Dagblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980.
Pólland:
Andófsmenn handteknir
og áróðursstríð haf ið
gegn verkfallsmönnum
Rikisstjórn pólskra kommúnista
hefur hafið mikla áróðursherferð gegn
verkfallsmönnum i Gdansk og víðar
við Eystrasaltsströndina. Er þetta fá-
heyrt þvi jafnframt verður stjórnin að
viðurkenna sín eigin mistök en ekki er
vafi á að nú stendur hún frammi fyrir
meiri vanda en nokkru sinni frá því að
óeirðirnar árið 1970 gengu yfir í
Póllandi Þá hrökklaðist Gomulka frá
völdum.
Kregnir hafa borizt af handtökum
fjórtán andófsmanna í Varsjá. Þar með
helur að nokkru lokazt fyrir allar
fréttir frá verkfallinu. Hin opinbera
pólska fréttastofa birti tvö þúsund orða
yfirlýsingu um verkfallið í gærkvöldi.
Athygli vakti að þar kom í fyrsta skipti
á prenti í opinberum gögnum orðið —
verkfall — á þeim sjö vikna tíma sem
bau hafa staðið í Póllandi.
Að sögn andstæðinga stjórnarinnar
getur verið að handtaka andófsmann-
anna fjórtán sé fyrsta skrefið til frekari
aðgerða gegn verkfallsmönnum. í yfir-
lýsingu fréttastofunnar segir að verk-
fallið kosti nú pólskt efnahagslíf miklar
upphæöir dag hvern. Einkum mun
þetta koma illa viö skipaiðnað lands-
ins. Hingað til hefur verið nær algjört
fréttabann af verkfallsaögeröunum í
Gdansk og viðar I pólskum fjölmiðl-
um. Hin opinbera fréttastofa hefur nú
snúið við blaðinu og útskýrði í yfirlýs-
ingu sinni fjálglega hve aðgerðirnar
hefðu þegar haft slæm áhrif á efna-
hagslíf Póllands.
Mæður verða að ganga mílur vega
með börn sín, þúsundir ferðamanna
væru strandaglópar á baöströndum og
matvörur væru að verða búnar í verzl-
unum. Matvælaástandið i landinu væri
að verða alvarlegra og nú væri aðeins
nægilega mikið til á almennum
markaði af brauði og mjólk.
í yfirlýsingunni er einnig sérstaklega
fjallað um hin opinberu verkalýðs-
félög. Þau hafa einmitt verið helzti
skotspónn verkfallsmanna, sem telja
þau ekkert annað en handbendi ríkis-
stjórnarinnar. Segir í yfirlýsingunni að
ábyrgð hinna opinberu verkalýðsfélaga
eða stjórnenda þeirra sé mikil í því
hvernig nú sé komið málum. Léleg
frammistaða þeirra væri ein megin-
orsök fyrir því að verkföll væru nú.
í gær barst einnig yfirlýsing frá
sextíu vel þekktum pólskum mennta-
mönnum þar sem segir að þeir séu að
vinna að yfirlýsingu þar sem skorað
verði á stjórnvöld að ganga til
viðræöna við verkamenn þá sem eru I
verkfalli.
Samtök gegn astma og ofnæmi
Árlega skemmtiferðin
verður að þessu sinni farin upp í Borgarfjörð sunnudaginn
24. ágúst. Lagt verður af stað frá Suðurgötu 10 kl. 10.00 og
frá Norðurbrún 1 kl. 10.30. Sameiginlegt borðhald á leið-
inni. Tilkynnið þátttöku í síma 26979 eða á skrifstofu sam-
takanna kl. 16.00 til 18.00 í síma 22153.
Stjórnin
EgHI Vilhjálmsson h.f.
Sími 77720
Nýr J-10jeppi tilbúinn tíl
afhendingar strax.
SÝNINGARSALURINN
SMIÐJUVEGI4 - KÚPAV0GI
Viðbótar lögregluafli hefur verið
sendur til Gdansk. Auk þess er þar
opinber sendinefnd á vegum stjórnar-
innar í Varsjá. Er hún undir forustu
eins af aðstoðarforsætisráðherrum
landsins. Verkefni hennar er að fá
verkamenn til aö yfirgefa forustumenn
sína. Er ætlunin að gera þetta með því
að bjóða verkamönnum hærri laun
fyrir vikið.
Nefnd verkfallsmanna, sem einkum
hefur orð fyrir þeim, hefur lýst því yfir
að að baki henni standi starfsfólk í tvö
hundruð og sjötiu fyrirtækjum i
Gdansk og á Eystrasaltsströnd
landsins. Hafi þeir algjöra stjórn á
öllum verkalýð í norðurhluta Póllands.
Hingað til hafa verkamenn í Lenin
skipasmíðastöðinni einna helzt verið í
sviðsljósinu en þar hafa fimmtán
þúsund manns lagt niður vinnu en
verkfallsmenn hafa ekki viljað yfirgefa
vinnustaði slna. Nú síðast hafa borizt
þær fregnir frá Póllandi að þúsundir
starfsmanna 1 Nova Huta stálverk-
smiðjunum hafi lagt niður vinnu. Þær
verksmiðjur hafa veriö eitt helzta stolt
pólskra stjórnvalda á sviði stáliðnaðar.
í ræðu sem Girek formaður pólska
kommúnistaflokksins hélt I fyrradag
sagði hann að ekki kæmi til greina að
ganga til samkomulags við verkamenn
um pólitískar kröfur þeirra. Hins vegar
sagðist hann vera til viðtals um hærri
laun og frjálsari verkalýösfélög. Tals-
menn stjórnvalda hafa sagt að þar sem
forustumenn verkfallsins hefðu ekkert
umboð til samninga yrði ekkert við þá
rætt.
Verkamenn 1 skipasmíðastftð i Gdansk klappa ræðumanni á hópfundi lof f lófa. Að sögn pólskra yftrvalda hefur verkfallið
þegar haft mjög alvarleg áhríf á efnahagslif landsins. Einkum mun skipasmiðaiðnaðurinn hafa orðið illa úti.
Buenos Aires:
KORTSNOJ SKR-
AÐI í EINVÍGINU
—vann fjórtándu skákina og mætir því annaðhvort Hiibner
eða Portisch í úrslitum um hvor fær að keppa við Karpov
heimsmeistara
Viktor Kortsnoj stórmeistari vann
fjórtán.du einvígisskákina gegn Polu-
gajevsky i Buenos Aires í gær. Þar
me.ð hefur hinn landflótta Sovét-
tnaður sigrað i einviginu og aflað sér
réttinda til að leika í úrslitunum um
réttinn til að etja kappi við heims-
meistarann sjálfan, Anatole Karpov.
Sá er leikur gegn Kortsnoj í úrslitun-
um verður annað hvort Húbner eða
JPortisch en þeir heyja nú einvígi á
Ítalíu og haföi Hllbner eins vinnings
iforustu er siðast fréttist.
Lokaúrslitin í Buenos Aires urðu
þau að Kortsnoj hlaut 7,5 vinninga
en Polugajevsky 6,5. Sá siðarnefndi
átti ekki góðan dag og varð að gefa
skákina eftir að leikinn hafði verið41
leikurá fimm klukkustundum.
Kortsnoj stórmeistari ákvað árið
1976 að flýja frá Sovétríkjunum og
baðst hælis í Hollandi. Nú er hann
svissneskur ríkisborgari. Siðan þá
hefur hann gagnrýnt sovézk stjórn-
völd mjög. Einkum hefur hann verið
beizkur út 1 þau fyrir að heimila ekki
konu hans og syni að flytjast af landi
brott. Var sonur hans nýverið
dæmdur til fangelsisvistar fyrir að
hlýða ekki kalli um að mæta til her-
þjónustu.
Svo virtist sem Kortsnoj þyldi
betur þann þrýsting og spennu sem
var á keppendunum í síðustu skákun-
um í Buenos Aires en Polugajevsky.
Jafnt var eftir tólf tilskildar um-
ferðir. Tefldu þeir þá tvær viðbótar-
skákir. Sú fyrri varð jafntefli en
Kortsnoj vann þá síðari í gær. Hefði
orðið jafnt aftur hefðu meistararnir
orðið að leika tvær skákir til við-
bótar. Ef jafnt hefði orðið að þeim
loknum hefði Kortsnoj hlotið sigur
þar sem hann sigraði fyrr í skák í ein-
víginu.
Eftir fimm klukkustunda setu við
skákboröið I Qórtándu umferð sigraði
Kortsnoj og er þar með sigurvegarinn f
einviginu við Polugajevski.