Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980.
"" '
NYTT LYF VK> 0F HAUM
BLODÞRYSTINGI
Þótt setji hroll að mörgum við tii-
hugsun um eiturslöngu, er siður en
svo að mennirnir hafi ekki tekið hana
í þjónustu sína eða öilu heldur
afurðir hennar, eitrið.
Eitur sumra tegunda hennar
er nefnilega mjög mikilvægt í
heimi læknavísindanna. Nú nýlega
kom eiturslangan þar enn einu sinni
við sögu, er rannsóknir á eitur-
slöngubiti opnuðu augu læknis-
heimsins fyrir glænýju lyfi gegn vissri
tegund af of háum blóðþrýstingi og
hjartasjúkdómum.
Ráðgátan um of
háan blóðþrýsting
Upp úr 1930 þóttust nokkrir
vísindamenn hafa fundið orsök of
hás blóðþrýstings. Keðja efna-
breytinga sem hófst í nýrunum með
framleiðslu á efninu „Renin” var or-
. sökin, en „Renin” barst i blóðið og
framkallaði „Angiotensin”, sem
breyttist í „Angiotensin II”, en það
framkallaði þrengsli í blóðvessunum
og þar með jafnvægisleysi milli vatns
og salts í blóðinu. Þetta orsakaði of
háan blóðþrýsting, er líkaminn aflaði
sér meira vatns til að leysa upp saltið.
Síðar er vísindamennirnir
könnuðu Reninmagn í blóði
blóðþrýstingssjúklinga, voru þeir alls
ekki með of hátt Reninmagn i
líkamanum og þar þóttust þeir hafa
séð kenninguna fara fyrir lítið.
Þá kom slangan
til sögunnar
Svo vill til, að í lungunum fara
svipaðar efnabreytingar stöðugt
fram. Það var fyrir tilviljun að
brasiliskur nemandi í læjcnisfræði
lenti í atvinnu við að rannsaka þessar
efnabreytingar í lungunum. En hinn
brasilíski lærifaðir hans var einmitt
að rannsaka bit slöngunnar
„Jaranaca”. Það kom upp úr
dúrnum, að bit slöngunnar stöðvaði
hina fyrrnefndu efnabreytingu í
lungunum.
Við frekari rannsóknir rann
siðar upp ljós fyrir vísindamönnun-
um varðandi tengslin milli efnabreyt-
inga og of hás blóðþrýstings. Lykill
að lausninni var nú fundinn en ekki
prófaður.
Hinn týndi hlekkur
Einni spurningu var enn ósvarað?
Ef rannsóknir sýndu, að í meirihluta
sjúklinga var efnið „Renin” undir
meðallagi að magni, hvernig gat það
þá verið svo mikilvægt við að fram-
kalla fyrrnefndar efnabreytingar?
Það má segja að svarið við spurning-
unni sé ósannað en dugar ennþá vel.
Það eru tvær tegundir af of háum
blóðþrýstingi, önnur er tilkomin
vegna þess að kirtillinn í nýrunum,
sem framleiðir „Renin” er „fastur í
gír”, og eru þeir sjúklingar með of
mikið „Renin” magn i blóðinu. Hin
tegundin stafar af of miklu vatns-
magni i blóðinu. Rannsóknir sýna,
að kenningin dugar vel, þ.e. efni sem
er unnið úr eitri eiturslöngunnar
lækkar blóðþrýsting i fyrrnefnda
hópnum á 15 mínútum!
Að setja saman lyf
Það var ekki mögulegt að vinna
nægt magn af hinu dýrmæta efni úr
eitri slöngunnar til að nota i lyfja-
framleiðslu vegna þess hve lítið
magn var af því þar (0.001 promill),
Því leituðu efnafræðingar nýrra
leiða, er þeir fundu efnið í vissri
eggjahvitu. Þar sem eggjahvítuefni
berast ekki auðveldlega ómelt út i
blóðið, tóku þeir það ráð að setja
pilluna saman úr eggjahvítumelting-
arefnum (enzym), Það má segja, að
er þetta tókst hafi þeir brotið blað í
sögu lyfjafræðinnar, við notkun á
eggjahvítuefnum, sem lyfjum í
pilluformi.
Óvænt uppgötvun
og gleðileg
Um þessar mundir er lyfið í
víðtækum rannsóknum til að upp-
fylla skilyrði bandarísku lyfjalöggjaf-
arinnar um prófun lyfsins til að
ganga úr skugga um, að ekki fylgdu
óæskilegar hliðarverkanir. Það hefur
„Efni, unnið úr eitri eiturslöngunnar,
lækkaöi blóðþrýstinginn á 15 mínútum.”
ii
Glugginn
Sigurbergur Bjömsson
komið í ljós, læknunum til
óblandinnar ánægju, að lyfið hefur
verkað mjög vel í nokkrum tilfellum
gegn hjartasjúkdómi, sem stafar af
máttleysi hjartans við að dæla blóði
um líkamann (congestive
heartfailure). Þetta er nokkuð
mikilvæg uppgötvun, þar sem
læknisfræðin þekkti ekki nein góð lyf
gegn þessum sjúkdómi, sem er
nokkuð alvarlegur.
Ekki er vitað nákvæmlega,
hvenær hægt verður að setja lyfið á
markaðinn, en vist er, að margir biða
óþreyjufullir eftir því i von um, að
það gæti fært þeim bata.
Sigurbergur Björnsson,
háskólanemi,
Las Cruces, New Mexico.
F0ÐURGJALDIÐ 0G STJ0RN-
UNIN AÐ BAKIÞESS
Mér er ekki um það gefið að
jafnaði að ráðast á samferðamennina
fyrir gerðir þeirra og athafnir. i
fyrsta lagi vegna þess, að mér hefur
þráfaldlega verið bent á það, að ég
væri „tregur til sálarinnar”, eins og
það er orðað á hógværu fagmáli. í
öðru lagi vegna þess, að okkur ber
öllum að vita, að mannleg mistök eru
alltaf fyrir hendi í mannlegu sam-
félagi, sem taka verður tillit til, jafnt
hjá ráðamönnum, sem og okkur
hinum. í þriðja lagi eru mótmæli
gegn stjórnmálalegum aðgerðum
orðin það tíð og útþynnt endurtekn-
ing, að enginn er til þess að taka
lengureftirþeim.
„Lýs á meiðnum"
En þetta fóðurgjald, sem hér er til
umræðu, er með dálitið öðru sniði
heldur en þessar gangvissu hækkanir,
sem allar ríkisstjórnir hafa fært
okkur á silfurfati hingað til. Þannig
að allar þessar forsendur, sem ég
nefndi fyrir því, að mér sé ekki um
það gefið, að ráðast að samferða-
mönnunum eru brostnar. Ég er ekki
„tregari til sálarinnar” en svo, að ég
sjái ekki lágkúruskapinn, glópskuna
og stráksskapinn, sem að baki þessa
fóðurgjalds liggur. Allir sjá og viður-
kenna, að hér er ekki um það að
ræða, sem kalla mætti mannleg mis-
tök, heldur tilfinningalausa þröng-
sýni einglyrnisins, á eðlilega og í
rauninni óhjákvæmilega þróun bú-
greina, sem eru í mótun. Búgreina
sem ekki verður á móti staðið, frekar
en hraunfossinum í Gjástykki. Svo
eðlileg og sjálfsögð er þessi þróun í
nútíma þjóðfélagi. í þriðja og siðasta
lagi er sú forsenda heldur ekki fyrir
hendi, að fóðurgjald eins og þetta, sé
að „koma við” eða „íþyngja”
mönnum eins og mér og gera þá
þannig að píslarvottum alls velsæmis
og réttlætis, heldur er þetta fóður-
gjald látið verka eins og útrýming á
óværu, sem þjóðin þurfi að losna við
á ódýran máta. öðru vísi verður þessi
skattlagning á svína- og hænsna-
bændur ekki túlkuð. Svínabændur
svara fyrir sig, en þeir eru jú undir
sama hattinum, lýs á meiðnum að
dómi ráðamanna, sem þarf að út-
rýmaeins og okkur.
Það er útaf fyrir sig mikii lífs-
reynsla, að horfa framaní glottandi
ráðunauta þjóta um landið. Þeir eru
eins og púkablistrur túlkandi þetta
fóðurgjald fyrirbændum. Þaðereins
og núna fyrst hafi þeir fengið verk-
efni við sitt hæfi, að koma því á
framfæri fyrir hönd stofnunar sinnar
að svína- og hænsnabænda sé ekki
lengur þörf. f raun hafi þeir aldrei
verið til, þar sem þeir hafi aldrei
nartað í ríkisgeirann eins og allir
hinir. Það er eins og hér sé um að
ræða hundahald eða ekki hundahald,
einsog í Kópavogi.
Steinrunnin stofnun
Búnaðarmálastjóranum fyrrver-
andi, dr. Halldóri Pálssyni, hefur
greinilega vel tekist með að ala upp
lið sitt, ráðunautana, þvi að eins og
áður er sagt er það heil lifsreynsla að
sjá tilburði þeirra til þess að beygja
saklausa menn á höggstokkinn.
Dr. Halldór Pálsson er mikill sauð-
fjárræktarmaður. Á því sviði hefur
hann unnið þrekvirki fyrir þessa þjóð
og á ómældar þakkir skildar fyrir.
En að slikur gáfumaður skyldi ekki
geta aðlagast embætti sínu sem
búnaðarmálastjóri, það er ómældur
harmleikur þessarar sömu þjóðar. Á
meðan hans naut við í stjórnun bún-
aöarmála á íslandi lét hann sig hafa
það að viðurkenna hvorki svin né
hænsni sem búgreinar og lét þeim þar
þess. Hann ógnaði a.m.k. dilkakjöt-
inu, ef hann hreyfði penna. Því til
áréttingar er mér minnisstæður
fundurinn í Lidó forðum. Til hans
var stofnað útaf skrifum Gunnars um
samanburð á framleiðslukostnaði
dilkakjöts annars vegar og svinakjöts
og kjúklinga hins vegar. Það var
mikil raun fyrir dr. Halldór að hafa
haft slíkar tölur fyrir framan sig.
Enda losaði hann sig við ráðunautinn
og taldi, að engan þyrfti í hans stað.
Slíkur hefur jafnan verið hugur hans
til þessara búgreina. En framhaldið
af þessu „ævintýri Hoffmanns” er
þetta fóðurgjald, sem svína- og
hænsnabændur eiga nú að greiða.
Dr. Halldór Pálsson er, eða öllu
heldur var, harðskeyttur eljumaður,
þannig að það er hægt að tárfella yfir
lánleysi hans í búnaðarmálastjórnun.
Hann hefur séð hvert smjörfjallið af
öðru rísa, án þess að nunna að því við
menn sína, að nú þyrftum við ekki
meiri mjólk. Hann hefur horft á eftir
tugum milljarða til erlends fólks, svo
að það gæti nú orðið aðnjótandi hans
frábæra dilkakjöts, án þess að hafa
kaupgetu, án þess að hafa lyst á þvi
og án þess að þakka fyrir sig. Hann
var þó búinn að laga til hina ýmsu
líkamshluta líksins, i samræmi við
fjölskyldustærð þessa fólks. Ég
gleymi því ekki, veturinn 1936—37,
þegar dr. Halldór Pálsson sýndi
áþreifanlega fram á, hvernig tak-
mörkun barneigna i Bretlandi hefði
óhjákvæmilega áhrif á byggingu
A „Fóöurgjaldiö er látið verka eins og út-
rýming á óværu, sem þjóðin þurfi að
losna við á ódýran máta.”
Kjallarinn
af leiðandi engan ráðunaut í té utan
það að Gunnar Bjarnason gegndi því
starfi um skeið. En dr. Halldór var
nægjanlega gáfaður og drenglund-
aður til þess, að sjá að þaðgekk ekki.
Gunnar gerði alltof mikinn usla til
sauðfjár á Islandi. Mér fannst
maðurinn stórkostlegur.
Til þess nú að vera þjóð sinni trúr
sem búnaðarmálastjóri missti hann
ekki af þeirri hugsjón sinni að biðja
um örlítið meiri mjólk og nokkrar
Skarphéðinn
Össurarson
kjöttuttlur í viöbót. Meiri mjólk.
Meira kjöt. Stækkið búin. Meiri af-
urðir pr. haus. Hvergi var gerð til-
raun til þess að staldra örlítið við á
gönuskeiðinu.
Á þessa lund hefur boðskapur
þessarar steinrunnu stofnunar verið
sem heitir Búnaðarfélag íslands.
Þeir, sem veitt hafa henni forstöðu,
hafa horft á smjörfjöllin hlaðast upp,
hvert á fætur öðru, án þess að depla
auga. Þeir hafa hlustað á milljarðana
renna út úr vösum skattpindra þegna
þessa lands á tungur framandi fólks,
sem smjattað hafa á dilkakjötsfram-
leiðslu þeirra, án þess að klóra sér í
eyrum.
Ég tel að hér sé komið að forsögu
þessa máls, sem nefnist fóðurgjald.
Formála að því, hvernig svína- og
hænsnabændur eiga nú að koma inní
myndina og réttlæta eða bæta fyrir
fáheyrða glópsku og óstjórn í land-
búnaðarmálum yfirleitt.
Fyrsta gusan
Við hænsnabændur teljum okkur
hafa orðið fyrir nægjanlegum áföll-
um vegna eigin mistaka, vegna eigin
óstjórnar á okkar málum og óskum
ekki eftir því að rikisvaldið káfi á
hinn minnsta hátt á okkar kaunum
þar að lútandi. Við höfum hingað til
staðið og fallið með okkar eigin
ávirðingum og óskum engra afskipta
þess valds, sem hingað til hefur búið
okkur beð utangarðs, þess valds sem
með bros á vör hefur i hvívetna visað
okkur á bug með alls konar reglu-
gerðum um það, að við værum ekki
til, hvort heldur sem einstaklingar
eða heild.
Ég tel, að það þurfi enginn að
verða hissa á þótt geðprýði svína- og
hænsnaframleiðenda sé i einhverri
rénun um þessar mundir, svo að
ekki sé meira sagt, þegar rikisvaldið
ætlar nú með köldu blóði að kyrkja
þá í greip sinni fyrir það eitt, að þeir
hafa ekki hangið á spena þess eins og
flestir aðrir framleiðendur þessa
lands.
Það er rislágt menningarskref í því
fólgið hjá landbúnaðarráðherran-
um, Pálma Jónsyni, að spýta þessum
óþverra í andlit manna, sem eiga hér
enga sök. Ég tel að ráðherrann hafi
naumast ráð á því, í þeirri aðstöðu,
sem hann býr við, að sýna hrekkvísi
sina með þessum hætti. Ég hafði
álitið að ráðherrann, Pálmi Jónsson,
heföi ekki manngildi til þess að
moka jafnilla farinn fiór og Fram-
sókn hefur búið honum við ráðherra-
púltið. En nú höfum við fengið fyrstu
gusuna úr þeim mokstri. Ráðherrann
hefur gefið henni heitið fóðurgjald.
Hann hefur ekki gætt þess sem
skyldi, hvargusan lenti. Hvort heldur
það er af glópsku eða stráksskap
skiptir engu máli. En það er stað-
reynd, að nú riða menn til falls, sem
orðið hafa fyrir henni, að ósekju.
Kannski gæti það glatt aldna kempu,
eins og dr. Halldór Pálsson, ef ráð-
herranum tækist nú það sem dokt-
ornum ekki tókst, að útrýma svinum
og hænsnum úr þessu landi. Spurn-
ingin er þá ef til vill fyrst og fremst
um það, hvort Gunnar Thoroddsen
hefur ráð á því, að fjölga i „grát-
kórnum” um tvær búgreinar. Það er
lika til önnur áleitin spurning, sem
virðist við fyrstu sýn vera dálítið
bjálfaleg. Til hvers á að skattleggja
bændur þegar færa á skattinn þess-
um sömu þænd'.'m? Fr það einhvers
konar atþrevingar,aðstöfun?Spyr sá
sem ekki veit.
Skarphéðlnn Össurarson
bóndi, Blikastöðum.