Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980.
v
13
LAUGALÆK 6 SÍMI 34SSS
Sigurður Þórir Sigurðsson — Frá Sundahöfn, 1978—80.
(DB-myndir Bj.Bj.).
lag og mannabyggö í Danmörku og
Hollandi, eru markaðar skýrum
dráttum, en smáatriði látin liggja
milli hluta. Fátt er fullyrt en ýmisiegt
gefið í skyn. Sven Havsteen-
Mikkelsen er einnig með hugann við
land og fólk, en á Græniandi,
ísiandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð
og Suður Slésvik. Hann iðkar hins
vegar hreint steinprent, er kraftmikill
en samt næmur teiknari með til-
finningu fyrir blæbrigðum og litaval
hans er aðlaðandi. Þó finnst mér
hann kannski helst til hlutlaus
gagnvart því sem hann vinnur úr
hverju sinni og sumar grafíkmynda
hans hafa á sér einkenni teikninga,
fremur en að hinir sérstöku kostir
steinprentsins séu nýttir.
-AI.
í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU
FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR,
PIZZUR, HAMBORGARA, PVLSUR, PÆ MEÐ ÍS,
BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR
SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI.
Lftið inn í ísbúðina að
Laugalækór og fáið ykkur
kaffi og hressingu/ takið
félagana með.
Mynd úr fókus
Sumarsýning Norræna hússins og grafík
Heltofts og Havsteens-Mikkelsens
Það er oftast góðra gjalda vert
þegar ýmsar stofnanir taka sig til við
að gera íslenskri menningu gott, t.d.
með þvi að kynna hana fyrir þeim út-
lendingum sem flykkjast til landsins
yfir sumartímann. Hins vegar er alls
ekki vist aö landinn sætti sig alltaf
við þá mynd sem þessar stofnanir
bregða upp fyrir hina erlendu gesti,
sérílagi ef um hinar „fögru listir” er
að ræða. Það mundi óneitanlega gefa
alranga mynd af íslenskum bók-
menntum i dag ef Halldóri Laxness
væri alveg sleppt í almennri bók-
menntakynningu. Sömuleiðis væri
ankannalegt að kynna hann einan af
svipuðu tilefni. Það er eins og venju-
lega, — systurnar víðsýni og þekking
þurfa að vera til staðar þegar gengið
er frá menningarviðburðum af fæssu
tagi.
Á skjön
Ég verð að játa að ég hef ekki alltaf
verið sáttur við þá mynd sem Sumar-
sýningum Norræna hússins er ætlað
að gefa útlendingum af islenskri
myndlist i dag, — eins og húsið hefur
unnið gott starf við að kynna okkur
norræna myndlist. Hræddur er ég
um að hafi einhver útlendingur reitt
sig á þá mynd eina, hljóti hann að
álíta íslenska myndlist tröllriðna af
fjálglegri náttúrurómantík og af-
strakti frá París enn þann dag í dag.
Sem er alls ekki sannleikanum sam-
kvæmt, eins og hver maður getur
gengið úr skugga um með skjótri yfir-
reið um sýningarstaði bæjarins.
Sú sýning sem nú fer fram í kjöll-
urum hússins, útlendingum til upp-
lýsingar og yndisauka, er í stórum
dráttum með sama marki brennd og
fyrri sýningar nema hvað gesturinn
hlýtur að verða var við enn eitt ein-
kenni á islenskri myndlist í dag,
nefnilega klaufaskap.
Frá sjónarhóli
atvinnuveganna
Nú má vera að verk Sigurðar Þóris
Sigurðssonar, sem er yngsti lista-
maðurinn sem sýnt hefur á þessum
sumarsýningum, séu athyglisverð frá
sjónarhóli sjávarútveganna, en sem
marktæk myndlist ganga þau varla
upp. Sigurður Þórir færist mikið í
fang, að fanga atvinnuvegina á striga
eða pappír, af ítrasta raunsæi. En
slíkt raunsæi krefst mikillar tækni-
legrar kunnáttu, bæði í púra teikn-
ingu og beitingu litar, — það þarf
vart að taka jretta fram. Sigurður
Þórir hefur einfaldlega ekki orðið sér
úti um þá kunnáttu. Andlit og hendur
verða afkáralegar í málverkum hans
og þar með er fyrir bí mannvirðing
þess fólks sem hann málar. Mynd-
bygging er stirðleg og litir bæði
hvellir og þurrlegir, — ekki að-lað-
andi fyrir augað. Grafík Sigurðar
Þóris er stórum betri en obbinn af
málverkunum og virðast myndir hans
hanga mun betur saman í
svart/hvítu. En af hverju er hvergi
getið um þá grafíktækni sem hann
notar? Myndir eru aðeins merktar
„grafik”. Er þetta offset-tækni eða
dúkskurður?
Atvinnumenn
Einnig er leitun á skúlptúr sem
segir minna um þá listgrein á íslandi
en verk Guðmundar Eliassonar. Á
þeim er ekki að sjá að við séum á
tuttugustu öldinni, fyrir utan viðvist
ómerkilegrar afstrakt fígúru, — og
eitt magnað verk af .furðulegu
kykvendi sem réttlætir næstum því
veru myndhöggvarans á þessari sýn-
ingu.
Þeir Jóhannes Geir og Benedikt
Gunnarsson eru hins vegar at-
vinnumenn með háþróaða tækni og
hvort sem menn sætta sig við niður-
stöður þeirra eða ekki, þá er engin
leið að ganga fram hjá þeim til lengd-
ar. Vissulega er hægt að gagnrýna
báða þessa listmálara á þeim for-
sendum sem þeir gefa sér sjálfir. T.d.
virðist Benedikt æði oft beita
tæknibrögðum sinum yfirborðskennt
og nær sjálfkrafa. Ákveðin mótif,
landslag eða hús, eru látin ganga í
gegnum þróaða kvörn og það liggur
stundum við að maður geti gefið sér
fyrirfram hvernig hinir ýmsu hlutar
þeirra muni líta út á myndfleti
málarans. Auk þess verður maður
þreyttur á sólroða og fjólubláma eftir
stutta skoðunarferð um lendur Bene-
dikts. En hann hefur einnig talsvert
til síns ágætis: fáguð vinnubrögð,
ríkulegt formskyn og innsýn í þau
öfl, sem liggja að baki þvi sem við
sjáum.
Myndlist
Hestar í hœgra horni
Það mætti líka segja ýmislegt mis-
jafnt um málverk Jóhannesar Geirs,
ef menn eru þannig skapi farnir.
Uppstillingar hans virðast margar
Jóhannes Geir — t haganum, 1978.
komnar í heldur fastan farveg: hestar
vinstra eða hægra megin, vegur fyrir
miðju, húskofi einhvers staðar á for-
grunni og brött fjallshlíð niður eftir
striganum hægra megin. Og stundum
virðist manni sem þessi ágæti málari
sé sífellt að mála kreppuárin, —
gamla vörubíla, fólk með sixpensara
o.s.frv. En hins vegar blasa við
manni ótalmargir kostir hans: nær
óskeikult litaskyn, djúpstæðar
tilfinningar án tilfinningasemi og
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
frumleg myndsýn. Að því leyti er
Jóhannes Geir einn af fáum, sem
halda lífinu í islenskrí landslagshefð.
Fyrir þá sem vilja sjá þessa
sýningu, er hún opin fram í ágúst.
Ýmislegt
gef ið í skyn
Það hefur dregist úr hömlu að
geta um ágæta grafík þeirra Kjelds
Heltoft og Svens Havsteen-Mikkel-
sen sem hangið hefur í anddyri
Norræna hússins í langan tíma. Báðir
eru þeir miklir snillingar í því sem
þeir taka sér fyrir hendur. Kjeld
Heltoft beitir þurrnálartækni, án
þess þó að nostra um of. Helstu
áherslur myndefnisins, sem er lands-
Opiö
frá kl. 9-23.30
Allir þekkja ísinn frá Rjómaísgerðinni