Dagblaðið - 28.06.1980, Síða 1
1
6. ÁRG. — LAUGARDAGIIR 28. JÚNÍ 1980 — 144. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
rTæplega f immtugur Reykvíkingur í gæzluvarðhaldi:
TUGMILUÓNA FJÁR-
SVIKAMÁL í RANNSÓKN
— Hæstiréttur staðf estir gæzluvarðhaldsúrskurðinn
Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins
er nú unnið af miklum krafti að
rannsókn meints fjársvikamáls og var
nálega fimmtugur Reykvikingur úr-
skurðaður i gæzluvarðhald frá
síðustu helgi til 2. júli vegna
rannsóknar málsins. Hinn sakfelldi
maður kærði úrskurðinn til Hæs'a-
réttar, sem staðfesti varðhaldsúr-
skurðinn með dómi á fimmtudaginn.
Fram munu komnar nokkrar
kærur á manninn og samkvæmt þeim
er hann sakaður um að hafa svikið
milljónatugi af öðrum.
DB er kunnugt um að ein
kærannaersett fram af lögfræðingi í
Reykjavik fyrir hönd manns úti á
landi. Telur hann hinn kærða hafa
svikið af sér hartnær 30 milijónir.
Gerðust svikin á þann hátt að kærði
tók við samþykktum vixlum af þeim
er nú kærir til að framkvæma ýmis
kaup, m.a. bílakaup. Ekkert varð
siðan úr framkvæmdum hjá kærða
en sá er nú kærir telur sig sitja uppi
með víxilskuldirnar einar saman.
Málið er flókið og umfangsmikið
og snertir, að því að talið er, marga
aðila. Er ljóst að margvislegt brask
mun hafa farið fram með fjár-
upphæðina því hálft annað ár er
liðið síðan fyrri helmingur víxlanna
var samþykktur af kæranda.
Hæstiréttur staðfesti varðhaldsúr-
skurð hins kærða og segir i dóms-
orðum að gögn málsins hafi borizt
23. júni en hvorki hafi borizt
greinargerð frá ríkissaksóknara eða
skipuðum verjanda varnaraðila. Var
því aðeins skírskotað til forsenda
hins kærða úrskurðar við
staðfestingu varðhaldsins, sem eru
frantlögð gögn kæranda og það sem
fram hefur komið i yfirheyrslum.
ELDURÁ
STÓRU SVÆÐI
í HEIÐMÖRK
— marga tíma tók að hefta útbreiðslu eldsins en
illmögulegt er að slökkva hann
Mikill mosa- og lyngbruni varð
austast í Heiðmörkinni, suðaustan við
Silungapoll og vestan Lækjarbotna,
um tvöleytið í gær. Voru slökkviliðs-
menn kvaddir á vettvang, en bílum
varð hvergi komið nálægt bruna-
svæðinu og var um 20 mínútna gangur
yfir ógreiðfært hraun. Varð því engu
vatni komið á staðinn.
Hófu slökkviliðsmenn baráttu við
eldinn með klórum og göfflum og
jafnvel berum höndum. Eldurinn hélt
áfram að breiðast út og var til kvaddur
liðsauki lögreglumanna og hópar úr
unglingavinnunni. Störfuðu þannig
tugir manna að slökkvistarfinu.
Upp úr klukkan 5- höfðu ntenn
grafið hálfs annars metra djúpa rennu
kringum brunasvæðið og tókst þá loks
að hefta útbreiðslu eldsins, en eld-
svæðið var þá talið vera 2—3 hektarar.
Eldurinn liggur djúpt í mosanum og
er illslökkvanlegur. Er mikil hætta á
ferðum ef vind herðir en að óbreyttum
vindstyrk nær eldurinn ekki yfir hina
gröfnu rennu.
Um kvöldmatarleytið leystu
vinnufiokkar Reykjavikurborgar og frá
Skógræktarfélaginu aðra af hólmi og
verða á vakt við brunasvæðið í nótt.
Mikinn reyk leggur upp af svæðinu
en lítill eldur sést, enda djúpt i
mosanum og lynginu. Á brunasvæðinu
eru engin tré svo skaði er minni en ella.
-A.St.
Einkennileg aðkoma að mannlausri íbúð
Einkennileg var aðkoman er slökkvi-
liðsmenn komu að mannlausri íbúðá 8.
hæð í 9 hæða blokk við Engihjalla i
Kópavogi á áttunda tímanum i gær.
Straumur var á öllum plötum eldavélar
en engin húsgögn eða aðrir hlutir i
íbúðinni. Er ekki vitað hverstt lengi
þetta ástand hafði varað því ekki tókst
strax að ná til eiganda.
Eldhúsinnrétting var tekin að sviðna
og mikill hiti og nokkur reykur í ibúð-
inni. Olli þetta talsverðum skemmdum.
- A.St.
Þrettán ára Bolvíkingar
standa í meisturunum
Tveir þrettán ára drengir úr Bolung-
arvík gerðu jafntefli við Friðrik Ólafs-
son stórmeistara og Margeir Pétursson,
alþjóðlegan meistara á helgarskákmót-
inu í Borgarnesi í fyrstu umferðinni
sem tefld var í gær.
„Þetta voru hörkuskákir,” sagði
Jóhann Þórir Jónsson mótstjóri í við-
tali við fréttamann DB er hann spurðist
fyrir um gang mótsins.
Halldór Einarsson heitir pilturinn
sem velgdi alþjóðlega stórmeistaranum
undir uggum með frábærri
frammistöðu. Júlíus Sigurjónsson
heitir sá sem jafnteflið gerði við
Margeir Pétursson.
Aðra umferð helgarmótsins álti að
tefla í gærkvöld en mótinu lýkur á
morgun. -BS.
Lögreglumenn berjast við eldinn I Heiðmörk siödegis i gær við mjng crfiðar aðstæður.
DB-mynd RagnarTh.
'
TAKIÐ ÞÁn f KEPPNINNIUM SUMARMYND DB ’80
— glæsileg verðlaun í boði—skilaf restur til 31. ágúst