Dagblaðið - 09.07.1980, Page 12
13-
d
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ1980.
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
óttir
Iþróttir
Öster enn
á toppnum
Teilur Þórðarson og félagar hans í Öster hafa nú
tekið þriggja stiga forystu i sænsku 1. deildinni, All-
svenskan, er flest liðin hafa leikið 13 leiki. Öster
hefur sýnt fádæma sterkan varnarleik — aðeins
fengið á sig 3 mörk i 13 leikjum og skorað nokkuð
mikið líka. Staðan er nú þessi:
Öster 13 7 6 0 18—3 20
IFK Göteborg 13 6 5 2 25—17 17
Malmö FF 13 6 5 2 20—12 17
Hamarby 13 6 4 3 26—15 16
Brage 12 5 5 2 14—8 15
Elfsborg 13 4 6 3 16—14 14
IFK Sundsvall 12 5 3 4 15—17 13
Hamstad 13 3 6 4 14—16 12
Djurgárden 13 4 3 6 14—17 11
Kalmar 12 3 4 5 9—16 10
Átvidaberg 12 2 5 5 9—14 9
Norrköping 12 3 4 5 11—19 9
I.andskrona 12 3 I 8 12—22 7
Mjállby 13 2 2 9 8—21 6
Mögenburg
hársbreidd
frá heimsmeti
Dietmar Mögenburg var aðeins hársbreidd frá því
að setja nýtt heimsmet í hástökki, 2,36 m á móti í
Stokkhólmi í gærkvöld. Hann felldí hæðina naum-
lega en heimsmetið á hann ásamt Jacek Wzsoia 2,35
m. Mögenburg vann hástökkið i gær með stökki upp
á 2,30 metra en Wzsola stökk 2,28 m. Þriðji varð
Dwight Stones með 2,24 metra.
Filbert Bayi virtist stefna í heimsmet í 3000 metra
grind því hann var innan við metið er tíminn var
tekinn eftir 2000 metra. Hann varð síðan að gefa
eftir á síðasta kílómetranum og kom i mark á
8:17,98 mín. Heimsmetið á Henry Rono.
Rono sjálfur tók þátt í 5000 metra hlaupinu en
varð aðeins 5. í röðinni. Thomas Wessinghage, V-
Þýzkalandi, varð fyrstur á 13:19,76, Brendan Foster
frá Englandi annar á 13:20,47, Suleiman Nyambui
frá Tanzaniu þriðji á 13:21,21 og Rono varð svo 5. á
13:24,37.
KFK30áraá
þessu ári
Knattspyrnufélag Keflavikur minnist á þessu ári
- 30 ára afmælis síns (stofnað 12. júlí 1950) með
nokkrum keppnum og hefst afmælismótið með hjól-
reiðakeppni á laugardagsmorgun kl. 10. Hjólað
verður frá íþróttavellinum i Keflavík út í Garð um
Miðnesheiði til Sandgerðis og þaðan til Keflavíkur
og er markið við íþróttavöllinn. Vegalengdin er 25
km og er óhætt að reikna með um klukkutima lotu.
Allmargir hafa verið að hjóla hringinn í æfingar-
skyni og finnst það skemmtileg tilbreyting í góðu
veðri. Skráning þátttakenda fer fram á íþrótta-
vellinum þessa viku. Á sunnudag fer fram hið árlega
viðavangshlaup KFK, hlaupið er í 4 flokkum karla
og 2 flokkum kvenna. Hlaupin hefjast og enda á
íþrótlavellinum. Glæsileg verðlaun eru í boði í
öllum flokkum.
Allttilalls
í Kerlingarf jöllum
Skiðaskólinn í Kerlingarfjöllum tók til starfa 19.
júní sl. Fr þetta tuttugasta starfsár skólans. Fyrsta
árið voru farnar tvær skíðaferðir í Kerlingarfjöll, en
í sumar verða þar 11 skíðanámskeið auk 8 helgar-
ferða. Námskeiðsferðirnar standa yfirleitt frá
sunnudagsmorgni til föstudagskvölds, en helgar-
ferðir frá klukkan 13.30 á föstudegi til sunnudags-
kvölds. Kennt er á skiðum um helgar og að öðru
leyti boðið upp á sömu þjónustu og í
námskeiðunum.
Hægt er að fá leigð skíði, skó og stafi hjá
skólanum svo að ekki þarf að láta skort á eigin
skíðabúnaði hindra þátttöku.
í vor lét skólinn ryðja snjó alla leið að skíðabrekk-
unum, þannig að örstutt er frá bílunum i snjó, sem
er nægurog góður.
Skiðalyftur eru að jafnaði opnar frá klukkan
10— 11 á morgnana til klukkan 5 síðdegis.
Skólinn starfar að vanda til ágústloka. Mikil
aðsókn er að honum í sumar — flest námskeið full-
bókuð, en ennþá nóg pláss í flestum helgarferðum.
Ferðaskrifstofan Úrval sér um farmiðasölu og gefur
nánari upplýsingar um starfsemi skólans.
Setti met í400 m
Jarmila Kratochvilova frá Tékkóslóvakiu setti í
gær nýtl landsmet i 400 metra hlaupi er hún kom í
mark á 50,51 sek. Þetta er fjórði bezti tíminn i grein-
inni i ár.
Ekki er með sahni hægt að segja
annað en að mikið fjör hafi verið í
leikjum 3. deildar i síðustu viku. Mörg
skemmtileg og þá einnig miður
skemmtileg atvik hafa komið upp en
það sem fyrir mestu er að mörkin hafa
ekki látið á sér standa, a.m.k. i flestum
tilvikum. Við birtum nú i fyrsta sinn í
sumar stöðuna í öllum riðlum, áhuga-
mönnum um 3. deildina til þæginda.
Að vanda hefjum við gönguna í A-riðl-
inum og höldum siðan vestur um land
og endum á Austfjörðum en þar er
alltaf eitthvað spennandi að gerast.
A-riðill
Hekla — Katla 3-5(3-11
Heklumenn brenndu sig þarna illa á
úthaldsleysinu því eftir nokkra yfir-
burði í fyrri hálfieiknum hrundi liðið
eins og spilaborg og missti öll tök á
leiknum. Gestirnir þökkuðu fyrir sig og
sigruðu örugglega. Mörk Kötlu skor-
uðu þeir Salvar Júliusson 2 (1 víti),
Þorsteinn Guðmundsson, Kjartan Páll
Einarsson og eitt markanna var sjálfs-
mark. Fyrir heimamenn skoraði
Angantýr Sigurðsson tvívegis og þriðja
markið átti Tryggvi Skjaldarson en
hann fór illa að ráði sinu er hann nýtti
ekki vítaspyrnu sem Hekla fékk.
Völlurinn á Hellu var ómerktur er
leikurinn átti að hefjast og varð því að
bíða í rúman hálftima á meðan það var
gert. Að sögn heimildarmanns DB
voru netin í mörkunum götótt og
völlurinn afar ójafn svo eftir lýsing-
unni að dæma hefur ekki verið spenn-
andi að leika á honum.
Óflinn — Leiknir 1—1(0—0)
Þetta þótti jafn leikur og sótt var
á báða bóga. Mark Óðins skoraði
Magnús Ásgeirsson en ekki tókst að fá
uppgefið nafn þess er skoraði fyrir
Leikni þrátt fyrir mikla leit.
Þessa ntynd tók Sveinn okkar Þormóðsson af fræknustu sundköppum lögreglunnar er þeir höfðu sigrað i vaktakeppni lögg-
tinnar fvrir skömmu. Á meðal sundkappanna má greina Gunnlauu Kristfinnsson, er getið hefur sér gott orð i knattspyrnu en
er .aú í timabundinni slökun i þeirri íþrótt.
Hilmar og Óskar hafa
skorað flest mörkin
—báðir með 7 mörk í jaf nmörgum leikjum
Er við birtum töfluna yfir stöðu lið-
anna í 1. deild er nöfnum markahæstu
leikmanna gjarnan bætt aftan við svo
og fjölda marka þeirra. Á þessu hefur
orðið nokkur misbrestur í 2. deildinni
hjá okkur, sem og öðrum blöðum, þó
svo að þar leynist margir skæðir
skorarar. Þeir, sem nú eru efstir í
markalistanum eru Fylkismaðurinn
Hilmar Sighvatsson og Þórsarinn
Óskar Gunnarsson með 7 mörk-
Næstir á eftir þeim koma Gunnar
Gíslason, KA, Andrés Kristjánsson og
Haraldur Leifsson, ísafirði aliir með 6
mörk hver. Þráinn Ásmundsson í
Ármanni hefur skorað 5 mörk og þeir
Jóhann Jakobsson og F.lmar Geirsson
KA, Ólafur Jóhannesson, Haukum og
Bjarni Kristjánsson, Austra hafa allir
skorað 4 mörk hver.
Framvegis munum við reyna að birta
markahæstu leikmenn deildarinnar
jafnframt stöðunni ef þess er nokkur
kostur.
Katla-I'K 1-7(1-41
Leikmenn Kötluliðsins eru þeir
dreifðustu á landinu því með liðinu
leika menn allt frá Kirkjubæjarklaustri
til Reykjavíkur. Eins og gefur að skilja
er erfitt að smala saman í leiki og svo
reyndist í þessu tilviki. ÍK-liðið var
miklu betra í leiknum en okkur tókst
ekki að fá uppgefna markaskorar-
ana. Hins vegar skoraði Kjartan Páll
Einarsson fyrir heimaliðið.
Lóttir — Reynir, 2—3 (1—1)
,,Er þetta fyrsti leikurinn sem þið
tapið í riðlinum,” spurði einn Léttis-
leikmaðurinn mótherja sinn í Reyni,
þegar Léttir hafði skoraði fyrra markið
í viðureign þessara félaga um helgina
en þar var að verki Svavar Guðnason.
Ekki er vitað hverju Reynismaðurinn
svaraði í orði en Ómar Björnsson
svaraði hins vegar með marki rétt fyrir
hlé, sneri Léttisvörnina af sér og
skoraði.
Mikill hrollur fór um þá Reynis-
menn þegar Léttismenn tóku
forustuna aftur snemma í seinni hálf-
leik. Rúnar Óskarsson skoraði þá eftir
mjög skemmtilega leikfléttu, sem sýnir
að á ýmsu getur örlað í 3. deildinni.
Július Jónsson var svo sá í liði Reynis
sem kom í veg fyrir að upphafsorð
þessarar greinar, sögð af Léttismanni,
rættust. Þegar nálgaðist leikslok,
skoraði hann með kollspyrnu, úr horni
og svo kom sigurmarkið af fæti hans,
eftir að hafa fengið knöttinn úr auka-
Ekki reyndist Sigló-síldin
gölluð í Laugardal í gærkvöldi
— KS sló Fylki örugglega út úr bikamum 2-0
Siglfiröingar, með auglýsingar frá
Sigló-síld í bak og fyrir, reyndust ekki
gallaðir eins og gaffalbitarnir frá verk-
smiðjunni hér um árið, í gærkvöld er
þeir tóku 2. deildarliö Fylkis í
karphúsið svo um munaði í bikar-
keppni KSÍ. Þeir réðu lögum og lofum
á vellinum í 75 mínútur af þeim 90 sem
leikurinn stóð yfir og sigruðu með 2—0
eftir að staðan hafi vcrið 0—0 í hálf-
lcik.
Geysileg barátta Siglfirðinganna í
gærkvöld kom Fylkismönnum
greinilega í opna skjöldu því gestirnir
gengu inn og út um vörnina hjá Ár-
bæjarliðinu eins og hún væri ekki til.
Það var aðeins snilldarmarkvarzla
Ögmundar Kristinssonar, sem hélt
Fylki á floti í fyrri hálfleiknum svo og
klaufaskapur framherja Sigl-
firðinganna.
Síðari hálfleikurinn hafði ekki
staðið nema nokkrar mínútur er Björn
Sveinsson færði Siglfirðingum
forystuna með góðu marki. Þeir réðu
siðan gangi leiksins lengst af og á 72.
mínútu bættu þeir síðara marki sinu
við. Einn varnarmanna var þá
■ itthvað að dedúa með tuðruna er
Björn Ingimarsson hir.ti hana af
honum. Bjöm lék síðan áfram og á
einn varnarmann til viðbótar, áður en
hann skoraði gott mark þrátt fyrir
góða tilburði ögmundar í markinu.
Fylkismenn sóttu aðeins í sig veðrið
undir lokin enda þá greinilegt að KS
lagði kapp á að halda fengnum hlut.
Fylkir náði aldrei að skapa sér eitt
einasta almennilegt færi í siðari hálf-
leiknum en í marki KS er öruggur og
sannfærandi markvörður.
Einar Hafsteinsson, Fylki, var
rekinn af leikvelli er I0 minútur voru til
ieiksloka. Margir hafa sloppið við rautt
spjald fyrir meiri sakir en hann. Hann
brá einum sóknarmanna KS nokkuð
illa og þar eð hann hafði fengið að líta
gult spjald fyrr í leiknum fyrir að yfir-
gefa leikvöllinn i leyfisleysi var ekki um
annað að ræða en hann fengi rautt.
Annars voru mikil áhöld um réttmæti,
gula spjaldsins. Einar stóð á hliðar-
línunni og hvort hann fór út af eða
ekki, skal hér ósagt látið. Hins vegar
veifaði Gylfi Gíslason, þjálfari
Selfyssinga, til dómarans, Vilhjálms
Þór og hrópaði til hans um leið hvort!
ekki væri í lagi að Einar færi aftur i
leikinn. Virtist Vilhjálmur bæði sjá og<
heyra hvað fram fór en gaf ekkert
merki um að Einar mætti koma inná.
Er dómarinn svo sneri baki i þá félaga
Einar og Gylfa skokkaði sá fyrrnefndi
inn á völlinn og fékk gult spjald um leið
og dómarinn sá til hans. Hvað sem rétt
kann að vera í þessu máli var þarna
klaufalegaaðstaðið.
Siglfirðingarnir þurftu hins vegar
engar áhyggjur að hafa og nú verða
Breiðabliksmenn að gera svo vel að
taka sér ferð á hendur til Siglufjarðar i
8-liða úrslitunum. Margir muna e.t.v.
ennþá eftir því er Valsmenn komust í
krappan dans á Sigló í hittifyrra og
vafalítið mega Blikárnir hafa sig alla
við til að vinna, leiki KS-ingar af sama
krafu gegn þeim og þeir gerðu í gær-
kvöldi.
-SSv.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1980.
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
„V0RU HELVÍllS MENNIRNIR
AÐ LEIKA HANDKNATTLEIK”
—spurði undrandi vegfarandi er hann heyrði tölurnar 94 úr leik Hrafnkels og Vals. Hekla sprakk
í leiknum gegn Kötiu og Leiftur-sóknirfærðu Ólafsfirðingum sigur gegn Sigtfirðingum
spyrnu. Vel að verki staðið hjá Júlíusi,
sem var bezti maður Reynisliðsins, en
jafnframt sá elzti. Hjá Létti átti aldurs-
forsetinn Gunnar Gunnarsson mjög
góðan leik, var alls ráðandi i vörninni.
Staðan í riðlinum er nú þessi:
Reynir 6 6 0 0 35—5 12
ÍK 6 4 0 2 22—16 8
Leiknir 6 3 1 2 23—7 7
Óðinn 6 2 2 2 12—12 6
Hekla 6 2 0 4 9—31 4
I.éttir 6 114 10—15 3
Katla 6 1 0 5 7—32 2
B-riðill
Grindavík — Grótta, 6—1 (5—0)
Sigurgeir Guðjónsson, miðherji
Grindvíkinga, var Gróttupiltunum
þungur i skauti. Skoraði hvorki meira
né minna en fimm mörk af sex á
laugardaginn, og geri aðrir betur. Þar
af var eitt úr vítaspyrnu, annað
markið. Aðeins Haukur Andrésson
komst á markablað heimamanna,
skoraði þriðja markið. Það var ekki
fyrr en Gróttupiltar höfðu í fimm
skipti þurft að hrista knöttinn úr
möskvunum að Árni Cuðmundsson
kom Gróttu á blað í seinni hálfleik.
Annars hitnaði heldur í kolunum þegar
líða tók á leikinn og voru menn mjög
ósáttir með úrskurði dómarans. Þar
meðeru Grindvíkingar orðnir efstir i B-
riðlinum, með 10 stig en næst kemur
Afturelding með 9 stig. Njarðvík hefur
daprazt flugið, er með 8 stig. Viðir
hefur 7, svo að hver leikur sem eftir er
verður að teljast úrslitaleikur.
Stjarnan — Vlflir, 2—7 (1 —5)
Stjörnupiltarnir skoruðu fyrsta mark
leiksins, þegar i byrjun. Daníel Einars-
son jafnaði fljótlega fyrir Víði með
hörkuskoti frá vítateig. Guðmundur
Jens Knútsson skallaði síðan laglega í
markið úr aukaspyrnu, 2—I. Guðjón
Guðmundsson lék skömmu síðar i
gegnum Stjörnuvörnina og skoraði
þriðja mark Viðis. Guðmundur Jens lét
ekki þar við sitja og bætti fjórða
markinu við fyrir hlé. Jónatan
Ingimarsson hélt Víði við efnið í seinni
hálfleik með þvi að skora fimmta
markið, eftir aukaspyrnu. Þá tóku
heimamenn við sér og skoruðu beint úr
miðju, sitt annað mark, en þvi svöruðu
þeir Daniel Einarsson og Pálmi Einars-
son með einu marki hvor áður en leik-
tíniinn rann út. Þrátt fyrir 15 mörk
gegn þremur i tveimur seinustu leikjum
er harla lítil von fyrir Víði að komast i
úrslitariðil 3. deildarinnar, en þeir eiga
erfiða leiki eftir, bæði við Grindavík og
Njarðvik á útivelli.
Afturelding - UMFN 2-1 (2-1)
„Fyrstu 15 mínúturnar voru svo
afleitar hjá okkur að engu var likara en
við hefðum aldrei leikið knattspyrnu
áður,” sagði einn Njarðvíkingurinn
eftir leikinn við Aftureldingu á laugar-
daginn. Á þessum tíma skoraði Aftur-
elding tvö mörk, gátu verið helmingi
fleiri, án þess að Njarðvikingar fengju
rönd við reist. Fyrra markið var skorað
úr vítaspyrnu á þriðju minútu og var
þar að verki Stefán Hreiðarsson. En
Afturelding lét ekki þar við sitja. Gísli
Bjarnason skoraði skömmu síðar
seinna mark heimamanna með góðu
skoti.
En smám saman fóru gestirnir að
jafna sig og ná tökum á leiknum.
Sigfús Sigfússon minnkaði muninn rétt
fyrir hlé með laglegu marki. Seinni
hálfleikur var þófkenndur framan af en
þegar líða tók á leikinn sóttu Njarðvik-
ingar mjög fast, án þess þó að geta
skorað. Vörn Aftureldingar og mark-
vörðurinn Rafn Thorarensen bægðu
jafnan hættunni frá og svo reyndist
skotfimi Njarðvíkinga ekki vera upp á
marka fiska í leiknum. -emm.
Staöan í riðlinum er nú þessi:
Grindavík 6 5 0 1 14- -5 10
Afturelding 6 4 1 1 13- -6 9
Njarðvík 6 4 0 2 15- -6 8
Víðir 6 3 1 2 21- -10 7
Grótta 6 1 2 3 8- -13 4
Stjarnan 6 1 0 5 6- -21 2
Hveragerði 6 1 0 5 5- -21 2
C-riðill
Skallagrfmur — Snæfell 2—111—1)
Ekki vitum við meira um þennan leik
en að heimamenn skoruðu sigurmarkið
úr vítaspyrnu 5 mín. fyrir leikslok.
Höfðu gestirnir þá áður brennt af víta-
spyrnu og er það annað vítið, sem
forgörðum fer í tveimur leikjum hjá
Snæfelli.
Bolungarvfk — Reynir 6—0
Reynisliðið er það áberandi lakastá í
þessum riðli og átti aldrei möguleika
gegn Bolungarvík. Mörk heimaliðsins
skoruðu Jóhann Ævarsson 2, Sigurður
Guðfinnsson 2 og Svavar Ævarsson I.
Ekki vissi heimildarmaður okkar hver
gerði sjötta markið.
Reynir — HÞV 0—7 (0—5)
„Varalið Skagamanna” HÞV, sem
er skipað að miklu leyti strákum af
Akranesi er ekki hafa fengið náð fyrir
augum meistaraflokksins þar, fór létt
með Sandara í þessum leik og liðið á nú
möguleika á sigri i riðlinum. Fyri hálf-
leikurinn var alger einstefna og reyndar
sá seinni einnig en mörkin í honum
urðu ekki nema tvö. Mörkin skoruðu
Sæmundur Viglundsson 2, Gunnar
Gíslason 2, Elías Viglundsson l, Daði
Halldórsson I og síðan potaði þjálfar-
inn, Andrés Ólafsson, einu í netið.
Bolungarvfk — Víkingur, Ól. 2—1
Bolvíkingar komu verulega á óvart í
þessum leik og báru sigurorð af gestun-
um, sem fyrir upphaf mótsins voru
taldir með sterkasta liðið i riðlinum.
Annað virðist nú vera að koma í ljós.
Það voru þeir Jóhann Ævarsson og
Sigurður Guðfinnsson, sem skoruðu
mörkin fyrir Bolvíkinga en leikmenn
Víkings vöktu helzta athygli fyrir kjaft-
brúk og athugasemdir í garð dómara.
Staðan í riðlinum er nú þessi:
Skallagrimur 6 4 2 0 21—8 10
HÞV 5 3 l I 15—5 7
Víkingur 5 I 3 I 15—6 5
Bolungarvík 5 2 l 2 13—10 5
Snæfell 3 0 I 2 2—6 I
Reynir 4 0 0 4 3—34 0
D-riðill
Lerftur — Árroðinn 0—2 (0—0)
Ekki ber nú öllum saman um gang
mála í þessum leik. Heimamenn segja
Árroðann aðeins hafa fengið tvær
skyndisóknir og skorað úr báðum en
heimildarmaður DB segir sigur Árroð-
ans hafa verið mjög sanngjarnan.
Hvað sem því líður skoruðu þeir Haf-
berg Svansson og Baldvin Þór mörkin.
Mark Baldvins þótti einkar glæsilegt.
HSÞb — Magni 2-1 (1-0)
Magni var mun betri aðilinn segir
okkar maður en öllum ber víst saman
um að leikurinn hafi verið óhemju
grófur og dómarinn lítil tök á honum
haft. Að sögn Mývetninga gekk
Magnús Jónatansson, þjálfari Magna,
grimmast fram í baráttunni og ku nú
þrír vera óvígir eftir hann. Einn rif-
beinsbrotnaði, annar nefbrotnaði og sá
þriðji sér ekkert vegna heiftarlegs
glóðarauga á öðru auganu. Voru
Mývetnir.gar óhressir með framkomu
Magnúsar i leiknum ekki --izt vcgna
þess að hann er þjálfari jafnframt þvi
að leika með. Tvö víti fóru forgórðum
— eitt hjá hvoru liði, er staðan var
orðin 2—I.
Fyrst brenndu heimamenn af víti en
siðan fékk Magni færi á að jafna.
Magnús Jónatansson tók vitið en skaut
framhjá. Annars voru það þeir Jónas
Þór Hallgrímsson og Arni Bogason,
sem skoruðu fyrir heimamenn en
Hringur Hreinsson fyrir gestina.
-GS/-SSv.
KS — Leiftur 1—2 (0—1)
Leiftur kom stórlega á óvart með þvi
að sigra KS á þeirra eigin heimavelli.
KS sótti miklu meira en náði ekki að
skapa sér nein veruleg færi í leiknum.
Leifturmenn beittu að sjálfsögðu
Leiftursóknum og unnu sigur.
Guðmundur Garðarsson skoraði bæði
mörkin en Jakob Kárason fyrir Sigl-
firðingana.
Staðan í riðlinum er nú þessi:
Árroðinn 4 2 2 0 8—5 6
HSÞb
KS
Magni
Leiftur
E-riðill
Efling — USAH 5-3(1-21
Eins og tölurnar gefa til kynna voru
Húnvetningarnir sterkari i fyrri hálf-
leiknum en heimamenn tóku öll völd i
þeim síðari. Þórarinn lllugason skoraði
þrennu fyrir Efiingu og Guðmundur
Jónsson bætti tveimur við. Fyrir gest-
ina skoraði Hafþór Gylfason 2 og
Guðjón Rúnarsson 1.
Tindastóll — Reynir 2—0 (1 —0)
Markvörður heimamanna, Sigurjón
Elíasson varði eins og hetja í þessum
leik og Tindaslóll fór með sigur af
hólmi. Björn Sveinsson skoraði bæði
mörkin og var sicurinn mjög sann-
gjarn. .(;s.
Staðan í riðlinum r ihi þcssi:
Tindastóll 4 4 0 0 9—0 8
Reynir 4 3 0 I 9—4 6
Efling 4 2 0 2 6—14 4
USAH 4 l 0 3 5—8 2
Dagsbrún 4 0 0 4 2—5 0
F-riðill
Huginn — Leiknir 2—1(1—01
Þetta var nokkuð jafn leikur en
Seyðfirðingar voru þó öllu sterkari
aðilinn. Það var Þorgeir Þorgeirsson er
fékk fyrsta tækifæri leiksins en skot
hans hafnaði í stöng í fyrri hálfieikn-
um. Guðjón Harðarson kom siðan
heimamönnum yfir með hörkuskoti af
stuttu færi um miðjan hálfleikinn.
Ekki voru nema 5 mín. eða svo
liðnar af síðai hálfieiknum er Leiknis-
menn jöfnuðu metin. Svanur Kárason
fékk þá fallega sendingu frá Helga
Ingasyni og skoraði örugglega. Eftir
markið sóttu Leiknismenn mjög í sig
veðrið en síðan skoruðu heimamenn á
nýjan leik. Var þar Þorgeir Þorgeirsson
að verki. Eftir markið gerðist fátt
markvert en það var helzt slök dóm-
gæzla sem setti mörk sín á leikinn.
Sindri — Einherji < 0—7 (0—4)
Þetta var ærið undarlegur leikur.
Strax á upphafsmínútunum fengu
heimamenn vitaspyrnu. Albert
Eymundsson tók hana en lét Magna,
góðan markvörð Einherja, sem áður
lék með Þrótti Neskaupstað, verja
frá sér. Við þetta virtist allt lol't úr
Sindramönnum og gestirnir röðuðu inn
mörkunum. Sigurinn þótti e.t.v. í held-
ur stærra lagi en sanngjarn var hann
engu að síður. Gisii Davíðsson skoraði
2 mörk og það gerði Steindór Sveinsson
einnig. Kristján, bróðir Gísla, og
Ingólfur, bróðir Steindórs, bættu hvor
sinu markinu við og það sjöunda átti
þjálfarinn Einar Friðþjófsson úr víta-
spyrnu.
Hrafnkell — Valur 9—4 (6—2)
„Voru andskotans mennirnir að
leika handknattleik?” varð einum
áhangenda Hrafnkels að orði er honum
bárust fregnir af leiknum. Hafði hann
ekki komizt á völlinn vegna vinnu
sinnar en ætlaði ekki að trúa sinum
eigin eyrum er hann heyrði tölurnar.
Heimaliðið kontst i 5—0 i lyrri halt-
leiknum og þar með var spilið búið.
Gestirnir héldu i við þá það sem eftir
lilði leiktímans en heldur þótti
ntönnum seint af stað farið.
Þorvldur Hreinsson, fvrrum leik-
maður Aftureldingar, skoraði 3 marka
Hrafnkels og þeir Helgi Pétursson og
Sverrir Guðjónsson tvö hvor. Einar
Birgisson skoraði eitt og þjálfarinn,
Ársæll Kristjánsson, fyrruni Þróttari,
skoraði eitt markanna. Fyrir Valsmenn
skoruðu þeir Hallgrimur Sigurðsson 2,
Gústaf Ómarsson I og Magnús
Guðmundsson úr viti. .ys.
Staðan i riðlinunt er nú þessi:
Einherji 5 5 0 0 23—1 10
Huginn 5 3 2 0 11—7 8
Leiknir 5 3 0 2 8—7 6
Hrafnkell 5 2 12 14—16 5
Sindri 6 2 13 6—15 5
Súlan 5 113 5—7 3
Valur 7 0 16 9—23 I
Fræknustu hlaupasystur USA
Þessar stæðilegu stúlkur rákumst
við á í bandarísku tímariti fyrir
skömmu. Þetta eru fjórar systur, sem
eru einhverjar þær spretthörðustu i ger-
völlum Bandaríkjunum. Þær vöktu
fyrst verulega athygli á skólamóti i San
Bcrnadino i Kaliforníu i fyrra er þær
gerðu sér litið fyrir og hlupu 4x400
metra boðhlaup á 3:44,1 mínútu. Þær
heita Denean 15 ára, Tina 16, Sherri 17
og sú elzta er hin 18 ára gamal Artra.
Þær systur eiga sér tvö eldri syst-
kini sem aldrei hafa nálægt iþróttum
komið en foreldrarnir voru báðir mikið
í iþróttum og mamman á enn skólamet i
einhverju fylkinu ásamt systur sinni og
tveim frænkum en þær hlupu einmitt
4 x 400 metra boðhlaup. Það met er nú
að nálgast 20 ára aldurinn.
Að sögn föður þeirra, sem
jafnframt er þjálfari þeirra systra
hefur Denean, sú yngsta, me
möguleikana á að verða sterl
hlaupari þvi hún hefur enn tima til
þroskast. „Eina vandamál okkar
það að við höfum ekki lengur rúm fy
alla verðlaunagripina," segir pabbi
og brosir.