Dagblaðið - 28.06.1980, Page 9

Dagblaðið - 28.06.1980, Page 9
9 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980. ÁVARP V til þjóðarinnar Eg hef boðið mig fram við forsetakjör án hvatningar og tilmæla frá öðrum. Ég hef ekki verið knúinn til ákvarðanatöku af ein- um eða neinum. Þess vegna er ég engu öðru háður en samvisku minni, sem er traustasta vegarnesti hvers manns. Kjósendur mínir eru því ekki að kjósa yfir sig skoðanir áskor- enda, sem hvergi koma fram opinberlega. Leyndardómar mínir eru engir. Það sem ég hef gert liggur opið fyrir öllum, afstaða til mála jafnt sem stefnumið. Eins og ég treysti íslenskri þjóð, getur hún treyst á sinn mann í forsetaembætti. * I Reykjavík er ég fœddur, í Reykjavík er ég alinn upp og í Reykjavík hefur ævistarf mitt að mestu verið unnið. Ég hef talið mér skylt að reynast Reykjavík góður sonur. Jafnframt og engu síður hef ég talið skyldu mína að gjalda Islandi gott uppeldi, mennt- unarríkt og framsækið. Enn sem fyrr er ísland land tœkifæranna og land framtíðar- innar. Eg vil á þessum tímamótum nota marg- háttaða reynslu mína í þágu lands og þjóðar. Ég vil leiða hina ungu inn í nýja og bjartari framtíð, treysta samstöðu vinnandi handa og veita öldruðum hvíld með sæmd. Þannig tel ég að fósturlaunin verði best goldin því landi og þeirri þjóð sem ég á svo mikla þökk að gjalda. Góðir íslendingar! * Eg vœnti stuðnings ykkar í kjörklefan- um á morgun. Ég gekk til þessa framboðs einn og óstuddur, og I kjörklefanum eigið þið aðeins við ykkur og samvisku ykkar. Við viljum að ísland vaxi og eflist að allri virkt. Vð erum hugumstór þjóð og við viljum efla þróttmikið athafnalíf og farsœlt menningarríkt mannlíf í þessu blessaða landi. r

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.