Dagblaðið - 09.07.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.07.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1980. Portúgal: TUTTUGU 0G FIMM BORN AF FJÖGUR HUNDRUD LÁTIN — nhpkktur ciiíkrlnmnr hnrinr íctærcta fajiinu'arciúkrahiíci Pnrfnarolc AWarlegs sjúkdóms sem veldur aauða hefur orðið vart á stærsta fæðingarspítala í Portúgal og hefur ekki reynzt unnt að greina hann. Þegar hafa um 25 af um 400 börnum, sem sjúkdóminn hafa tekið, látið lífið, samkvæmt upplýsingúm læknis á spitalanum. Þessa óútskýrða sjúkdóms varð fyrst vart á Alfredo da Casta- spítalanum í desember á síðasta ári og dr. Jose Miguel Ramos de Almeida, forstöðumaður spítalans, segir að enn hafi engin leið fundizt til að ná tökum á honum. Börnin taka sjúkdóminn oftast á fyrstu tveimur vikunum eftir fæðingu, missa þyngd og rænu. Hins vegar verður fyrstu einkenna ekki alltaf vart þegar í stað og fyrir hefur komið að börn yfirgefi spitalann án þess að vart hafi orðið sjúkdómsins, en fá hann nokkrum dögum siðar. Þá er öll aðstaða til lækninga orðin mun verri, og hætta á farsótt. Starfsfólk spítalans vinnúr nú að því að kanna orsakir og einkenni þessa dularfulla sjúkdóms. Sjúk börn hafa verið einangruð til að koma i veg fyrir að sjúkdómurinn breiðist út, en dr. Ramos de Almeida kveðst þó enn óttast að svo kunni að fara að útbreiðsla hans verði ekki stöðvuð. Þess má geta að á Alfredo da Costa-spítalanum fæðast um 2/3 allra barna i Portúgal og hefur gripið um sig mikill ótti í landinu eftir að fréttir bárust um sjúkdóminn. Oheppnin elti ræn- ingjann f rá byrjun Vopnaður ræningi greip eitthundrað og áttatíu dollara úr peningakassa verzlunar í Los Angeles á dögunum. Eftir það gekk allt á afturfótunum hjá manngreyinu. Á flóttanum rifnaði pokinn sem hann geymdi feng sinn í og peningarnir dreifðust út um allt. Næst missti ræninginn óheppni byss- una og skildi hana eftir í æsingnum. Síðan rann gríman af andliti hans rétt áður en hann skautzt inn i bifreiðina sem hann notaði á flóttanum. Einnig og hálfri stundu síðar sneri ræninginn aftur á ránsstaðinn ásaml ökumanni sínum. Var ætlunin að kanna hvort eitthvað væri eftir af fengnum og einnig að fela sannanir um verknaðinn. Lögreglumaður einn sem þar var þekkti þá ræningjann af lýsingu sjónarvotts. Þegar hann gekk að bifreiðinni þurfti hann ekki lengi að leita sannana. I honum lá hulstrið utan af byssunni, sem ræninginn óheppni hafði misst á flótta sinum af ráns- staðnum. Fengu tvímenningarnir, ræninginn og ökumaður hans, gistingu hjá lögreglunni og segir ekki meira af ránsferli þeirra aðsinni. Jan Bonde Nielsen forstjóri og aðaleigandi hlutafjár í Burmeister og Wain skipa- smíðastöðinni dönsku á ekki sjö dagana sæla. Fyrirtækið er á hausnum, fær ekki ríkisábyrgð og getur þar af leiðandi ekki hafið smíði skipa fyrir erlendan markað. Síðustu fregnir herma að starfsmenn stöðvarinnar krefjist nú tryggingar fyrir þvi að þeir fái laun sin greidd. Óbökuö lifrarkæfa KJÚTBÚÐ SUÐURVERS STIGAHLIÐ - SÍMI35645 Verðbólgan Í99,2% úr 94,7% áeinum mánuði Verðbólgan varð 99,2% i Brasilíu síðustu tólf mánuði, sem enduðu við lok júnímánaðar. Hefur þá hraði verðbólgunnar aukizt úr 94,7% frá þvi við lok maímánaðar á undan. REUTER > ■ Norðmenn, eins og margar aðrar þjóðir, telja að viðskipti við írak geti gefið af sér drjúgan skilding í náinni framtið. Ástæða hefur þótt til að vara kaupsýslumenn við að ráðamenn í landinu reyni allt sem þeir geti til að útrýma þeim gamla sið að beita mútugreiðslum til að liðka fvrir viðskiptum. r lrak: Mútur geta kost- að lífstíðar fangelsisvist írak þykir eitt þeirra landa heims þar sem mestir möguleikar bjóðast fyrir erlenda kaupsýslumenn á næstu árum. Er það vegna mikilla auðæfa sem myndast við olíuvinnslu í land- inu. Nokkrir kaupsýslumenn sem þangað hafa haldið hafa hinsvegar farið flatt á að reyna mútur við embættismenn og kaupsýslumenn í Írak. Við mútum og tilraunum til múta eru allt að lífstiðar fangelsi. Forustu- menn í Baathsósialistaflokknum, sem ræður i landinu eru mjög harðir í baráttunni á móti spillingu. Fyrir nokkrum árum voru mútur aðeins venjuleg viðskiptavenja i Írak en eru núaðsögn algjörlega horfnar. Bent er á þessa hættu fyrir erlenda kaupsýslumenn í norsku dagblaði þar sem skýrt er frá miklum viðskiptamöguleikum í Írak. Þar er frásögn af brezkum kaupsýslumanni sem fyrir rúmlega einu ári var dæmdur í ævilanga fangelsisvist fyrir tilraunir til mútustarfsemi. Situr hann enn í fangelsi rétt fyrir utan Bagdad. Allar tilraunir til að fá hann lausan sem gerðar hafa verið af brezkum yfirvöldum hafa hingað til reynzt árangurslausar. Útlendingar fá lífstíðar fangelsis- dóm fyrir mútur en refsing sú sem innlendir menn fá i írak fyrir hið sama er oftast ekkert nema lífláts- dómur. Norskur kaupsýslumaður sem kunnugur er í frak segir að ekki þýði annað en gæta þess að forðast mútur eins og heitan eldinn. Reyndar sé öruggt að slik starfsemi komist upp sé henni beitt að einhverju ráði. Meira að segja er oft á tíðum farið mjög strangt í að meta. smá- vægilegar tilraunir til að liðka til fyrir viðskiptum sem túlka mætti sem mútur. Fyrir þvi eru þá einnig refs- ingarásamagrundvelli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.