Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980. Politiken Cup í Kaupmannahöfn: Lárus hélt uppi heiðri landsins JÓN L. ÁRNASON SKRIFAR UM SKÁK Áður hefur verið minnst lítillega á Opna skákmótið í Kaupmannahöfn, sem dagblaðið Politiken stóð fyrir. Mót þetta er nefnt var „Politiken Cup” var sterkasta Opna mót sem haldið hefur verið í Höfn. Fjórir stór- meistarar, þeir Smyslov og Mikhal- tjisjín frá Sovétríkjunum, Ungverj- inn Csom og Plachetka ffá Tékkó- slóvakíu, tóku þátt í mótinu og 11 al- þjóðlegir meistarar að auki, en alls voru keppendur i úrvalsflokki 50 tals- ins. Fyrrum heimsmeistari, Vassilí Smyslov, sem kom beint frá sigri á mótinu í San Miguel í Argentínu, var forustumaðurinn lengi framan af, en landi hans Mikhaitjísjín komst upp að hlið hans á endasprettinum og deildu þeir með sér efsta sætinu með 7 1 /2 v. af 10 mögulegum. Fjórir íslendingar tóku þátt i mót- inu og tefldu tveir þeirra í úrvals- flokki — Haukur Angantýsson og Gunnar Finnlaugsson. Báðum voru þeim eitthvað mislagðar hendur og náðu ekki að sýna sitt besta. Gunnar hlaut 3 1/2 v., en Haukur 5 1/2, sem er í sjálfu sér viðunandi, þótt hærri kröfur séu venjulega gerðar til íslenskra skákmanna. Það fór þó aldrei svo, að enginn þeirra gerði rósir. I flokki fyrir skák- menn undir 1900 Eló-stigum tefldu tveir ungir og efnilegir skákmenn, Lárus Jóhannesson og Páll Þórhalls- son, sem voru styrktir til ferðarinnar af Skáksambandi Islands og Tafl- félagi Reykjavíkur. Lárus gerði sér lítið fyrir og varð efstur ásamt tveim ónefndum dönskum skákmönnum, með 6 1/2 v. af 8 mögulegum, en Páll hlaut 5 v. Islenskum skákmönnum, sem tefla í þessum styrkleikaflokki á erlendri grund, fer nú fjölgandi og er skammt stórra högga á milli. Ekki var mótinu i Kaupmannahöfn fyrr lokið en World Open skákmótið mikla í Fílá- delfíu hófst og þar hreppti Árni Ármann Árnason 2. verðlaun i þess- um flokki. Vonandi er þetta aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. Lárus var vel að sigrinum kominn. Andstæðingur hans í síðustu umferð var þá einn efstur, en Lárus og fleiri fylgdu fast á eftir með hálfum vinn- ingi minna. Var því um hreina úr- slitaskák að ræða og mikil spenna í lofti. Lárus hafði svörtu mennina, en náði engu að síður frumkvæðinu og gaf andstæðingnum aldrei færi á að rétta úr kútnum. Hvítt: Preben Höi (Danmörk) Svart: I.árus Jóhannesson Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3 + 6. bxc3 Re7 7. Rf3 Rbc6 8. Be2 Da5 9. Bd2 10. a4c4! Þessi staða var eitt sinn grunnstaða Winawer afbrigðisins, eða þar til Kortsnoj hristi fram úr erminni leik- inn 10. — f6l? sem stolið hefur sen- ujini síðan. Textaleikurinn er því ágæt tilbreyting, því gömlu leikirnir eru oft góðir, þótt gleymdir séu. ll.RgS Og það sýnir sig að andstæðingur- inn er ekki með á nótunum. Algeng- ara er að hróka og þá getur svartur valið milli þess að ráðast strax á mið- borðið með 11. — f6, eða að hróka á lengri veginn. Fischer lék eitt sinn 11. h4?! gegn Padevsky og þurfti á allri sinni snilli að haldatil að ná jöfnu. 11. — h6 12. Rh3 0-0-0 13.0-0? Hugmyndin með 11. leik hvíts er að koma riddaranum til h5 og freista þess að gera svörtum erfitt fyrir að sprengja upp með — f6. Því er 13. Rf4 rétti leikurinn og ef 13. — g6, þá 14. h4 með flóknu tafli. 13. — f5! 14. f4?! Þannig lék Stejn í frægri skák gegn Uhlmann ' á millisvæð.amótinu í Stokkhólmi 1962 og nú vita aliir að þetta er slæmur leikur. Uhlmann lék nú 14. — Kb8! og Rc8-b6xa4 og varð ekki meint af. í þessari skák velur svartur aðra áætlun, sem einnig virðist vænleg. i 14. — Hdg8 15. Hf3? Hér er sjálfsagt að blása lífi i svart- reita biskupinn með 15. Del Rd8 16. Bcl Rf7 17. Ba3. 15. — Rd8 16. Dcl RH 17. Da3 Rc6 18. Dcl Úrræðaleysi hvits er algjört. 18. — Dd8 19. Hf2 19. Hg3 hindrar ekki 19. — g5, heldur tefur einungis fyrir. Svartur leikur 19. — g6 og tvöfaldar á g-línu. Hins vegar er 19. Hfl betra, eins og síðar kemur í Ijós. 19. — Bc8! 19. — g5 er svarað með 20. Bh5! 20. Khlg5 21.g4 Leiðir til mikilla sviptinga, sem þó eru svörtum í hag því menn hans vinna mun betur saman. Besti mögu- leikinn er 21. Hfl, því ef 21. — g4, 22. Rg I og svartur hefur engan átaks- punkt á kóngsvængnum. AKURNESINGAR Hjón, kennarar við Fjölbrautaskólann, óska eftir 4ra herbergja íbúð á leigu frá 1. sept. Áríðandi. Tilboð sendist Sigrúnu Harðar- dóttur, Merkurteigi 8, Akranesi. HREVFILL Simi 8 55 22 svartur má vel við una eftir 23. — Dh4. 22. — Dh4! 23. Df 1 Ef 23. fxe6, þá 23. — Rg5! 24. Rxg5 Dxf2o.s.frv. 23. — Rg5 24. Rxg5 hxg5 25. Hg2 Eða 25. fxe6 Bg6! og hvítreita- biskupinn skerst t leikinn með úrslita- afleiðingum. 25. — exf5 26. Bel Dh6 27. Bd2 Rd8! 28. Df2 Re6 Þessi smekklega riddaratilfærsla er punkturinn yfir i-ið. Hvítur gerir nú örvæntingarfulla tilraun i tapaðri stöðu. 29. Bxc4 dxc4 30. d5 Rc7 31. Dc5 Eftir 31. Dxa7 Rxd5! gæti fram- haldið orðið: 32. Da8+ Kc7 33. Da5 + Rb6 34. Hbl Bc6! 35. Dxb6 + Kc8 36. Dgl g4! 37. gefið. 31. — f3 32. Hf2 Db6 33. Dxb6 axb6 34. d6 Re6 35. Hbl g4 og hvítur gafst upp. Að lokum skulum við renna yfir eina fjöruga skák úr efsta flokki. Það er Smyslov sem lætur Ijós sitt skina gegn ástralska meistaranum Max Fuller. Hvítt: Smyslov Svart: Fuller Vængtafl. 1. g3 g6 2. Bg2 c5 3. e4 Bg7 4. Re2 Rc6 5. c3 e5 6. 0-0 Rge7 7. d3 d6 8. a3 Be6 9. b4 Byrjun hvíts er óvenjuleg og kjörin til þess að taka andstæðinginn út úr bókunum. 9. — Dd7 10. Be3 b6 11. b5! Rd8 12. c4 0-0 13. Rbc3 Bh3 14. Bxh3! Svona leikir enda oft með skelf- ingu, þ.e. þegar svartur hefur riddara á f6, sem getur með aðstoð drottn- ingarinnar gert usla á kóngsvængn- um. Áætlun hvíts er einföld. Hann hyggst opna a-línuna með framrás e- peðsins og þá verður svarta drottn- ingin fjarri góðu gamni. 14. — Dxh3 15. a4 f5 16. Bg5 f4 17. f3 Auðvitað ekki 17. Bxe7?? f3 og mátar. 17. — fxg3 18. hxg3 Bh6! 19. Dd2! Enn var riddarinn friðhelgur vegna 19. — Be3 + . Svartur virðist hafa teflt af skynsemi — m.a. tekist að losna við sinn slæma biskup. En menn hans standa þröngt og fram- rásin a4-a5 liggur i loftinu, svo hann á í erfiðleikum. 19. — Bxg5 20. Dxg5 Hf7 21. a5 Re6 22. Dg4! Yfirburðir hvíts i endataflinu eru umtalsverðir. 22. — Dxg4 23. fxg4 Hxfl + 24. Kxf 1 Rc7 25. Kg2 g5 26. Rd5! RcxdS Besti möguleikinn. Ef 26. — Rexd5, þá 27. exd5 ásamt Rc3-e4 með yfirburðatafli. T.d. 27. — h6 28. Rc3 Kf7 29. Re4 Ke7 30. Hhl o.s.frv. 27. exd5 bxaS 28. Hxa5 e4! 28. — Rc8 29. Rc3 h6 30. Re4 KÍ7 31. Ha6 Ke7 32. Hal Kf7 33. Hfl + og 34. Hf6 er vonlaust. 29. dxe4 Rc8 30. Ha6 Rb6 Lakara er 30. — Kg7 31. Hc6 Kf6 32. Hc7 Ke5 33. Kf3 Rb6 34. Hf7Í með óverjandi máti. Nú gerir Smys- lov út um taflið með hárfínni tafl- mennsku. 31. e5! dxe5 32. Kf3 Rxc4 33. Ke4 Hd8 34. Rc3 Hd7 35. Hc6 Kg7 36. Hxc5 Rd6+ 37. Kxe5 Kf7 38. Re4 Rxe4 39. Kxe4 He7+ 40. Kf5! og svartur gafst upp. 21. — gxf4 22. gxf5 Betra er 22. Rxf4 fxg4 23. Rxe6, en LOFTNET WISI tenglar. WISI coax plugg. WISI snúrur. — WISI magnarar. Höfum gerst umboðsmenn fyrir hinu heimsþekkta þýska WISI loftnetsefni. Ávallt fyrirliggjandi loftnet og fylgihlutir. Heildsala, smásala. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HE SÍÐUMÚLA 2, BOX5270, 105 REYKJAVÍK. GMÚ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.