Dagblaðið - 28.06.1980, Side 24

Dagblaðið - 28.06.1980, Side 24
Sameiginlegt verkfall f lugmanna Flugleiða —vegna aukins leiguf lugs annarra flugf élaga á áætlunarleiðum félagsins Flugleiðaflugmenn hafa ákveðið að fara sameiginiega í verkfall laug- ardaginn 5. júlí og siðan afiur laugar- daginn 12. júlí. Stéttarfélög flug- mannanna, Félag islenzkra at- vinnuflugmanna og Félag Loftleiða- flugmanna, standa að verkfalls- boðuninni og var hún send stjórn Flugleiða i gær. Verkfalliðer boðað vegna þess að flugmenn sætta sig ekki við aukið leiguflug annarra flugfélaga á þeirra eigin áætlunarleiðum. Verkfall þetta stendur í engu sam- bandi við launamálin eða yfirstand- andi samningaviðræður milli flug- manna og stjórnar og samninga- nefndar Flugleiða. Þar standa stéttarfélög flugmanna f lugleiða ekki sameinuð og semja sitt i hvoru lagi. Samstaða hefur ekki náðst um sameiningu starfsaldurs- lista flugmannanna, en það er krafa Flugleiða að svo verði áður en gengið verður til kjarasamninga. -JH. frjálst, úháð daghlað LAIJGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980. Hvassyrt deila borgar- verkfræðings og byggingarnefndar um Höfðabakkabrúna: „Upplýsingum var stungið undir stól” Tveir fulltrúar i 'iygginga. r.el'nd Rvikur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir saka borgarverkfræðing, gatnamálastjóra og yfirverkfræðing gatnadeildar um að stinga yfirlýsingum visvitandi undir stól svo þær nái ekki að koma fyrir augu byggingarnefndar. Einnig ásaka þeir „embættis- verkfræðingana” um að koma ekki á framfæri hugmyndum um ódýrari lausn á Höfðabakkabrúnni heldur en nú liggur fyrir. Er þar um að ræða hug- myndir Hönnunar hf. um aðra kosti en fyrirliggjandi teikningar að Höfða- bakkabrúnni. Hefur borgarverk- fræðingur kveðið svo sterkl að orði að i bréfi til byggingarnefndar talar hann um „skemmdarstarfscmi eins verk- fræðings hjá Hönnun”. Þykir bygging- arnefndarfulltrúunum Gunnari H. Gunnarssyni og Magnúsi Skúlasyni sem hér sé borgarverkfræðingur að vega að einum verkfræðingi á ógeðfelldan hátt. En „skemmdarstarf- semi” verkfræðingsins samræmist lyllilega siðareglum Verkfræðinga- lelagsins og hafi honum borið að minnast á hint. ód\ vn möguleika og i raun verið skylt að gera það. -BH. Það hefur ekki svikið veörið undanfarna daga og vikur — og á heldur ekki að bregðast nú um helgina þegar fjórði forseti lýðveidisins verður kosinn. DB-mynd: R.Th. Gott veður um allt land á kjördaginn — en þoka gæti sett strik í reikninginn varðandi f lug með atkvæðakassa Helgi H Zoéga iinihu'V.'iiaöur Heeiwood. l)B-m>'id Hörður. „Það er ekki útlit fyrir annað en veður verði gott um allt land á kosn- ingadaginn,” sagði Hafliði Jónsson veðurfræðingur i spjalli við DB. „Spáin fyrir sunnudaginn er hæg- viðri um land allt.” Hins vegar mun viss hætta vera á því að þoka læðist inn yfir landið viða við strendur og gæti slíkt haft áhrif á flug með atkvæðakassa og þannig seinkað talningu atkvæða. „Það er hætta á þoku víða við strendur,” sagði Hafliði. „Það á einkum við á Vestfjörðum og á Norðurlandi og viss hætta í þessum efnum er einnig á S-Austurlandi. Hins vegar er spá um þoku erfið og í raun vitleysa að spá nokkru þar um. Við vitum hins vegar áf þoku úti fyrir og hún verður þar áfram. Þarf ekki mikinn vind til að hún berist inn yfir land. En ég vil þó ekki vera allt of svartsýnn varðandi þetta,” sagði Hafliði. -A.St. Unnur Steinsson var ekki á því að taka á móti glæpamönnum án þess að reyna að verja sig, jafnvel þó þeir væru fjórir á móti henni einni. DB-mynd Ragnar. Bensinlítrinn í 481 krónu Samþykkt hefur verið hækkun á bensíni og gasolíu og kemur hún þegar til framkvæmda. Einn lítri af bensini hækkar úr 430 kr. í 481 eða um 12%. Einn lítri af gasolíu hækkar úr 155,20 kr. í 196,40 eða um 26%. -GM. Islenzkir bátar hafa fengið gott verð í Fleetwood — markaðurinn hefur farið dagbatnandi undanfarna tíu daga Fiskmarkaður fyrir íslenzkan fisk í Fleetwood hefur batnað mikið undan- larna daga eftir að hann hafði verið daufur um tíma. Helgi Zoéga, umboðsmaður John N. Ward fisk- kaupanda, sagði í gær að undanfarna daga hefði hver dagurinn verið öðrum betri og hefði fengizt hærra verð í Fleetwood en á austurströndinni. „Þetta á að haldast ef ekki verður hrúgað of mörgum skipum í einu á markaðinn,” sagði Helgi. „Ef það er gert, þá eyðileggja menn fyrir sjálfum sér. Minni veiði hefur verið hér á bolfiski, þorski og ýsu og því hafa islenzku bátarnir fengiðgott verð fyrir afla sinn.” íslenzkir bátar hafa landað nær daglega að undanförnu í Fleetwood og verð farið hækkandi. Siðasti bátur, sem fréttist af, var Þórtmn Sveins- dótlir, en fyrir hvert kt fen usl 579 kr. -JH. LUKKUDAGAR: 28. jíjnI 2830 Henson æfíngargalli. Vinningshafar hringi isíma 33622. Unnur tók hraustlega ámóti skúrkunum — þegar ráöízt var á fulltrúa ungu kynslóðarinnará járnbrautarstöð íParís Ráðizt var á Unni Steinsson, fulltrúa ungu kynslóðarinnar, á járn- brautarstöð í París á föstudagskvöldið í fyrri viku. Unnur var á leið út á flug- völl þaðan sem hún ætlaði með flugvél til Marseilles. Fjórir menn réðust á hana í þeim tilgangi að ræna hana. Unnur tók hins vegar á móti þeim og það ekki með neinum silkihönzkum. Tveir lögregluþjónar með alvæpni komu henni svo til hjálpar. Þegar glæpamennirnir urðu varir við lög- regluna hlupu þeir hver í sína áttina og hafa ekki sézt síðan. Unnur var slæm í baki eftir átökin, en að öðru leyti ómeidd. Hún hélt eins og ekkert hefði i skorizt áfram til Marseilles þar sem hún vann þá helgi. A mánudag sneri hún svo aftur til Parísar þar sem hún starfar sem ljós- myndafyrirsæta. -DS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.