Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.09.1980, Qupperneq 7

Dagblaðið - 24.09.1980, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980. 7 Erlendar fréttir PLO-fulltrúar ekki á fund Alþjóðabankans Fulltrúum PLO samtaka Palestinu- araba verður ekki boðið að senda áheyrnarfulltrúa á ársþing Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem hel'st i Washington á þriðjudaginn kemur. Var þetta ákveðið á löngum litndi stjórna stofnananna i gærdag. Helztubaráttumenn fyrir þvi að full- trúum PLO yrði boðið voru fulltrúar l.ibýu og Saudi Arabiu i stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Andvígir þvi voru fulltrúar Bandarikjanna og nokkurra annarra vestrænna iðnríkja. Þið veljið um stríð eða frið segir Carter Enn einu sinni er Jimmy Carter Bandarikjaforseti lentur í ógöngum vegna túlkunar sinnar á orðum Ron- alds Reagans, mótframbjóðanda síns i komandi forsetakosningum. Carter, er sagður hafa sagt á fundi i Los Angeles að kjósendur ættu um að velja í kosningunum annaðhvort stríð eða frið. Val á honumsjálfum táknaði þá væntanlega frið en Ronald Reagan strið. Þetta þykir Reagan og mörguni öðrum of langt gengið og krefja Carter nánari skýringa. LÝST YFIR HEIL- ÖGU STRÍÐIMILLI ÍRAKS 0G ÍRANS — olíuvinnslustöðvarnar í Abadan í Ijósum logum — herir íraks virðast sækja inn í íran Tilkynnt var í irak i morgun að her landsins hefði komið sér upp þrem hernaðarlega sterkum stöðvum innan við landamæri írans. Auk þess hefðu irakskar hersveitir ráðizt að irönskum olíuhreinsunarstöðvum við Abadan og eyðilagt þær. Við Abadan eru mestu olíuhreinsunarstöðvar í heimi og eru þær nú sagðar i Ijósum logum. Fregnir hafa borizt af hundruðum erlendra oliuvinnslumanna sem flúið hafa styrjaldarsvæðið og eru nú á leið til Kuwait. Bani Sadr forseta írans sem nú stjórnar hernaðarað- gerðum hers landsins gegn her ÍraTts hefur lýst því yfir að styrjöldin sé orðin að heilögu striði. í New York kom Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna saman og skoraði á ríkisstjórnir beggja landanna að hætta hernaðarátökum og ganga til Iriðsamlegra samninga um deilumál sín. Útvarpið í Teheran tilkynnti að lultugu og álla þotur írakshers hefðu verið skotnar niður og auk þess hefðu hersveitir íraka verið hraktar á brott Irá hinum mikilvæga hafnarbæ Írans, Khorramshahr. Aðrar fregnir bárust þó frá yfir- völdum i hafnarbænum. I símtali við Iréttamann Reuters fréttastofunnar skýrðu þau svo frá að aðeins tvær sveitir íranskra hermanna veittu Írökum viðnám. Ef þær gæl'ust upp gætu írakar umkringt borgina. Sagði yfirmaður Khorramshahr að mjög skorti á að borgin nyti nægilega mik- illar verndar flugvéla og sama væri aðsegja tim Abadan. Að sögn æðsta manns hers Iraks liafa herir hans þegar umkringt Khorramshahr og auk þess rofið allar samgöngur á jörðu við borgina Ahwas sem er höfuðborg helzla oliu- héraðsinsí íran, Khuzeslan. Hin opinbera íranska fréltaslol'a helur viðurkennt að árásir hal'i verið gerðar á oliuvinnslustöðvar. Sam- kvæmt öðrunt heimildum hefur allri olíuvinnslu verið hætl um stundar- sakir i Abadan. Þar hala verið unnin 600 þúsund föt af olíu á dag. Heimildir í Teheran neituðu lyrri fregnunt frá Bagdad unt að banda- risku gíslunum 52 hel'ði verið sleppt úr haldi. Hins vegar var skýrl Irá þvi að þeir hefðu verið fluttir úr stað. íran hefur lýsl þvi yftr að Hornniz- sund þar sem gifurlega ntiklir oliu- flulningar l'ara ttm sé hernaðar- svæði. Ekki virðist þó enn hafa orðið lál á siglingum skipa þar um sam- kvæmt fregnum í morgun. Vitað var um að i það minnsta fjórir Brelar og fjórir Bandarikjamenn höfðu fallið i loftárásum iranskra flugvéla á olíu- stöðvar íraksmegin viðlandamærin. REUTER $ Vestur-Berlín: Járnbrautar- verkfallið leysist upp Starfsnienn auslur-þýzku járnbraut- anna, sem sjá um samgöngur á milli Veslur-Berlínar og Vestur-Þýzkalands en búa i Vestur-Berlin yfirgáfu í gær- kvöldi skiptistöð á járnbrautarlínunni og þar meðvirðist einnar vijju verkfalli þeirra lokið. Þeir hóluðu að halda áfram baráttu sinni fyrir hærri launum og heimild til að stofna sjálfstætt verkalýðsfélag. Fyrr um daginn höfðu austur-þýzkir lögreglumenn rekið aðra verkl'allsmenn frá öðrum skiplistöðvum við brautar- linurnar. Þegar verkfallsmenn létu undan í gærkvöldi vár lögreglan að láta til skarar skriða gegn siðasta hópnum. Vegna þessa verkfalls hafa sam- göngur á milli Vestur-Berlinar og Vestur-Þýzkalands lamazt að miklu leyti. Einnig hafa samgöngur innan Vestur-Berlinar orðið fyrir verulegum trufi unum. John Anderson, hinn óháði frambjóðandi til forsetakosninganna i Bandarikjunum hinn 4. nóvember næstkomandi, hefur nú hlotið byr undir báða vængi. Ljóst er nú að kostnaður hans við kosningarnar verður greiddur úr opinberum sjóðum. Léttir það Anderson mjög róðurinn. 1 skoðanakönnunum að undanförnu hefur sýnt sig að um það bil 15% kjósenda hyggjast velja hann sem forseta. Talið er að Ander- son muni taka mest fylgi af Carter forseta í komandi kosningum og mun meira en af Ronald Reagan frambjóðanda repúblikana. FÓL „UFASiXOeSKBUM^l næsta b/aðsö/ustað. fólk Áskriftarsímar 82300 og 82302 /■

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.