Dagblaðið - 18.07.1980, Síða 25

Dagblaðið - 18.07.1980, Síða 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980. 29 PRISCILLA í FRAM- HALDSFLOKKI Priscilla Presley, fyrrum eiginkona rokksöngvarans Elvis heitins Presleys, hefur síðan maður hennar dó fengið fjölda tilboða um að leika i sjónvarps- þáttum og kvikmyndum. Það tilboðið sem mest laun fól í sér fyrir hana var að taka við af Shelley Hack í Englunum hans Kalla, þeim fræga framhalds- flokki. En öllu þessu hefur hún hafnað. Það var ekki fyrr en á dögunum að henni var boðið hlutverk i framhalds- flokki um dýralíf í Afríku að Priscilla sló til. Flokkurinn heitir Those Amazing Animals og auk Priscillu leika i honum þeir Burgess Meredith og Jim Stafford. Flokkurinn er að hluta tekinn i Afríku og mun það vera ein af á- stæðunum fyrir þvi að Priscilla tók hlutverkið að sér. Hún ku vera mjög hrifin af þeirri álfu og dýralífinu þar. Priscilla er nú orðin 35 ára og þykir alveg gullfalleg. Hvort hún er hins veg- ar góð leikkona kemur í ljós er flokk- urinn kemur á skjáinn. MATTHAU SKAMMAR FRÉTTAMENN Walter Matthau , bandaríski leik- arinn, jós úr sér skömmum í garð þarlendra sjónvarpsfréttamanna i gleðskap vestra á dögunum. „Enginn gagnrýnir þá,” sagði hann. „Hafið þið tekið eftir hversu margir af þeim eru misheppnaðir? Flestir eiga við málgalla að stríða eða þá að þeir gretta sig hroðalega. Flestir tala með röngu hljóðfalli.” Rétt hjá Matthau í veizlunni sat sá frægi fréttamaður Barbara Walters, sem einmitt hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir óvandað mál í sjónvarpsfréttum. Einn gest- anna móðgaðist fyrir hennar hönd og spurði hvernig Matthau gæti sagt svona hluti í hennar viðurvist. ,, Ég Fréttamaðurlnn Barbara Walters hef aldrei tekið eftir neinum mál- hefur hlotlð nokltra gagnrýni fyrir ó- göllum hjá henni,” sagði leikarinn að vandað málfar I fréttaskýringum sín- bragði. um. Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 - Simi 15105 trlO sjpmrQ «/* Vönduð dönsk hústjöld. Verð frá kr. 188 þús. , 6 ára reynsla hérlendis. Viðgerða- og varahluta- þjónusta. Kynnizt þeim af eigin raun og skodið þau uppsett að Tjafdbúdum, Geithálsi vió Sudur/andsveg - Sími44392.**** uppsett aí jþL „Sjáðu, égermeð tréfót” Ted Kepnedy, sonur Edwards Kennedys öldungadeildarþingmanns í Bandaríkjunum, hefur unnið sér virðingu margra er hann ferðaðist um með föður sínum í kosninga- baráttu hans fyrir forseta- embættinu þar vestra. Teddy þótti afar aðlaðandi og baráttuþrek- ið var mikið. Meðal annars heimsótti hann sjúkrahús þar sem hann hitti fyrir þennan litla dreng. Snáðinn hafði lent í bílslysi fyrir tveim mánuðum og neitaði að gera tilraun til þess að ganga. „Ekkert mál,” sagði sonur þing- mannsins. „Sjáðu bara, ég er með tréfót”. Og svo dró hann upp buxnaskál- ina og sýndi tréfótinn sem hann fékk fyrir hálfu átt- unda ári er fóturinn var tekinn af honum vegna krabbameins. Snáðinn, sem er 7 ára, horfði á þetta af mikilli athygli og tveim dögum siðar var hann farinn að labba um allt. Gripið simann gerið góð kaup Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.