Dagblaðið - 18.07.1980, Page 15

Dagblaðið - 18.07.1980, Page 15
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLf 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir út skai hún! J Kalott-keppnin háð í Reykjavík í ágúst glæsileg Toyota-bifreið „ í verðlaun hjá Keili um helgina The Viclory Toyota Cup golfkeppnin 1980 fer fram hjá Golfklúbbnum Keili á Hvaleyrarvelli dagana 19. og 20. júlf nk. Toyotakeppnin fer nú fram I tíunda slnn á Hvaleyrinni, og hefur Toyota-umboðið af þvi tilefni ákveðið að gefa bifreið af gerðinni Toyota Corolla 1980, að verðmæti 6,5 milljónir, f keppnina og skal hún ganga út. Ákveðið hefur verið, að sá : kylfingur sem slær næst holu á 5. eða 17. flöt i teighöggi skuli hreppa bifreiðlna. Fyrirkomulag Toyota keppninnar var fyrstu sjö árin öldungakeppni, en var breytt fyrlr 2 árum í flokkakeppni, þannig að keppt er i öldungaflokki, meistaraflokki, I., II. og III. fl. karla, kvennaflokki og unglingaflokki 16 ára og yngri. Laugardaginn 19. júli hefst keppnin kl. 18.00 og verður III. fl. karla ræstur út fyrst. Sfðan kemur II. fl. karla, ungllngarog kvennaflokkur. Sunnudaginn 20. júlf verður I. fl. karla ræstur út kl. 8.00, siðan öldungaflokkur og að siðustu meistaraflokkur karla. Leiknar verða 18 holur i öllum flokkum. Að vanda verða verðlaun hin veglegustu fyrir utan hina glæsllegu Toyota bifreið og eru þau sömuleiðis gefin af Toyotaumboðinu. Bifreiðin verður afhent komin til landsins, án söluskatts, en verður að öðru leyti skattfrjáls. Þátttökugjald f keppninni verður kr. 10.000. Vonast er eftir mikilli þátttöku i keppninni, og eru þátttakendur beðnir að skrá sig fyrir kl. 18 i dag í sima 53360. Heldur slakt á „friðarleikum” „Friðarleikarnir”, sem Bandarikjamenn efna til fyrir ýmsar þjóðir, sem ekki taka þátt í ólympíu- leikunum í Moskvu, hófust i Philadelphiu í gær- kvöld. Heldur slakur árangur náðist. Nagui Assad, Egyptalandi, sigraði i kúluvarpi með 19.69 m. Ian Pyka, USA,varpaði 19.58 m. Ben Plucknett, USA, sigraði f kringlukasti — kastaði 61.48 m en gamli ólympiumeistarinn A1 Oerter, USA, varð annar með 60.76 m. Billy Konchellah, Kenýa, sigraði i 400 m á 45.59 sek. Kasheff Hassan, Sudan, varð annar á 45.60 sek. og Bill Green, USA, þriðji á 45,79 sek. Renaldo Nehemiah, USA, sigraði i 110 m grinda- hlaupi á 13.31 sek. — langfyrstur. Don Paige, USA, sigraði í 800 m á 1:47.19 min. en Omat Kalifa, Sudan, varð annar á 1:47.27 min. Athyglisverður árangur náðist í spjótkasti Kinverjinn Chen Maomao sigraði með 89.14 m. James Walker, USA, sigraði i 400 m grindahlaupi á 48.6 sek., SteveScott, USA, í 1500 m á 3:40.19 min., Kip Rono, Kenýa, i 5000 m á 13:37.52 mfn., og Mel Lattany, USA, í 100 m hlaupi á 10.31 sek. Bæjarblaðið og ÍA með hjólreiðakeppni Á morgun fer fram hjólreiðakeppni á Akranesi og er það i fyrsta skipti að slik keppni er haldin þar í bæ i rúman áratug svo vitaö sé með vissu. Eru það Bæjarblaðs-stórveldið og íþróttabandalag Akraness er gangast fyrir keppni þessari. Nú þegar hafa um 40 manns skráð sig til þátttöku,, þar af einhverjir úr höfuðborginni. Keppnin mun1 hefjast kl. 13.30 við íþróttavöllinn og er keppendum skipt í aldursflokka. Verða farnar mislangar vega- lengdir i samræmi við hvern aldursflokk. Áhugasamir keppendur geta skráð sig á lögreglu- stöðinni og á ritstjórn Bæjarblaðsins, Vesturgötu 48. Nú fyrir skömmu gengust Keflvíkingar fyrir keppni í hjólreiðum og þótti hún takast vel. Virðist því augljóst að áhugi á hjólreiðum hefur aukizt mikið víða um land enda er orkukreppan að ganga af landsmönnum hálfdauðum. -SSv. — í annað sinn sem keppnin er háð hér á landi og íslendingar hafa sigurmöguleika. Aldrei verið með jafn-sterkt frjálsíþróttalandslið Hlupu rúma 100 km Laugardaginn 7. júnf sl. fóru félagar úr Umf. Baldri á Hvolsvelli i áheitahlaup. Var þetta i annað skipti sem slfkt hlaup fer fram á vegum féiagsins. Söfnuðu ungmennafélagar áheitum i Hvolhreppi, ákveðinni upphæð á hvern hlaupinn km. Hlaupið sjálft var nokkurs konar boðhlaup. Hver hlaupari hljóp eins langa vegalengd og hann gat og tók þá annar við. Hlaupið hófst á Hvolsvelli kl. 9 morguninn og lauk á Hvolsvelli seinnipartinn. Hlaupið var inn Fljótshlið og niöur að Dímon. Þaðan framhjá Hólmabæjum, Miðey, Lágafelli, Úlfsstöðum, Klauf, Eystri-Hól og allt að Ártúnum. Sfðan upp með Þverá að Dufþaksholti og endað á Hvolsvelli. Alls tóku 18 hlauparar þátt i hlaupinu. Voru þeir á aldrinum 21 árs og niður i 4 ára. Hlupu þeir að meðaltali 6,5 km hver. -ÖG Kalottkeppnin i frjálsum íþróttum fer fram í Reykjavik dagana 9. og 10. ágúst næstkomandi. Þetta er í annað sinn, sem keppnin fer fram á íslandi, en islenzkalandsllðið hefur tekið þátt í þessari ánægjulegu samvinnu viö: norðurhluta Noregs, Sviþjóðar ogj Finnlands siðan 1972 og hefur ávallt verið með síðan nema árið 1973. Finnar hafa verið mjög sigursælir í þessari keppni og altaf borið sigur úr býtum siðan ísland varð þátttakandi utan 1975, er keppnin fór fram i Tromsö, en þá sigraði íslands. Þó að ísland þreyti hér kapp við hluta áðurnefndra ianda, eins og tíðkast hjá mörgum löndum, er| íbúafjöldi þessara landshluta hvers fyrir sig meiri en íslands. Þessi viðureign hefur alltaf verið mjög skemmtileg og jöfn og er skemmst að . ^minnast keppninnar hér í Reykjavík 1976, þar sem baráttan var mjög hörð' j milli Finnlands og Islands, en lauk með , naumum sigri Finnlands. íslenzku |stúlkurnar báru þó sigurorð af þeim, Tinnsku. Keppendur og fararstjórn norrænui bræðraþjóðanna skipa á þriðja; hundrað manns og auk þess munu koma 70 áhorfendur frá Noregi til að hvetja sína menn, en norska liðið hefur verið í framför undanfarið og stundumj Heimsmet á stöng — Frakkinn Houvion bætti met landa síns í 5,77 m Frakkinn Philippe Houvion setti í gær nýtt heimsmet i stangarstökki — stökk 5,77 m á móti i París. Houvion er 22ja ára og bætti heimsmet landa sins Thierry Vigneron, 5,75 m, sem sett var 1. júnisl. j Á mótinu hljóp Bandaríkja- maðurinn Craig Virgin 1000 m á 27:29.16 min., sem er bezti tími, sem náðst hefur á vegalengdinni í ár. Heimsmet Henry Rono, Kenýa, er 27:22.05 min. sótt fast að íslenzka liðinu, sem alltafi hefur hlotið annað sætið, utan einu sinni, þegar ísland sigraði. Samvinna jaðarsvæða Norður- landanna hefur farið mjög vaxandi undanfarinn áratug, ekki aðeins á í- þróttasviðinu. Ferðir hafa verið skipulagðar af islenzkum ferða- skrifstofum á hverju ári og hefur farið fjölgandi með með ári hverju. Er vonandi að íslenzkir íþróttaunnendur kunni að meta þetta framtak Frjálsí- þróttasambandsins og fjölmenni á keppnina 9. og 10. ágúst, bæði til að hvetja íslenzka liðið og sjá skemmtilega viðureign. Watson og Trevino í efstu sætunum — á brezka meistaramótinu í golfi Bandarikjamennirnir Tom Watson og Lee Trevino höfðu forustu eftir fyrstu umferðina á opna brezka meistaramótinu i golfi, sem hófst í Muirfield á Skotlandi i gær. Báðir léku á 68 höggum, þrátt fyrir mjög slæmt veður. „Versta veður á mótinu síðan 1964,” sagði Jack Nicklaus eftir keppnina i gær. Hávaðarok og rigning. Nicklaus var ekki meðal hinna beztu í gær. Á 69 höggum léku Glenn Ralph, Bretlandi, Nick Faldo, Bretlandi, Vicente Fernandez, Argentinu, Mark Jones, Bretlandi, og Jack Newton, Ástraliu. Með 70 högg voru Mark Hayes, USA, Ben Crenshaw, USA, Sany Lyle Bretlandi, Ken Brown, Bret- landi og Gil Morgan, USA. Af öðrum árangri má nefna, að meistarinn frá í fyrra, Severino Ballesteros, Spáni, lék á 72 höggum. Tony Jacklin, Bretlandi, Tom Weiskopf, Manuel Pinero, Larry Nelson, USA og Simon Owen, Nýja- Sjálandi, léku einnig á 72 höggum. Einherji tapaði stigi á Reyöarfirði — en hefur leikið þess að fá Það var ekki að sjá, að það væru efsta og neðsta liðið i F-riðli 3. deildar, sem kepptu á Reyðarfiröi á miðvikudagskvöld. Það var jafnræði með liðunum og jafntefli í lokin, Valur 0 — Einherji 0. Sjötti leikurinn í röð, sem Einherji fær ekki á sig mark og þá er meötaiinn sigurleikur liðsins ^egn 1. deildarliði Keflavíkur á UIA-há- tíðinni á dögunum. Liöiö er i efsta sætinu. Reyðfirðingar stóðu fyllilega í Einherja á miðvikudaginn og fengu fyrsta tækifæri leiksins á 20 mín. Skotiö yfir af stuttu færi — en rétt á sex leiki í röð án á sig mark eftir björguðu Valsmenn naumlega. Á 48. mín. var dæmd vitaspyma á Val fyrir brot innan vítateigs. Einar Friðþjófsson, þjálfari Einherja, tók spyrnuna en spymti knettinum framhjá markinu við mikinn fögnuð áhorfenda. Nokkru síðar lék Pálmi, vinstri útherji Vals, upp kantinn og inn i vftateig. Skaut laglega á markið en Magni markvörður varði glæsilega. Beztu tilþrif leiksins. Jafntefli varð staðreynd og það voru nokkuð sanngjörn úrslit. Einherji hefur nú leikið í 540 mín. án þess aðfáásigmark. -VS. Guðmundur Þorbjörnsson, Val, jafnaði fyrir ísland, rétt fyrir leikslok. Vítakeppni þjálfaranna — þegar Súlan vann Hrafnkel í 3. deild Hrafnkell, Breiðdalsvik, tapaði á heimaveili i F-riðli 3. deildar á miðvikudag fyrir Súlunni, Stöðvar- firði, 2—4 eftir 0—0 í hálfleik. Það má segja að leikurinn hafi að nokkru verið vítaspyrnukeppni milli þjálfaranna. Ársæll Kristjánsson, þjálfari Hrafn- kels, fyrrum ieikmaður Þróttar, skoraði tvívegis fyrir lið sitt úr vita- spyrnunni. Súlan fékk eitt víti, Jens Einarsson, landsliðsmarkvöröur í handknattleiknum, sem þjálfar Súlu- menn og leikur i marki, skoraði úr vítinu. Hin mörk Súlunnar skoruðu Helgi Jensson og Óttar Ármannsson, tvö. -VS. Ali gegn Holmes — 2. október Það hefur nú verið ákveðið að Larry Holmes, heimsmeistarinn i þungavigt í hnefaleikum, verji heimsmeistaratitil sinn gegn Muhammad Ali, fyrrum heimsmeistara, hinn 2. október næst- komandi í Las Vegas. Fyrirhugað hafði verið að leikurinn yrði i Taipai með Rio de Janeiro og Kairo sem varastaöi en nú hefur öllu verið breytt hvað það snertir. Muhammad Ali er 38 ára og hefur ekki keppt síðan hann endur- heimti heimsmeistaratitilinn frá Leon Spinks 15. september 1978. Hann mun fá átta millljónir dollara fyrir leikinn við Holmes. Larry Holmes er 30 ára og hefur sigrað í öllum 35 leikjum sinum, sem atvinnumaður. Hann fær sex milljónir dollara fyrir keppnina við Ali. Bréf til íþróttasíðunnar: Magnamenn svara fyrir sig Grenivík 10.7. 1980. Við Magnamenn sjáum okkur ekki fært að láta ósvarað svivirðilegum skrifum um þjálfara Magna, Magnús Jónatansson, og aðra leikmenn liðsins í Dagblaðinu þann 9.7. 1980. Þar er sagt frá leik Magna og HSÞb sem fram fór 5.7. 1980. I grein þessari er aðallega fjallað um ósvifni og gróflega fram- komu leikmanna Magna, og þá sérstak- lega nefndur Magnús Jónatansson, bjálfari liðsins. Lítum nú á nokkrar staðreyndir: 1. „Að sögn Mývetninga . . .” Lið HSÞb á að vera í lamasessi eftirj þennan leik og þá aðallega vegna grófr- ar framkomu Magnúsar. Sá leikmaður HSÞb sem fékk högg á nefið fékk það ekki frá Magnúsi.heldur skallaði hann í: jhnakka Jóns Lárussonar. Hverjum er1 þar um að kenna? Magnamönnum ,,að sögn Mývetninga . . .”? Um rifbrotið vitum við ekkert, en hitt vitum við, aðsá sem „rifbrotnaði”: þurfti ekki að yfirgefa leikvöllinn. Siæmt brot það! Um þann mann sem meiddist í and- liti er þetta að segja: Boltinn kom hoppandi út af vítateigshorninu að hliðarlínunni. Magnús kom hlaupandi að línunni og HSÞb leikmaðurinn á eftir. Boltinn var ca á miðju læri Magnúsar og ætlaði hann að gefa bolt- ann fyrir markið. Þá kastar HSÞb leik- maðurinn sér niður og ætlaði að skalla boltann um leið og Magnús spyrnti., Boltinn var á milli andlits og fótar.j Allir vita að það er háskaleikur að' skalla niður. Hver var brotlegur? Dómarinn dæmdi ekkert á þetta atvik. 2. „öllum ber víst saman um að leik- urinn hafi verið óhemjugrófur.” Hvaða öllum? Hann var ekki grófari en það, að ekkert tiltal né spjald var gefið i leiknum. Nú spyrjum við: Er Magnaiiðið gróft lið? Á síðastliðnu ári fengu Magna- menn svokallaða Drago-styttu fyrir prúðmannlega framkomu á leikvelli, og það sem af er árinu í ár hefur eitt gult spjald verið gefið á leikmann Magna. Það sem kom fram um Magnús Jónatansson teljum við mjög ósann- gjarnt. Magnús hefur Ieikið 450 meistaraflokksleiki og aðeins fengið eitt gult spjald allan sinn ferii, og hlýtur það að vera einstakt afrek og sérstök framkomaáleikvelli. Fyrst Mývetningar sietta skyrinu er bezt að sletta á móti. í leiknum gerðist atvik sem ekki var minnzt á í Dagblað- inu. Annar iínuvörðurinn, Arngrímur Arngrímsson úr Mývatnssveit, dæmdi rangstöðu á Magna eftir að HSÞb hafði skorað sjálfsmark. Um leið og Arngrímur lyfti upp flagginu (þá lá boltinn í netinu) sagði hann: „Þeir hafa gott af því að tapa.” Þokkalegt það! Annað var það, að fyrir leikinn báðu Magnamenn formann Eilifs um bolta. Eftir margítrekaðar tilraunir kom vind- litill bolti 2 mín. fyrir leikbyrjun. Síðan, eftir að hafa leikið í 90 rfiín. á malarvelli og eftir átti að aka 150 km til Grenivíkur, komust Magnamenn ekki í sturtu tii að skola af sér svitann og „syndirnar”. Að lokum: Léleg þykja okkur vinnu- brögð Dagblaðsmanna í þessu tilfelli. Það er engin sanngirni í að leita upplýs-’ inga hjá öðrum aðila í tveggja máli, ekki sízt þegar svona er skrifað. En með birtingu þessarar greinar teljum við hlut okkar réttan. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Björgólfur Jóhannsson, Grenivik. Undirritaður vill benda Magna- mönnum á að hann ber alla ábyrgð á þeim skrifum er birtast í Dagblaðinu varðandi 3. deildina. Eins og Magna- menn sjálfir vita (sbr. nafnabrenglin öll á sinum tíma) er oft hætt við að upplýs- ingar fari eitthvað úrskeiðis. Þegar svo margir leikir eru unnir á jafn skömm- um tima og raun ber vitni. Ekki er allt- af hægt að hafa samband við báða aðila vegna timaskorts og svo vegna þess að greinarnar um 3. deildina eru iðulega unnar seint á kvöldin og oft á nóttunni. Undirritaður hefur til þessa ekld haft ástæðu til að rengja heimildarmenn sina i 3. deildinni og sá ekki ástæðu til þess i umræddu tilviki. Auðvhað vll oft koma upp missætti á milli leikmanna og féiaga og má þá stundum ekki sjá -gerlega hvor á sökina. Undirritaður vonar aðeins að slik „ranghermi” komi ekki fyrir aftur og að Magna- menn virði það að DB reynir eitt allra fjölmiðla að halda sambandi við 3. deildarliðin. -SSv. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 19 I) Sænski markvörðurinn bjarg- aði sænska liðinu frá tapi! — skrifa sænsku blöðin í morgun eftir jafnteflisleik Svíþjóðar og íslands í Halmstad í gær „Við vorum með okkar bezta lið — okkar beztu leikmenn, sem eiga að vera, á toppnum en samt var það aðeins stór- leikur markvarðarins Thomas Wernes- son frá Atvidaberg, sem bjargaði sænska landsliðinu i knattspymu frá tapi hér i Halmstad i gær gegn íslandi,” skrifar Hallandsposten I Halmstad í morgun um landsleik Svi- þjóðar og íslands í gær. Önnur blöð skrifa í svipuðum dúr — sænska liðið var heppið að ná jafntefli gegn íslandi. íslenzka liðið kom Svium mjög á óvart með góðum leik en gróf varnarmistök höfðu næstum fært Svium sigur á silfurfati. Guðmundur Þorbjörnsson jafnaði hins vegar fyrlr ísland i 1—1 rétt fyrir leikslok. „Þetta er í annað skipti á skömmum tíma, sem sænska landsliðið er mun lakara en mótherjinn i síðari hálfleik. Fyrst gegn ísrael í heimsmeistara- keppninni — nú gegn íslandi. Við skulum vona að þetta hafi aðeins verið slæmur dagur hjá sænska iandsliðinu í gær gegn íslandi — hjá sænsku liði, sem á að vera i toppæfingu. Fyrir aðeins tveimur dögum lék liðið úrvals- lið frá Halmstad sundur og saman og sigraði með 10—0 í æfingaleik. Nú var það aðeins frábær markvarzla sem bjargaði Svíum,” skrifar Hallands- posten ennfremur. Blaðið fer viðurkenningarorðum um íslenzka liðið — Ásgeir Sigurvinsson hafi verið aðalmaður í öllu en mest kom þó Janus Guðlaugsson á óvart að mati blaðamanna Póstsins. Hann hafi verið mjög jákvæður í öllu, sem hann gerði. Sendingar hans oft mjög snjallar. Marteinn Geirsson, fyrirliði, batt vörnina saman eins og herforingi og Þorsteinn Ólafsson kom á óvart í markinu. „íslenzka liðið i heild kom verulega á óvart og leikur þess í gær sýndi að íslenzk knattspyrna er á réttri leið. íslenzka liðið átti miklu betri tækifæri til að skora í leiknum,” skrifar Hallandsposten og öll skrif blaðsins eru mjög jákvæð fyrir íslenzka liðið. „Ég hafði varað Svía við þessum leik, — íslenzka liðið er miklu betra en úr- slitin gegn Noregi fyrr í vikunni gefa til kynna. Það er eins og íslendingar hafi eitthvert tak á Svíum í knattspyrnunni. Við höfum þrisvar unnið ísland með eins marks mun — einu sinni tapað og nú jafntefli,” sagði sænski landsliðs- þjálfarinn „Lappan” Arneson eftir leikinn. Hann viðurkenndi í sjónvarp- inu að íslenzka liðið hefði verið betra í leiknum — einkum og sér í lagi í síðari hálfleiknum. Þetta var fimmti landsleikur Svía í sumar. Sænska landsliðið hefur tapað fyrir Dönum og Sovétmönnum á heimavelli, unnið Finna úti og gert jafntefli við ísrael og ísland. Slakur árangur hjá liðinu að mati Svía. Frábærir strákar „Nú er ánægjulegt að vera formaður landsliðsnefndar. Þetta er bezti leikur, sem ísland hefur leikið um langt árabil. Við áttum að sigra Svíana,” sagði Helgi Daníelsson, formaður iandsliðs- nefndar og fyrrum landsliðsmark- vörður íslands (25 leikir), þegar Dag- blaðið ræddi við hann í gær strax eftir ieikinn. „Við lékum miklu betur en Svíar all- an síðari hálfleikinn og það var í al- gjöru ósamræmi við gang leiksins, þegar Svíar náðu forustu átta mínútum fyrir leikslok. Sorglegt mark — mikil mistök. Albert Guðmundsson var með knöttinn og engin hætta sjáanleg. Albert ætlaði að gefa knöttinn aftur til Þorsteins Ólafssonar markvarðar. Sendingin var hins vegar of stutt og Rudger Backe komst á milli. Náði knettinum og vippaði honum yfir Þor- stein í markið. Þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Guðmundur Þorbjörnsson, Ásgeir Sigurvinsson lék upp með knött- inn og inn í vitateig Svía. Var felldur þar gróflega en það er alltaf sama sagan með þessa dómara, sem dæma leiki íslands — vítaspyrna virðist ekki vera til í reglum þeirra, þegar ísland á í hlut. Ekkert dæmt en brotið á Ásgeiri var ekkert annað en vítaspyrna. Hins vegar hrökk knötturinn frá honum og sænsku varnarmönnunum með nokkrum heppnisbrag til Guðmundar Þorbjörnssonar, sem sendi knöttinn i sænska markið. Það var dýrleg sjón,” sagði Helgi, „og vissulega hefði það verið sorglegt ef við hefðum ekki fengið mark þarna.” „íslenzka liðið í heild var mjög gott — samstiilt heild og þetta er hreint frá- bær landsliðshópur. Ásgeir Sigurvins- son var að mínu mati bezti maður á vellinum — betri en sænsku leikmenn- irnir. Miklu meiri stíll yfir leik hans. Þá lék Örn Óskarsson mjög vel — barðist hreint stórkostlega. Janus Guðlaugsson var mjög sterkur og Þorsteinn öruggur í markinu. Annars er afar erfitt fyrir mig að hæla einum leikmanni íslenzka liðsins öðrum fremur. Þetta var fyrst og fremst leikur liðsheildarinnar — liðið lék taktiskt mjög vel. Héit boltan- um vel og samleikur í fyrirrúmi. örugg- lega bezti leikur íslands í háa herrans tíð — já, það er langt síðan við höfum náð slíkum landsleik. Liðið haföi undirtökin allan síðari hálfleikinn. Svíar voru betri í fyrri hálfleik án þess að ná nokkru sinni verulegri pressu — og síðari hálfleikurinn var stórgóður hjá okkur. Það var oft gaman að sjá til Péturs Ormslev, Fram — hann kom verulega á óvart. íslenzka liðið fékk mörg góð tækifæri og með smáheppni hefðum við átt að skora nokkur mörk,” sagði Helgi Daníelsson að lok- um. ísland fékk vissulega góð tækifæri í leiknum en átti v >ð erfiðan mann að eiga, þar sem inarkvörðurinn Thomas Wernesson var. Hann varði snilldar- lega frá Ásgeiri — og hreint á undra- verðan hátt frá Janusi á örstuttu færi. Einnig frá Trausta Haraldssyni, bak- Ásgeir Sigurvinsson, bezti maður á vellinum. verði, Guðmundi Þorbjörnssyni og fleirum. f heild ákaflega jákvæður leikur hjá íslenzka landsliðinu. Leikur, sem munað verðureftir — og landsliðs- þjálfarinn Guðni Kjartansson á þar ekki svo lítinn hlut að máli. íslenzku landsliðsmennirnir héldu frá Halmstad kl. átta að íslenzkum tíma í morgun áleiðis til Kaupmanna- hafnar. Flogið verður heim í kvöld — þó ekki komið fyrr en undir miðnættið. - hsím. r Ami Indriðason menntaskólakennari, fyrrum fyrirliði íslenzka landsliðsins: Handknattleiksíþróttin íhættu Nokkrum dögum áður en ársþing H.S.Í. var haldið í vor ritaði ég grein í Þjóðviljann til þess að vekja athygli á alvarlegu vandamáli, sem H.S.I. stendur nú frammi fyrir. Hér er átt við fjárhagslegan grundvöll sambandsins og stefnumótun næstu árin. Greinin I Þjóðviljanum varð ekki til þess að umræöur hæfust i blöðum eins og vonast var til. Ársþing H.S.Í. sýndi þó að umræða um málið er timabær og raunar bráð- nauðsynleg. Mikillar svartsýni gætir nú hjá handknattleiksfólki um fram- tíð þessarar íþróttagreinar og því afar mikilvægt að forysta H.S.I. taki á honum stóra sínum og móti af víðsýni og kjarki stefnu sambandsins næstu árin. Það yrði til óbætanlegs tjóns ef áðurnefnd svart- sýni næði að festa varanlegar rætur. í útvarpsviðtali eftir ársþingið fékk formaður H.S.Í. einstakt tækifæri til þess að gera hreinskilnislega grein fyrir hvaða vandamál blöstu við sambandinu í framtíðinni. En í stað þess að gera þetta og undirbúa sókn til átaka, kaus formaðurinn að gera sem minnst úr öllum vandamálum sambandsins. Þetta væri ekkert verra en undanfarin ár eða hjá fyrri stjórn- um sambandsins og þetta myndi áreiðanlega blessast allt saman. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að reynt sé að undirstrika það að hans stjórn hafi ekki staðið sig verr en fyrri ' Geir Hallsteinsson, markhæsti leikmaður islenzka landsliðsins, skorar i lands- leik. • stjórnir sambandsins. En það kemur málinu einfaldlega lítið við. Kjarni málsins er: hvernig standa málin nú, hver á stefnan að vera i framtíðinni og hvað þarf að gera til að fram- kvæma þá stefnu. Eitt af því, sem veldur vandræðum í þessum efnum er viðhorf stjórnvalda til íþrótta- mála. Það er svo augljóst sem verða má, að engin opinber stefna hefur verið mótuð sem hægt væri að fylgja eftir. Stefnuleysi er ríkjandi til ómetanlegs tjóns fyrir alla viðkomandi. Aðeins forríkar þjóðir hafa efni á slíku stefnuleysi og slíkri sóun, sem viðgengist hefur í þessum málum. Samanburður við Norður- lönd gerir okkur hreinlega hlægilega i þessu efni. Það verður þó að viðurkenna, að í einum þætti þessara mála hefur hið opinbera „gefið tóninn” ef svo má segja. Það er þegar upp koma afreks- menn í ákveðnum greinum. íslendingar hafa t.d. eignast tvo stór- meistara í skák, Friðrik Ólafsson og Guðmund Sigurjónsson. Þessir menn hafa komizt í hóp þeirra beztu i heiminum í sinni grein og hafa haldið uppi hróöri landsins víða um lönd á- samt efnilegum alþjóðlegum meisturum okkar. Þetta hefur hið opinbera kunnað að meta og styrkt stórmeistarana tvo svo að þeir gætu sinnt þessu áhugamáli sínu, æft og keppt, án þess að hafa verulegar áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni. Um það geta flestir verið sammála að þetta sé hið rétta og (nauðsynlegt til að Islandi fái haldið því áliti og þeirri virðingu, sem það hefur notið erlendis í þessari iþrótta- grein. Hið sama varð uþpi á teningnum, þegar Hreinn Halldórsson, hinn frækni kúluvarpari okkar, sýndi það og sannaði að hann var í hópi þeirra beztu í heiminum í kúluvarpi. Þá var aftur brugðist við og honum gert kleift að sinna æfingum af kappi um sinn og þótti öllum það sjálfsagt og jafnvel ekki nóg að gert. Í þessum tveimur greinum hafa íslendingar sýnt og sannað að þeir geta verið í hópi þeirra, sem lengst ná í heiminum. Ef nú litið er til handknatt- leiksins þá er það ekki ágreiningsmál að íslendingar hafa verið meðal fremstu þjóða í þeirri grein undan- farna áratugi. Þrátt fyrir það hafa viðbrögð stjórnvalda ekki orðið þau sömu og gagnvart hinum tveimur fyrrgreindu greinum. Þess sjást reyndar nokkur merki að við erum smám saman að dragast aftur úr öðrum þjóðum í greininni Það er ekki á mörgum sviðum, sem íslendingar geta vakið athygli á sér svo að umheimurinn taki eftir. Það verður því að gera allt til þess að við höldum okkar hlut gagnvart öðrum. Hin auknu ferðalög íslendinga und- anfarin ár hafa opnað augu manna fyrir því að útlendingar, jafnvel Evrópumenn, hafa oft rangar og niðurlægjandi hugmyndir um land og þjóð, ef þeir þá hafa yfirleitt nokkra hugmynd um okkur, sem er það versta. Engin þjóð hefur í raun efni á að gleymast í samfélagi þjóða. Liður til að vinna gegn því gæti verið að hefja handknattleikinn aftur til vegs og virðingar með þjóðinni, gera áætlun um að koma ísl. landsliðinu i hóp 8— 10 beztu landsliða heims og halda iþeirri stöðu. Ekki er verið að fara fram á það að landsliðsmenn í hand- knattleik verði launaðir árið um kring til að sinna íþrótt sinni, eins og stórmeistararnir eða kúluvarparinn. Hér er aðeins verið að fara fram á að H.S.Í. sé gert kleift að halda skamm- Ámi Indriðason. laust úti landsliði, sem getur átt öruggt sæti meðal 10 beztu landsliða i heimi i þessari grein. Það gengur ekki lengur að formaður H.S.Í. borgi úr eigin vasa milljónir í ferðakostnað i hvert sinn sem farið er í keppnisferðir til útlanda. Og það gengur ekki lengur að liðsstjórar þurfi að greiða ómældar fúlgur til þess að út- búnaður liðsins sé sómasamlegur. Og svona mætti lengi telja. Það er kominn tími til að mótuð sé ákv. stefna af framsýni og kjarki í hand- knattleiksmálum og henni sé svo fylgt eftir. Handahófsaðgerðtr t pessum efnum verða að víkja. Þær hafa ráðið ferðinni að mestu undanfarna áratugi og þess vegna er handknatt- leiksíþróttin á íslandi í hættu. Árni Indriðason.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.