Dagblaðið - 18.07.1980, Side 9

Dagblaðið - 18.07.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980. 9 Ronald Reagan í Detroit: í GEGNSÆRRI GERVIVERÖLD Ronald Reagan, fyrrum fylkis- stjóri í Kaliforníu og þar áður kvik- myndaleikari, var formlega valinn frambjóðandi Repúblikanaflokksins, sem frambjóðandi til forsetakjörs í gærkvöldi. Kosningarnar verða hinn 4. nóvember næstkomandi. Nærri fjögur þúsund háværir og fagnandi flokksmenn fögnuðu honum við lok flokksþingsins, sem staðið hefur í Detroit, bilaborginni miklu, síðustu fjóra daga. Blásið var í horn, hrópað og kallað, stokkið og veifað. Repúblikanir eru nú sagðir sannfærðir, um að tækifæri þeirra til að fá forseta Bandaríkjanna kjörinn úr sínum röðum sé rétt handan við hornið. Sjálfur var Ronald Reagan hress í bragði þegar hann ávarpaði þingið. Varð hann að gera nokkurt hlé á ræðu sinni vegna fagnaðarlátanna. — Brosti frambjóðandinn breitt og 'hafði á orði að nú loksins væri hann farinn að finna fyrir eðlilegum kosningaanda. Ronald Reagan réðst á Jimmy Carter Bandarikjaforseta og stefnu hans. Kaliaði hann framkvæmd stefnu Carters gegnsæja gerviveröld Hvatti hann alla Bandaríkjamenn til þess að sameinast í baráttunni fyrir nýjum og betri heimi. Hann sagði síðan að stefna hans væri sú að öllu ætti að miða fram á við en engan ætti hins vegar að skilja eftir í sömu sporum. —Ég mun ekki horfa aðgerðalaus á hina miklu þjóð, Bandaríkja- menn, tortíma sjáifri sér, sagði Reagan. Það er ekki sæmandi að stjórnvöld láti reka á reiðanum og þjóðin berist frá einni kreppunni til annarrarán þess nokkuðséaðgert. Þeir hittust fyrir nokkrum dögum, Valery Giscard d’Estaing forseti Frakklands og Frans Jósef Strauss kanslaraefni Kristilegra demókrata f Vestur-Þýzkalandi. Strauss var orðhvatur að vanda og rétt fyrir fundinn fullyrti hann að Sovétmenn tækju ekkert mark á kjarnorkubrölti Frakka. Hinir siðastnefndu urðu auðvitað fáir við þar sem þeir hafa lagt verulega á- herzlu á smiði kjarnorkusprengja og eru hreyknir af. Annars á Strauss sjálfur við þann vanda að etja að svo virðist sem of mörgum kjósendum getist ekki að honum. Rannsóknir virtra kynningarfyrirtækja benda til þess, að bezti kosturinn til að Strauss fái fylgi sé að sem fæstir sjái hann I eigin persónu eða mynd af honum. Verður þetta að teljast heldur óþægilegt fvrir manninn. Flórída: Kynþáttaóeirðir bíossa upp aftur Þjóðvarðliðar voru við öllu búnir í Flórída í Bandaríkjunum í gær- kvöldi. Lögreglan í fylkinu lýsti yfir útgöngubanni í hverfi svertingja í Miami. Kynþáttaóeirðir hafa brotizt þar aftur út eftir nokkurt hlé. Inn- ganga í hverfið er takmörkuð. Gripið hefur verið til þess að banna kaup og sölu vopna í Miami. Einnig er bannað að bera þau. Bann við sölu bensíns á bensínstöðvum nema beint á tanka bifreiða hefur aftur verið tekið upp í Miami. Fyrir nokkrum vikum bar mjög á því að búnar væru til eldsprengjur úr bensíni og flöskum. Er ætlunin að reyna að koma í veg fyrir þetta með bensínsölutakmörkunum. Hverfi svartra í Miami nefnist Liberty City. Þar eru nú um það bil fjögur hundruð þjóðvarðliðar í við- bragðsstöðu. Síðast kom til alvarlegra óeirða í Liberty City í maí síðastliönum. Þá létu átján manns lífið af völdum óeirðanna. Ekki er kunnugt um neitt manntjón að þessu sinni. Upptök óeirðanna nú voru að hvítur lögreglu- maður var særður skotsári þegar hann ætlaði að handtaka tvo karla, sem voru við innbrot í Liberty City. Talsmaður lögreglunnar í Miami sagði í gærkvöldi að nærri fjörutíu manns hefðu slasazt i óeirðum síðan á þriðjudaginn þegar þær brutust út aftur. Þar af eru sex lögreglumenn. I gær bar nokkuð á því að svartir unglingar réðust að lögreglumönnum eða köstuðu eldsprengjum að bif- reiðum hvítra manna. Sólarlandafarar, haldið við litnum. Ath.: 5 tíma kúr aðeins 15.000 — fimmtán þús- mi' VERIÐ ÁVALLT PANTIÐ VELKOMIN TÍMAÍ SfMA 10256 Daihatsu Charade 1979, silfurgrár. Sem nýr I útliti. Verö 4,5 millj. Scout árgerö 1974,6 cyl., beinskiptur, útvarp, rauður og hvitur að lit. Verð 4 millj. Skipti möguleg. Bí/asalan Skerfan Skeifunni 11 Símar 84848 — 35035 Alfa Romeo Júlietta árg. 1978, ekinn 24000 km, útvarp, segulband. Bill I sérflokki, litur Ijósblár. Mazda 616 árg. 1974, dökkgrænn, í úrvals ástandi. Verð 2,9 millj. Skipti möguleg. Chevrolet Caprice classic árgerð 1978, ekinn 29.000 km, sjálfsk. með velti- stýri, og rafmagni I rúðum og sætum. Einnig rafmagnslæsing. Upphækkaður á loftdempurum, hlifðarpanna. Útvarp og segulband. Glæsilegur bill. Mazda 929 station árgerð 1980, út- varp, litur vfnrauður. F.kinn aðcins 2500 km. Einn af þessum sem almennt fást ekki. Honda Civic árg. 1979, ekinn aðeins 1400 km. Vetrardekk. F.inn af þess- um vinsælu sparneytnu bllum. Bein- skipflir. Silfraöur að lit. Ford Mustang Mac 1 árg. 1973, sport- felgur, útvarp, V-8 351 cl. Sjálfskiptur, vökvastýri. Verð 4,8 millj. Skipti möguleg, góð kjör. Toyota Cressida árg. 1979, útvarp, segulband. Verð 6,3 millj. Volvo 244 DL árg. 1978. Sjálfskiptur. Verð 7,7 millj. BIAÐIÐ _______—frjálst, óháð-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.