Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980. Sænsku blöðin um landsleikinn í fyrrakvöld: „Sænska knattspyman getur ekki verið svona léleg” — sagði sænski landsliðsþjálfarinn um leik íslendinga og Svía „Laban biður afsökunar: Við vorum mjög lélegir.” Þannig hljóðar fyrirsögnin í sænska blaðinu Göte- borgs-Posten í gær á umsögn um landsleik íslendinga og Svía í fyrra- kvöld, en Laban er nafn sænska landsliðsþjálfarans í knattspyrnu. Blaðið hefur ennfremur eftir honum: ,,Ég er ákaflega vonsvikinn, við vorum blátt áfram lélegir. 1 síðari hálfleik gengu næstum allar send- ingar okkar til mótherjanna, næstum allt mistókst. Sænska knattspyrnan getur ekki verið svona léleg eins og þessileikursýndi.” Blaðið rifjar upp 1:1 gegn Luxem- bourg og 1:1 gegn ísrael, en telur þessa frammistööu algjöran botn hjá sænska liðinu. „Áhorfendur roðnuðu af skömm er Svíar fengu sitt ódýra mark og mönnum létti er íslendingum tókst að jafna,” segir blaðið ennfremur. GP. segir að Ásgeir Sigurvinsson hafi verið beztur í liði fslands, „Sigurður Halldórsson var betri en Ralf Edström og Tor- björn í skallaboltunum og sænski annarrar deildar leikmaðurinn örn Óskarsson tók Torbjörn Nilsson al- gjörlega úr umferð,” segir GP. Blaðið bendir á, að Svíar hafi ekki á að skipa öllu betra liði í dag og mark- vörður þess hafi bjargað sænska landsliðinu frá tapi. Aftur á móti sé það umhugsunarvert, að fsland hafi ekki mætt með sitt sterkasta lið. Dagens Nyheter segir að fyrri hálf- leikur hafi verið daufur og sænsku sóknarmönnunum hafi ekki tekizt að komast gegnum vel skipulagða vörn íslendinga og bezta marktækifærið hafi fsland átt, DN hrósar fyrst og fremst Ásgeiri Sigurvinssyni, sem hvað eftir annað hafi ruglað sænsku vörnina í ríminu. -ÓV/SJ, Osló. Á góðviðrisdegi í miðbæjarrápi Að syna sig, sja aðra og sólina /*ssar hnétur styðfa Skafjung og Skríplanm þmr amm þtar sltjm á aJnum af htöðnu köntunum I Austurstræti og hvlslast á. Ætii þoð sé rétt hjé Ragga Ijósmyndara að sKklr kantar fínnist hvargi nama i Reykjavlk? Dóra Stefánsdóttir Jón, taiknikennari og leikbrúðu- maður, Guðmundsson sprangaði um Austurstrætið búinn i sitt bexta skart enda gaf veðrið fuii tilefni til að kimða sig upp ó. Ástarjátning i sólsklnlnu. Og i baksýn er verzlað. DB-myndlr Ragnar. „Er það nú veður?” hefur verið algeng setning á manna- mótum undanfarna daga. Veðrið hefur sannarlega verið öð. uvísi en við erum vön. Mikill hiti með mistri eins og í útlöndum og öðru hvoru hafa skollið á regnskúrir, einmitt þegar við héldum að sólin ætlaði að fara að brjótast fram. í gærdag lét hún svo lítið að kíkja niður á borgarbúa þó enn væri þetta furðulega mistur í lofti. Um miðjan daginn var einstaklega hlýtt og gott og ungir og gamlir flykktust í mið- bæinn að sýna sig, sjá aðra og sólina. Dagblaðsmenn voru þar ekki eftirbátar annarra, að vísu með því göfuga hugarfari að vera að vinna fyrir kaupinu sínu. Við Raggi ljósmyndari fengum okkur ís og löbbuðum svo um Austurstrætið og Raggi smellti af þegar hann sá falleg andlit. íkringum útimarkaðinn var að vanda líf og fjör og boðið upp á vörur í öllum verð- og gæðaflokkum. Þarna var hægt að kaupa gaffla og skeiðar á 200 krónur stykkið og epli á þúsund krónur kílóið. Leir- vasar, gamlar bækur og áburður á trommur, lágu á borðum og menn freistuðust til að kaupa sér það sem þá van- hagaði um, eða það sem þá langaðií. Ísbíl Asks hafði verið lagt á Lækjartorgi og var við hann nær stöðug ös. Við blessum í huga þá sem komu öllu þessu lífi í miðbæinn sem fyrir svo örfáum árum var steindauður. isbillinn frá Aski hafði nóg að gera, allir vildu svala sér i hitanum sem var eins ogiútiöndum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.