Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST1980. Erlendar fréttir Bretland: Woolworths finnurfyrir samdrætti Woolworths, önnur stærsta verzlunarkeðja Bretlands, horfir fram á vaxandi erfiðleika. Sala hefur minnkað verulega í ár mið-' að við í fyrra. Hagnaður fyrir- tækisins, sem var verulegur, er farinn að nálgast ískyggilega mikið núllið. — Við teljum þetta sýna mjög ljóslega ástandið í efnahagslífi Bretlands í dag, sagði forstjóri Woolworths. — Við erum í miðri alvarlegri samdráttartiö og í efna- hagsörðugleikum þá verður smá- söluverzlunin ávallt fyrst fyrir barðinn á samdrættinum. Sjö flugræningjar tilKúbu Sjö flugræningjar gáfu sig fram við yfirvöld á Kúbu eftir að flogið hafði verið með þá þangað frá Miami. Helltu ræningjarnir! bensini í sæti flugvélarinnar og hótuðu að setja eld að ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra. Að sögn yfirvalda var sami að- stoðarflugmaður við stýri flugvél- arinnar og þegar maður vopnaður sápustykki neyddi flugmenn til að fljúga flugvél til Kúbu í fyrri viku. Einnig mun einn farþeg- anna í gær líka hafa verið með í því flugi. Er sjömenningarnir höfðu farið frá borði á Havana flugvelli fékk vélin leyfi til að fljúga aftur til Miami. Bormenn Noregshætta íverkfalíi * Tvö þúsund borunarmenn á borpöllum við Noregsstrendur munu hefja aftur störf um hádegi í dag eftir fjögurra vikna verkfall. Náðist samkomulag í gær á mi\li deiluaðila um að leggja málið í gerð. Taliö er, að launahækkun muni verða allt að 25% til 30% og gildi frá og með 1. maí síðast- liðnum. Olíufyrirtækin munu hafa misst af samningum um bor- anir fyrir jafnvirði eins milljarðar íslenzkra króna. Pólland: íbúar i Varsjá áttu í nokkrum erfiðleikum með að komast til vinnu sinnar i morgun. Leigubifreiðarstjór- ar hafa hafið verkfall og þar með gengið til liðs við starfsbræður sína sem aka vöru- og fólksflutningabif- reiðum í borginni. Fregnir af vinnustöðvun leigubif- reiðarstjóranna rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar talsmanna kommúnistastjórnarinnar í Póllandi í fyrradag að sá órói sem hefur verið á vinnumarkaðinum þar síðustu sex vikurnar væri í rénun. Hann hófsl þegar tilkynnt var um að kjöt og mat- vörur mundu hækka vegna lækkaðra niðurgreiðslna. Fregnir bárust í gær af verkföllum víðs vegar um Pólland. Auk mót- mæla við verðhækkun á matvörum eru verkamenn sagðir óánægðir með of lág laun, almennan vöruskort og slæmar aðstæður á vinnustöðum. Að sögn kunnugra þá er sú stað- hæfing talsmanna stjórnvalda rétt að hér sé ekki um pólitísk verkföll að ræða. Svo virðist sem verkföllin á einstökum vinnustöðum skelli á eins og vegna keðjuverkandi áhrifa. Þau stöðvist ekki vegna þess meðal annars að samband á milli stjórnenda og starfsmanna sé mjög bágborið. Þrátt fyrir fyrri yfírlýsingar hefur pólska stjórnin samþykkt með þögn- inni að verkfallsmönnum séu boðnar launahækkanir: » Verkföllin í Póllandi eru ekki talin pólitísk en fremur vegna sambands- leysis milli verkamanna og stjórn- enda fyrirtækja. Playboy-veldiö: Gjálífi og glaumgosa- stfíl —en gleymdist að láta hluthafaogskattyfir- völd vita umkostnað Löngum hefur gjálífi og glaumgosa- stíll þótt vörumerki Hugh Hefner aðal- eiganda og stofnanda Playboy veldisins bandaríska. í þvi er meðal annars sam- nefnt tímarit en auk þess næturklúbbar víðs vegar um heim og ýmis önnur fyrirtæki. ^ Skattyfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú upplýst að gleymzt hafi að skýra frá því hve allur stællinn kostaði. Bæði hafi gleymzt að skýra skattyfirvöldum frá því og hluthafar i Playboy fyrirtæk- inu hafi heldur ekkert fengið að vita um raunverulegan kostnað við íburðar- mikinn lífsmáta Hefners og annarra forstjóra Playboy. Samkvæmt upplýsingum skattyfir- valda voru það tvær milljónir dollara sem látið var hjá liða að gefa upp af kostnaði á árunum 1971 til 1978. Hefur nú náðzt samkomulag á milli yfirvalda og Playboy fyrirtækisins um hvernig leyst verður úr málunum. Einnig hefur verið ákveðið að meira eftirlit verði með eyðsluliðum innan fyrirtækisins. Meðal forréttinda Hugh Hefners og fleiri stjórnenda Playboy mun vera að- gangur að nokkrum íbúðum sem bæði eru ætlaðar til eigin nota og einnig við störf að viðskikptum Playboy fyrirtæk- isins. íbúðir þessar munu vera engin smásmíði. Þar eru sagðar vera sund- laugar og rómversk böð sem í raun eru aðeins hluti af samtengdu svefn- og baðherbergi. Fylgjandi íbúðunum eru bæði álmur fyrir starfsfólk og gesti. í svefnherbergi Hefners mun vera viða- mikið sjónvarpskerfi. Að sögn skattyfirvalda í Bandaríkj- unum hefur hvorki Hefner sjálfum eða stjórn Playboy fyrirtækisins tekizt að sýna fram á orsakir þess að rétt sé að fyrirtækið greiði ýmsa persónulega kostnaðarliði hans. Þrátt fyrir að sam- komulag hafi orðið um greiðsiur á skatti þá hafa fulltrúar Playboy ekki viðurkennt neinar ólöglegar greiðslur eða skattsvik. RUCANOR JOGGING skórnir komnir Flokksþing Demókrataf lokksins: CARTER ÚTNEFNDUR TIL FRAMBOÐS Stærðir 33—45 Verð aðeins kr. 6.240,- Póstsendum hlaut 2129 atkvæði en Kennedy 1146 Fresta varð talningu atkvæða á flokksþingi bandaríska Demókrata- flokksins í nokkrar mínútur vegna fagnaðarláta, þegar ljóst varð að Jimmy Carter forseti haföi hlotið meira en 1666 atkvæði þingfulltrúa í nótt. Þar með hafði hann tryggt sér útnefningu flokksins sem frambjóð- andi hans til forsetakosninganna hinn 4. nóvember næstkomandi. Úrslitin á fiokksþinginu í New York höfðu þó legið ljós fyrir að þessu leyti síðan á mánudagskvöld- inu, þegar Edward Kennedy öldung- adeildarþingmaður helzti keppi- nautur Carters lýsti því yfir að hann drægi sig í hlé og mundi ekki reyna frekar að hljóta útnefningu sem for- setaframbjóðandi. Atkvæðin i fiokksþinginu í gær féllu þannig að Jimmy Carter hlaut 2129, Kennedy 1146 en 56 féllu áaðra eða að handhafar þeirra voru fjarver- andi. Að venju var frambjóðandinn sjálfur ekki í þingsalnum, þegar úr- slitin voru tilkynnt. Carter var ásamt konu sinni og dóttur á hótelherbergi sínu og fylgdist með atburðum á flokksþinginu í sjónvarpinu. Þar var einnig Robert Strauss. Um leið og ljóst var orðið að Cart- er hefði hlotiö meirihluta atkvæða gaf Kennedy út yfirlýsingu þar sem sagði að hann mundi starfa að endur- kjöri Carters í forsetaembættið. — Ég óska Carter forseta til hamingju með sigurinn og mun styðja hann 1 kosningunum og vinna fyrir hann i kosningabaráttunni. Laugavegi 13 Sími 13508

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.