Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980. Utvarp Sjónvarp Kínvcrjar hafa ekki áft i miklum útistöðum við aðrar þjöðir síðustu áratugi. Þó hefur komið til alvarlegra átaka milli þeirra og Víetnama. Myndin sýnir eina af hersveitum Kinverja er átti í höggi við Vietnama. ÞRÓUN UTANRÍKISMÁLASTEFNU KÍNVERJA - ikl. 22,35: Ákafir stuðningsmenn Atlantshafsbandalags Kínverskt þjóðlif hefur verið tals- vert í sviðsljósinu á síðustu árum, eftir að Kinverjar opnuðu land sitt á nýjan leik eftir að það hafði mátt heita lokað fyrir útlendingum frá því byltingin var gerð árið 1947 og Mao Tse Tung komst til valda. Utanríkisstefna Kínverja hefur og tekið breytingum að því er virðist á síðustu árum og mun Kristján Guðlaugsson kennari í kvöld flytja síðari hluta erindis síns um þróun utan- ríkisstefnu Kinverja. Fljótlega eftir byltinguna í Kína tók að bera á því aö Kínverjar ætluðu ekki að fylgja stefnu „bræðra” sinna i Sovétrikjunum og upp úr 1960 kom til algjörra vinslita milli þessara þjóða. Þessi þróun kom sagnfræðingum kannski ekki svo mjög á óvart þar sem hagsmunir þessara stórvelda rekast víða á og til dæmis deila þau um land- svæði í Asíu. Segja má, að þáttaskil hafi átt sér stað í valdatíð Nixons Bandaríkjafor- seta, sem tókst ásamt Kissinger utan- ríkisráðherra að koma á sambandi Bandaríkjanna við Kína eftir algjört sambandsleysi þessara ríkja i rúm tuttugu ár. Upp frá því hafa Kínverjar þótt halla sér mjög að Bandarikjunum og öðrum vestraenum ríkjum og hefur þetta samband aukizt mjög við fráfall Leikrit vikunnar nefnist Harry og er eftir Magne Thorson í þýðingu Þorstelnn Gunnarsson stýrlr leikriti vikunnar að þessu sinni. Maós formanns. Nú er svo komið að Kínverjar eru einhverjir áköfustu stuðningsmenn Atlantshafsbanda- lagsins og telja það nauðsynlega vörn gegn yfirgangi Sovétmanna. Annars er þróun utanríkisstefnu Kínverja flókin og því fengur að fræðslu um þetta efni. Ásthildar Egilson. Leikstjóri er Þor- steinn Gunnarsson. Með hlutverkin fara Róbert Arnfinnsson, Sigriður Hagalín, Hjalti Rögnvaldsson, Val- gerður Dan, Valur Gíslason og Pétur Einarsson. Leikritið, sem er um fimm stundarfjórðunga langt, var áður á dagskrá 1975. Harry hefur verið lengi á sjónum. Þegar hann kemur heim verður hon- um ljóst að ekki er allt með felldu á heimilinu. Faðir hans, sem er nærri áttræður og blindur, óttast að þurfa aö fara á elliheimili og sonur hans.Eiríkur, lendir í útistöðum við lögregluna. En Harry spyr sjálfan sig: Hverjum er um að kenna? -GAJ. -GAJ. LEIKRIT VIKUNNAR - utvaip í kvöld kl. 21,00: Heimilið í upplausn Mf I GÆRKVÖLDI Fróðlegt spjall um framtíðina Það er heldur ömurlegt hlutskipti að vera nánast dæmdur til þess að fylgjast með fjölmiðlum á kvöldi eins og í gær. Nánast ekkert var bitastætt eða til að halda manni viö skerminn og eitthvað var af ..misræmum” í út- varpinu lika. Jafnvel þátturinn Nýjasta tækni og vísindi brást að nokkru í gær, þó það sé að öllu jöfnu með forvitnilegustu þáttum sjónvarpsins og vel frá geng- inn af hendi umsjónarmanna, sem bæði þýða vel og ráöa yfir góðu máli ogvönduðu. Það kann svo sem að vera ágætt að kynnast ..ölvunarástandi” epla eins og örnólfur Thorlacius fræddi um í gær. Ekki sakar það kannski heldur fyrir heilbrigt fólk að kynnast nýju tæki sem læknað getur stam hjá þeim sem það hefur hrjáö með ómældum erfiðleikum eins og allir vita að stam getur verið. En þetta var þó allt saman saklaust. En þegar kom að gitarleikaranum frá Listahátíð var þolinmæði min við sjónvarpsskerminn þrotin og ég hall- aöi mér við útvarpiö. Og þá kom langbezti þáttur kvöldsins og sá eini sem var þess virkilega verður aö hlýða á. Þetta voru Stefnur og hentistefnur í stjórn- máium i þáttaflokki Sigmars Hauks- sonar, Kjarni málsins. Þarna ræddu þeir Ágúst Valberg verkfræðingur og Björn Bjarnason við Erni Snorrason. Tii umræðu var m.a. skýrsla sú sem Ágúst tók saman og nefnist ísland 2000. Allt er það hiö fróðlegasta plagg og forvitnilegt. Væri gaman og 'reyndar nauðsyn á að fá fleiri þætti um jætta sama mál, þvi þarna er nán- ast rætt og fjallað um möguieika fs- lendinga til að lifa i landi sínu í fram- tíðinni. Það verður vart gert með öðru en stórfelldum iðnaði og beinir ,Ágúst huga að efnaiönaði og orku- !iðnaði. Teiur hann að með þróun j hans geti 300 þúsund tsiendingar lifað mannsæmandi llfi hér, en að öðrum kosti muni lifskjör fara rýrn- andi. - A.St. K vartmílukeppni veröur 16. ágúst á brautinni viö Straums- vík. Keppni hefst kl. 3. TIL SÖLU TOYOTA HILUX 4WD árgerð 1980, ek- inn aðeins 1800 km, aukadekk og -felgur. Stereo- tæki Litur Hvítur m/röndum. Ti/sýnishjá Bílasölunni Skeifunni Skeifunni 11 — Símar 84848 og 35035 JX3 Hljómsveitin Aría AUGLYSIR TTTTTTTXTT lTTTTTTT.TT Félagasamtök, starfshópar, veitingahús og aðrir velunnarar [TITI.TTTT.TTTTTTXT HUÓMSVEITINARÍA tekur að sór að leika afía almenna dans- MÚSÍK 201___J Einka- samkvœmL rXT.T.TTTTTTT.TTTTÁJ^ Almenna PANTIÐ SEM FYRST Upplýsingar í símum 72250, 43484 og 99-4586. dansleiki

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.