Dagblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 — 189. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
Óhress yf ir ástandinu, segir slökkvilidsstjóri:
Breiðhyltingar vatns-
lausir fari rafmagn ut
ástandið lagast 1981, segir staðgengill vatnsveitustjóra
Rafmagnsbilun á sunnudags-
kvöldið á öllu svæðinu frá Selfossi til
Borgarness og undarleg viðbrögð þar
til settra ráðamanna við viðgerð
bilunarinnar hafa vakið furðu fólks.
En á þessum 40 mínútum sem tók að
gera við sprunginn rofa á Geithálsi
komu alvarlegir hlutir í ljós. Vatns-
laust, bæði heitt og kalt, varð í Breið-
holtinu. Rafmagnsbilunin leiddi i Ijós
að þetta fjölmennasta íbúðarhverfi
Reykjavíkur er algerlega rafmagni
háð, hvað notkun á köldu vatni
snertir.
Rafmagnið i Reykjavík virðist
óöruggara eftir því sem tækni eykst
og RR vex fiskur um hrygg. Breið-
holtsbúum þykir því súrt í broti að
rennsli kalds vatns skuli rafmagni
einu saman háð.
DB ræddi vandamálið við Rúnar
Bjarnason slökkviliðsstjóra og
kvaðst hann „mjög óhress yfir þessu.
Hins vegar er svo fyrir að þakka, að
slökkviliðsbílarnir hafa svo mikið
vatn meðferðis, að það nægir i
flestum tilvikum.”
Rúnar kvaðst ekki minnast nema
tveggja bruna, þ.e. bruna í Æsufelli
og í Keilufelli, þar sem slöngur hefðu
verið tengdar við brunahana og lítið
eða ekki notaðar í báðum tilfellum
þegar tengdar voru, því þá var
slökkvistarfi að mestu lokið.
Það er meginhluti byggðar í Breið-
holti því marki brenndur að þar er
ekki vatn ef rafmagn fer af, því
dælur er flytja vatn til hverfisins eru
rafmagni háðar og ekkert varaafl.
Hólmsteinn Sigurðsson, skrif-
stofustjóri Vatnsveitu Rvíkur, varð
fyrir svörum í sumarleyfi vatnsveitu-
stjóra. Kvað hann þetta ástand ekki
batna fyrt en ný vatnsvirkjun í Heið-
mörk við Jaðar kæmi í gagnið á árinu
1981. Fram til þeirrar stundar yrði
vatnslaust í Breiðholti ef rafmagn
færi út. Þar væru engir tnnkar og
cngardælur hefðu varaafl cf ral-
n agn færi.
Hólmsteinn sagði að í sumum
dælustöðvum Vatnsveitunnar færu
dælur sjálfkrafa í gang er rafmagn
kæmi aftur, en stærsta dælustöðin,
þ.e. sú við Gvendarbrunna, fer ekki
sjáifkrafa i gang. Þarf maður að fara
upp eftir og gangsetja hana.
Af þessu má sjá að örygginu er
ekki fyrir að fara ef rafmagn fer út. 1
Ijósi þess er 40 mínútna rafmagns-
leysi frá Selfossi til Borgarness furðu-
legt út af einum rofa viðGeitháls.
-A.St.
„Heyrðu góði. Viltu gjöra svo vel og koma héma aðeins. Hvað á það að þýða að
aka svona ábyrgðarlaust og langt yfir hraðamörkum?” Þannig gœti hann verið að
tala þessi valdsmannlegi á stóra lögregluhjólinu. Hann er með úr, og allt svoleiðis.
Og á hjólinu hans er stormhllf og tvö (jós sem geta vlst blikkað. Og svo er hann með
disk, annað hvort fijúgandi disk, eða bara matardisk. Svo þegar hann var búinn að
tala dálltið yfir hausamótunum á venjulega vegfarandanum, sagði hann: „Heyrðu,
mérfinnst vera lyktafþér. Hefurþú haft vln um hönd?"
Ja, leikir bamanna nú til dags. DB mynd Magnús Hjörleifsson.
Frekari uppsagnir vegna
endurskipulagningarinnar
— ríkisstjómin biður um nákvæmar skýrslur
Flugleiðir hf. hafa nú sagt upp Flugleiöa hf., Helga Thorvaldssyni,
starfsmönnum viðhaldsdeildax fyrir- 0g varaformanni, Ólafi Erlendssyni,
tækisins í New York, samkvæmt hefur veriö sagt upp störfum, auk
heimildum, sem DB telur áreiðan- þeirra, sem áður hefur veriö getið í
fríttum DB.
Þáttur í endurskipulagningunni er
talinn ákveönari hlutur Arnarflugs
hf. í hinum almenna flugrekstri.
Flugleiöir hf. eiga meirihluta I Arnar-
legar. Vist er talið að nokkrax upp-
sagnir standi enn fyrir dyrum I sam-
bandi við endurskipulagningu i
rekstri Fiugleiöa.
Bæði formanni Starfsmannafélags
flugi hf. Talið er, að sterkir hiuthafar
i Flugieiðum hf. styrki stöðu sina
með því að kaupa nú hlutabréf, sem
föl kunna að vera i Amarflugi hf.
m.a. hugsanlega af olíufélaginu hf.
Ljóst er, að skipulögð er nú greini-
legri hlutverkaskipting Flugieiða hf.
og Arnarflugs hf. með hliðsjón af
bæði utanlands- og innanlandsflugi.
Á fundi fjögurra ráðherra með
fulltrúum Flugleiða i gær, fór ríkis-
stjórnin fram á skýrslu fyrirtækisins
um fjárhagsstöðu þess, þjónustugetu
í flugrekstrinum og annarra atriða
svo sem atvinnuhorfur starfsmanna
miöað við endurskipuiagningu i
rekstrinum.
-BS.
Það Idtlar heldur betur bragð-
laukana að ætla sér að smakka á
79réttum. DB-mynd: Einar
DB á neytendamarkaði:
SMAKKAÐÁ
79 MATVÖR-
UM FRÁ ÚT-
LÖNDUM
0G ÍSLANDI
Sá grunur hefur oft læðzt að
neytendum að allt sé betra í út-
landinu en hér heima. Það varð
kveikjan að þvi að Dagblaðið fór
á stúfana og keypti hvorki meira
né minna en 79 tegundir matvæla.
Voru þau keypt í Danmörku,
Bandaríkjunum og á íslandi,
bæði í Reykjavik og á Akureyri.
Maturinn var keyptur á tveim
dögum og þess vandlega gætt að
geyma hann á réttan hátt, þar sem
flest var kælivara, eins og ostar,
mjólkurvörur aðrar, grænmeti og
unnar kjötvörur.
Síðan voru 4 virtir smakkarar
látnir reyna á bragðlaukana og
var hverjum rétti skolað niður
með tæru íslenzku Gvendar-
brunnavatni. Fór smökkunin
fram í Hótel- og veitingaskóla
islands.
Smakkarar voru Friðrik
Gíslason, skólastjóri Hótel- og
veitingaskólans, Sigrún Davíðs-
dóttir, sem m.a. er þekkt fyrir út-
gáfu matreiðslubókar og upp-
skriftir sínar í Morgunblaðinu,
Jónas Kristjánsson ritstjóri DB,
sem einnig er kunnur fyrir skrif
sín um innlenda og erlenda mat-
sölustaði og umsjónarmaður
Neytendasíðunnar, Anna
Bjarnason.
Dómar féllu á ýmsa vegu og
margt forvitnilegt kom í ijós.
Niðurstöður smökkunarinnar
verða birtar á Neytendasíðu Dag-
blaðsins á morgun og á næstu
dögum. - EVI
Hekla liggur
enn niðri
— jarðf ræðingar bíða
„Þetta er allt ennþá við það
sama. Fjallið er alveg hreint og
það er ekkert að gerast þar frekar
en í gær,” sagði Karl Grönvold
jarðfræðingur í samtaii við DB i
morgun. Karl var I Selsundi í nótt
ásamt fleiri jarðfræöingum.
„Við höfum verið að taka sýni
af ösku og hrauni og mæla halla
og reynum að hafa ailt tilbúið ef
eitthvað gerist. Veðrið er mjög
gott og við förum sennilega eitt-
hvað þarna upp eftir í dag,”
sagði Karl ennfremur. Hann
kvaðst ekki telja að sú aska sem
sást I Vík og víðar í gær hefði
komið úr fjallinu, heldur hefði
það verið fok ofan af hálendinu.
-ELA