Dagblaðið - 19.06.1980, Síða 5
5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980.
Norskir og íslenzkir fiskifræðingar samræma loðnurannsóknaráætlanir sínar:
Skemmdarvargar:
Látið af skemmd-
arverkum hjá
þeim yngstu!
Leikvallanefnd Reykjavikur hefur
hvatl borgarbúa til að taka höndum
saman og sporna gegn spellvirkjum á
gæzlu- og starfsvöllum borgarinnar,
enda séu þau unnin af vanþekkingti
ogóvitaskap.
Á gæzlu- og starfsvöllunum er
yngstu borgurunum ætluð holl útivist
á daginn við leik og smíðar með
félögum sínunt undir eftirliti. Er
miklu kostað til af hálfu borgarbúa
og hefur það þvi valdið mörgum sár-
um vonbrigðum, að sjá dagsverk
krakkanna lögð i rúst að kvöldi — og
jafnvel að nóttu.
„Eflum öryggi yngstu borgar-
anna,” segir i hvatningu Leikvalla-
nefndar. „Berum réttmæta virðingu
fyrir útivislarsvæðum þeirra.”
-ÓV
Við hvað miðar þingfararkaupsnefnd?
„HEF ENGA HÆKKUN
FENGIÐ Á YFIRVINNU”
segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri
„Ég hef enga hækkun fengið á síð-
ustu árum á ómældri yfirvinnu,”
sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri í
viðtali við DB í gær. Verðlagsstjóri
er einn fjögurra embættismanna, sem
taldir eru í þeim launaflokki rikis-
starfsmanna, sem þingfararkaups-
nefnd vill helzt miða laun þingmanna
við.
„Ómæld yfirvinna mín er talin 25
stundir á mánuði og hefur verið það
mestallan tímann, síðan ég tók við
þessu embætti í ársbyrjun 1975,”
sagði verðlagsstjóri. „Þessi tala hefur
verið óbreytt siðustu árin. Óhætt er
að fullyrða, að ég vinn að jafnaði
langtum meiri yfirvinnu en þetta.”
Verðlagsstjóri sagði, að launaileild
fjármálaráðuneytisins tæki ákvörðun
um kaup sitt og sendi skilagrein til
rikisféhirðis. Sjálfur sendi hann
'greinargerð um vinnu starfsfólks
verðlagsstofnunarinnar nema vinnu
sjálfs sin.
Aðrir embættismenn í umræddum
flokki eru útvarpsstjóri, forstjóri
ríkisspítalanna og rafmagnsveitn-
anna.
Ýmsir aðrir „stórir forstjórar”
ríkisins eru i hærri flokki en þessir
menn og hafa meiri laun, svo sem
ríkisskattstjóri, póst- og símamála-
sljóri, hagstofustjóri og hagsýslu-
stjóri.
Þingfararkaupsnefnd vitnaði til
þess, að embættismenn í þeim flokk-
um, sem kaup þingmanna ætti að
miðast við, hefðu fengið yfir 20°/o
hækkun á „ómældri yfirvinnu” að
undanförnu og því ættu þingmenn að
fá þá hækkun einnig.
- HH
„Ekki ágreiningur um hámarksaflann”
— segir Johannes Hamre, fiskifræðingur frá Bergen
fyrir tveim árum,” sagði Jakob Jak-
obsson fiskifræðingur í viðtali við DB.
Hann kvað þá Hjálmar Vilhjálmsson
ásamt Johannes Hamre nú vinna að
samræmingu áætlana um loðnurann-
sóknir i sumar. Á grundvelli þeirra ætti
að geta legið fyrir í haust mun betri og
öruggari vitneskja um stærð árgangs-
ins, sem helzt er búizt við að veitt verði
úrá næstunni.
Jakob kvað engan ágreining sem orð
væri á gerandi vera milli norskra og ís-
lenzkra fiskifræðinga um loðnuveið-
arnar. Það væri hins vegar svo, að enn
skorti á rannsóknir og nú væri unnið
að því af beggja hálfu að bæta úr þvi,
sem þar væri aðallega ábótavant.
- BS
Gáfu bænum
400 plöntur
Hjónin Svala Guðmundsdóttir og
Már E. Hólm og Sigriður Rósa Krist-
insdóttir og Ragnar Sigurmundsson
hafa fært Eskifjarðarkaupstað að gjöf
fjögur hundruð garðplöntur og gróður-
sett i 600 fermetra reit í bænum. Gjöf-
ina færa hjónin bænum í lilefni af ári
trésins. - Emil Thor., Eskifirði.
„Ég kannast ekki við þær skoðanir Hann sagði, að i þessu skyni færu
norskra fiskifræðigna, að íslenzkir fram rannsóknir með tveim hafrann-
starfsbræður þeirra séu svo háðir póli- ■ sóknarskipum í ágúst og október, öðru
tískum sjónarmiðum, að þeir geti ekki norsku og hinu islenzku.
lagt rétt mat á atriði eins og skynsam- „Þær athuganir, sem við byggjum á
legan hámarksafla,” sagði Johannes eru seiðarannsóknir, sem við gerðum
Hamre, fiskifræðingur frá Bergen, i
viðtali við DB í gær. Hamre er einn
norsku fiskifræðinganna, sem eru i Jan
Mayen viðræðunefndinni.
„Við erum að undirbúa sameiginlega
athuganir á loðnuárganginum frá 1978
til þess að geta lagt fram sameiginlegar
tillögur um skynsamlegan hámarksafla
á viðræðufundinum í haust,” sagði
Hamre.
Fiskifræðingarnir Hjálmar Vilhjálms-
son, Johannes Hamre frá Bergen og
Jakob Jakobsson vinna að samræm-
ingu áætlana um loðnurannsóknir
Norðmanna og íslendinga.
DB-mynd: Sig. Þorri.
ecco
REG.DESIGN N0.743 79
SK0VERZLUN
KIRKJUSTRÆTI 8 - SIM114181
LAUGAVEGI95 - SÍM113570.
Þ0RÐAR PETURSS0NAR
Mest 1(
tímarit á Islandi
samkvæmt
fjölmiölakönnun
Hagvangs.
mm
Við þökkum
o'sÆM*-
ío===Q4°
ykkur innilega fyrir
að nota bílbeltin.
yUMFERÐAR
RÁÐ