Dagblaðið - 09.07.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1980.
5
Fjórða dagleið Sjóralls ’80 allsöguleg:
Lára dregin til Bakkagerðis og
Inga inn til Raufarhafnar
- Gustur fór um dýpri ála Vopnafjarðar og tryggði sér sigurinn á Kópaskersleggnum
Þegar sjórallsfólk reis úr rekkju á
Hótel Egilsbúð á Neskaupstað í gær-
morgun var talið að hægt væri að halda
áætlun og ræsa keppendur í 4. dagleið,
en 5. siglingalegg kl. 10. En svo var nú
aldeilis ekki. Ekki varð séð hvað or-
sakaði sprengingar og eyðileggingu á
púströrsbarka í vél Láru III. Rásmerki
var stöðugt frestað og var ekki
endanlegagef'ið fyrr enkl. I3.40ígær.
Lára III bilar
1 rjómablíðum sjó sigldu bátarnir úr
höfn og kl. 15.30 voru Inga, Gustur og
Spörri staddirút afVopnafirðien Lára
tilkynnti bilun og að hún myndi halda
inn á Borgarfjörð eystri. Pakkning
hefði aftur farið i púströri.
Á þessum tíma var Gáski, sem siglir
hægar en öruggar ef nokkkuð er að sjó,
ekki kominn í samband við Vopna-
fjarðarstöð FR-manna.
Norður fyrir
Langanes
Klukkan 16.45 voru Gustur og Inga
komin norður fyrir Langanes en Gáski
og Spörri höfðu þá næstum samflot við
austanvert Langanes. Bátar á vegum
FR-manna höfðu þá tekið Láru i tog og
komu með hana til Bakkagerðis um kl.
17.
Margir lögðu leið sina niður að höfninni á Höfn i Hornafirði sem og annars staðar þar sem bátarnir hafa viðkomu.
fMSiStf \á
1 BSSIt r J : /: ijESá
Velfórum
railkapp-
anaíEyjum
Það hefur farið vel um
sjórallskappana á gististöðum
Sjóralls ’80 til þessa. I Eyjum
gistu þeir á sumargististaðnum
Heimi í Heiðarvcgi 1, sem er
aðeins 100 metra trá Herjólft.
Gististaðinn rekur á sumrin
Bryndís Karlsdóttir, kona Páls
Helgasonar. Á vetrum er þarna
heimavist Stýrimanna- og
Vélskóla íslands.
Á sumrin geta gestir fengið
aðgang að fullkomnu eldhúsi og
þarna er einnig aðstaða til að taka
á móti hópum í svefnpokapláss.
Sjórailskapparnir snæddu hjá
Pálma gestgjafa á veitinga-
staðnum Gestgjafanum i
Eyjum.
-A.St.
Inga bilar
Klukkan 17.35 var Gustur frá ísa-
firði staddur út af Raufarhöfn, en þá
var Inga, sem verið hefur í fararbroddi
frá byrjun, með bilaða vél. „Neistinn
er farinn af vélinni,” tilkynntu Bjarni
Sveins og Óli Skagvík í talstöð. Síðar
kom i ljós að háspennukefli var bilað
og var Inga tekin i tog til Raufarhafnar
og þangað komið kl. 20.06 með bátinn
og viðgerð hófst þegar.
Gustur til
Kópaskers
Klukkan 18.50 sigldi Gustur fagur-
lega inn á Kópaskerslægið sem sigur-
vegari i fyrsta sinn á einum keppnis-
legg. Á sama tima voru Gáski og Spörri
skammt frá Hraunhafnarvita. En litlu
síðar spýttu þeir á Spörra i og komu til
Kópaskers kl. 20.06 en Gáski kom
þangað kl. 20.56.
Meðan þessu fór fram var unnið af
kappi við viðgerð á Ingu. Varahlutir,
sem nægðu fengust með einhverjum
„reddingum” og hægt var að leggja af
stað frá Raufarhöfn kl. 21.50. Lára III
var þá enn á Bakkagerði.
Frekari við-
gerða þörf
Ljóst var að Gustur þurfti lag-
færingar við á Kópaskeri þvi kerta-
bilunar var tekið að gæta undir það
siðasta til Kópaskers. Inga þarf lika
betri viðgerðar við en fékkst á Raufar-
höfn og voru pantanir á varahlutum
þegar komnar á loftlínur FR- manna.
Óljóst var í gærkvöldi hvernig Láru
III reiðir af vegna endurtekinna bilana,
en Gunnar Gunnarsson, sem átti
þennan bát í fyrra og þá með sömu vél,
var tilbúinn til ráðlegginga i aðal-
stöðvum FR-manna í Reykjavík.
Málið var orðið æsispiennandi.
Stigin höfðu jafnazt nokkuð milli Ingu
og Gusts og þó Inga hafi örugga
forystu er hún ekki búin að vinna
Sjórall ’ 80.
Gáski bilar ekki
Eini báturinn sem aldrei hefur bilað
er Gáski frá Hafnarfirði, sem að ýmsu
leyti hefur virkað eins og björgunar-
bátur fyrir flotann. Hann er þyngstur
bátanna með minnstu vélina, gerður
fyrirörugga og þægilega siglingu i öllu
veðri en ekki til hraðsiglingar. Spörri
sem keppir i sama flokki og Gáski
getur því haft samflot við Gáska
hvenær sem er og síðan ef allt er í lagi
stungið hann af á endasprettinum — og
krækt í stigin. En svona er sjórall.
-A.St.
Þeir eru samhentir vel og samreyndir þeir Bjarni Sveinsson tt.h.) sem á Ingu 02 og
Ólafur Skagvik sem siglir með honum — annað árið i röð.
Þessir gefast ekki upp þó á móti blási, og eru nú farnir að sigra á siglingaleggjum —
loksins. Það er Daði Hinriksson eigandi Gusts sem er til hægri en fjær er Finar
Valur. Næst stefna þeir heim á leið I átt til Vestfjarða.
Inga er hið glæsilegasta fley og rennileg á sjónum vel merkt Morgunblaðinu, sem
nánast gerir bátinn út I þetta rall sem og I fyrra.
Þeir hafa það gott um borð I Gáska. Þeir fara i kaffi á réttum tíma þó þeir séu djúpt á
flóum staddir. Þeir koma manna minnst þreyttir úr hverjum áfanga, en safna heldur
fáum stigum, þvi léttu bátarnir geta stungið þá af á sléttum lokaköflum. Úti fyrir er
traust og hald fyrir alla bátana að hafa Gáska I nánd.
DB-myndir: Ragnar Th. Sig. og .lóhannes Reykdal.
„Hefði ekki getað
gengið öllu betur”
Blaðamaður DB, Sveinn Agnars-
son, staddur á Kópaskeri átti stutt
samtöl við áhafnir þriggja fyrstu
bátanna sem þangað komu í gær.
Daði Hinriksson og Einar Valur á
Gusti, sem þangað komu fyrstir
sögðu:
„Við fengum logn alla leiðina og
höfðum 35 milna meðalhraða. Inga
tók strax forystuna og hélt henni
fram yfir Digranes en á Vopna-
firðinum fóru þeir mikið grynnra og
héldu að þeir væru á undan okkur.
Þegar þeir á Ingu uppgötvuðu að við
vorum komnir á undan þeim þá
reyndu þeir að setja á fulla ferð en þá
bilaði vélin, fór í henni há-
spennukefli. — Inga fór síðan í togi
inn á Raufarhöfn og er þar líklega
enn.”
—Slökkvitæki
sprakk í Spörra
„Ferðin gekk mjög vel hjá okkur
og gat varla gengið betur,” sögðu
þeir Magnús ogÞrösturá Spörra.
„Það amaði ekkert að hjáokkui
utan hvað eitt slökkvitæki sprakk i
hristingnum og af því gaus upp fýla
mikil.”
—„ Því miður
skall ó góðviðri
í gœrdag”
„Það amaði ekkert að hjá okkur,
nú frekar en fyrri daginn,” sögðu
þeir Sigfús og Kristján á Spörra sem
vakið hefur verðskuldaða athygli í
keppninni sakir öryggis og góðs
búnaðar. !Eldsneytiskostnaður hjá
honum er lika aðeins brot af þvi sem
er hjá bensínbátunum. Gáski er eini
báturinn sem ekki hefur bilað á
rallleiðinni til þessa.
„Við fengum okkur kaffi á
venjulegum tíma fimmtán mílur út af
Bakkafirði. Það er því miður blanka-
logn og yfirburðir Gáska koma þess
vegna ekki í Ijós. í gær skall á
góðvirði og við eigum þá ósk helzta
að eitthvað verði að veðri, svo Gáskf
fái að sýna getu sína,” sögðu þeir