Dagblaðið - 18.07.1980, Side 4
4
DAGBLAÐÍÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980.
„Okkar svæði er norðanvert
Snæfellsnes, Dalasýsla og vestur í
Þorskafjarðarbotn,” sagði Sigurður
Rúnar Friðjónsson mjólkursamlags-
stjóri í 'Búðardal er DB ræddi við
hann fyrir skömmu. „Samlagið nær
því til þéttbýlisstaðanna á Snæfells-
nesi og að Reykhólum á Reykjanesi.
Mjólkursamlagið i Búðadal tók á
móti 3 milljónum lítra á sl. ári. Af þvi
magni fer um 45% i ney/lu, en úr
afgangnum er unninn ostur. Við
erum með nokkuð stóra ostagerð og
fyrir utan mjólkina sem berst hingað
höfum við fengið mjólk frá Borgar-
nesi.
Við framleiðum eingöngu gouda-
osta 17—26% sem áður voru kallaðir
30—45% feitir. Ég held að okkar ost-
ar hafi líkað mjög vel. Mikil stjórnun
er á hráefninu og prufur teknar
reglulega. Sýni eru bæði athuguð hér
og einnig send til Mjólkursamsölunn-
ar í Reykjavík. Mjólkursamlagið í
Búðardal er á umráðasvæði Mjólkur-
samsölunnar í Reykjavík.
Samlagið hefur mikla þýðingu
fyrir atvinnu hér á svæðinu. Ef kvót-
inn frægi kæmi á fullu hér sérmaður
ekki hvernig fer. Staðurinn hér bygg-
ist eingöngu upp á þjónustu við land-
búnaðinn. Það er ljóst, að ef niður-
JÓNAS
HARALDSSON
- rætt við Sigurð
RúnarFrið-
jónsson,
mjólkur-
samlagsstjóra
Ostagerðin er sérsvið Mjólkursamlagsins í Búðardal:
SÉ EKKIHVERNIG FÆRIEF
KVÓTINN FRÆGIKÆMIST Á
Átöppun neyzlumjólkur I Búðardal. Neyzlumjólkin er hagkvæmasta söluvara
samlagsins.
DB-myndir: Jónas Haraldsson.
skurður verður hjá bændum, þá
hefur það mikil áhrif á atvinnuna hér
í plássinu, jafnvel hjá kaupfélaginu,
sem er hér með stórt og nýlegt slátur-
hús.
Það er númer eitt að jafna árs-
tíðasveifluna í framleiðslunni. Sveifla
þessi er talin í nágrannalöndum
okkar um 30%. Hér er hún 100—
120% og á landinu fer hún upp í
150%. Hægt er að hafa meiri stjórn á
því, hvenær kýr eru kelfdar og
þannig má ráða því með nokkru
öryggi hvenær þær bera.
Fimm bílar eru notaðir hjá
samlaginu. Þrír tankbílar sækja
mjólk til framleiðenda og tveir bílar
keyra mjólkina út og sjá um alla
aðdrætti. Þá má geta þess að hér í
samlaginu er framleitt smjör fyrir
heimamenn, eða u.þ.b. tonn á
mánuði. Aðrar slíkar vörur eru
Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstjóri I Búðardal.
keyptar frá Osta- og smjörsölunni og
öðrum búum.
Ákveðið samstarf er á sölusvæði
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík.
Slíkt er mjög jákvætt og sérhæfing
búanna hlýtur að verða almenn og
kemur í veg fyrir tvöfalda eða marg-
falda framleiðslu. Sölusvæði
Mjólkursamsölunnar nær frá Lóma-
gnúpi ogí Þorskafjarðarbotn.
Við leggjum mikla áherzlu á
okkar eigin neytendur hér heima.
Þeir eru okkar beztu viðskiptavinir.
Hagkvæmast fyrir okkur er að selja
neyzlumjólkina. Þá losnum við við
birgðasöfnun og peningar fást strax
fyrir afurðimar.
Birgðasöfnun er þó hverfandi
vandamál hjá okkur miðaö viö búin
norðanlands. Þar fara allt að 80%
mjólkurinnar beint í vinnslu. Það er
þar sem fyrst og fremst þarf að skera
niður.”
-JH.
Eldri borgarar af Snæfellsnesi og Dölum í sumarleyf i í Sælingsdal:
...og unglingamir kenna
gamla fólkinu diskódansa
—spenna í Laugaskóla á kosninganótt
öldruðu fólki á Snæfellsnesi
og í Dalasýslu var I sumar gefinn
kostur á að dvelja að Lauga-
skóla I Sælingsdal, þarsem rekn-
ar eru sumarbúðir gamla
fólksins á sumri hverju. Rauði
krossinn í sýslunum sér um
þetta höfðinglega boð sem er
vel þegið af hinum eldri.
Fréttaritari DB í Búðardal,
Anna Flosadóttir, leit inn í
sumarbúðirnar á kosninga-
nóttina. Þá var þar nýkominn
seinni hópur sumarsins. Mikil
spenna ríkti á staðnum því þar
eins og annars staðar var setið
yfir kosningatölunum.
Þó ekki séu allar nætur
kosninganætur hefur eldra fólk-
ið nóg við að vera í sumar-
Kldri borgararnir sem dvöldu I Laugaskóla á kosninganóttina biðu spenntir cftir úr- dóttir, Grundarfirði og Magnús Jóhannsson, Grundarfirði. öll voru þau búin að
slitum. Á myndinni eru Lárus Danielsson frá Brekku, Elin Guðmundsdóttir, Bæ, Sig- kjósa.
riður Halldórsdóttir, Orrahóli, Hrefna Jóhannesdóttir, Búðardal, Bára Hallgrfms- -DB-myndir: AF, Búðardal.
Böðvar Bjarnason smiður frá Ólafsvik
hafði komið sér fyrir við útvarpstækið.
Hann ætlaði ekki að missa af kosninga-
tölunum.
búðunum. Kvöldvökur eru á
hverju kvöldi og eru þe.r flutt
erindi, spilað og sungið og síðan
dansað af hjartans lystfram eftir
nóttu. Börn og unglingar, sem
einnig dvelja í Laugaskóla í
sumarbúðum, koma þá og
kenna gamla fólkinu nýjustu
diskódansana og gamla fólkið
þeim gömlu dansana í staðinn.
Má ekki á milli sjá hvor
hópurinn ernámfúsari.
-DS/A.F. Búðardal.