Dagblaðið - 18.07.1980, Síða 2

Dagblaðið - 18.07.1980, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980. 2 r Erlendir veiðimenn hertaka íslenzkar ár: „íslendingar geta ekki lengur veitt eigin iax” Gunnar Bender skrifar: Nú þegar þessi grein er skrifuð er hið margumtalaða útlendingatímabil að ganga í garð. Það er einmitt í upp- hafí þessa mánaðar sem hinir erlendu veiðimenn koma hingað til lands í kippum. Og um leið leggja þeir undir sig flestallar okkar beztu ár. Þær helztu sem hinir erlendu veiðimenn stunda veiðar sínar í eru: Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Norðurá, Grímsá, Þverá, Hítará, Haffjarðará, Hauka- dalsá, Laxá I Dölum, Vatnsdalsá, Víðidalsá, Miðfjarðará, Laxá í Aðal- dal, Selá, Hofsá og Sogið. Það eru ekki margar ár eftir handa landan- um. Og þessar sem eftir eru, eru nú sumar hverjar ekki merkilegar. Það þarf ekki lengur að fara í neinar graf- götur um það að hinir erlendu pen- ingamenn eru búnir að hertaka allar okkar beztu ár. Þó svo að sumir vilji ekki fyrir nokkurn mun viðurkenna það. Þessa menn munar ekkert um að koma hingað með einkaþotum, með sitt þjónustulið. En hvers vegna sækja þessir menn svo mikið hingað sem raun ber vitni? Ástæðurnar eru margar. Landið okkar hefur margt uppá að bjóða. Það er virkilega fallegt við árnar okk- ar. Það er nóg af fiski ennþá. Hvað sem seinna verður. Menn geta eytt límanum hér án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óþægindum. En hvers vegna veiða þessir herrar ekki bara heima hjá sér? Heldur en að vera að eyða stórum fjárfúlgum í þetta sport hér? í heimahögum þess- ara yeiðimanna (sumra) hefur lax- veiðin minnkað svo mikið að menn standa agndotja yfir ástandinu. Þetta á fyrst og fremsi við árnar í Kanada og Bandaríkjunum, þar sem nánast hefur skapazt neyöarástand, einfald- lega vegna þess að þar hefur allt farið úr skorðum. Laxinum er mokað upp með óhóflegum hætti. Netin sem lögð eru fyrir laxinn, eru óteljandi. Vegna skorts á laxi i heimahögum ei - lendra veiðimanna hafa þeir sótt hingað i ennþá ríkari mæli. Það er sem sagt búið að eyðileggja allnr beztu árnar. Þess vegna eru peningarnir engin fvriisiaða, þó veiðileyfin séu dýr í áiiinn hér. EN HVAÐ SKYLDl DAGURINN KOSTA í ÍSLENZKRI Á FYRIR ÚTLENDING? Það verð liggur án efa ekki á lausu. Þess vegna hafa seljendur þessara leyfa leitt það hjá scr að svara þessari spurningu, sama hvað væri í boði. Hér kemur dæmi um þetta. f bændablaðinu Frey 23. tölublaði er mjög inerkilegt viðtal við formann veiðiféhigs Víðidalsár. Þar er Björn spuröur að því hvað dagurinn kosti fyrir útlendinga. Og hvert skyldi svarið vera við þessari spurningu? Það er þetta venjulega. ,,Nei, ég hef ekki yfirlit yfir það, hvað reiknast fyrir veiðileyftð og hvað fyrir aðra þjónustu. Þessir menn kaupa gjarnan viku hver hópur.” Þetta er svarið sem alltaf er látið flakka þegar þessari spurningu er varpað fram. Að formaður veiöi- „Verðið hefur verið sprengt upp svo engu tali tekur. Fjöldi veiðimanna heltist úr lestinni á ári hverju,” segir Gunnar Bender meðal annars i bréfi sínu. félagsins viti ekki hvert verðið er, er hreinasta blekking. En það er bara þegjandi samkomulag að segja ekki neitt. Fólkið í landinu má ekkert frétta. Það gæti fengið rangar hug- myndir um hag bænda í þessu landi, sem standa í þessum „bransa”. Viðtal þetta við Björn fer fram þegar á að vera búið fyrir löngu að reikna útverðiðádeginum. Útlendir veiðimenn hafa meira að segja flutt sölu á veiðileyfum út fyrir landsteinana. Um 20% veiðileyfa í ís- lenzkum ám eru seld erlendis. Það er ekki nóg að erlendir veiðimenn hafi hertekið allar okkar beztu ár. Þeir hafa líka flutt sölu á veiðileyfum út fyrir landsteinana, þar sem er brask- að með þau. Það hlýtur að vera kominn tími til að stjórnvöld fari að athuga þessa jötu. Ekki okkar land? En hverjir verða að líða fyrir þetta? Auövitað fólkið í landinu sem hefur ekki lengur efni á að leyfa sér þann munað að skreppa í lax. Og skyldi engan undra þegar dagurinn i venjulegri á er kominn í 80—100 þús- und. Þess vegna getur fólkiö ekki látið þetta eftir sér þó svo að fólkið ætti raunverulega að eiga forkaups- réttinn að veiðileyfunum á sann- gjörnu verði. En þetta er bara ekki svona einfalt og verður líklega ekki breytt nema fjöldinn þrýsti á. Stein- grímur Hermannsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra lét á sínum tíma stofna nefnd til að athuga að- stöðu íslenzkra stangveiðimanna til að fá aögang að laxveiði j landinu og hvort veiðileiga og afnot erlendra manna hér á landi séu þess eðlis að ís- lenzkir veiðimenn fái aðgang að lax- veiðiám landsins svo sem eðlilegt má teljast. En hvort þessi nefnd er til ennþá er einmitt spurningin stóra. Að minnsta kosti hefur nýr landbúnaðar- ráðherra tekið við. Og áhugi hans á að innlendir veiðimenn komist i ár sínar hefur verið mjög takmarkaður. „Landið er sameign” stendur ein- hvers staðar. Það er liklega kominn tími til að athuga hvað við erum að gera. Landið er ekki söluvara. Veiði- maður einn sagði mér harmsögu sina fyrir skömmu. Núna á þessu sumri gæti hann ekki rennt fyrir laxinn. Gæti líklega ekki horfið á vit náttúr- unnar. Einfaldlega vegna þess að hann hefði ekki efni á að renna fyrir þennan dýra fisk. Fjölskyldan yrði að ganga fyrir. Þetta er eitt fjölda dæma um þá sem hætta að veiða laxinn, vegna þess að útlendir veiðimenn eru búnir að hertaka flestar beztu árnar sem við eigum. (Eigum að nafninu til). Verðið hefur veriö sprengt upp svo engu tali tekur. Fjöldi veiðimanna heltist úr lestinni á ári hverju. Og þeim fjölgar ef ekkert verður gert til að stemma stigu við þessu ástandi. Sölumennskan á landinu okkar gengur ekki lengur. Það er líka ekki sanngjarnt gagnvart þeim fjölda fólks sem stundar þetta sport sér til skemmtunar en ekki til að verða fyrir verulegu fjárhagstjóni. Á nákvæm- lega sama tíma og Björn Lárusson skilur ekki fólkið sem langar til þess að renna fyrir Iaxinn greiðir þetta fólk stórar fjárfúlgur til bænda í formi niðurgreiðslna. Þess vegna væri ekki annað en sanngjarnt að fólkið sem vildi renna fyrir laxinn, fengi það. Þetta er nú einu sinni okkar land og okkar ár. Eða er það ekki Björn? Bezti veiðitíminn fer sem sagt til ónýtis vegna þess að hinir útlendu veiðimenn hafa tekið hann. Þessi tími stendur yfir núna og mun standa fram í miðjan ágúst. En þá hverfa þessir veiðimenn á braut en koma svo aftur ef ekkert verður gert til að stemma stigu viö þessu . . . Raddir lesenda Það þýðir litið að liggja á flautunni þegar bilarnir komast ekki áfram og getur beinlinis verið hættulegt að dónii bréfritara. Óþolinmæðin í umferðinni: Stöðugt flaut getur valdið slysum Ólöf Sigurjónsdóttir hringdi: Mikil slysaalda hefur dunið yfir okkur síðustu daga og vikur. Er ég var á ferðinni á bil mínum i umferð- inni í gær (mánudag) skildi ég satt að segja af hverju að minnsta kosti hluti þessara slysa stafar. Ég þurfti að staðnæmast á 5 stöðum við gatnamót til þess að komast inn á götur. í öll- um tilfellum var flautað á mig af næsta bil, sem var í öllum tilfellum sá sami. ökumanni hans mátti þó ljóst vera að ég komst ekki inn á göturnar fyrr en ég fór. En óþolinmæðin var svo mikil að rautt Ijós eða óréttur skipti engu máli. Þetta endaði með því að ég stöðvaði bíl minn og vatt mér að þessum umrædda ökumanni og spurði hvort það hefði ef til vill veriö eitthvað sem hann átti vantalað við mig. Ekki sagði hann svo vera þannig að greinilegt var að þarna var eingöngu um óþol að ræða. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem slikt hendir mig. Einu sinni fyrir jólin hvellsprakk á bil mínum á Miklubrautinni þar sem ógerlegt var að koma honum útaf. Á meðan ég var að fást við að skipta var flautað á mig, kölluð að mér ókvæðisorð og annað slíkt. Það er ekki furða þó fólk lendi í slysum þegar óþolinmæðin er svona óskapleg. í eitt skipti af þessum fimm sem ég nefndi að gerzt hefðu í gær var ég rétt búin að aka af stað á rauðu Ijósi vegna þess að mér fannst eins og mér hefði orðið eitthvað á. Hefði ég gert það hefði ég ugglaust lent í slysi og borið alla ábyrgð á því, ekki sá sem á mig flautaði. Ragnarvill jafnréttið: En ekki af hugsjón uðu” verið mestmegnis (ef ekki ein- Aldis Buldvinsdótlir skrifur: Það er gleðilegt, að aðstæðurnar skuli fá í hendur manni Alþýðu- bandalagsins það tækifæri að standa á rétti litilmagnans. Enda kominn tími til, að þeir rísi undir merkjum. Hingað til hefur þetta ,,að brúa bilið milli þeirra hæst- og lægsllaun- Laufey Jakubsdóttir hrlngdi: Mig langar að skora á séra Auöi Eir að gefa kost á sér til biskupsemb- ættis og um leið að skora á alla presta að kjósa sér hana sem biskup. Hygg göngu) notað sem beita í atkvæða- söfnun, og þá af öllum fjórum flokk- unum. Þvi hefur það furðað mig og um leiö skapraunað, að þrátt fyrir þetta snobb fyrir slíkum slagorðum, skuli launahækkunin alltaf hafa þurft að ganga upp allar tröppur ég að slikt myndi verða í fyrsta sinn i heiminum sem kona yrði kjörin bisk- up og væri slikt ekki minna frásagn- arefni en það, að nú eigum við konu sem forseta. launastigans. Þrálát spurning sækir á hugann: Hvernig stendur á því að þetta hróplega óréttlæti skuli alls staðar vera við lýði í hinum vestræna „menningarheimi”??? En nú hefur fjármálaráðherra vor, Ragnar Arn- arlds, krafizt gólfs og þaks í launa- málum BSRB — þótt ástæðan mætti vera önnur en hún er. Nefnilega yfir- standandi kreppu- og verðbólguþjóð- félag sem knýr fram þessar breyting- ar af sparnaðarástæðum, en ekki hugsjónin, um að allir fái að vera jafnir Enda væri það líka óraun- hæft, því eins og einhvers staðar segir: „Sósíalistar gætu hugsanlega unnið sigur, en ekki sósialisminn, AUÐIEIR SEM BISKUP Ríkið hafnar kauplið BSRB-gagntilboðsins: Launakröf ur BSRB kosta ríkissjóð 21 milljarð — segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra ® ...r__MiAif „Nú. þcgar isueða vu nl *A Ktli að umningar v«ru á lokiMigi. kcmur samningincfnd BSRB mcfl krOfur um slðrfdldar bctnar Uuna hrckkanir, scm nem» 17—27% hjá 97% féUgsmanna BSRB.” scgir Ragrur Amalds fiármálaráðherra I yfirlýsingu um gagntilboð BSRB, scm frá hefur veiifl grdnl. Tdur fjármálaráflhcrra, afl bráfla- birgðaniflurslafla, sem náðat hafi um margv'uleg réttindamál hafi rtnikga vcrið skihn svo, að hún v«ri hluti af hetldarsamkomuUgi rikisins og BSRB. Þverl ofan i viflrreflur um að bdnar launah*kkanif hljðti »0 takmarkasi vifl neðri hlula Uunaslig- ans sé nú krafirt launahckkana, sem nemi rúmlega 19% meflalhaekkun Uuna. Miflað vifl samnmga um sltkar haekkanir á Uun allra slarfsmanna rikisins þýðir þdu aukin úlg)öldum2l milljarö króna. Til samanburöar bendir hann á. •ð aöalkrafa ASl s* um 5% Uunahckkun ásamt gölfi og þaki t visitðlu. Krðfur BSRB séu margfalt hcrri cn nokkur rlkuMjórn geú umþykkl við rlkjandi aðMrður „Samninganefnd BSRB genr auk þcss kröfu til þess, að ekkert hámark vetöi á vlsitolubótum tii hálauna- manna. dns og rikiutjómin hafði gerl tillðgu um,” scgir I yftrlýsingu ráðhcrra Telur ráðherra framkomna >f- stðöu BSRB óvcnta, og bendi hún lU þess, að fdagsleg tettindamál séu minna. mdtn af samntnganefnd samtakanna. Sú hlið málsins þurfi nú umratðu við térstaklega. en Ijósl st að rikið hljóei að hafna algeriega kaupiið I tUboði BSRB. -BS. sem mundi hsetta að vera til um leið og sigurinn væri unninn.” Nú er bara óskandi að þjóðarskút- an haldi áfram að sigla hraðbyri til andskotans, og það gerir hún örugg- lega svo lengi sem hver launahópur heldur áfram að heimta sitt. Þá eigum við kannski von á að forvígis- menn annarra stéttarfélaga taki Ragnar Arnalds sér til fyrirmyndar. V

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.