Dagblaðið - 18.07.1980, Side 27

Dagblaðið - 18.07.1980, Side 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980. ÚI Útvarp 31 Sjónvarp i NÝÚTVARPSSAGA: MORÐ ER LEIKUR EINN - útvarp kl. 22,35: Trúir ekki sögum um fjöldamorð —en fer að rannsaka málið þegar gamla konan deyr á dularfullanhátt Þeir sem gaman hafa af spennandi reyfurum aettu ekki að missa af nýrri útvarpssögu sem hefur göngu sína i kvöld kl. 22.35. Það er sagan Morð er leikur einn, sem fyrst kom út í Bretlandi 1938 undir nafninu „Murd- er is easy”. Höfundurinn er sjálf drottning sakamálasagnanna Agatha Christie. „Þetta er ein af svokölluðum sveitaþorpssögum Agöthu sem aðdá- endur hennar kannast vel við,” sagði Magnús Rafnsson, sem þýðir bókina og les í útvarp, i samtali við DB. Hann kvað þráð sögunnar á þá leið að maður nokkur væri á leið heim til Englands eftir langar fjarvistir er- lendis. Hann hittir í lestinni gamla konu sem segir honum þá sögu að fjöldi manna hafi verið myrtur að undanförnu. Hann heldur fyrst að þetta sé tómt rugl í kerlingunni, en þegar hún lætur sjálf lífið í umferðar- slysi á dularfullan hátt fer hann á stúfana til að grennslast fyrir um hvað hæft kunni að vera í sögu hennar. Lestrarnir verða alls átján. -GM. Agatha Christie, „drottning sakamála- sagnanna”, er höfundur nýju útvarpssög- unnar sem byrjar i kvöld. SÍDDEGISTÓNLEIKAR — útvarp kl. 16,20: Fjölbreytt klassísk tónlist Á síðdegistónleikum í útvarpi kl. 16.20 í dag verður leikin fjölbreytt klassísk tónlist: Björn Ólafsson og Wil- helm Lanzky-Ottó leika Systurnar í Garðshorni, svítu fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal; Vladimir Ashkenazy leikur á píanó Fjórar etýður op. 39 eftir Sergej Rakhmaninoff; Wendilin Gaertner og Richard Laugs leika Klarí- nettusónötu í B-dúr op. 107 eftir Max Reger. Síðdegistónleikar þessir eru i eina klukkustund. -GM. Meðal þeirra sem í he.vrist á siðdegistón- leikum útvarpsins er Vladimir Ashke- nazy. DB-mynd Árni Páll. Föstudagur , 18.júlí 7.00 Vcdurfregnir. Fréltir. Tónlcikar 7.20 Bæn. 7.25 Tónlcikar. I»ulur vclur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. tútdr.l Dagskrá Tónleikar. 8.55 Mselt mál. Fndurtckinn þáttur Bjarna Einarssonar frá kvöklinu áður 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ása Ragnars dóttir hcldur áfram að lesa söguna ,5umar á Mirabellucyju" cftir Björn Rönningen i þýó íhga Jóhönnu bráinsdóttur (4). 9.20 Tónlcikar. 9.30 Tilkynningar. Tónlcikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfrcgnir. 110.25 „£g ntan það enn”. Skcggi Ásbjarnarson sér um þáttinn. Aðalcfm: Brot úr bcrnsku- minningum Ágústs Jósclssonar. 11.00 Morguntónleikar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12 45 Veðurfrcgnir. Tilkynningar. Tónldkasyrpa. Dans- og dægurlög og iétt klassisk tónlist. 14.30 Mlódcgissgan: „Ragnhildur” cftir Pctru Fiagcstad l.arscn. Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi F.liasson Iestl4) 15.00 Popp. Vignir Sveinsson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síðdcgistónleikar. Björn Ólafsson og Wilhelm Lan/.ky Ottó leika ..Systumar i Garðshorni”. svitu fyrir fiðlu og þianó cftir Jón Nordai / Vladimir Ashkenazy leikur á pianó Fjórar etýöur op. 39 eftir Scrgej Rakhmaninoff / Wendilin Gaenner og Richard Laugs leika Klarínettusónötu í B dúr op. 107 cflir Max Rcger. 17.20 Litli harnatíminn. Nanna Ingibjörg Jóns dóttir stjórnar barnatima á Akurcyri. 17 40 Lesin dagskrá næstu viku. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Vcðurfregnir Dagskrá kvöklsins. 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.45 Tilkynningar 20.00 Þetta vil ég heyra. Áður útv. 13 þ.m. Sigmar B. Hauksson talar viö Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld. sem vclur sér tónlist til flutnings. 2115 Fararheiltl. Þáttur um útivtst og fcrðamál i umsjá Birnu G. Bjarnlcifsdóitur áður á dagskrá 13. þ.m. 22.00 „Sónata per Manuela” eftir Lcif Þórarins son. Manuela Wiesicr leikurá llautu. 22.15 Veðurfregnir. Frétlir. Dagskrá morgundagsins. j 22.35 Kvóldsagan: „Moró cr leikur einn” eftir Agóthu C'hristie. Magnús Rafnsson byrjar leslurþýðingarsmnar. /23 00 Djavsþáttur i umsjá Jóns Múla Árna sonar. y 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld. DB-mynd Árni Páll. ÞETTA VIL ÉG HEYRA - útvarp kl. 20,00: Spjallað við Gunnar Reyni Þeir sem misstu af spjalli Sigmars B. Haukssonar við Gunnar Reyni Sveins- son tónskáld sl. sunnudag ættu að leggja við hlustir þegar þátturinn verður endurtekinn í útvarpi kl. 20.00 í kvöld. Milli santræðna þeirra Sigmars og Gunnars verður leikin tónlist sem Gunnar Reynir hefur valið. -GM. BARNATÍMI—útvarp í fyrramálið kl. 11,20: y SAGT FRA FJÖL- BREYTTRISTARF- SEMIVINNUSKOL- ANS í KÓPAV0GI — starfskynningu, fomleifauppgreftri, íþróttamóti, sveitaferð og félagslíf i Barnatimi Valgerðar Jónsdóttur er á dagskrá útvarpsins kl. 11.20 í fyrra- málið — fjölbreyttur að vanda. Þátt- urinn ber yfirskriftina Þetta erum við að gera, og eru það 15 ára nemendur úr Vinnuskóla Kópavogs sem taka efniðsaman. Þátturinn hefst á því að fjögurra manna strákahljómsveit skólans, Óróagaurarnir, leikur lög. Síðan rekur hvert atriðið annað: Rætt er við Einar Bollason forstöðumann skólans um starfsemina i sumar og Adolf J. Petersen um náttúruminjar í Kópavogi. Tveir nemendur flytja leikþátt sem þeir nefna Kaffitíminn. Viðtöl eru við tvo flokksstjóra vinnu- skólans, Lindu Gisladóttur söngkonu og Sigurð Þorsteinsson. Þá er fjallað um starfskynningu sem vinnuskólinn hefur beitt sér fyrir í sumar og sagt frá heimsóknum á nokkra vinnustaði. Sagt er frá sveita- ferð skólans og skógræktarferð og fornleifauppgreftri sem einn flokkur nemenda stendur fyrir í Digranesi. Enn fremur segir frá kvikmynd sem nemendur gera um starfsemi vinnu- skólans og loks er greint frá félagslif- inu og iþróttamóti sem staðið hefur yfir í allt sumar á vegum vinnuskól- ans. Þátturinn er 40 mínútna langur. -GM. Valgeröur Jónsdóttlr umsjónarmaður barnatimans.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.