Dagblaðið - 24.09.1980, Side 16
16
/
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980.
. ' "\
Fararstjóm á sólarströnd
— enginn dans á rósum
Á hverju ári eru þúsundir íslend-
inga ferjaðar til sumarleyfa á sólar-
ströndum, — til Spánar, Grikklands,
Flórída og Ítalíu. Á sumum þessara
staða hefur myndast sérstök
þjónustustarfsemi kringum þessa
fslendinga, barir, matsölustaðir,
verslanir o.fl. þar sem gestgjafar slá
um sig með íslenskum orðaforða,
spila jafnvel íslenska tónlist af plöt-
um ef vel liggur á þeim. Á stöðum
eins og Lignano og Rimini er t.d.
farið að bera svo mikið á íslending-
um að hið virta ítalska timarit
L’Espresso (1. ágúst sl.) sagði sér-
staklega frá ásókn þessarar dverg-
þjóðar úti i Dumbshafi og gat sér til
að brátt færi hún að skáka Þjóðverj-
um, áður allsráðandi á Rimini.
Eins og nærri má geta fylgja
þessum þjóðflutningum ýmiss konar
vandamál og iðulega eru þau blásin
upp í fjölmiðlum. Eigast þá helst við
ferðaskrifstofur og einstakir
óánægðir viðskiptavinir.
Utto ivan er ekkert blávatn. Hér hefur hann haft hendur á kolkrabba I
fjöruborðinu. Af sama snarræði bjargaði hann yngra barni frá drukknun I fyrra
og hlaut viðurkenningu Slysavarnafélagsins. (DB-myndir AI)
Saltkjöt á
sólarströnd
Að sjálfsögðu vill fólk njóta sólar
og annarra skemmtana sem bjóðast á
sólarströnd en það er einnig eftir-
tektarvert að um 80 prósent fara
mjög gjarnan i ferðir okkar til að
skoða helstu menningarborgir hér um
slóðir. Feneyjar, Róm og Flórens.”
Hvað með skemmtilega viðburði?
„Æ, það er alltaf eitthvað furðu-
legt að gerast i þessu starfi, sumt
skemmtilegt, annað ekki. Ég man
t.d. eftir ýmsu fólki sem ætlaði að
spara sér gjaldeyri með því að koma
með mat frá íslandi. Ein eldri kona
vann t.d. það afrek að komast hingað
með kassa af tómötum, fimm kílóa
poka af kartöflum, mikið magn af
lagmeti — og kíló af eggjum í poka
sem öll voru óbrotin. Það fannst mér
stórkostlegast. önnur fjölskylda
hafði með sér saltkjöt og stýfði úr
hnefa á ströndinni. . . . Og svo eru
það ýmsir „gamlir kunningjar” sem
við minnumst fyrir alls konar
einkennileg uppátæki. Tveir múraðir
sjómenn voru hér, hressir strákar,
ætluðu að vera sex vikur en það tókst
að telja þá á að fara heim eftir þrjár,
en þá sluppu þeir tvisvar þegar átti að
lóðsa þá í flugvél. Manni fannst þetta
ekkert gaman þá en það er hægt að
hlæja að þessunú.”
Og Bergþóra hafði frá fleiru að
segja, rabbið hélt áfram fram á
rauðanótt meðan flugurnar suðuðu
og lið entist. Lýkur hér samt innsýn í
fararstjórn á sólarströndum.
-Al.
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
verra. Þótt friðsælt sé á sólarströnd
eins og þessari er fólk engan veginn
eins öruggt hér og á götu í Reykjavík.
Svo ganga menn stundum berserks-
gang í herbergjum sínum, brjóta og
bramla, og þá kemur til okkar kasta
því við berum ábyrgð á íbúðunum
gagnvarteigendum.
En við megum kannski ekki gera of
mikið úr þessari hlið á Islendingum.
Meirihluti þeirra sem hingað kemur
er sómafólk.
Vakin og sofin
En það kemur sjaldnar fyrir að við
heyrum frá jreim sem verða þarna á
milli í slikum átökum, leiðsögufólk-
inu sem á að vera hvorttveggja i
senn, fulltrúar ferðaskrifstofanna
og hjálparhellur farþeganna. Þau
hjónin Ottó Jónsson menntaskóla-
kennari og Bergþóra Gústafsdóttir
fóstra hafa um árabil haft á hendi
leiðsögn fyrir íslendinga á Spáni,
Grikklandi og nú síðast á Ítalíu og
eru miklum fjölda hérlendra að góðu
kunn. Fyrir skömmu hitti undir-
ritaður Bergþóru á Rimini en þá
hafði Ottó skroppið heim til íslands.
Var upplagt að spyrja hana um leið-
sögn og umsjón með íslendingum á
sólarströndum. Og þar sem maður
sat í makindum i stórri ibúð þeirra
hjóna, kneyfaði öl í sumarhitanum
og virti fyrir sér börn þeirra, sólbrún
og sæl, þá lá næst við að spyrja hvort
fararstjórn væri ekki sældarlíf.
„Við mundum varla vera að þessu
ef við hefðum ekki af því ánægju,”
svaraði Bergþóra. „En hins vegar er
Bergþóra og hluti af fjölskyldu hennar, Styrmir, Hildur og Ottó Karl.'
langt því frá að fararstjórn á sólar-
strönd sé dans á rósum. Við verðum
að vera vakin og sofin í þágu þeirra
íslendinga sem okkur er treyst fyrir,
allt frá því þeir lenda á flugvellinum
og þangað til þeir taka sitt flug til
baka.
Gera sór rangar
hugmyndir
Ég held að varla séu til þau vanda-
mál sem ekki koma til okkar kasta.
En svo kemur stund og stund þegar
við getum ráðið okkar tíma sjálf, —
og svo er dásamlegt fyrir börnin að
hafa sólina og sjóinn.”
VÉLAVERKSTÆÐI
Egils Vilhjálmssonar H/F
SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - -SÍMI44445
• Endurbyggjum vélar
• Borum blokkir
• Plönum blokkir og head QÍMI
• Málmfyllum sveifarása, tjakköxla Ollvlli
og aðra slitfleti m/ryðfríu haröstáli AA/MR
• Rennum ventla og ventilsæti. 4WIU
• Slípum sveifarása.
^ FULLKOMIÐ MÓTOR- OG RENNIVERKSTÆÐI J
STILL VÖRULYFTARAR
til afgreiðslu með stuttum fyrirvara, rafmagns- og disil-,
nýir og uppgerðir frá verksmiðju. Greiðslukjör.
Uppl. í síma
JftK.JÓNSSON&CO.HF.» Igufsí
handic
230 40ch0R
Kauptu ekki köttinn f sekknum
þegar þú kaupir þér talstöð. Kynntu
þér éður gœði og þjónustu.
Það margborgar sig.
Rafeindatæki
Stigahlíð45-47Sími91-31315
Eins og til að undirstrika orð Berg-
þóru byrjar síminn að hringja. Eitt
vandamálið enn. ,,Nú vantar allt í
einu íbúðir fyrir fjórar nýkomnar
fjölskyldur og þær náttúrlega ras-
andi. Þetta kemur til af því að sú
samsteypa sem við leigjum íbúðir af
hefur ráðstafað nokkrum þeirra án
þess að láta okkur vita. Nú verðum
við að finna góðar íbúðir í staðinn
fyrir þetta fólk.”
Það tekst og við höldum rabbinu
áfram síðar. Hvernig ferðamenn eru
íslendingar?
„Það er kannski erfitt að alhæfa
um það,” segir Bergþóra, „og mín
reynsla er mismunandi eftir stöðum.
Til Spánar fór mikið af ungu fólki
sem stundum var erfitt að eiga við.
Grikklandsferðirnar voru hins vegar
mjög ánægjulegar þvi þangað virtist
fara eldra fólk og ráðsettara en
hingað til Ítalíu koma bæði ungir og
gamlir. Þó verð ég að segja að
íslenskir hópferðalangar geta
stundum verið erfiðir.”
í hverju liggur það og hvernig
birtasteinkennin?
„Við megum ekki gleyma því að
margir þessara íslendinga eru að fara
utan í fyrsta sinn eða þá að þeir
stunda ekki aðrar utanlandsferðir en
sólarlandaferðir. Það fólk kann sig
stundum alls ekki. Sumt af því kemur
hingað uppfullt af fordómum eða þá
að það hefur gert sér alrangar
hugmyndir um þau lönd sem það fer
til, hefur alls ekki undirbúið sig á
neinn hátt. Það heldur að það eigi að
fá allt mögulegt upp í hendurnar án
fyrirhafnar, að peningarnir þess eigi
að kaupa meira en þeir gera o.s.frv.
Svo kvartar það yfir mataræði á
staðnum eða yfir flugum og skor-
dýrum sem slysast inn til þeirra í
sumarhitanum, yfir rakablettum í
íbúðinni.
Drykkjuskapur ýktur
Nú, en við erum nú einu sinni
hérna til að svara fyrirspurnum og
leysa vandamál og við viljum langt-
um heldur að fólk létti á hjarta sínu
við okkur en að það magni þetta allt
innra með sér til að ausa yfir ferða-
skrifstofuna, þegar heim er komið,
eða skrifa lesendabréf I blöðin. En
það er ansi erfitt að gera sumu fólki
til hæfis.”
Hvað með hinn margumrædda
drykkjuskap íslendinga á sólar-
ströndum?
„Hann er mikið ýktur a.m.k. hafa
lítil sem engin vandræði hlotist af
honum upp á síðkastið. En sumir
virðast koma hingað með ótrúlega
mikla peninga undir höndum, flíka
þeim óspart og átta sig ekki á því að
slíkt býður upp á líkamsárásir eða
Rætt við
Bergþóru
dóttur
á Rimini
y