Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 1
Klórgasnotkun í frystihúsum víöa um land
*****..
sjá bls. 7
6. ÁRG. — LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 — 162. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022.
Fóðurbætisskatturinn:
ALAGNINGIN BROT A FRIÐ-
HELGIEIGNARRÉTTARINS?
— lögmaður kjúklingabænda kannar grundvöll fyrir málshöfðun vegna yfirfærslu eigna
kjúklingabænda á aðrar búgreinar
„Það hefur komið til tals að höfða
mál vegna álagningar fóðurbætis-
skattsins þar sem þar gæti verið um
brot á friðhelgi eignarréttarins að
ræða,” sagði Hilmar Ingimundarson
hrl. í samtali við DB en hann hefur
tekið að sér að kanna þessi mál fyrir
hönd hagsmunafélags kjúklinga-
bænda. „Hér er um það að ræða að
yfirfærðar eru eigur kjúklingabænda
yflr á aðrar búgreinar með álagningu
skattsins,” sagði Hilmar, en á þeim
forsendum mun hann byggja máls-
höfðun sína ef til kemur.
Vildi Hilmar ítreka að ekki hefði
verið afráðið um málshöfðun ennþá,
málið væri í athugun og óvíst hvað
gert yrði.
-BH
iríálst
úháð
daumað
Skrúðganga í sumarblíðunni
Litskrúðugur hópur krakka á aldrin-
um 6—12 ára setti skemmtilegan svip á
bæjarlíf Reykjavíkur í blíðviðrinu um
miðjandagígær.
Krakkarnir, sem eiga heima í Bú-
staðahverfi, hafa að undanförnu verið
á námskeiði hjá Æskulýðsráði Reykja-
víkur og fengizt við sitt af hverju. Þeim
fannst tilvalið að ljúka námskeiðinu
með því að gera sér dagamun og fundu
upp á því snjallræði að fara grímu-
kiæddir i skrúðgöngu um miðbæinn
Með í förinni voru borðar sem þau
höfðu sjálf gert og báru áletranir eins
og Friðum fluguna! eða Brosið!
Vegfarendur virtust kunna vel að
meta þessa tilbreytingu og var krökk-
unum óspart klappað lof í lófa.
-GM
miklum andlitum úrhópnum.
DB-myndir: Ragnar Th.