Dagblaðið - 28.06.1980, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980.
Utankjörstaða-
atkvæðá-
greiðslan
íReykjavík:
Á SJÖUNDA ÞÚSUND HAFA
ÞEGAR GREITT ATKVÆÐI
— utanbæ jarmenn geta kosið í Reykjavík á milli kl. 2 og 6 á morgun
Biðröð eða biðraðir hafa oft
myndazl síðustu þrjá dagana í
Miðbæjarskólanum þar sem utan-
kjörstaðaatkvæðagreiðslan í Reykja-
vík fer fram. Mest var ösin er tvöföld
röð kjósenda myndaðist eftir löngum
gangi skólabyggingarinnar og tók þá
um klukkustund að Ijúka kjörinu af.
Jónas Gústavsson borgarfógeti
stjórnar utankjörstaðaatkvæða-
greiðslunni en að henni vinna 10—
20 manns. Kl. 2.30 í gær höfðu 6012
greitt atkvæði utan kjörstaðar og er
það mjög svipaður fjöldi og í síðustu
alþingiskosningum.
Reykvíkingar geta kosið utan
kjörstaða í dag en utanbæjarmenn
einnig á kjördaginn sjálfan milli kl. 2
og 6. Síðan verða kjósendur að koma
atkvæðaseðlum sínum sjálfir til
heimastaðar síns á landinu og í þeim
efnum hafa oft komið upp furðuleg
dæmi, t.d. er kjósandi af NA-landi
kaus á síðustu klukkustund utan
kjörstaðar í Reykjavík og eftir var að
koma atkvæðaseðlinum í heima-
hérað.
Utankjörstaðakosning fer fran
hjá öllum fógetum, sýslumönnum oj
hreppstjórum. Þeim er nokkuð
sjálfsvald sett hvort þeir hafa opns
utankjörstaðakosningu á kjördag
Kvaðst Jónas ekki vita um afstöðt
embættismannanna í þessum efnum
en kvaðst búast við að flestir fógetai
hefðu opið eitthvað á kjördag.
Sjúklingar á sjúkrahúsum gátu
kosið á sjúkrahúsum fram til síðustu
helgar, eða viku fyrir kjördag,
svo að unnt væri að koma atkvæða-
seðlum utanbæjarfólks er þar liggur
til réttra staða. Sjúklingar sem
lögðust í sjúkrahús í þessari viku geta
ekki kosið utan kjörstaða og ekki
kosið nema þeir geti mætt á
kjörstaði.
Dyravörður i Miðbæjarskóla tjáði
147 ÞÚSUND Á KJÖRSKRÁ
Á morgun, sunnudaginn 29. júní
1980, verður fjórði forseti íslenzka
lýðveldisins kjörinn. Á kjörskrá eru
tæplega 147 þúsund manns, þar af
tæplega 89 þúsund í Reykjavík og á
Reykjanesi eða 60,3% af heildar-
mannfjölda á kjörskrá.
Kjörstaðir verða opnaðir kl. 9 ár-
degis og þeim verður lokað kl. 23 um
kvöldið. Talning atkvæða hefst þegar
að kjörfundi loknum.
-GM.
DB að nokkuð hefði borið á að á kjörstað með aðstoð ættingja og aðstoðar starfsmanna fram-
aldraðir og hreyfiheftir hefðu komið vina en lítið borið á að þeir nytu bjóðenda. -A.St.
Mikið var að gera í Miðbæjarskðlanum siðdegis i gær þegar DB-menn litu þar inn og þurftu margir að biða eftir að geta
greitt sinum manni atkvæði. -DB-mynd: Þorri.
Seltjarnarnes:
K0SIÐ UM ÁFENGISÚTSÖLU Á
— samhliða f orsetakosningunum
Kjósendur á Seltjarnarnesi fá tvo
kjörseðla i forsetakosningunum á
morgun. Annar er sá sami og lands-
menn allir, þ.e. þeir kosningabæru fá
og kjósa menn á nesinu sinn forseta.
Hinn er spurning um hvort opnuð verði
áfengisútsala í bænum. Hljótt hefur
verið um þessa fyrirhuguðu atkvæða-
greiðslu Seltirninga. Það er ekki fyrr
en nú tvo siðustu daga, að lesendabréf
hafa birzt í dagblöðum að málið hefur
komizt á umræðustig.
Bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað
að atkvæðagreiðslan færi fram og var
sú ákvörðun tekin með 5 atkvæðum
gegn I, en einn fulltrúinn sat hjá. Dag-
blaðið ræddi við einn bæjarfulltrúa
sem er því fylgjandi að atkvæða-
NESINU
greiðslan fari fram og síðan þarin eina
sem lagðist gegn atkvæðagreiðslunni.
Verði útsalan samþykkt þá er fyrir-
hugað að hún verði í nýjum miðbæ
Seltjarnarness við Eiði.
-JH.
Magnús Erlendsson forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi:
Vil fá úr vilja bæjarbúa skorið
„Ég er alveg hlutlaus i þessu máli,’
sagði Magnús Erlendsson, forseti
bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. ,,En úr
því að lögin kveða á um atkvæða-
greiðslu íbúa sveitarfélgsins ef stofna á
áfengisútsölu þá vil ég fá úr vilja
bæjarbúa skorið.
Þetta er ekki pólitiskt mál hjá okkur.
Bæjarstjórn ákvað atkvæðagreiðsluna
með 5 atkvæðum. Fjórum okkar sjálf-
siæðismanna, og einu fulltrúa Fram-
sóknarflokksins. ('"'ltnii Alþýðu-
bandalagsins sat hjá en einn fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins var á móti.
Við erum að byggja upp miðbæ á
Seltjarnarnesi og arkitektar sem hafa
skipulagt hann gerðu m.a. ráð fyrir
áfengisútsölu. Það er tekið fram á at-
kvæðaseðlunum að áfengisútsalan
verði í hinum nýja miðbæ við Eiði
þannig að menn eru ekkert að fá útsöl-
una inn í íbúðabyggðina.
Mér finnst ekki að Seltirningar eigi
eingöngu að taka þessa atkvæða-
greiðslu sem meirihlutaákvörðun um
hvort slík verzlun eigi að vera í eins eða
fimm km fjarlægð. Fremur ættu þeir
með atkvæði sinu að taka grundvallar-
ákvörðun um hvort þeir vilji eða vilji
ekki að þeir sjálfir hafi aðgang að þess-
ari vöru, hvort þeir séu með eða móti
víni eðaáfengi yfirleitt.
Jafnframt vil ég vekja athygli á
skýrslu Tómasar Helgasonar læknis og
fleiri um drykkjuskap fslendinga en þar
kemur skýrt fram að ekki er meira
drukkið í þeim bæjum landsins þar sem
áfengisútsala er en í þeim bæjum sem
útsölur eru ekki. Og einhvern veginn
finnst mér það bera vott um tvöfalt sið-
gæði og yfirdrepsskap ef þessu yrði
hafnað því vitað er að fjöldi þeirra sem
það myndu gera færu síðan langar
leiðir til áfengisinnkaupa í höfuðborg-
inni.
Aðalatriðið er að menn séu í þessu
máli sjálfum sér samkvæmir.”
- JH
Guðmar Magnússon bæjarfulltrúi Seltjarnarnesi:
Áfengisneyzla er þjóðarmein
Ólögmæt hækkun
öls og gosdrykkja?
„ÁHÖLD
UM ÞAД
— segir Georg
Ólafsson
verðlagsstjóri
Verðlagsyfirvöld hafa heimilað
hækkun á öli og gosdrykkjum og
kom hún til framkvæmda í fyrra-
dag. Öl hækkaði um 7% og gos-
drykkir hækkuðu um 8%.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri
var spurður hvort þessi hækkun
væri lögmæt þar eð tilkynning
verðlagsstofnunar hefur enn ekki
birzt í Lögbirtingarblaði.
„Það eru áhöld um það,”
svaraði hann og kvað nokkra
daga siðan hækkunartilkynningin
hefði farið frá verðlagsstofnun til
Lögbirtingarblaðs. „Við höfum
ekki efni á að auglýsa í dag-
blöðunum.”
-GM.
Farseðlar og vega-
bréf í ruslatunnu
Guðmar Magnússon bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins er eini bæjarfull-
trúinn á Seltjarnarnesi, sem lagðist
gegn því að Seltirningar greiddu at-
kvæði um áfengisútsölu á Nesinu.
Guðmar sagði i viðtali við Dagblaðið
að það væri í fyrsta lagi vegna þess að
umferðargötur út á Seltjarnarnes væru
það þröngar að erfitt gæti orðið að
komast til og fráá álagstímum.
Þá sagði Guðmar að Alþjóðaheil-
brigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna
hefði skorað á sveitarstjórnir að fjölga
ekki áfengisútsölum. „Við þurfum
ekki annað en að horfa i kringum
okkur til þess að sjá að áfengisneyzla er
þjóðarmein,” sagði Guðmar. „Því
lengra sem menn þurfa að fara til þess
að sækja áfengið því færri ferðir fara
menn. Ég er ekki að segja að menn
drekki meira þar sem áfengisútsölur
eru, en þeir drekka oftar.
Ég vil heldur ekki eiga þátt í því að
utangarðsfólk laðist hingað. Það bætir
ekki stöðu þess fólks. Ég er almennt
ekki á móti útsölum ÁTVR en ég tel að
ekki eigi að fjölga þeim. Þá tel ég að
við höfum meiri hagnað af annars
konar fyrirtæki á sama gólfplássi en af
landsútsvari ÁTVR.” _jp|
Róbinson
Krúsó í
Dagblaðsbíói
I Dagblaðsbíói á morgun verður
sýnd myndin Róbinson Krúsó, sem
fjallar um þann fræga skipreika
sjómann. Myndin er í litum, en ekki
með islenzkum texta. Sýningin verður í
Hafnarbíói klukkan þrjú.
Farseðlum til Lignano á Ítalíu sem
giltu í dag var stolið úr ibúð við Lindar-
götu aðfaranótt fimmtudags. Einnig
var stolið þaðan 2500 þýzkum mörkum
í ferðatékkum, auk 250 þýzkra marka í
seðlum og persónuskilríkja.
í fyrradag lézt maður sem var við
laxveiðar við Fnjóská, skammt frá
brúnni í Dalsmynni. Er líklegt talið að
hann hafi verið á leið um kletta-
skorning niður að ánni en hafi hrapað
þar. Einhverjir áverkar voru á höfði
Á fimmtudag fundust i ruslatunnu i
Hamraborg i Kópavogi farseðlarnir
þrír og persónuskilríki sem saknað var.
Ekkert hefur af ferðatékkunum spurzt.
-A.St.
hinslátna.
Dánarorsök er ekki fullkunn ennþá
að sögn lögreglu þvi hinn látni var
hjartaveill. Hann var Akureyringur,
hátt á sjötugsaldri.
-A.St.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njólsgötu 49 - Sími 15105
Laxveiðimaður f annst
látinn við Fnjóská