Dagblaðið - 19.06.1980, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980.
Frá upptöku verksins Galdra-Loftur.
DB-myndir Ragnar Th.
LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 20,30:
GALDRA-LOFTUR
FLUTTUR Á ALDAR-
AFMÆU HÖFUNDAR
Það var aldrei nein hætta á því að
kviknaði í flugvélinni, sagði Ómar
fréttamaður í gærkvöldi í frábærri
umfjöllun um giftusamlega björgun á
Flugleiðavélinni sem nauðlenti á
Keflavikurflugvelli. Ég er ekki viss
um að farþegunum sextán og þriggja
manna áhöfn vélarinnar hafi verið
mjög rótt innanbrjósts áður en þeir
voru komnir í land heilu og höldnu.
Flugstjórinn, Guðjón Ólafsson lenti
fleyi sínu frábærlega og þótti engum
mikið þótt hann „yrði þurr i munnin-
um”.
í sjónvarpsfréttunum var sagt frá
sjónvarpi á Grænlandi. Kannski
getur komið til mála að við vesæiir og
aumir landar fáum að njóta þeirra út-
sendinga — þó ekki væri nema eftir
að okkar eigin sjónvarpi lýkur á
kvöldin. I Grænlandi ætla þeir nefni-
lega að sjónvarpa í fjóra tíma virka
daga og lengur um helgar. Það er
meira en gert er hér á landi. Sagt var
frá nýju 200 milljóna kr. skólahúsi á
hinu forna menntasetri að Hólum. í
fyrstu hélt ég að þetta væri fyrir
bændaskólann, þar sem nemendur
voru, að því er mig minnir, engir í
vetur. En svo kom í Ijós að þetta var
fyrir ein 30—40 börn sem eru þar i
barnaskóla.
Ég nenni ekki að eyða orðum í
norsku verkalýðsmyndina — hún er
svo langdregin að engu tali tekur.
Mér finnst að íslenzka sjónvarpið sé
nú búið að gera vel við norska sjón-
varpið í bili, við erum búin að dúsa
við að horfa á alls kyns norska fram-
leiðslu í allan heilan vetur. Ég hef enn
ekki hitt neinn sem hefur haft sér-
staka ánægju af þessari norsku fram-
leiðslu. Sama má svo sem segja um
finnsku framleiðsluna. Eina
skemmtilega finnska myndin sem ég
man eftir úr sjónvarpinu er myndin
um Maju á Stormey.
Selamyndin var ákaflega fróðleg. í
henni komu vel i Ijós að öfgar eru
óheppilegar, á hvorn veginn sem þær
eru. Til þess að raska ekki náttúru-
lögmálinu verður öll lífkeðjan að
haldast í hendur. Ekki vissi ég að
hver selur etur i kringum átta kg af
ifiski á sólarhring. Þegar allt kemur til
alls hlýtur að verða að taka tillit til
mannsins frekar en selanna, ef um er
að ræða hvor tegundin á að fá að lifa
áfram á jörðinni.
-A.Bj.
Aldarafmæli Jóhanns Sigurjóns-
sonar er í dag og af því tilefni flytur
útvarpið leikrit hans Galdra-Loft i
kvöld. Leikstjóri er Gunnar Eyjólfs-
son og með helztu hlutverk fara
Hjalti Rögnvaldsson, Steinunn
Jóhannesdóttir, Valgerður Dan, Þór-
‘hallur Sigurðsson, Jón Sigurbjörns-
son og Valur Gislason. Tónlist er
eftir Áskel Másson og stjórnar Páll
P. Pálsson flutningi hennar. Tækni-
menn eru Hreinn Valdimarsson og
Hörður Jónsson. Áður en flutningur
leikritsins hefst flytur Njörður P.
Njarðvík formálsorð en verkið tekur
i allt 105 mínútur í flutningi.
Sem fyrr segir er Gunnar Eyjólfs-
son leikstjóri en hann er því ekki
óvanur að taka þátt í flutningi
Galdra-Lofts. Árið 1948 lék hann
Loft í uppfærslu Leikfélags Reykja-
víkur í Iðnó en það var fyrsta stóra
hlutverk Gunnars. Síðan hefur
Gunnar leikið Loft í sviðssetningu
Leikfélags Akureyrar og Þjóðleik-
hússins. Gunnar var spurður að þvi
hvaða munur væri að leikstýra og
leika í Galdra-Lofti. ,,Það er
náttúrlega allt annað en að leikstýra
verkinu,” sagði Gunnar. „Leik-
stjórinn mótastafþeim hugmyndum,
sem hann hefur um verkið. Að minu
Að verða þurr í
munninum
við björgun mannslífa
Gunnar Eyjólfsson er leikstjóri
verksins en fyrsta stóra hlutverk hans
á sviði var einmitt Loftur i upp-
færslu Leikfélags Reykjavikur á leik-
ritinu fyrir rúmum 30 árum.
mati var Loftur maður sem trúði á
mátt hins illa og að það væri hægt að
komast i samband við myrkravöldin.
Hann var trúaður maður en valda-
sjúkur.”
Flestir kannast eflaust við
söguþráð verksins en í stuttu máli
fjallar það um Loft sem er skóla-
piltur á Hólum. Hann vill verða
voldugastur allra með því að beizla
myrkrið og ná bók máttarins úr
höndum Gottskálks biskups grimma.
Loftur svífst einskis í því skyni,
traðkar á þeim, sem sízt skyldi og
hlustar ekki á þá, sem vilja honum
vel. Loftur segist vilja framkvæma
eitthvað gott með því að taka það illa
í þjónustu sina. Saklaus ást biskups-
dótturinnar og brennandi þrá
Steinunnar griðkonu verða honum
aðeins tæki í baráttunni.
Jóhann Sigurjónsson fæddist á
Laxamýri í Suður-Þingeyjarýslu 19.
júní 1880. Hann stundaði nám í dýra-
lækningum í Kaupmannahöfn um
skeiðen lauk aldrei prófi. Jóhann fór
snemma að yrkja og fyrstu kvæði
hans birtust á prenti meðan hann var
enn innan við tvítugt. Rung læknir
(1905) var fyrsta leikritið sem birtist
opinberlega en til er í handriti eldra
leikrit, Skugginn. Hér á landi munu
þekktust leikritin Fjalla-Eyvindur og
Galdra-Loftur, sem bæði hafa verið
leikin hér á sviði og flutt í útvarpi
mörgum sinnum. Önnur leikrit
Jóhanns sem flutt hafa verið hér i út-
varpi eru Mörður Valgarðsson, Rung
læknir og Bóndinn á Hrauni. Jóhann
bjó mestan hluta ævinnar í Kaup-
mannahöfn og þar lézt hann árið
1919.
-SA.
ttS. BÆJARINS
Friðriksson mpwi ■
oglngólfur PC.Z. | U
Hjörieifsson
<r
Kona á lausu
(An unmarried woman).
Nýja Bíó: Kona á lausu (An unmarried woman).
Leikstjóri 09 höfundur handríts: Paul Mazursky.
Aðalhlutvark: Jill Clayburgh, Michael Murphy, Alan Bates og Ltsa Lucas.
Fyrir nokkrum árum var sýnd i Nýja Bió myndin Next Stop
Greenwieh Village eftir Paul Mazursky. Þar var á ferðinni virkilega
skemmtileg og mannleg mynd. Hið sama er uppi á teningnum í nýj-
uslu mynd Mazursky, Kona á lausu. Þar segir l'rá lífi millistéttar-
fólks i New York í dag. Eriea (Jill Clayburgh), vaknar upp við það
einh góðan veðurdag að maðurinn hennar er farinn frá henni eftir
að hafa haldið fram hjá henni i eitt ár. Múrar hjónabandsins eru nú
hrundir og hún stendur ein eftir. Hún þarf að endurskoða lif silt
frá grunni og læra að tie\ -la lalla -ig. Þetta er hlýleg og einkar
skemmlileg mynd. Segja má ■ Mll Cl lyburgh vinni hér leiksigur,
hún lúlkar af frábærum memleik venjulega núlimakonu, sorgir
hennar og gleði. Aðrir leikarar standa einnig vel fyrir sínu, þó sér-
staklega Alan Bates sem stelur næstum þvi senunni. Einnig má
hiklaust hrósa stórgóðri notkun á tónlist Bill C’onli.
Fjör í sumarfrfinu
Leikstjóri: Jacquos Tati, gorð í Frakklandi 1953
Sýningarstaflur: Mánudagsmynd Háskólabiós.
Hér er á ferðinni fyrsta mynd Talis með persónunni Huloi sem
allir kvikmyndaunnendur þekkja sem eina fyndnuslu figúru gaman-
myndanna. Myndin gerist á lillu sumarhóteli. Fjöldi fólks l'lýr ys og
þys stórborgarinnar og reynir að slappa af með misgóðum árangri.
Meðal gesta er Hulot, miðaldra maður af millistétt. Honum tekst á
íhinn ótrúlegasta hált að trufla vanabundið lif hinna gesianna með
alls konar furðulegum uppátækjum. Eins og i öðrum myndum
falis eru brandararnir allir sjónrænir en notkun aukahljóða er
mikil lil þess að undirslrika það sjónræna. Þó þessi mynd hal'i elzt
illa er vel þess virði að sjá liana og kvikmyndahúsið á hrós skilið
l'yrir að gefa áhorfendum kost á að sjá svo margar myndir cftir Tati
á slutlum tima.
Leití blindni
Sýningarstaflur Laugarásbió.
Loikstjórí: Holiman, garfl i U.S.A. 1979.
Þeir fjölmörgu aðdáendur kúrekamynda sem hér eru æliu ekki að
láta þessa sérstæðu mynd fara framhjá sér. Þó að myndin byggi á
dæmigerðum vestra minnum. þ.e.a.s. hefndinni ogeftirförinni. þá er
kvikmyndatakan og notkun myndmáls svo sérstæð að úikoman
verður kvikmynd sem vel er þess virði að sjá. Leikstjóranum tekst
einnig að skapa sér mjög sérkennilegt andrúmsloft með sjaldgæfum
raunsæisblæ. Söguþráðurinn er eins og í flestum vestrum ómerkilegur
svo ekki sé mcira sagt og það eru hrein vörusvik að auglýsa Jack
Nicholson i aðalhlutverki því hans hlutur i myndinni er mjög litill. I
sama kvikmyndahúsi er einnig verið að endursýna Delta klikuna.
scm er ein fyndnasta gamanmynd sem hér hcfur verið svnd i lengri
líma. Svo þeir sem eiga eftir að sjá þessa mynd ættu að gera það liið
bráðasta ef þeir á annaö borð kunna að mcta goðar gamanmyndir.
Þrymskviða og Mörg eru dags augu
(í Vestureyjum)
Sýningarstaflur Regnboginn
Höfundar Sigurflur öm Brynjótfsson (Þrymskvifla), Guflmundur P. Ólafsson og Óli
öm Andreassen (Mörg em dags augu).
i Regnboganum er enn verið að frumsýna íslenzkar kvikmyndir.
þær eru sérstakar að ýmsu leyti. Fyrst ber þó að telja að Þrymskviða
er fyrsta „alvöru” teiknimyndin eftir því sem ég bezt veit og Mörg eru
dags augu er ein ýtarlegasta heimildarmynd um íslenzka náttúru og
búskaparhætti til þessa. Þrymskviða er u.þ.b. 17 mín. að lengd og
Mörg eru dags augu rúmur klukkutími. Þaðer Ijóst að Þrymskviða er,
eins og segir í myndskrá, „tilraunaverk og undanfari þess að gerðar
verði íslenzkar teiknimyndir sambærilegar erlendurr, myndum." Þó
er hér um að ræða einstaklega skemmtilega útfærða hugmynd á þessu
forna gamankvæði. Það er skemmst frá þvi að segja að Mörg eru
dags augu er ein bezta íslenzka heimildarmynd, sem ég hef séð í lang-
an tíma. Hjálpast þar margt að, næmt auga fyrir skemmtilegum
sjónarhornum og yfirleitt sterkt myndefni. Vandaður texti og
svona mætti lengi telja. Það má því hiklaust hvetja alla til að fara og.
sjá þessar ágætu myndir.