Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 3

Dagblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980. 3 Seltjarnarnes: HÆTTA A AUKINNI AFENGISNEYZLU með opnun útsölu Anna K. Oddsdóttir skrifar: Næstu helgi fara fram tvennar kosningar á Seltjarnarnesi. Það mun ekki hafa farið framhjá neinum að forsetakosningar standa fyrir dyrum. Á Seltjarnarnesi verður einnig kosið um það, hvort opna skuli áfengisút- sölu í bænum. Mig langartilað bcnda á nokkur atriði stm vert er að hafa í huga þegar gengið er til slíkrar atkvæðagreiðslu. Hætta er á aukinni áfengisneyzlu þar sem aðgangur er gerður greiðari að áfenginu. Fleiri en okkur grunar munu eiga erfitt með að standast þá freistingu að koma við i áfengis- verzluninni um leið og komið er úr vinnunni, eða skroppið út í búð. Hætta er á að unglingar leiðist frekar út i áfengisneyzlu, þar sem þeim verður gert auðveldara að nálgast á- fengið. Því miður eru alltaf einhverjir sem leggjast svo lágt, að kaupa á- fengi fyrir unglinga. Umferð úr ná- grannabyggðunum mun aukast og auka hættu í umferðinni og taka upp bílastæði Nesbúa. Hætta á drukknum öi. inönnum mun aukast. Áfengisútsalf mun laða að sér Jrykkjufólk og skapa samfélagsleg vandamál. Löggæzlu mun þurfa að efla og ekki er ótrúlegt að einnig þyrfti að koma upp fangageymslum. Allt mun þetta stuðla að auknum út- gjöldum bæjarfélagsins, böli, hættum, ónæði og margs konar óþægindum fyrir bæjarbúa. Aukum ekki á böl annarra. Bjóðum ekki hættunni heim. Greiðum atkvæði gegn áfengisútsölu á Seltjarnarnesi. Frá Seltjarnarnesi, bréfritari segir untfcrð muni aukast og alls kyns ónæöi með tilkomu áfengisútsölu á nesinu. DB-mynd Hörður. Kauphækkun þingmanna: RANNSOKN NU ÞEGAR S.S. skrifar: Mikið hneykslismál hefur nú komið upp í íslenzkum stjórnmálum þegar upplýst var, að þingmenn hefðu hækkað kaupið hjá sjálfum sét um 160 þús. kr. á mánuði og gert hækkunina afturvirka um sex mán- uði. Laun ráðherra áttu að hækka um hálfa milljón á mánuði. Á sama tima bauð Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra opinberum starfsmönnum 0,37%—1,98% hækkun. Ákvörðun um 20% kauphækkun þingmanna var tekin með leynd í þingfararkaups- nefnd og hefur Sverrir Hermannsson upplýst, að nefndin hafi samþykkt samhljóða að láta ekkert frá sér fara opinberlega um málið. í lögum um þingfararkaup er ákvæði samkvæmt hvaða launaflokki þingmenn skuli fá laun. í lögunum er hvergi veitt heim- iid til þess að greiða þingmönnum fyrir yfirvinnu, hvorki mælda né ómælda. Þar sem engar almennar breytingar hafa orðið á launum starfsmanna ríkisins og greiðslur til þingmanna fyrir ómælda yfirvinnu eiga ekki stoð i lögum, er ekki annað að sjá en að þingfararkaupsnefnd hafi með ákvörðun sinni um 20% kauphækkun til þingmanna stefnl að þviað brjótalög. Rannsókn verði sett í gang Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um þessa ákvörðun þing- fararkaupstiefndar og sýnist sitt hverjum hvernig tekið skuli á þessu hneykslismáli. Heyrzt hefur krafa um að þeir þingmenn sem sæti eiga i þingfararkaupsnefnd segi af sér. Aðrir telja að þingmönnum öllum hafi verið kunnugt um ákvörðun nefndarinnar og séu því samsekir. Þeir eigi þvi allir 60 að tölu að segja af sér þingmennsku. Enn aðrir vilja að rannsókn verði sett i gang og það kannað og siðan upplýst, hvernig ákvörðunin um 20% launahækkun þingmanna varð til og verður það að teljast gáfulegasti kosturinn. Ýmsar spurningar vakna í þessu sambandi. 1. Á þessi ákvörðun þingfarar- kaupsnefndar einhver fordæmi í sögu lýðveldisins og ef svo er, þá hve oft og hvenær? 2. Var þetta mál tekið fyrir og rætt í þingflokkum allra stjórnmála- flokkanna? 3. Var öllum þingmönnum kunnugt um þessa ákvörðun þingfarar- kau psnefndar? 4. Hver eða hverjir áttu upphaflega þá hugmynd að hækka kaup þing- manna einmitt nú, þegar ríkis- stjórnin hefur boðað að ekkert svigrúm sé til almennra grunn- kaupshækkana? Dæmdir í næstu þingkosningum Ef þeir þingmenn sem ábyrgð bera á þessari ákvörðun um launahækkun þingmanna munu þráast við að segja af sér, verða kjósendur að grípa til sinna ráða. Hér er um að ræða slíkt siðleysi að ekki verður við unað. Þetta mál mun geymt en ekki gleymt í hugum kjósenda. í prófkjörum stjórnmálflokkanna fyrir þingkosn- ingar er t.a.m. hægt að sýna álit sitt. Alþýðubandalagsmenn telja sig alltaf geta barið sitt lið saman með slagorð- unum „ísland úr Nató og herinn burt”. Þeim fer nú óðum fækkandi sem trúa á þessi slagorð kommanna. Ólafur Ragnar Grimsson sendi fyrir stuttu frá sér yfirlýsingu úr fundar- gerð þingflokks Alþýðubandalagsins 17. mai 1980. „3. Rætt um launakjör þingmanna. Talið að ekki sé tíma- bært að afgreiða þetta mál.” Þessi^ • bókun þingflokks Alþýðubandalags- ins segir Ólafur Ragnar, sýna and- stöðu þingflokksins við að afgreiða breytingar á launakjörum þing- manna. Hvilík hræsni. Ennfremur var i sjónvarpsfréttum haft eftir Ólafi Ragnari, að vegna anna í þing- inu siðustu dagana fyrir þinglausnir Raddir lesenda hefðu þingmenn ekkert vitað um þessa einhliða ákvörðun þingfarar- kaupsnefndar. Garðar Sigurðsson, formaður þingfararkaupsnefndar, segir hins vegar að ákvörðun nefnd- arinnar hafi verið rædd á þingflokks- fundi Alþýðubandalagsins sem hann sat og að þingflokkurinn hafi vitað allt um málið. Frumvarp um þingfararkaup Eiður Guðnason og Vilmundur Gylfason lögðu fram frumvarp til laga um þingfararkaup aiþingis- manna á 100. löggjafarþingi. Frum- varpið var lagt fram i neðri deild. Fyrsta grein þeirra laga hljóðar svo: „Launakjör alþingismanna skulu ákveðin af Kjaradómi. Kjör alþingis- manna að öðru leyti, svo sem hús- næðis-, dvalar- og ferðakostnaður, skulu sömuleiðis ákveðin af Kjara- dómi að fengnum tillögum þingfarar- kaupsnefndar. Launin greiðast mán- aðarlega og hefjast greiðslur frá byrj- un næsta mánaðar eftir kjördag." Miklar umræður urðu um þetta frumvarp á sinum tíma og var það fellt aðviðhöfðu nafnakalli. Þeir félagar Eiður Guðnason og Vilmundur Gylfason hafa lýst þvi yfir að þeir muni endurflytja frum- varpið þegar þing kemur saman í haust. Fróðlegt verður að fylgjast meðafgreiðslu þess þá. SUÐURNESJAMENN SUÐURNESJAMENN STUÐNINGSMENNALBERTS OG BRYNHILDAR BJÓÐA ÍKAFFIÁ KJÖRDAG Við bjóðum í kaffi á kjördag I Bergás Keflavík frá kl. 3—6. Mætum öll og undirbúum sigur Alberts og Brynhildar. KOSNINGASKRIFSTOFUR Á KJÖRDAG EfíUÁ EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: KEFLAVIK: NJARÐVÍK: SANDGERÐI: GRINDAVÍK: GARÐUR: VOGAR OG HAFNIR: HAFNARGÖTU 26, SÍMI 3000 HÆÐARGÖTU 1, SÍMI 2111 SUÐURGÖTU 27, SÍMI 7552 AUSTURVEGI14, SÍMI 8341 DAGHEIMILI V/SUNNUBRAUT, SÍMI 7166 SKRIFSTOFAN KEFLAVÍK ATH.: Þeir stuðningsmenn sem hafa tök á því að lána bíla á kjördag eru beðnir um að hafa samband við skrifstofurnar. STUÐNINGSMENN Á SUÐURNESJUM Spurning dagsins Ætlarðu að sjá kvíkmyndina Óðal feðranna? Áslaug Sveinsdóttir, s áifboön Ai bjá Rauða krossinum: Já, pað ætia ée al- veg örugglega að gera. Birgir Hennings, vinnur hjá Ölgerð- inni: Já, alveg pottþétt. Heimir Karlsson verkamaAur: Ég cr að spekúlera í því, já. Helgi Gunnarsson rafeindavirki: Já, sem fyrst. Ragna Pétursdóttir afgreiAslustúlka: Já, alveg hiklaust. Gunnar örn Gunnarsson nemi: Já, ég séhanaörugglega.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.