Dagblaðið - 18.07.1980, Síða 8

Dagblaðið - 18.07.1980, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980. Iran: LOFA AÐ VERNDA KAÞÓLSKA SKÓLA — en páfi ekki fullviss um efndir — landamærin aftur opnuð Stjórnvöld í íran hafa dregið til baka fullyrðingar sínar um að þar verði öllum kaþólskum skólum lokað. Tilkynning þessa efnis var gefin út í fyrradag og orsökin sögð vera sú að tengsl kaþólskra skóla við Ísraelsríki hefðu komizt upp. Bani Sadr forseti hefur í orðsendingu til Vatikansins í Róm sagt að afskipti byltingarvarða af skólunum muni nú hætta og ekki verða tekin upp aftur. Samkvæmt heimildum í Róm eru ráðamenn í Vatikaninu ekki að fullu sannfærðir um hvort treysta megi orðum forsetans.Getur verið að sögn að sú ákvörðun verði tekin að loka kaþólskum skólum i fran. Landamæri frans voru aftur opnuð snema í morgun. Höfðu þau þá verið lokuð í tvo sólarhringa. Sú lokun var í kjölfar meintrar bylt- ingartilraunar. Meðal annars var ætl- unin að ráða Khomeiní trúarleiðtoga af dögum. Koma átti í veg fyrir að byltingarmenn kæmust úr landi. Byltingarverðir halda enn skóla- byggingu í Teheran þar sem einn hinna kaþólsku skóla er til húsa. Þar stunda um það bil eitt þúsund og átta hundruð manns nám. Byltingarverðir hafa sakað starfsmenn skólans um að hafa tengsl við ísrael auk þess sem þeir eru ásakaðir um að neyta áfeng- is. Menntamálaráðuneyti irans til- kynnti í gær að ætlunin væri að loka öllum trúboðsskólum ílandinu. Æðstu stjórnvöld hafa þó enn ekki fallizt á þær fyrirætlanir. Margir kaþólikkar í íran óttast að innrás byltingarvarðanna í skólann í Teher- an sé upphafið að alvarlegri ofsókn- um á hendur þeim landsmönnum sem eru kaþólskrar trúar. .m ■■■ • ; .;■:-:■ ■ V,'- ■ ■ MmMmm Bella Center I Kaupmannahöfn. Myndin er af nokkrum ráðstefnugesta I kaffi- stofunni. Mikil kvennaráðstefna stendur nú i Kaupmannahðfn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Rúmlega þrjú þúsund konur, viðs vegar að úr veröldinni, funda nú f Erlendar fréttir Pólland: Herinn grípur inn í verkföll í Lublin Aukinn mannafli og tæki frá pólska hernum hafa verið send til borgarinnar Lublin vegna verkfalla þar. Heimildir um þetta eru frá andstæðingum pólsku stjórnarinnar í landinu. Bólivía: Herinn tekur öll völd og Bandaríkin stöðva hern- aðaraðstoð Forseti Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu sagði af sér í gærkvöldi og hefur afhent her landsins öll völd. Tilkynning um þetta barst I gærkvöldi frá hernum. Þetta er bylting númer 189 í sögu Bólívíu. Hefur herinn lýst kosningarnar sem fóru fram hinn 29. júní síðastliðinn ólöglegar vegna þess að þar hafi verið brögð i tafli. Sigur- vegari þeirra kosninga var Hernan Siles Suazo sem sagður er vinstri maður. Yfirmenn flughers, flota og landhers Bólivíu hafa nú tekið öll æðstu völd í sínar hendur, að því er segir í til- kynningu hersins. Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að öll hernaðaraðstoð við Bólivíu hafi verið stöðvuð. Með því vilja ráðamenn i Washington sýna and- úð sína á byltingunni. Moskva: Drukknar ólympíuopnun / regni og deilum? Ólympíueldurinn kemur í dag til Moskvu en ólympíuleikarnir verða formlega settir á morgun. Ekki er þó Wst að takist að koma öllu heim og >aman fyrir þann tíma. Miklar deilur eru uppi um fyrirkomulag fréttasend- inga frá leikunum og einnig eru uppi raddir um alls konar mótmælaað- gerðir einstakra keppnismanna frá vestrænum ríkjum. Veðrið hefur einnig sett strik I reikninginn. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en afhenda átti ólympíueldinn formlega í aðsetri æðstu stjórnar Moskvuborgar var óljóst hvort nokkuð yrði sjónvarpað frá setningu leikanna á morgun til vestrænna sjónvarpsstöðva. Bandaríkjamenn hafa einnig haldið uppi hörðum mótmælum gegn fyrirætlunum um að fáni þeirra verði hafinn að húni í Moskvu. Getur það valdið einhverjum erfiðleikum ef svo verður ekki þar sem næstu leikar eiga að verða í Los Angeles og við slit ól- ympíuleikanna er ólympiufáninn af- hentur fulltrúa þeirrar borgar sem næst á að halda þá. Miklar rigningar hafa gengið yfir skipuleggjendur leikanna að það kunni að draga eitthvað úr þeim fjölda sem koma mun til setningarat- hafnarinnar á morgun. Búið er að haida lokaæfinguna fyrir opnunina á Leninleikvanginum í Moskvu. Var hún í gær. Þar voru hundruð lög- reglumanna, sem lokuðu öllum að- gangi að vellinum á meðan æfingin stóð yfir. Varð það til þess að margir erlendra fréttamanna urðu ókvæða við þar sem þeim var meinað að komast að tækjum sínum. í það minnsta ein vestræn sjón- varpsstöð hótaði því í gær að hætta við allar fréttasendingar frá ólympíu- leikunum vegna þess að ekki fékkst leyfi til að sjónvarpa frá lokaæfing- unni á setningarathöfninni í gær. Fulltrúar Eurovision, samtaka evr- ópskra sjónvarpsstöðva, hafa haldið marga fundi með sovézkum emb- ættismönnum. Hefur nú verið fallizt á að sjónvarpsstöðvunum verði út- veguð myndaf æfingunni. Um það bil fjögur þúsund þátttak- endur verða á ólympíuleikunum í Moskvu þrátt fyrir að íþróttamenn frá sextíu löndum hafi ekki mætt til leiks. Opnunarathöfnin verður vafa- lítið ekki eins tilkomumikil og oft áður. Tuttugu þeirra þjóða sem taka þátt í leikunum að þessu sinni hafa á einn eða annan hátt gefið til kynna að lið þeirra muni nota tækifærið við opnunarathöfnina á morgun til þess að mótmæla hernaðaraðgerðum Sovétríkjanna í Afganistan. Sumir hópar iþróttamanna munu ekki mæta við athöfnina, aðrir munu ekki ganga inn á leikvanginn undir fána þjóðar sinnar eins og venja hefur verið. í stað þess er ætlunin að gengið verði undir fána með merki ólympíu- leikanna — fimm samföstum hringj- um. Hinn nýkjörni forseti alþjóða ól- ympíunefndarinnar, Juan Antonio Samaranch, vinnur nú að því að reyna að tryggja nokkurn veginn snurðulausa framkvæmd ólympiu- leikanna í Moskvu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.