Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980. ÚTBOÐ Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í byggingu 1. áfanga a, nýs grunnskóla í Vestmannaeyjum. Umrædd bygging er um 1070 m2 á einni hæð og kjallari að hluta. Verkið nær til jarðvinnu, uppsteypu og frágangs að utanverðu. Áformað er að verkinu ljúki í ágúst á næsta ári. 0 tboðsgögn verða afhent frá og með 14. þ.m. á bæjarskrif- stofum Vestmannaeyja og teiknistofunni Arkhönn hf., Óðinsgötu 7, Reykjavík gegn 50 þús. króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á bæjarskrifstofunum í Vestmanna- eyjum, þriðjudaginn 2. september kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Vestmannaeyjum, 11. ögúst 1980 Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. —Sýningargluggr---- við Laugaveg tilleigu. Uppl. í síma 31413 kl. 17—22 í dag og á morgun. Sölumaóur - Söluumboð Solutnaður fyrir austan fjall, sem hefur bil, nxgan tfma og |>óða aðstöðu, ðskar eftir söluumboðum eða innheimtum á Suðurlandi. Allt kemur til greina. Þeir aðilar sem hafa áhuga lirinui I auglýsineaþjónustu Da|>blaðs- ins I síma 27022 eftir kl. 1 fyrir 25. ágúst. H—99 Sendill óskast Utanríkisráðuneytið óskar að ráða pilt eða stúlku til sendilsstarfa hálfan daginn, fyrir hádegi. í skólaleyfum getur verið um fullt starf að ræða. Upplýsingar í síma 25000, innanhússlína nr. 425. 12. ógúst 1980. Utanrfkisráðuneytið. Eigum óráðstafað Einingasmiður á Blönduósi: r „HUSNÆÐISSTJORN VILL STOPPA MIG” llús dýralæknis Austur-llúnvetninua. Vióhyugingin er samkvæmt hinni nýju eininnaaðferð. DB-mynd Kll. „Af einhverjum ástæðum vill Húsnæðismálastjórn láta mig hætta við þetta. En hvers vegna hef ég aldrei fengið neina skýringu á,” sagði Sigurjón Ólafsson bygginga- meistari sem við hittum að máli á Blönduósi. Sigurjón rekur þar byggingarfyrirtæki sem í mörg ár hefur byggt eftir þeim aðferðum, sem eru hefðbundnar í byggingu húsa. Nú býður félagið hins vegar upp á byggingu húsa úr steyptum einingum og eiga húsin með því móti að verða mun ódýrari. En eftir því sem Sigur- jón segir eru ekki allir hrifnir af þessum sparnaði hans. ,,Ég bauð í fyrrahaust í byggingu 6 ibúða hér á Blönduósi með hinni nýju aöferð. Ég var með lægsta tilboöið en fékk ekki verkið. Þarna Sigurjón Ólafsson byggingameistari. var um leigusöluíbúðir að ræða og þurfti Húsnæðismálastjórn að gefa endanlegt svar. Ég fékk það svar þaðan að þessi byggingaaðferð væri vel þekkt en ekki þætti ástæða til að taka tilboði minu vegna þess að ég væri ekki tilbúinn með mótin undir einingarnar. Þegar ég var svo búinn að fá mótin hálfu ári seinna bauö ég í leiguíbúðir á Skagaströnd. Aftur var tilboð mitt byggt á hinni nýju aðferð og aftur var það lægst. En aftur fékk ég neikvætt svar og því var þá borið við að þessi byggingaraðferð væri með öllu ójsekkt. Hið athyglisverða er að sami maöur ritaði undir það bréf og hið fyrra sem ég fékk. Ég fékk hins vegar verkið á Skagaströnd með hinni hefðbundnu byggingaraðferð en það kostar I0 milljónum meira fyrir þessar 4 íbúðir að byggja þær eftir gamla laginu en ef ég hefði not- að einingarnar. Skagastrandarmenn voru búnir að samþykkja hinar nýju einingar fyrir sitt leyti en það gerði tæknideildin hins vegar ekki.” Mótin að einingum Sigurjóns eru teiknuð og smíðuð hjá Sindrastáli og eru að hans sögn mjög svipuð þeim sem fyrirtæki eins og Byggingar- þjónustan notar. Er það vel þekkt aöferð við húsbyggingar. Eining- arnar eru steyptar saman að innan en falla saman utanvert með gúmmílistum. Þeir sem hafa séð þátt- inn tækni og vísindi fyrir nokkru þar sem Örnólfur Thorlacius gerði grein fyrir nýjungum við húsbyggingar munu kannast vel við hvað við er átt. I þessum einingaveggjum er burðarveggurinn innan einangrunar. Veggurinn er steyptur með einingum 10 sentimetra frá innra rými og 7 sentimetra frá útiloftinu. Með þvi helzt burðarveggurinn heitur og þurr og er talið að [ressi aðferð geti sparað eitthvað bæði í viðhaldi og upphitun. Sigurjón vinnur nú við uppsetningu eins húss eftir hinnu nýju aöferð. Er það viðbygging við hús dýralæknis þeirra Austur- Húnvetninga, sem er að Merkjalæk í Svínavatnshreppi. Upphaflega húsið 'var byggt úr flekamótum en viðbyggingin er úr einingum. Sigur- jón sagði að það sem aðallega hindraði framgang fyrirtækisins væri aö lítið væri byggt á Blönduósi um þessar mundir. Bindur hann því vonir sinar við svæðið i kring um bæinn og Hvammstanga, Skagaströnd og aðra nágrannastaði. -I)S. llnglingar á flauðárkróki í gatnahreinsun ásamt Sigríói Jensdóttur flokkstjóra. DR-myndir Kll. Unglingavinna á Sauðárkróki: Neyðarbrauð í fiskvinnuleysi ,,Við erum að reyna aö snyrta til á Sauðárkróki. Unglingarnir eru 12 til um núna í sumar þar eð lítið hefur.verið hérna í bænum,” sagði Sigríöur Jens- 15 ára og eru yfirleitt hið mesta dugn- aðgerai frystihúsunum. Unglingavinn- dóttir flokkstjóri, sem við hittum með aðarfólk að sögn Sigríðar. Vinnuna an er auðvitað t’err launuð en bónus- hóp unglinga sem vann af kappi á götu þiggja þau meö óvenju miklum þökk- vinna í fiski en samt betur launuð en • allsekki neitt. . pg

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.