSÞÁTTUM HENNAR Elisabet Helgadóttir, Arahólum 2, hringdi: Of fáir þakka fyrir það sem gott er í sjónvarpi. Mig langar að þakka stjórnanda þáttarins Þjóðlífs, Sigrúnu Stefánsdóttur þessa þætti, sem að minu mati eru einir þeir beztu sem koma á skjáinn. Það er allt sem prýðir.frægt listafólk sem syngur og spilar og fræðandi og skemmtileg samtöl. Þetta er oft líkt og þegar einhvern ber að garði að kvöldi til, þar sem húmóðirin kann að taka á móti gestum sinum. Smekklegt, fágað og alltaf skemmtilegt umhverfi, hvort sem það er úti eða inni. Allt sem gleður augu og eyru. Þökk sé Sigrúnu. Hún sýnir manni með sínum Þjóðlífsþáttum, að enn er til fólk sem metur hreinleika meira en sora og ljótleika, sem í dag er af sum- um kallað list. Þar á ég við myndina Blóðrautt sólarlag, sem landsmönnum hefur verið boðið upp á tvisvar sinnum í sjónvarpinu. Það væri gaman að heyra meira frá fleirum um þessa þætti í sjónvarpinu. Ifr Meðal þeirra sem Sigrún hefur heimsótt i Þjófllifsþáttum sínum er Jón G. Sólnes. Hér er hann i heita pottinum á Akureyri. Mynd-Sjónvarpið. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.