Dagblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. MAl 1980.
13
Ef við sœjum hvíta dúfu
væru allir hvítasunnu-
menn lygarar
—segir Alfons Hannesson
sem tók sktm
í Sundhöll tsafjarðar
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá
held ég að irú margra presta sé mjög
áfátt. Það kæmi mér ekki á óvart
þótt margir þeirra væru i embættum
sinum embættisins vegna, ekki trúar-
innar vegna. Ég las nýlega í bók
viðtal við tíu presta i Englandi sem
sögðust ekki trúa á Guð. Þeir voru í
embættinu vegna þess að þeim fannst
Biblian boða góða hluti, t.d. kærleik-
ann,” segir Alfons Hannesson,
ungur húsamálari á ísafirði. Hann
tók nýlega skirn til trúar á Jesúm
Krist í Sundhöllinni á ísafirði á
vegum Hvítasunnusafnaðarins þar í
bæ.
Vestfirzka fréttablaðið skýrir svo
frá að athöfnin hafi hafizt með þvi
að Sigfús Valdimarsson fiutti andlegt
ávarp þar sem hann útskýrði m.a.. að
skirnin táknaði í raun greftrun. Það
er að segja, hinn gamli syndugi
maður er huslaður í eitt skipti fyrir
öll en nýr og endurfæddur maður rís
upp í trúnni á Jesúm Krist. Síðan
vitnaði skirnarbarnið á sundlaugar-
barminum og rakti stuttlega tildrög
þessara sinnaskipta. Að þvi búnu
steig hann út i laugina ásamt Indriða
Kristjánssyni „skírara” sínum. Að
lokinni stuttri bæn var skírnin fram
kvæmd með hefðbundinni niðurdýf
ingu. Síðan var beðizt fyrir oj
sungið.
Alfons var að því spurður hvor
hann hefði séð hvíta dúfu í niðurdýf
ingunni.
„Nei, enda eru það bara hálf
skrýtnir menn sem trúa þessu. Ef vií
sæjum hvita dúfu þá væru allii
hvitasunnumenn lygarar. Að sjálf
sögðu sér enginn þeirra hvita dúfu
skírninni. Þetta er einhver grýla sen
notuð er til þess að halda mönnurr
frá Hvítasunnusöfnuðinum þvi aí
þar sé bara snarruglað fólk."
Um ástæðuna fyrir ákvörðun sinni
segir Alfons:
„Ég hafði lengi verið leitandi að
Guði og mig langaði til að frelsast.
Ég hafði heyrt menn tala um trú sína
en þekkti hana ekki nema af afspurn.
Þótt ég hefði alltaf trúað á tilveru
Krists. Mér fannst ég ekkert geta sótt
til kirkjunnar. Það var allt dautt þar
og fældi mann frá frekar en hitt. Eftir
að ég kom hingað lenti ég á samkomu
hjá Salem og frelsaðist þar og í beinu
framhaldi af því tók ég þessa skírn.”
-ARH.
Alfons Hannesson fœr sklrn sina I Sundhöll IsafjarAar. „Sklrarinn”heitir Indriði
Kristjánsson. Alfons fluttifrá Kópavogi til Isafjarðarfyrir skömmu og starfarþar
sem húsamálari. Hann segir að félagar í Hvltasunnusöfnuðinum í bcenum hafi
haldið samkomu þar sem hann frelsaðist. I kjölfar frelsunarinnar kom skímin.
„Skirnin er tákn um nýja Ufsafstöðu — það hefur farið fram hreinsun á hjarta
mannsins fyrir trúna á Jesúm Krist. Við trúum einnig að ferming eigi engan rétt á
sér. Hún er ekki nefnd i Bibllunni,' ’ segir Alfons.
Tveggja bama móðir í Sandgerði sló œskulýðnum við:
Efekki voru dagar
þá voru nœturnar
— segir Védís Elsa
Kristjánsdóttir, dúx
í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja
,,Ég gat ekki látið tækifærið
ónotað, fyrst skólinn var alveg við
bæjardyrnar,” sagði Védís Elsa
Kristjánsdóttir, sem náði beztum
árangri á stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. ,. mig
langaði til að auka sjóndeildarhring-
inn og bæta við mig frá Samvinnu-
..skólanum.”
Védís Elsa var eini stúdentinn úr
öldungadeildinni að þessu sinni og
Hljómsveitin HVER á
Akureyri í stórrœðum
í sumar:
Védls Elsa Kristjánsdóttir I hópi skólasystkina sinna. Jafnframt náminu stundaði
hún húsmóður-, banka- ogfélagsmálastörfí Sandgerði. Elsa eri miðju.
DB-mvnd: - emm.
sló því unglingunum við í náms-
árangri þótt hún stundaði nám með-
fram húsmóður-, banka- og félags-
málastörfum í Sandgerði þar sem hún
býr.
„Jú, timinn var oft af skornum
skammti, en ef áhugi er fyrir hendi
gefst manni ávallt tóm til að vinna
verkefnin. Ef ekki á daginn þá á næt-
urnar, því öldungadeildin hófst
seinni hluta dags og stóð oft til
klukkan 22:30.”
Elsa, eins og hún er daglega
kölluð, sagðist ekki hyggja á háskóla-
nám í bráð, a.m.k. ekki fyrr en kjör-
timabilinu lýkur, en félagsmálin
hlóðust á hana eftir að hún byrjaði í
Fjölbrautinni. Hún varð oddviti og
auk þess i framboði til Alþingis við
seinustu kosningar. Hún er tveggja
barna móðir. Sonurinn Kristján er
nemandi í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og lýkur væntanlega prófi
1982, en dóttirin Elsa Dóróthea var
nemandi í Menntaskólanum á
Egilsstöðum og vann sér það til
frægðar að verða ungfrú Austurland.
„Að stunda námið frá Sandgerði
var ekki ýkja erfitt. Það er eins og að
aka úr Breiðholtinu í Hamrahlíðina,
gæti ég trúað. Verra var að þurfa að
lesa sumar greinar utanskóla vegna
nemendafæðar.
Söngkonan Susan var
sótt til Hollywood
frá og með verzlunarmannahelgi verður HVER tíu manna hljómsveit!
Orðið „hver" er óskaplega algengt
fornafn — það vita jú allir. „Hver"
er lika heit vatnsuppspretta sem
jafnvel getur gosið. En HVER er hins
vegar hljómsveit á Akureyri. Hún
hefur starfað í ein 5 ár, byrjaði sem
skólahljómsveit Menntaskólans á
Akureyri. í sumar ætla meðlimir í
HVER (freistandi að kalla þá
HVERgerðinga) að starfa af meiri
krafti en dæmi eru til áður í sögu
hjjómsveitarinnar. Þá syngur með
hljómsveitinni blökkusöngkonan
Susan Causey sem kemur frá Holly-
wood í Bandaríkjunum. Susan þessi
hefur sungið áður með stórmennum á
borð við Bobby Lyle og Buddy Rich.
Hún var ráðin til islands i gegnum
umboðsskrifstofu i Los Angeles í
vetur. Þá voru þrír félagar úr HVER
á ferð „fyrir Westan”.
Hljómsveitina HVER skipa í
sumar, auk söngkonunnar Susan
Susan Causey blökkusöngkona frá Hollywood gengur til liðs við híjómsvcitina
HVER á Akureyri og syngur með henni I sumar. Susan hefur viða komið við
sögu, m.a. sungið með þeim frœga Buddy Rich.
Causey: Leifur Hallgrímsson bassi.
Steingrímur Sigurðsson trommur
Þórhallur Kristjánsson gítar, Hilmai
Þór Hilmarsson söngur, Baldur
Pétursson hljómborð.
Um verzlunarmannahelgina bætast
í hópinn söngkonurnar Erna
Þórarinsdóttir og Erna Gunnarsdótt-
ir. Þær ásamt Evu Albertsdóttur
sungu áður með HVER en gengu
síðar til liðs við Brunaliðið og koma
við sögu á breiðskífu þeirrar hljóm-
sveitar. Þá er i ráði að bæta við
tveimur hijóðfæraleikurum i sumar.
HVER verður þá orðin 10 manna
hljómsveit! Geri aðrir betur.
-ARH
Verður
Erlendur
seðlabanka-
stjóri?
Orðspor Frjálsrar verzlunar segir
það vera „opinbert leyndarmál innan
Seðlabankans, að dr. Jóhannes
Nordal hætti innan skamms störfum
sem aðalbankastjóri þeirrar virðu-
legu fjármálastofnunar.” Hafi
Jóhannes augastað á embætti hjá
Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem
honum býðst. Erlendur Einarsson
sambandsforstjóri er nefndur sem
hugsanlegur eftirmaður Nordals í
Seðlabankanum. Orðsporið spinnur
þráðinn enn frekar og spáir í hugsan-
lega eftirmenn Erlendar. Þeir Valur
Arnþbrsson kaupfélagsstjóri Kaup-
félags Eyfirðinga og Sigurður
Markússon framkvæmdastjóri
Sjávarafurðadeildar Sambandsins
koma helzt til álita. Valur nýtur
stuðnings kaupfélagsstjóranna, en
„Sigurður er óskabarn æðstu for-
vigismanna innan Sambandsins
sjálfs.”
Heimir í stól
Guðmundar
Amlaugs-
sonar?
Nýr maður sezt i rektorssæti i
Menntaskólanum i Hamrahlið í haust
í stað Guðmundar Arnlaugssonar
sem er i þann veginn að kveðja skól-
ann. Þeir sem frekast eru taldir koma
til álita sem eftirmenn Guðmundar
eru Heimir Pálsson konrektor i MH
og örnólfur Thorlacíus kennari i
sama skóla. Á dögunum var efnt til
skoðanakönnunar meðal kennara um
rektorskandídata. Heimir Pálsson
fékk langflest atkvæði, Örnólfur var
næstur i röðinni.
Takmarkaður
áhugi fyrir
„Sumarið 80 ”
Fremur hljótt hefur verið um
sýninguna „Sumarið 80” sem
stendur yfir um þessar mundir i
sýningarhöllinni á Ártúnshöfða.
Heyrzt hefur að áhugi forráðamanna
fyrirtækja fyrir sýningunni hafi verið
fremur takmarkaður. Einu fyrirtæki
var boðið að festa sér sýningarað-
stöðu fyrir 400 þús. kr. Þegar til-
boðinu var hafnað lækkaði verðið
um helming og að lokum var
sýningaraðstaðan boðin ókeypis!
Lyfút á krot
barnsins
Maður nokkur kom inn í Ingólfs-
apótek og sagði farir sínar ekki
sléttar:
„Lyfseðillinn sem ég lagði hér inn i
morgun er þvi miður enginn lyfseð-
ill. Ég fann rétta lyfseðilinn í bílnurn
hjá mér áðan. Það var víst bara krot
eftir litlu dóttur mína sem ég lél
ykkur hafa í misgripum.”
Stúlkan handan við afgreiðslu-
borðið brá sér á bak við og kom litln
síðar með töfluglas í hendinni.
„Þvi miður, það er bara búið að
afgreiða lyf út á miðann!”
Vitlaus lœknir
Heyrt út um dyragætt í Domus
Medica þar sem læknir var að yfir-
heyra sjúkling:
— Hefurðu fundiðlengi til?
„Nei, blessaöur vertu. Ég hef alltaf
veriö filhraustur.”
— Matarlystin?
„Borða eins og hungraður úlfur.”
— Hefurðu fundið til þunglyndis?
„Alltaf Ijúfur eins og lamb!”
— Heyrðu vinur, þú ert á röngum
stað. Pantaðu viðtalstima hjá dýra-
lækni.