Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980. 7 Klórgas- notkun í frystihúsum — baneitrað klórgas geymt og notað í fjölmörgum frystihúsum landsins í mörgum frystihúsum landsins er notað klórgas sem blandað er vatni við hreinsun á fiski. Svo sem fram hefur komiö i Dagblaðinu i gœr og i fyrradag hafa menn áhyggjur af þessari notkun, enda er klórgasið baneitrað leki það úr geymum. DB greindi frá þvi i fyrradag að klórgasgeymar hafa staðið ónotaðir og óvarðir í Álverinú i Straumsvik um áraraðir. Öryggismálastjóri mun gera ráðstafanir i framhaldi af DB-fréttinni til þess að geymar þeir verði fjarlægðir. En i viðtali við Eyjólf Sæmunds- son öryggismálastjóra i gær kom fram -afr' hann hefði cnn meiri áhyggjur af notkun klórgass í frystihúsum landsins þar sem klór- gasgeymar eru þar í þéttri byggð. Vegna þessa hafði DB samband við þrjú frystihús, eitt í Reykjavik, eitt i Hafnarfirði og eitt á Akureyri, til þess að kanna hvernig málum væri skipað þar. Þessi viðtöl fara héráeftir. -JH Bæjarútgerð Hafnarfjarðar: SLYS HEFUR ORÐK) VEGNA KLÓRGASSINS — gasið geymt i sérstökum klefa sem aðeins vélstjórar hafa aðgang að ,,Við notum klórgaskúta hér í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar,” sagði Bergur Sigurðsson vélstjóri. „Þessir kútar eru svipaðir útlits og súrkútar sem hafðir eru með gashylkjum. Hylkin eru geymd í sérstökum klefa sem vélstjórar einir hafa aðgang að, enda er klórgasið stórhættulegt. Klórgasið er notað í frystihúsum blandað út I vatnið til þess að drepa sýkla. Einnig er hægt að nota 10% klórupplausn í þessu skyni en klór- gasið er mun drýgra. Við förum með 3—4 kúta af klórgasi árlega í stað u.þ.b. 100 ef notuð væri klórupp- Iausnin. En klórupplausnin er mikið hættuminni. Hjá okkur hefur einu sinni orðið slys vegna klórgassins. Starfsmaður hér andaði gasinu að sér og brann nokkuð innvortis þannig að hann þurfti að liggja á sjúkrahúsi. Það er ékki gott að finna leka í klórkútum. Til þess verður að nota ammoníaks- upplausn sem breytist í reyk. Þessu stórhættulega gasi halda engar venju- legargrímur. I Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefur ekki verið alvarlega rætt um að skipta frá klórgasi yfir í klórupp- lausn,” sagði Bergur Sigurðsson. - JH Bæjarútgerð Reykjavíkur: Klórgas ekki notað heldur klórupplausn „Við notum klórdælur og klór í tunnum þannig að við erum alls ekki með klórgas í Bæjarútgerð Reykja- víkur,” sagði Einar Sveinsson fram- kvæmdastjóri. ,,Það hefur ekki verið á dagskrá hjá okkur að taka upp notkun klór- gass. Til þess þarf mjög góða aðstöðu og pláss og við höfum ekki séð ástæðu til þess að fara út í notkun gassins.” - JH r Utgerðarfélag Akureyrar: Klórgasið umgangast menn af mikilli varúð — enda nægði ein gasflaska líklega til að bana flestum bæjarbúum „Því er ekki að leyna að við notum klórgas til að klóra vatnið,” sagði Guðjón Björnsson vélstjóri hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa hf. „Við fáum klórgaskútana, sem innihalda 90 kg hver, frá Danmörku. Þeir eru sakleysislegir í útliti en innihaldið því hættulegra. Strangar reglur eru um meðferð klórgaskútanna og eftir þeim reglum er farið.Á staðnum eru alltaf tveir kútar. Annar er í notkun en hinn til- búinn og þegar klárast af einum er annar fenginn frá Reykjavík. Hér hafa aldrei orðið skakkaföll vegna notkunar klórgass. Flöskurnar eru afskaplega vel passaðar og sér Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um að stimpla þær og yfirfara. Varðandi blöndun er algerlega fylgt reglum öryggismálastjóra. Klórgasið umgangast menn af mikilli varúð og t.d. er aðeins úti- dvrahurð að geymslunni, en ekki inn- angengt í aðra sali frystihússins. Klórgasið er þyngra en andrúmsloftið og gæti þvi farið eftir klóaklögnum ef leki kæmist að. Því er loftræsti- búnaður aðeins fet frá gólfi og leiðir hann upp fyrir þakbrún. Hægt er að nota 10% klórupp- lausn í stað klórgassins en það er meira mas og dýrt. Það gengur þvi ekki í stóriðju sem hér,” sagði Guð- jón. Guðjón bætti því við að hann hafi heyrt frá fróðum manni um klórgas, að við viss skilyrði, þ.e. logn, nægði ein flaska af klórgasi til þess að bana flestum bæjarbúum. „Þetta efni er voðalega skaðlegt fyrir öndunarveg- inn. En ég held að þeir vélstjórar sem ég þekki geri sér fyllilega grein fyrir því hvers konar efni þetta er og um- gangast það með tilliti til þess.” - JH VSIHÆTTIR SAMNINGAVIÐRÆÐUM — eftir að ASÍ fór fram á samningafund með Vinnumálasambandi samvinnufélga „Við höfum áhuga á heildarlausn, það er allt og sumt,” sagði llallgrímur Sigurðsson, forstjóri Samvinnutrygg - inga og formaður Vinnumálasambands Samvinnufélaga í samtali við DB. En Vinnumálasambandið kveðst hafa átt viðræður undanfarið við ASÍ og hefur ASÍ nú óskað eftir sáttafundi með Vinnumálasambandinu á þriðjudaginn í næstu vlku. Fulltrúar ASÍ kannast ekki við að hafa átt þessar viðræður við Vinnu- málasambandið en vegna óskar ASÍ um sérsáttafund með Vinnumála- sambandinu, hefur VSI lýst því yfir að þeir túlki þessa beiðni ASf sem ákvörðun um að rjúfa viðræður ASÍ og VSÍ. Því tekur VSÍ ekki þátt i frekari viðræðum við ASÍ að svo komnu máli, beiðnin um sérviðræður ASf og Guðlaugur Þorvaldsson rikissáttascmjari cr fyrir nokkru kominn aftur til sáttascmjarastarfa og scst hcr á tali við hluta af samningancfnd ASt, þá Hauk Má Haraldsson, Þóri Daniclsson og Karl Steinar Guðnason, talið frá vinstri. DB-mynd Bjarnlcifur. VinnumálasEunbansins hafi „hindrað frekara sáttastarf milli ASÍ og VSÍ” að sögn VSÍ-manna. Eins og DB skýrði frá í gær, hefur Vinnumálasamband samvinnu- félaganna léð máls á því við ASÍ að þeir gætu mögulega sætt sig við meiri grunnkaupshækkanir en VSf hefur boðið gegn því að ekki verði farið inn á þá flokkaskipan sem ASf og VSÍ hafa rætt sín á milli. Stefna Vinnumála- sambandsins i vísitölumálum mun vera sú hin sama og VSf, þ.e. hlutfallslegar verðbætur á laun, hins vegar yrði þeirri stefnu væntanlega fórnað til að fá heildarlausn. Ef samningar tækjust með Vinnu- málasambandinu og ASÍ þýddi það lausn kjaramálanna viða um landið þar sem kaupfélögin eru oft eini eða lang- stærsti atvinnurekandinn. Flestir verkalýðsforingjar landsins voru í samsæti í Lindarbæ seinnipartinn í gær að fagna Eðvarð Sigurðssyni sjötugum, svo erfitt var um vik að fá þá til að segja álit sitt á þeirri tilkynningu VSI um að eiga ekki frekari viðræður við ASÍ að svo komnu máli. -BH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.