Dagblaðið - 09.07.1980, Side 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1980.
Útvarp
23
Sjónvarp
Nýr útvarpsþáttur HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? - kl. 20 í kvöld:
Ólympíuleikamir og
andófíð í austurvegi
—til umræðu ífyrsta þættinum
„Þetta er fréttaskýringaþáttur
fyrir ungt fólk um mál sem eru ofar-
lega á baugi,” sagði Bjarni P.
Magnússon í samtali við DB. Hann er
annar umsjónarmanna nýs útvarps-
jiáttar, Hvað er að frétta?, sem hefur
göngu sina i kvöld kl. 20 og verður
vikulega á dagskrá í sumar. Hinn um-
sjónarmaður þáttarins er Ólafur Jó-
hannsson.
í þættinum í kvöld verður þátttaka
íslendinga i ólympiuleikunum í
Moskvu tekin til umræðu, svo og
andófsmál í austurvegi almennt. Til
viðræðu stendur til að fá Agúst
Ásgeirsson blaðamann, Ingu Jónu
Þórðardóttur, formann íslenzku
andófsnefndarinnar, Svein Björns-
son forseta ÍSI og Hannes Hólmstein
Gissurarson.
-GM.
Frá iipptiiku þáltarins Hvað er að
frétta?
HREYFING HINNA REIÐU—útvarp kl. 21,10 íkvöld:
Barátta fyrir umbótum
í geðheilbngðismálum
Þrir islenzkir sálfræðinemar i Dan-
ntörku, Andrés Ragnarsson, Baldvin
Steindórsson og Sigriður Lóa Jóns-
dóttir, hafa tekið saman dagskrárþátt
l'yrir útvarp unt geðheilbrigðisntál
þar í landi. Nefnist þátturinn
Hreyfing hinna reiðu og fjallar um
baráttu fyrir umbótum á þessu sviði
heilbrigðismála.
Þátturinn hefst kl. 21.10 og er 35
mínútur i flutningi.
- GM
SPÖRÐ
HÉÐAN 0G
ÞAÐAN
Erfitt er að skrifa þennan dálk í
dag. Eftir samvizkusamlega hlustun á
alla dagskrárliði útvarps i gærkvöldi
og raunar i allan gærdag situr litið
eftir. Var þá ekkert í útvarpinu? Jú,
sitt iitið af hverju. Sparðatiningur
héðan og þaðan sem næsta litið átti
sameiginlegt og gerði litið til að
fjörga hlustendur og gera þeim
þolanlegt aðsitja inni i bliðunni.
Eini þátturinn sem hafði hressilegt
yfirbragð var hinn nýi þáttur um
vinnumarkaðinn. Áreiðanlega þarfur
þáttur og lítur út fyrir að ætla að
verða góður.
Honum fylgdi söngur fráeinhverri
finnskri tónlistarhátið. í þvi atriði
fóru smekkur minn og tónlistar-
deildar útvarpsins sinn í hvora áttina.
Sungið var vel, það verð ég að viður-
kenna, en lögin voru að mínu mati
ömurleg.
Gunnlaugur Þórðarson kom þar á
eftir með erindi um yfirgang
„frænda” okkar Norðmanna yftr
okkur sem aðra. Gott erindi en í þvi
var ekkert að finna sem ekki hafði
komið fram i fjölmiðlum áður.
Sigurður Björnsson kom þar næst
á dagskrá og söng Hönnu litlu og
önnur íslenzk lög. Meira hvað tón-
listardeildin hefur gaman af slíkum
lögum.
Þar á eftir kom lestur einhverrar
kvöldsögu sem i mínum eyrum var
óskiljanlegur, ef til vill af því að ég
hafði ekki heyrt fyrri lestra. Dag-
skránni lauk svo með seinni hluta
leikrits sem ég hafði ekki heldur heyrt
fyrri hlutann af. Ég gafst upp og setti
.plötu á fóninn.
Þegar ég setti svo bifreið mina í
gang i morgun var verið 'að leika
uppáhaldslagið hennar Ragnheiðar
Ástu, Hvem kan segla för utan vind.
Leikið í nær hverju einasta morgun-
útvarpi hennar. -DS.
Sigmar B. Hauksson segist vera i hlutvcrki „producers” i útvarpsþætti i kvöld. Hvað
ættu menn að kalla það á íslenzku? Tillögur eru vel þegnar.
DB-mvnd Ari.
KJARNIMÁLSINS - nýr útvaipsþáttur
kl. 22,35:
Eru vísindi og
listir andstæður?
Kjarni málsins heitir nýr út-
varpsþáttur„sem hefur göngu sína í
kvöld og verður á dagskrá vikulega i
sumar. Umsjónarmenn eru Emir
Snorrason sálfræðingur og Sigmar B.
Hauksson sem hlustendum er kunnur
af Morgunpósti útvarpsins.
„Ernir hefur veg og vanda af
þættinum,” sagði Sigmar í samtali við
DB. „Mitt hlutverk er það sem í út-
löndum er nefnt „producer” og er það
nýmæli hjá útvarpinu að skipta þannig
störfum með mönnum.”
Efni þáttanna eru „þungir mála-
flokkar”, eins og Sigmar komst að'
orði; þ.e. álitamál eins og: Eru vísindi
og listir andstæður? sem rætt verður í
fyrsta þættinum, og „tvöfalt siðgæði”
sem rætt verður síðar i suntar.,, Mál
þessi verða skoðuð á þröngum grund-
velli, ekki breiðum,” sagði Sigmar.
í fyrsta þættinum í kvöld ræðir
Ernir Snorrason við þau Brynju Bene-
diktsdóttur leikstjóra og Valgarð Egils-
son lækni og spurningin er sem fyrr
segir: Eru vísindi og listir andstæður?
-GM.
Viltu breyta
til?
Við aðstoðum
Hárgreiðslustofan
TURKIS
Langholtsvegi 17.
Sími 34979
Bfldshöfða 16 - SIMI81530